Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Akveðnar tryggingar voru að handveði í Samvinnubankanum, t.d. hlutabréfin í ESSO. Samtals nam yfirdrátt- ur SIS í bönkunum tveimur 8,5 milljörðum. lagði Guðjón það til, að Lands- bankinn keypti hlut Sambandsins í Samvinnubankanum, en SÍS átti þá 52% hlut í bankanum. Þannig töldu Guðjón og fleiri Sambands- menn, að Sambandið gæti mjög bætt skuldastöðu sína í Lands- bankanum. Landsbankamenn sýndu slíkum kaupum fljótlega áhuga, en það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á slíkar samningaviðræður, sem þeir í Landsbanka uppgötvuðu að Sambandið var með enn meiri yfir- drátt í Samvinnubanka en Lands- banka, eða um 4,4 milljarða króna! Landsbankanum til lífs Staða Samvinnubankans var þó að því leytinu sterkari en Lands- bankans, að Sambandið hafði sett ákveðnar tryggingar að handveði í Samvinnubankanum, svo sem öll hlutabréf sín í ESSO, sem þá voru liðlega einn milljarður króna að markaðsvirði. Samtals nam því yfirdráttur Sambandsins í bönkun- um tveimur 8,5 milljörðum króna. Segja má, að það hafi viljað Landsbankanum til lífs, að samn- ingar tókust um kaup Landsbank- ans á 52% hlut í Samvinnubankan- um fyrir 605 milljónir króna í árs- byijun 1990. Það er einnig mat Sambandsmanna, sem þó voru ekki allir sáttir við Samvinnu- bankasöluna á sínum tíma, að Samvinnubankakaup Landsbank- ans, hafi í raun og veru gert það að verkum, að hægt var að ná samningum um yfírtöku Hamla á eigum Sambandsins. Vissulega var naumt, að slík sala fengist samþykkt í stjórn Sambandsins, því fjórir stjómar- menn voru sölunni andvígir, en fimm voru henni hlynntir. Þar með voru samningar vegna skulda Sambandsins við lánardrottna komnir á eina hendi, sem forsvars- menn Landsbankans telja í dag, að hafí verið algjör forsenda þess, að takast mætti að lágmarka tjón lánardrottna, með þeim hætti sem tekist hefur. Það var ekki fyrr en 19. júlí, 1990, sem stjómendur Lands- bankans fengu um það upplýs- ingar, hveijar skuldir Sambands- ins voru í gegnum Lundúnaskrif- stofu Sambandsins, en þær námu samtals 25 milljónum punda, eða um 2,5 milljörðum króna. Þar af skuldaði Sambandið 13 milljónir punda, eða um 1,3 milljarða króna, hjá Hambros Bank. 12 milljónir punda, eða um 1,2 milljarðar króna, vom svo útistandandi hjá níu öðmm bönkum, víðsvegar um Evrópu. Þessar upplýsingar fékk Landsbankinn frá Hambros Bank, en ekki Sambandinu og voru þær Landsbankanum enn eitt áfallið. Hambros ókyrrist Þeir hjá Hambros greindu Landsbankanum frá því, að bið- lund þeirra, vegna gjaldfallinna lána Sambandsins, væri orðin tak- mörkuð og þeir gætu ekki beðið lengi, með að segja upp lánunum. Ef Hambros hefði' gert alvöm úr því að segja upp lánaviðskiptum við Sambandið, hefði það haft það í för með sér, að aðrir erlendir lánardrottnar hefðu gert slíkt hið sama og því hefðu á einu bretti gjaldfallið vel á þriðja milljarð króna. Landsbankinn mat þessa af- stöðu Hambros á þann veg, að lánstraust Islendinga kynni að verða í uppnámi, ef allir erlendu bankarnir segðu upp lánum sínum til Sambandsins. Við hafí blasað, að það yrðu ekki einungis lakari Iánskjör sem Landsbankinn yrði að sætta sig við frá erlendum lán- ardrottnum, heldur aðrir bankar einnig, svo og ríkissjóður. Því hafi geysilegir hagsmunir verið í húfí fyrir íslendinga alla, að hafast ekkert það að, sem rýrði tiltrú erlendra iánardrottna á greiðslu- getu og skilvísi íslenskra lántak- enda. Það var vegna þessarar hættu, sem ráðamenn