Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 17

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 17 Framreiknað til nú- virðis, tapaði Samband- ið á ýmiskonar verslun- arrekstri á 10 árum 5,6 milljörðum króna, eða um 560 milljónum á ári frá 1982 til 1992! Raunar má segja að stofnun sérstakrar deildar, Útlánastýring- ar, með ungum og frískum starfs- mönnum, sem heyrðu beint undir Sverri Hermannsson, bankastjóra Landsbankans, marki viss þátta- skil í starfsemi bankans - þátta- skil, sem síst skyldu vanmetin. Meðal þeirra sem þar komu helst við sögu var Jakob Bjarna- son, sem gegnt hefur lykilhlut- verki fyrir hönd Landsbankans í öllum þeim fjölmörgu málefnum bankans sem tengjast eignar- haldsfélagi Landsbankans um fyrrum eigur Sambandsins, Höml- um hf. Með honum hafa einkum starfað innan Útlánastýringar, Hermann Eyjólfsson, Árni Ár- mann Árnason og Þór Þorláksson, sem er forstöðumaður Útlánastýr- ingar Landsbankans. Það var að vísu nokkru áður en sérstök Útlánastýring var formlega sett_ á laggimar innan Landsbanka íslands sem ráða- menn bankans fóru að hafa um- talsverðar áhyggjur af skulda- stöðu Sambandsins, eða snemma árs 1989, sem var um svipað leyti og Valur heitinn Arnþórsson var að hefja störf sem bankastjóri Landsbankans, en hann hafði eins og kunnugt er verið stjórnarform- aður Sambandsins í áraraðir. í ársbyijun 1989 voru öll lánamál til Sambandsins flutt til í Lands- bankanum og heyrðu eftir það undir Sverri Hermannsson, en áður höfðu þau heyrt undir Helga Bergs, en hann lét af starfí banka- stjóra Landsbankans um áramót 1988-89. Ný vinnubrögð Landsbankinn prófaði sig áfram, í nýjum vinnubrögðum og breyttum aðferðum gagnvart stór- um skuldunautum árið 1989 þegar Iðnaðardeild Sambandsins og Ala- foss voru sameinuð. Jakob Bjarna- son hóf störf í Landsbankanum 1989 og hans fyrsta stóra við- fangsefni var að gæta hagsmuna Landsbankans gagnvart Álafossi. Segja má, að með þeirri vinnu, hafí verið gefínn forsmekkurinn að því sem koma skyldi, að því er varðaði uppgjör Sambandsins og Landsbankans og stofnun Hamla hf. Landsbankinn átti útistandandi skuldir hjá Iðnaðardeildinni -og Álafossi, samtals um 1,3 milljarða króna og þar af var um einn millj- arður króna talinn í taphættu. Landsbankinn stofnaði rekstrarfé- lag um Álafoss, fljótlega eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- skipta í júní 1991. Á þessum tíma hafði Lands- bankanum tekist að lækka upp- hæð þá sem talin var í taphættu úr einum milljarði króna í um 500 milljónir króna. Bankinn rak fyrir- tækið til næstu áramóta á eftir. Með því tókst Landsbankanum að draga mjög úr tapi sínu af við- skiptum við Iðnaðardeildina og Álafoss, þannig að þegar fyrirtæk- ið var selt, þá hafði bankinn þurft að afskrifa á bilinu 150 til 180 milljónir króna, í stað fleiri hundr- uð milljóna, sem voru í hættu. Fullyrt er að bankinn hafi bætt stöðu sína um 350 milljónir króna, gagnvart fyrirtækjunum, áður en rekstur félagsins var seldur. Skýr- ingin á þessum árangri fólst fyrst. og fremst í því tvennu, að rekstrar- félagið náði að gera stóra sölu- samninga við Rússa á ullarvörum og ekki kom til stöðvunar á rekstri. Gífurlegar skuldir Skuldir Sambandsins í árslok 1988 námu 13,5 milljörðum króna og 1989 námu þær 13,2 milljörð- um króna. Einungis á hlaupareikn- ingi í Landsbankanum nam yfir- dráttur Sambandsins rúmum fjór- um milljörðum króna! Svo dæmi sé nefnt, þá námu útistandandi skuldir Iðnaðardeildar Sambands- ins 1989 rúmum 500 milljónum króna, sem engar tryggingar voru fyrir. Yfirmenn Landsbankans gerðu sér fljótlega grein fyrir, að við svo búið mætti ekki standa, og hófu viðræður við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Sambandsins. í þeim við- ræðum kom brátt á daginn, að þrátt fyrir sterka eignastöðu Sam- bandsins stefndi í hrein óefni, þar sem eignirnar voru svo gott sem án ávöxtunar. Eina eignin sem skilaði raun- verulegum arði á þeim tíma var eign Sambandsins í Olíufélaginu, sem skilaði þá um 10% ársávöxtun af nafnvirði, sem þó var ekki umtalsverð upphæð, því nafnverð bréfanna gerði ekki meira en losa 200 milljónir króna, þótt markaðs- virði þeirra væri yfir einn milljarð- ur króna. Verslunardeild Sambandsins var rekin með gífurlegu tapi, ár eftir ár. Framreiknað til núvirðis, tapaði Verslunardeildin og síðar Mikligarður á 10 árum 5,6 millj- örðum króna, eða um 560 milljón- um á ári frá 1982 til 1992! Það þarf vart frekari vitnanna við, þegar rætt er um að Sambandið hafí verið stjórnlaus eyðsluhít og ljóst er, að upphafíð að hruni Sam- bandsrisans má rekja mörg ár aft- ur í tímann. Sambandsmenn í dag, telja að það hafí fyrst og fremst verið gífurlegur taprekstur Verslunar- deildarinnar, gamla Miklagarðs og siðar Miklagarðs eftir sameiningu við Kaupstaðarverslanir KRON, sem gerði útslagið um, að svona fór fyrir Sambandinu. Hagnaður Sjávarafurða- og Skipadeildar dugði skammt Þótt Sjávarafurðadeildin og Skipadeildin hafí á sínum tíma verið reknar með ágætum hagnaði og aðrir þættir verið nálægt núll- inu, hafi það engan veginn dugað til að vega upp á móti verslun- artapinu. Fljótlega eftir að Guðjón B. Ól- afsson og forsvarsmenn Lands- banka hófu umræður sín á milli um skuldastöðu Sambandsins, Fyrrum stjórnendur Sambandsins • Aðalmenn Sambandsins Erlendur Einarsson Valur Arnþórsson Guðjón B. Ólafsson Sigurður Markússon Sigurður Gils Björgvinsson SAMBANDSHÚSIÐ við Kirkjusand. Ungir og vaskir Landsbankamenn • Lögfræðilegir ráðunautar Jakob Bjamason Hermann Eyjólfsson Birgir Magnússon Tryggvi Gunnarsson Viðar Már Matthiasson Bankastjórn Landsbankans AÐALSTÖÐVAR Landsbanka íslands Halldór Guðbjamason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.