Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Vortónleikar Fóst-
bræðra í Langholts-
og Digraneskirkju
V ORTÓNLEIKAR Karlakórsins
Fóstbræðra verða haldnir á næst-
unni í Langholtskirkju og Digranes-
kirkju. Kórinn heldur fema tónleika
og verða þeir sem hér segir:
28. mars kl. 20.30 í Langholts-
kirkju.
29. mars kl. 20.30 í Langholts-
kirkju.
30. mars kl. 20.30 í Digranes-
kirkju.
1 . apríl kl. 15.30 í Langholts-
kirkju.
Söngstjóri kórsins er Ámi Harð-
arson, tónlistarmaður, sem hefur
verið fastráðinn stjómandi kórsins
síðustu árin. Píanóleik með kórnum
annast Lára Rafnsdóttir, sem hefur
margoft komið fram með kórnum
bæði hér heima og erlendis.
Efnisskrá tónleikanna verður
fjölbreytt. Flutt verða þjóðlög eftir
eldri og yngri íslensk tónskáld, auk
nokkurra sænskra og norskra þjóð-
laga. Einnig flytur kórinn þijár
bænir Heilags Franz frá Assisi eft-
ir franska tónskáldið Francis Poul-
enc. Þessi lagaflokkur hefur ekki
áður verið fluttur hér á landi. Loka-
kafli tónleikanna er m.a. kórar úr
óperunum Töfraflautunni eftir Moz-
art, Rigoletto eftir G. Verdi og
Fast eftir C. Gounod. Einsöngvarar
á tónleikunum em óperusöngvar-
arnir Kolbeinn Ketilsson og Þorgeir
Andrésson. Kolbeinn syngur með
kómum á fyrstu tveimur tónleikun-
um en Þorgeir á þeim tveimur síð-
ari. Þeir munu einnig flytja á tón-
leikunum óperuaríu við píanóleik
Láru Rafnsdóttur. Kolbeinn flytur
aríuna Saubertöne úr Töfraflaut-
unni og Þorgeir aríuna Amor ti vi-
eta úr Fedora eftir U. Giordano.
LISTIR
BRESKIR tónlistarmenn og tón-
skáld undir nafninu „Salford
Soundworks“ halda tónleika í
Norræna húsinu mánudaginn 27.
mars kl. 20.30. Þarna munu
kennararnir og tónskáldin Jonty
Stockdale, sem leikur á sópran-
og alt-saxófóna, Stan Hawkins,
pianóleikari og Derek Scott, sem
leikur á pianó og synthesizer
leika nýjar tónsmíðar sínar
ásamt nemendum frá Salford
College, þeim Lars Jakobsen,
bassagítarista og Ágústi Sveins-
syni, slagverksleikara. Sá síðast-
nefndi er Islendingur, sem að
undanförnu hefur stundað nám
við Salford College.
Tónleikar
Salford
Soundworks
í Norræna
húsinu
Heimsókn þessi er liður í sam-
starfi Salford College við Tón-
listarskólann í Reykjavík í svo-
kölluðu Erasmus-neti, en auk
þeirra eru í netinu tónlistar-
deildir háskóla í fleiri löndum.
Fyrir tveimur árum kom hingað
til tónleikahalds frábær málm-
blásarasveit frá sama skóla og í
fyrra sendi skólinn mjög góða
djasshljómsveit.
Á efnisskrá tónleikanna eru
eins og áður sagði verk eftir þá
Stockdale, Hawkins og Scott, en
hér er um að ræða nútimatónlist
mep vissri „sveiflu".
Á sunnudeginum mun „Sal-
ford Soundworks" halda tón-
leika í sal Tónlistarskólans í
Reykjavík fyrir nemendur og
kennara.
Aðgangur að tónleikum þess-
um er ókeypis og öllum heimill.
Tónlist fyrir alla
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands
heldur tónleika í Kópavogi,
Grindavík, á Akranesi, Selfossi og
i Keflavík, þar sem leikið er fyrir
bæjarfélögin á Suðumesjum.