Landsbankans tóku af skarið með því að rita öllum erlendum lánardrottnum Sam- bandsins svonefnt „Letter of Support“, sem var stuðningsyfír- lýsing Landsbankans til erlendra lánardrottna, sem fól í sér þann ásetning Landsbankans að hann myndi af fremsta megni gæta hagsmuna þeirra sem lánardrottna Sambandsins. Erlendir bankar munu hafa litið á yfirlýsingu þessa, sem einskonar ígildi sjálfs- skuldarábyrgðar, en Landsbank- inn hafnaði því alla tíð, að þannig bæri að túlka bréf hans. Fram til vorsins 1992 fylgdist Landsbankinn nokkuð með upp- skiptingu Sambandsins í hlutafé- lög, tilraunum Sambandsins til eignasölu o.þ.h. án þess að vera beinlínis með mikil afskipti af málefnum Sambandsins. Raunar virðist sem það hafí ekki gerst fyrr en á miðju ári 1992, að Lands- bankinn gerði sér fulla grein fyrir vanda Sambandsins. Að minnsta kosti höfðu við- brögð stjórnenda bankans fram til þess tíma, ekki verið með þeim hætti, að ætla megi að þeir hafi haft fullan skilning á stærð þess vanda sem blasti við Sambandinu og bankanum sem aðallánar- drottni þess. Ungir og vaskir menn Landsbankinn setti sumarið 1992 á laggirnar sérstakan þriggja manna vinnuhóp, ungra og vaskra viðskiptafræðinga, sem átti að einbeita sér að því að rýna í málefni Sambandsins, til þess að undirbúa yfirtöku á eignum Sam- bandsins. Tveir komu úr Útlána- stýringu Landsbankans, þeir Jak- ob Bjarnason og Hermann Eyjólfs- son, og úr Fyrirtækjaviðskiptum kom Birgir Magnússon. Það voru nýstárleg og sérstæð vinnubrögð sem þetta þríeyki ástundaði og ekki hægt að segja annað en reyfarakenndur blær hafi verið á starfi þeirra. Þremenn- ingarnir hurfu úr Landsbanka ís- lands og komu sér upp höfuðstöðv- um í Sambandshúsinu á Kirkjus- andi. Þar fengu þeir aðstöðu á annarri hæð hússins, settu upp tölvur sínar og síma og helltu sér út í stór og mikil viðfangsefni. Viðskiptafræðingarnir fóru í starfí sínu ekki það sem heita hefðbundnar Landsbankaleiðir. Það er haft fyrir satt, að ákveðnir yfirmenn í Landsbankanum hafi beinlínis haft horn í síðu þremenn- inganna, þar sem þeir eru sagðir hafa talið sig vera þess umkomnir að veita hópnum forstöðu. Þeir komu hins vegar hvergi við sögu, heldur heyrði vinnuhópurinn beint undir Sverri Hermannsson og gaf honum reglulega skýrslu um gang mála. Reglulega héldu þremenn- ingarnir svo upplýsingafundi með öllum þremur bankastjórum Landsbankans, þeim Sverri, Björgvin Vilmundarsyni og Hall- dóri Guðbjarnasyni. Þeir fóru ekki heldur hefð- bundnar leiðir, að því er varðaði öflun sérfræðiþekkingar, því þeir leituðu út fyrir Landsbankann, er þeir þurftu á lögfræðilegum álits- gerðum að halda. Sömuleiðis not- uðu þeir endurskoðendaþjónustu utan Landsbankans, en einnig endurskoðanda Landsbankans. Þeir lögfræðingar sem leitað var til voru þeir Tryggvi Gunnarsson og Viðar Már Matthíasson. Starf þremenninganna og ráð- gjafa þeirra í júlí, ágúst og septem- ber 1992 fólst í því að greina skuldastöðu Sambandsins ofan í kjölinn, eignastöðu þess og skulda- og eignastöðu allra dótturfyrir- tækja Sambandsins. Frómt frá sagt, þá bar starf þremenninganna þann ávöxt, að mati Landsbankans, að Lands- bankinn hafði eftir þetta, í raun og veru, töglin og hagldirnar í þeim viðræðum sem fóru fram við Sambandið í kjölfar skýrslu vinnu- hópsins. Rétt er að geta þess hér, að Sambandsmenn telja ekki að svo hafi verið, heldur að báðir aðilar hafi fengið mun gleggri og betri mynd af stöðu Sambandsins og tengdra fyrirtækja, við vinnu þremenninganna. Landsbankinn