Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 23
Hundamatur frá
Fóðurblöndunni
KAPPI er hundamat-
ur sem Fóðurblandan
hf. setti nýlega á
markað. í KAPPA eru
öll næringarefni fyrir
hunda eldri en 3 mán-
aða. Hráefnin eru að-
allega valdar kornteg-
undir, kjötmjöl úr
nautaskrokkum og
innmat frá Afurðasölu
Borgamess, íslenskt
loðnumjöl, þurrkað við
lágt hitastig til að
tryggja gæði og
loðnulýsi ríkt af
omega-3 fitusýrum
auk vítamína, stein-
efna og ýmissa snefilefna.
Fóðurblandan hf. hefur framleitt
dýrafóður fyrir íslenskan landbúnað
í 30 ár. Að sögn Dereks Mundell,
Ráölagður dagskammtur fyrir fullvaxna hunda gTÖmm 1-5 kg bollar
Dverghundar, t.d. Pug, Papillion 30-135 'A-l'/.
5-10 kg
Smáhundar, t.d. Poodle, Terrier 135-225 1 */.-2'/.
10-25 kg
Meðalstórir hundar, t.d. íslenski fjárhund- 225-425 urinn, Springer Spaniel 2 '/.-4'/.
25-35 kg
Stórir hundar, t.d. Labrador, 425-600 Golden Retriever, Séfer, Setter, Collie 4'/.-6
35-50 kg
Mjðg stórir hundar, t.d. St. Bemharð, 600-800 Biard, Nýfundna- landshundur 6-8
1 bolli=100g
gæðastjóra, fer fram-
leiðslan fram í tölvu-
væddu og lokuðu
kerfi, sem tryggir ná-
kvæma vigtun og
blöndun hráefna.
„Vöruþróun
KAPPA hófst fyrir
tveimur árum. Við
sóttum þekkingu til
bandarísks næringar-
fræðings, sem hefur
sérhæft sig í gælu-
dýramat og hefur
mikla reynslu. Undir
handleiðslu hans
bjuggu tveir fóð-
urfræðingar okkar til
þurrmat fyrir hunda og var prótein-
innihald og orkugildi valið með til-
liti til að uppfylla þarfir flestra
heimilishunda.
Þegar við vorum orðin ánægð
með hráefnavalið og útlit vörunnar
hófum við fóðurtilraunir á 30 hund-
um í eigu Veiðistjóraembættisins.
Þeir fengu eingöngu KAPPA í 18
mánuði. Þeim virtist líka kosturinn
vel og að nokkrum vikum liðnum
höfðu menn orð á hve feldurinn
væri orðinn fallegur," segir Derek
Mundell.
Síðastliðið ár seldi Fóðurblandan
KAPPA í 20 kg pokum beint frá
verksmiðjunni, en nú hefur Nathan
& Olsen hafið dreifingu á 4 kg
pokum í verslanir. Talið er að inni-
haldið endist meðalstórum hundi í
tvær vikur. Upplýsingar á pokunum
og í bæklingi eru á íslensku. Pok-
arnir eru dagstimplaðir og innihald-
ið hefur 6 mánaða geymsluþol. Slíkt
segir Derek Mundell að sé til að
tryggja ferskleikann en á innflutt-
um hundamat sé erfitt að standast
slíkar kröfur. Mælt er með að
KAPPA-pokarnir séu geymdir á
svölum, þurrum stað og helst í lok-
uðu íláti.
POKARNIR eru
dagstimplaðir og
hafa 6 mánaða
geymsluþol.
Islensk kjötsúpa
sem bollasúpa
í TILEFNI 50 ára lýð-
veldisafmælis á íslandi
á síðasta ári og vegna
fjölda fyrirspurna hef-
ur TORO sett á mark-
að íslenska kjötsúpu
sem bollasúpu.
Umsjón með vöru-
þróun og bragðprófun
hafði Sigurvin Gunn-
arsson matreiðslu-
meistari, en hönnun
umbúða annaðist
Hilmar Guðjónsson. Pakkamir eru
skreyttir myndum frá öllum lands-
hornum og á framhlið-
inni er mynd af Horn-
bjargi.
Leiðbeiningar á um-
búðum eru á íslensku
og ensku. í fréttatil-
kynningu segir að ís-
lenska kjötsúpan sé
kjamgóð og þægileg
máltíð sem auðvelt sé
að grípa til t.d. á
vinnustað og í ferða-
laginu.
Sölu- og dreifingaraðili er John
Lindsay hf.
Endurbætur á asma-
lyfinu Ventolin
MARGIR íslenskir astmasjúkling-
ar nota asmalyfin Ventolin eða
Proventil. Bandarískt fyrirtæki,
Sepracor, hefur nú fengið einka-
leyfi á endurbótum lyfsins en sala
lyfsins nemur rúmum milljarði
bandaríkjadala á ári.