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari.
Einleikari og kynnir: Jónas Ingi-
mundarson. Kórar á viðkomandi
stöðum taka þátt í tónleikunum,
einsöngvari með kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands er Kristjana
Stefánsdóttir.
Á efnisskrá eru verk eftir Dvor-
ák, Smetana Britten, Liszt,
Franck, Rodger/Hammerstein,
Jón Ásgeirsson, Atla H. Sveinsson
og Skúla Halldórsson.
Upphafíð að Tónlist fyrrir alla
er átak sem stofnað var til árið
1992 af skóla- og bæjaryfirvöldum
á Selfossi í þeim tilgangi að gefa
nemendum grunn- og framhalds-
skóla kost á að hlusta á lifandi
tónlist sem valin er með þann ald-
urshóp sérstaklega í huga. Aðal-
hvatamaður að verkefninu var
Jónas Ingimundarson píanóleikari
og hefur hann verið aðalskipu-
leggjandi þess frá byijun. Það er
skemmst frá því að segja að þetta
átak tókst frábærlega vel og á
síðasta skólaári bættust í hópinn
skólayfirvöld á Akranesi og í
Kópavogi og í ár eru bæjarfélögin
orðin fimm sem standa að Tónlist
fyrir alla. Verkefnið er skipulagt
sem tónleikaröð, sem hefst í sept-
ember ár hvert, þar sem helstu
tónlistarmenn þjóðarinnar koma
fram en, endahnúturinn á tón-
leikaröðina rekur Sinfóníuhlóm-
sveitin. Áætlað var að hljómsveitin
léki á tvennum skólatónleikum og
einum almennum tónleikum á við-
komandi stöðum en vegna verk-
falls kennara getur ekki orðið af
skólatónleikunum en almennir
tónleikar verða, og er aðgangur
er ókeypis fyrir nemendur grunn-
og framhaldsskóla.
Petri Jónas
Sakari Ingimundarson
Tónleikarnir verða sem hér seg-
ir: Kópavogur, laugardag 25. mars
kl. 14 - íþróttahúsinu Smára.
Selfoss mánudag 27. mars kl. 20
- íþróttahús Sólvallaskóla. Akra-
nes, þriðjudag 28. mars kl. 20 -
íþróttahúsið Vesturgötu. Grinda-
vík, miðvikudag 29. mars kl. 20 -
íþróttahús Grindavíkur. Keflavík,
fimmtudag 30. mars kl. 20 -
íþróttahúsið Sunnubraut.
HEILBRIGÐISRADUniEYTIÐ
heldur því fram að tilvísanaskyldan muni spara
ríkissjóði 120 milljónir á ári
ÞETTA E
r--------------------------
Ráðuneytið sleppir því vísvitandi að reikna með kostnaði við að byggja og reka
heilsuaæslustöðvarnar. Allur sá kostnaður fellur á skattboraarana.
Tilvísanaskyldan mun kosta ríkissjóð
á annað hundrað milljónir króna á ári
EFTIRTALDIR LÆKNAR MUNfJ EKKI STARFA SAMKVÆMT TILVíSANA SKYLD U.
LYFLÆKNAR
Andrés Sigvaldason Asgeir Böðvarsson Birgir Guðjótisson Einar Oddsson Guðjón Lárusson Gunnar Valtýsson
Ari Jóhannesson Asgeir Jónsson Bjarni Þjóðleijsson Friðrik E. Yngvason Guðmundur I. Eyjólfsson Hallgrimur Guðjónsson
AmiJ. Geirsson Ásgeir Theódórs Björn Magnússon Friðþjójur Björtisson Guðttiundur Oddsson Haraldur Briem
Árni Kristinsson Astráður Hreiðarsson Davíð Gtslason Gestur Þorgeirsson Guðmundur Þorgeirsson Helgi Jónsson
Árni T. Ragnarssoti Benedikt Guðbrandsson Einar Baldvinssoii Gizur Gottskálksson Gunnar Sigurðsson Helgi Valditnarsson