Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 34
34 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hvemig tryggjum
við best framgang
markaðshagkerf-
isins á Islandi?
ÞRÁTT fyrir að ýmsir fullyrði
að í markaðshagkerfínu gildi um-
fram allt réttur hinna sterku, er það
engu að síður staðreynd að þar er
sjaldnar spurt hver maður sé og
hverra manna heldur en hvað mað-
ur getur. Leikreglur markaðshag-
kerfísins sjá til þess að eiginhags-
munir og heildarhagsmunir eru ekki
andstæður, þvert á móti sér aflvél
markaðshagkerfísins
(samkeppni) um að
aðgerðir einstakling-
anna og árangur komi
fleirum en þeim einum
til góða. Samkeppni
þýðir að fylgja þeim
reglum sem settar eru
og vinna að því að ná
sem bestum árangri
með því fjármagni,
vinnu og þekkingu
sem maður hefur að-
gang að. Drifkraftur-
inn er vissulega hagn-
aðarvonin en sá árang-
ur skilar sér til allra.
Fyrirtæki sem eru rek-
in með hagnaði eru
öruggari vinnuveitendur en fyrir-
tæki sem rekin eru með tapi af því
að atvinnutækifærin þar eru trygg-
ari.
Markaðshagkerfíð verkur vissu-
lega ugg meðal margra vegna þess
að þar er ekki til nein heildaráætlun
og þar er ekki ákveðið fyrirfram
hvað á að framleiða í hvaða magni
á hverjum tíma. Það liggur heldur
Hlutverk ríkisvaldsins í
markaðshagkerfinu,
segir Páll Kr. Pálsson,
er fyrst og fremst að
móta leikreglumar.
ekki fyrir í markaðshagkerfinu
hvemig tekjumar muni skiptast á
milli launþeganna, eigenda fyrir-
tækjanna, fjárfestanna sem fjár-
festa á hlutabréfamarkaði og þeirra
sem spara með öðrum hætti. Þetta
er jafnframt einn af meginstyrk-
leikum markaðshagkerfisins. Það
er sveigjanlegt og býr yfir þeim
hæfíleika að láta þær aðgerðir skila
mestum árangri sem mest þörf er
fyrir á hveijum tíma. Þetta er ein-
mitt grundvallarmunurinn á mark-
aðshagkerfinu og áætlanahagkerf-
inu. Þeim sem tekst að þróa rétta
vöm á réttu verði fyrir réttan mark-
hóp á réttum tíma gengur vel í
markaðshagkerfínu og hann nýtur
áralfigursins með þeim hagnaði sem
reksturinn skilar.
En í markaðshagkerfínu verða
fyrirtæki líka gjaldþrota vegna þess
að'þeim mistekst. Það er erfitt að
reikna út fyrirfram hvað muni tak-
ast og hvað ekki. Þetta skapar
áhættuna og leikreglumar sem
byggjast á því að aðföng sem ekki
em nýtt nægjanlega vel eða eignir
sem ekki skila nýtingu verða einsk-
is virði og að sá sem ætlar sér að
hagnast mikið á skömmum tíma
t.d. með háu verði, verður oft undir
í samkeppninni við aðra sem bjóða
jafngóða eða jafnvel betri vöru á
lægra verði.
Samkvæmt viðskiptalögum og
venjum er íslenska hagkerfið mark-
aðshagkerfí. I raun var hins vegar
rekið hér til skamms tíma stefna
sem ekki samrýmist leikreglum
markaðshagkerfisins. Afskipti
stjórnvalda af atvinnulífínu, sem
byggjast á þeirri villutrú að stjóm-
völd geti stýrt hagkerfínu til betri
vegar með beinum afskiptum, hafa
■skilið eftir sig slóð gjaldþrota og
skuldasúpu sem núverandi ríkis-
stjórn hefur þurft að glíma við á
siðustu árum.
í markaðshagkerfínu grundvall-
ast tekjur á afköstum sem markað-
urinn metur sem einhvers virði.
Verkamaðurinn fær laun vegna
þess að hann stjórnar
vél sem framleiðir vör-
ur sem hægt er að selja.
