Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 22
22 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Súkkulaði-
og hafrakex:
Hvaða tegundir borðar þú?
10 20 30 40 50 60 70%
Homeblest
Maryland
SnapJacks
Homewheat
Hobnobs
Burtons
Smellur
Annað kex
Homeblest vinsæl-
asta súkkulaðikexið
HOMEBLEST er langvinsælasta
súkkulaði- og hafrakexið á mark-
aðnum, skv. niðurstöðum neyslu-
könnunar, sem Félagsvísindastofn-
un HÍ gerði fyrir Morgunblaðið, en
um 31% aðspurðra sögðust borða
það oftast og um 25% stundum.
Næst kemur Maryland, en það
sögðust um 8% borða oftast og 13%
stundum. Um 16% sögðust aldrei
borða þessa fæðutegund, en 3,9%
aðspurðra sögðust borða súkkulaði-
kex daglega. 21,5% kváðust borða
súkkulaðikex tvisvar til þrisvar í
mánuði, 19% vikulega og 17,4%
tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
Hægt að leigja
kransakökumót
FERMINGAR hefjast senn og marg-
ir hugsa sér að hafa kransaköku á
borðum. Skal á að bent að þeir sem
ekki eiga kransakökuform geta ef
þeir kaupa ekki formin leigt þau.
Hægt er að leigja hefðbundin 18
hringja kransakökuform hjá versl-
uninni Pipar og salti. Mótin eru leigð
í nokkra daga og kostar það 300
krónur.
Þar er líka hægt að leigja þriggja
hæða stand fyrir veislutertur og er
leigan 500 krónur.
Formin eru síðan seld í mörgum
búsáhaldaverslunum og eftir laus-
lega könnun virðast þau kosta frá
2.500 krónum og upp í rúmlega
4.000 krónur. Sum eru húðuð að
innan, önnur ekki.
Potturinn og pannan
í 13 ár
í DAG laugardag heldur veitinga-
húsið Potturinn og pannan í Nóat-
úni upp á 13 ára afmæli sitt og
verður í tilefni þess boðið upp á
ýmsa klassíska rétti sem hafa hald-
ist á matseðlinum frá upphafi og
verða þeir á sérstöku tilboðsverði.
Gildir þetta einnig á sunnudag og
er ætlunin að gestir fái ósvikna
afmælisijómatertu í eftirrétt.
Potturinn og pannan er vinsæll
staður hjá fjölskyldufólki, m.a.
vegna þess að þar er sérstakt leik-
herbergi fyrir börn og á sumrin
koma ferðamenn einnig mikið á
staðinn auk annarra gesta.
Kútutjald
Svefnpokar
3-4 manna
Fermingarverð
kr. 7.900
0° kr. 5.500
-10° kr. 7.900
ðapakki
inninpi^rl
Elan skíði
Alpina skíðaskór
Salomon
skíðabindingar
Elan stafir
S?Ö7T
■^L EIGANi
LEIGANI
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðarmiðstöðina,
símar 19800 og 13072.
Páskaliljumar
að koma
PÁSKALILJUR koma í verslanir í næstu viku, bæði
afskornar og í pottum. Blómaheildsalar gera ráð fyrir
um 100 þúsund afskornum blómum oghugsanlega
kringum 5.000.Í mold. Pottablómin eru frekarlítil og
bæði höfð í skreytingar og látin standa eins og þau
eru. Verð á þeim gæti orðið nálægt 800 krónum fyrir
pottinn meðan stykkið af páskaliljum gæti kostað 150
til 160 krónur út úr búð. Líklegt verð á búnti með 7
liljum er svo 700 til 900 krónur. Blómin eru þá heldur
minni en fyrsta flokkun og raunar meira en þriðjungur
þess sem selt er af páskaliljum. Mest er keypt frá
pálmasunnudegi og fram á sjálfa páskahelgina, þótt
margir vilji páskaliljur eða önnúr gul blóm vikumar
kringum hátíðina.
Páskaliljulaukar eru fluttir inn frá Hollandi á haust-
in og geymdir í kæli yfir veturinn. Þeir eru svo teknir
inn tveim eða þrem vikur áður en þarf að skera blóm-
in. Mest er ræktað í Biskupstungum og Hveragerði
og næstum eingöngu gular liljur. Ofurlítið kemur líka
af hvítasunnuliljum með rauðgulri innri krónu og hvít-
um krónublöðum. En almennt eru gul blóm vinsæl
þessar vikumar og fram í maí og stærsti dreifingaraðil-
inn, Blómamiðstöðin, selur til dæmis mikið af gulum
rósum og pottablómum eins og krysi og pokablómi.
Miðstöðin býður nú jafnframt í fyrsta sinn lítil gul
sólblóm í pottum.
Blómasalan er annar milliliður ræktar og sölu og
þar selst ásamt páskaliljum og gulum rósum töluvert
af gulum gerbemm og fresíum um þesar mundir. í
pottum hafa gular krysantemum verið vinsælar á þess-
um árstíma og af innfluttum blómum er helst að nefna
gular nellikur og forsithu-greinar.
Blómasalan tekur væntanlega 20-30 þúsund afskom-
ar páskaliljur inn og Blómamiðstöðin 60-80.000 stykki.