Albuterol er efni sem kemur
fyrir í tveimur myndum og efnin
eru svo náskyld að efnaformúlan
er sú sama en spegilmynd annars
getur ekki fallið í hina. Eru slík
efni kölluð handhverfur á íslensku.
Hin mismunandi form lyfsins em
kölluð (R) albuterol og (S) albute-
rol eftir því um hvora handhverf-
una er að ræða. Efnafræðilega er
erfitt að aðgreina spegilmyndir því
efnaeiginleikar eru þeir sömu að
öllu leyti utan einn.
Fyrirtækið Sepracor hefur nú
fundið leið til að aðgreina og ein-
angra efnin og rannsóknir hafa
sýnt að einungis fyrri handhverfan
(R) er virk sem asmalyf en hitt
efnið (S) er ekki skaðlaust með
öllu eins og álitið var heldur getur
það aukið andþyngsli og unnið
gegn virkni R-formsins.
Þar sem Ventolin hefur hingað
til haft bæði R og S formið í jafn-
miklu magni hefur það ekki haft
eins góða virkni og æskilegt væri.
daVerði framleiðsla á hreinu hand-
hverfunni ekki þeim mun dýrari
er þess vænst að í framtíðinni
komi á markað lyf, sem einungis
inniheldur R-efnið.
Uppskrift vikunnar
Þrjátíu bollur í bollukökunni
HELGA Konráðsdóttir, matreiðslukennari, fylgist með að rétt sé
að bakstrinum staðið.
NEMENDUR Hússtjómarskólans
í Reykjavík vora nokkuð sammála
um að mæla með bolluköku með
sesamfræjum þegar til þeirra var
leitað með uppskrift vikunnar að
þessu sinni. Bollukakan hafði verið
bökuð þar oftar en einu sinni enda
góð bæði með mat og sem kaffi-
meðlæti. Helga Konráðsdóttir,
matreiðslukennari Hússtjómar-
skólans, sagði að uppskriftin dygði
í um 30 bollur og er hana að finna
í kennslubókinni Við matreiðum
eftir þær Bryndísi Steinþórsdóttur
og Önnu Gísladóttur.
Bollukaka meó
sesamfræi
9 dl hveiti eða hveiti og aðrar
korntegundir
3 msk. hveitiklíð
5 tsk. þurrger
tsk. salt
3 tsk. púðursykur eða sykur
1 dl mjólk
2 dl heitt vatn
_________2 egg_________
5 msk. motarolía
Setjið 6 dl af hveitinu, hveitiklíð-
ið, þurrgerið, saltið og sykurinn í
skál og hrærið vel.
Þeytið eggin lauslega saman og
takið eina msk. frá til að pensla
bollurnar eftir lyftingu. Blandið
heitu vatni og mjólk. Vökvinn á
að vera ylvolgur. Hrærið honum
saman við mjölblönduna ásamt
eggjunum og matarolíunni.
Stráið dálitlu af hveitinu, sem
eftir er, yfir deigið og leggið þurrt
stykki yfir skálina.
Látið deigið lyfta sér við yl í um
10 mín., t.d. í volgu vatnsbaði.
Hrærið og hnoðið deigið með því
sem eftir er af mjölinu. Deigið á
að vera lint, en mótanlegt. Hnoðið
deigið í lengjur og skiptið í meðal-
stóra bita.
Mótið bollur og raðið þeim í
smurt mót eða á plötu með bökun-
arpappír. Best er að byija frá miðju
með eina bollu og raða síðan í
kring með dálitlu millibili þannig
að bollumar renni aðeins saman
við lyftinguna. Móta má stakar
bollur úr hluta deigsins og baka
þær með kökunni.
Stillið ofninn á 200 gráður. Lát-
ið bollumar lyfta sér við yl í 10
mínútur og leggið stykki yfír á
meðan. Smyijið bollumar með egg-
inu, sem tekið var frá og stráið
sesamfræjum yfír.
Bakið við 200 gráðu hita í miðj-
um ofni í um 15 mín. Leggið stykki
yfír bollukökuna á meðan hún er
að kólna eftir baksturinn. Þá verð-
ur hún mýkri.
laugardag og sunnudag kl. 14-16.
Kynning á High Desert blómafrjókornum
Gissur Guðmundsson
verður í Blómavali um
helgina og ræðir við fólk
umsérstakan árangur
af neyslu High Desert
blómafrjókorna.
Áhugafólk um afurðir
hunangsflugunnar eru
hvattir til að koma og
hitta Gissur kl. 14-16.
ÚRKLIPPA úr norska blaðinu Verdens
Gang, þar sem greint er frá þeim undra-
áhrifum sem afurðir býflugunnar höfðu
á Gissur Guðmundsson.