Sá sem sparar fær
vexti fyrir fjármagn sitt
því hann gerir það
mögulegt að kaupa vél-
ar sem hægt er að nota
til framleiðslunnar. í
okkar þjóðfélagi er oft
talað um að launin
gætu verið miklu hærri
ef vextimir væru lægri
og hagnaður fyrirtækj-
anna rynni mestallur til
ríkisins. Staðreyndin er
hins vegar að í líku
þjóðfélagi væru verka-
mennirnir allir fátækir
því þeir yrðu fyrst og fremst að lifa
á því sem þeir fengju áprkað með
eigin höndum, eigin afli. í markaðs-
hagkerfínu er íjármagnið notað í
þjónustu atvinnulífsins og þannig
verður til uppbygging og þróun. I
áætlanahagkerfinu, þar sem hagn-
aður fyrirtækja er litinn homauga,
er enginn hvati og enginn árangur
fyrir almenning. Skilningssljóir
skriffínnar sem svífa um í heimi
opinbers eftirlitsiðnaðar koma í veg
fyrir að árangur náist og lífskjör
batni.
En ýmsir spyija; er það ekki ein-
mitt hagnaðarstefnan sem leiðir til
atvinnuleysisins í markaðshagkerf-
inu? Væri ekki hægt að tryggja
störfin betur ef fyrirtækin fengju
ekki að skila hagnaði? Svarið er að
fyrirtæki sem stefnir ekki að hagn-
aði mun fljótt tapa atvinnutækifær-
unum, því slíkt fyrirtæki stendur
ekki undir þrýstingi hagkvæmrar
framleiðslu og framleiðniaukandi
aðgerða sem samkeppni markaðs-
hagkerfísins krefst.
En þá segja ýmsir, eilíf framþró-
un? Eilífar tækninýjungar? Vissu-
lega er það rétt að tæknin hefur
oft leitt til mikilla hörmunga. En
eftir sem áður er tæknin uppspretta
lífskjaranna og í ríkum mæli einnig
uppspretta lífsgæðanna sem mæld
eru eftir ýmsum þáttum umhverfís-
ins. Það er alveg rétt að á Vestur-
•löndum eigum við við margs kyns
umhverfisvandamál að stríða.
Hörmulegt umhverfísástand í lönd-
um sem búið hafa við hagkerfi
áætlunarbúskapar sýnir hins vegar
að það kerfi er engin lausn á um-
hverfísvanda nútímans. Þar sem
fólki er í mörg ár að vinna sér fyr-
ir bíl er ekki við því að búast að
nokkur maður standi upp og krefj-
ist þess að stálverksmiðjum eða
lakkverksmiðjum verði lokað vegna
þess að eiturgufur og mengað vatn
berist frá þeim.
Hlutverk ríkisvaldsins í markaðs-
hagkerfínu er fyrst og fremst að
móta leikreglumar og setja lög og
reglugerðir um þá málaflokka sem
þjóðfélagsþegnarnir vilja láta taka
á. Ríkisvaldið þarf hins vegar líka
stundum að ákveða aðgerðir sem
kunna að valda óánægju meðal
margra þjóðfélagsþegna. Því hefur
núverandi ríkisstjóm svo sannar-
lega kynnst enda ekki verið hrædd
við að taka veigamiklar ákvarðanir
sem munu verða okkur íslendingum
til góðs í framtíðinni.
Höfundur er verkfræðingur.
Páll Kr. Pálsson
Þjóðin mun njóta
þessa árangurs
RÍKISSTJÓRNIN
setti sér í upphafi það
markmið að ijúfa
langvarandi kyrrstöðu
í íslenskum þjóðar-
búskap. Efnahags- og
atvinnulíf þjóðarinnar
einkenndist á þeim
tíma af stöðnun og
samdrætti. Ríkissjóð-
ur hafði verið rekinn
með halla um langt
árabil. Auk skatta-
hækkana hafði verið
gripið til óhóflegrar
lántöku. Stór hluti
skuldanna var neyslu-
skuldir og skuldir
vegna misheppnaðra
fjárfestinga sem dregið hefðu úr
hagsæld þjóðarinnar til lengri
tíma. Nýjar leiðir í stjórn efna-
hags- og atvinnumála vom nauð-
synlegar til að við héldum ekki
áfram að dragast aftur úr ná-
grannaþjóðunum í lífskjömm.