metur það svo, að þremenningarnir hafi einfald- lega vitað mun meira um stöðu Sambandsins eftir þá vinnu sem þeir réðust í en forsvarsmenn Sambandsins og safnað saman í eina skýrslu heildaryfírliti yfír stöðuna, þar sem kom fram nafn- verð fyrirtækja, eigna, matsverð, mismunur, skuldir við Landsbanka og aðra lánardrottna og skuldir innbyrðis á milli Sambandsfyrir- tækja og ábyrgðir og hvað eina. Með þessu starfi, gat bankinn gert sér grein fyrir því hvers virði væri að taka yfír eignir Sambands- ins. Tilhugsunin um gjaldþrot Þremenningarnir komust í sept- ember 1992 að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni, að Sambandið ætti fyrir skuldum, miðað við bestu upplýsingar sem þá lágu fyrir, en jafnframt að við blasti greiðslu- þrot. Að forða gjaldþroti hafði ekki litla þýðingu í huga traustra og rótgróinna samvinnumanna, eins og þáverandi varaformanns stjórn- ar Sambandsins, Þorsteins Sveins- sonar, og formannsins, Sigurðar Markússonar, og raunar allrar Sambandsstjórnar, samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið. Tilhugsunin um gjaldþrot Sambandsins var slíkum mönnum einfaldlega óbærileg. í þessu starfi öllu áttu þremenn- ingarnir mikið og náið samstarf við tvo starfsmenn Sambandsins, þá Sigurð Markússon, stjórnarfor- mann Sambandsins, og Sigurð Gils Björgvinsson, fjármálastjóra Sambandsins, og er því samstarfi af báðum aðilum lýst sem heilu og góðu. Raunar greina Sambandsmenn frá því, að það hafí verið harla sérkennilegt fyrir þá, að fá „troik- una“ úr Landsbanka inn í höfuð- stöðvar Sambandsins, fyrst til að byija með. En samstarfið hafi ver- ið vinsamlegt, heilt og gagnlegt. Eftir að skýrsla þríeykisins hafði verið lögð fyrir bankastjórn Landsbankans í septemberlok 1992, var það mat bankastjómar, að ekki væri eftir neinu að bíða. Rétt væri að efna til fundahalda með Sambandsforkólfum, og semja um yfírtöku Landsbankans á eigum Sambandsins, eins og þremenningarnir gerðu tillögur um í skýrslu sinni. Þeir lögðu raunar til ákveðna valkosti en sá sem þeir töldu heppi- legastan í framkvæmd varð að lok- um sú leið sem samið var um að fara. OIMNUR GREIIM í næstu grein, sem birtist hér í blaðinu á morgun, verður fjallað ítarlega um starf þremenning- anna og lýst aðdragand- anum að þeim löngu og ströngu leynifundum, sem fram fóru haustið 1992, með þátttöku stjórnenda Landsbank- ans og Sambandsins. ins Maflyn > tíVIU wr MISSIR / HOKIi) w HÖFURif) Jll[ vjr. : *£?%> > •z% i'.Xrjr.zz — m Myndlistin heillar '■?) SUNNUDAGUR jRlprgtm&Ta&tði 9 H W. ^Jr* trfwi 1 í Hopu v íSfcwiAil ....... k.Vví;.,., . „ ■{'■ ■ ■ ■ • ■ Fylgstu meb á sunnudögum! Á sunnudögum kemur út efnismikiö og áhugavert blaö með fjölmörgum greinum og vibtölum. Birt eru viðtöl við athyglisveröa einstaklinga, íslenska sem erlenda, til sjávar og sveita, borga og bæja. Metnaðarfullir blaðamenn skrifa um málefni sem tengjast öllum hliðum mannlífsins. Á hverjúm sunnudegi er umfjöllun um þab nýjasta úr heimi kvikmynda og dægurtónlistar. Einnig er að finna stutta pistla þar sem lesendur fræbast um ýmis athyglisverð mál svo sem læknisfræöi, siðfræði, vínsmökkun, umhverfismál og stangveibi. Þeir sem hafa gaman af dular- fuilum glæpasögum fyrri tíma fá nýja sögu í hverri viku og fastir libir eins og Reykjavíkurbréf, Helgispjail og Gárur em á sínum stað. Alit þetta og miklu meira er í sunnudagsblaðinu. pliorignmlífebib - kfarnl málslml K & • i Í Í , Í \Í [4 í ( i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.