Óli Valur Hansson er páskaliljusérfræðingur miðstöðv-
arinnar. Hann segir páskaliljumar standa í 5 daga til
viku ef þær eru hafðar í stofuhita allan sólarhringinn.
Ef þær em hins vegar settar í kulda á næturnar, 4-5
gráður, geti þær enst mun lengur.
Óli Valur segir best að hafa páskaliljurnar sér í
vasa, því þykkur safi úr stilkunum geti haft slæm áhrif
á önnur blóm. Því megi reyndar draga úr með því að
dýfa liljustilkunum rétt aðeins í sjóðandi vatn til að
loka sárunum.
Best er að setja liljurnar í volgt vatn með endingar-
efni sem fæst í blómabúðum eða þá gömlu aðferðinni
aspiríni eða annarri sem Óli Valur segir ágæt: Sykur-
mola og nokkmm ediksdropum. Þannig sýrist vatnið,
bakteríumyndun minnkar og blómin halda umhverfinu
vorlegu og litríku lengur.
A
Islendingar
með í Burda
saumak
ÍSLENDINGAR geta nú í fyrsta
skipti tekið þátt í Burda fatasaums-
keppni en keppnin er haldin í sam-
vinnu við tímaritið Heimsmynd. í
fyrra tóku einstaklingar frá sextán
þjóðlöndum þátt í keppninni sem að
þessu sinni er haldin í Triest á Ítalíu.
Aenne Burda gaf út fyrsta snið-
blaðið árið 1950 og hefur sennilega
ekki grunað að 45 árum síðar yrði
það gefið út í yfír 4 milljónum ein-
taka í 125 löndum.
Umrædd fatasaumskeppni hefur
verið við lýði síðan 1982 en verðlaun
era veitt fyrir best hönnuðu og
, saumuðu samstæðufötin (dress) sem
! saumuð em af áhugafólki. Allt
áhugafólk sem saumar heima getur
tekið þátt í undankeppninni sem
haldin verður í Reykjavík í júní en
þá verða valdir fulltrúar íslands sem
halda síðan til Triest í haust.
Fagfólk hefur ekki rétt til þátttöku
og keppt verður í tveimur flokkum,
Angele Ritshard-Vassali frá
Sviss, sigurvegari frá í fyrra.
byijendaflokki þ.e.a.s. fyrir fólk sem
hefur saumað 2 ár eða skemur og í
flokki lengra kominna í saumaskap.
Þegar dæmt er um bestu flíkumar
er m.a. tekið tillit til tísku, heild-
arsvips og vandaðs frágangs.
Þeir sem vilja vera með eiga að
senda tvær myndir af sér í fötum sem
þeir hafa saumað fyrir 10. maí næst-
komandi og með upplýsingum um
nafn, heimilisfang, síma og hversu
mörg ár viðkomandi hefur saumað.
Evrópskt hár með
afrískri áferð
ÞESSAR myndir birtust í tímaritinu Hair and fashion en það er
Torfi Geirmundsson sem greiddi stúlkunum. Tilefni birtingarinnar
er verðlaunaafhending World Masters Awards í New York fyrir
skemmstu þar sem Torfi tók við sérstökum heiðursverðlaunum.
Förðun og aðra aðstoð veitti María Björk Traustadóttir og Harald-
ur Diego tók myndirnar.
Vörulistar
hjá Pöntun-
arfélaginu
Á næstunni eða þann 6. apríl næst-
komandi opnar Pöntunarfélagið
HBD við Skúlagötu 63. Hægt verður
að panta þar vömr úr ýmsum pöntun-
arlistum s.s.
sænska listanum
Ellos, Motherc-
are og ameríska
Sears vörulistan-
um.
Ekki verður
rekin verslun í
tengslum við
starfsemi vöm-
listanna ólíkt því sem fram til þessa
hefur tíðkast hérlendis. Að sögn full-
trúa fyrirtækisins Hólmgeirs Bald-
urssonar, er til-
gangurinn að
bjóða í staðinn
fjölbreytt vöraúr-
val úr listum
hvaðan sem er úr
heiminum.
Hólmgeir, sem
áður var annar
eiganda Atlantis
h.f. sem var með JCPenney og Se-
ars, segir að rekstrinum hafí verið
breytt og nú taki hann að sér Sears
umboðið og bæti
við ýmsum nýjum
póstlistum. Við
opnun verða of-
angreindir þrír
listar í boði, en á
næstunni bætast
fleiri í hópinn,
þekktur undir-
fatalisti, vöralisti
með rúmteppi og gardínur, sérstakur
tískufatnaður frá Ellos, myndbanda-
listi sem gefur möguleika á að panta
yfir 25.000 titla frá Bretlandi og
pöntunarlisti sem hefur 35.000
geisladiskatitla á boðstólum.
Þá era væntanlegir amerískir fata-
listar og nokkrir evrópskir til viðbót-
ar. Innan skamms verður hægt að
panta úr þýskum
föndurlista líka
en «sá listi hefur
að geyma
ógrynni af fönd-
urefni og öðru
sem þarf í alls-
kyns föndur og
skraut.