Tryggja varð stöðugleika og örva
nýsköpun í atvinnulífinu, auka
verðmætasköpun og renna fleiri
stoðum undir atvinnulífið.
Atvinnuleysi fer
minnkandi
Þessari stefnu hef-
ur ríkisstjórnin fylgt
af festu og óhætt er
að segja að hún hafi
náð þeim markmiðum
sem hún stefndi að,
þrátt fyrir ýmsa
óvænta erfiðleika, svo
sem aflasamdrátt,
verðlækkun sjávaraf-
urða og efnahagsörð-
ugleika í viðskipta-
löndum okkar. Kjarn-
inn í efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar, lág
verðbólga og gott
jafnvægi í utanríkisviðskiptum,
hefur skapað heimilunum og fyrir-
tækjunum í landinu skilyrði til að
takast á við erfiðar aðstæður.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggt
festu í efnahagsmálum lands-
manna. Vissulega hefur efnahags-
stjórnin á stundum verið vanda-
verk en ávinningurinn er nú, svo
um munar, farinn að skila sér í
þjóðarbúið. Ég nefni nokkur dæmi:
Efnahag-sbatanum má
ekki fóma, segir Olafur
G. Einarsson, á altari
óeiningar og sundrung-
ar vinstri flokkanna.
• í fyrsta sinn í sögu lýðveldis-
ins hefur verðbólga verið innan
við 5% fjögur ár í röð og er nú
með því lægsta sem gerist í heim-
inum.
• Náðst hefur verulegur
árangur í lækkun vaxta.
• Ekki er ýkja langt síðan sér-
fróðir talnamenn töldu að nær
ógerlegt væri að sporna við því
að atvinnuleysi færi hér upp í 20
til 25%. Þetta urðu sem betur fer
aðeins spár. Atvinnuleysi síðustu
12 mánuði er nú 4,6% og fer
minnkandi.
• Árið sem ríkisstjórnin tók við
var hallinn á ríkissjóði 14 milljarð-
ar króna. Á síðastliðnu ári var
hann kominn niður í 7,6 milljarða.
Ólafur G.
Einarsson
Er eitthvert verkefni ríkis-
stjórnarinnar brýnna en
að leysa kennaraverkfallið?
ÞAÐ ER leitt að horfa upp á
ráðamenn landsins sitja aðgerða-
lausa og hreyfa hvorki legg né lið
til lausnar kennaradeilunni. Svo
virðist sem hvorugur stjómar-
flokkanna telji sig knúinn til að
sýna frumkvæði sem leitt gæti til
lausnar. Það mætti álykta að
vegna stöðu þeirra í skoðanakönn-
unum sjái þeir ekki ástæðu til að
hrista upp í samningaviðræðunum.
Er ríkisstjórninni sama um
menntun þjóðarinnar?
Á sama tíma og umræða í
þjóðfélaginu snýst um aukið gildi
menntunar hafa útgjöld til
menntamála lækkað. Menntun er
homsteinn atvinnulífsins, hún ýtir
undir hugvit, nýsköpun, kraft og
vilja hjá fólki til að takast á við
ný verkefni. Atvinnuleysi fer hér
vaxandi ár frá ári á meðan ófag-
lærðu fólki fjölgar. Það liggur í
augum uppi að þessi þróun gengur
ekki til lengdar. Komandi ríkis-
stjórnir verða að gera upp hug
Er menntun þjóðarinnar
í raun og veru svo lítils
virði, spyija átta fram-
haldsskólanemendur,
að ekki skipti máli þótt
margra vikna hlé sé
gert á kennslu?
sinn til menntamála ef ísland á
að vera samkeppnisfært við aðrar
þjóðir í framtíðinni.
Betra menntakerfi
Grundvöllur góðrar menntunar
er að sem hæfastir kennarar fáist
í starfið, þeir geti einbeitt sér að
vinnu sinni og veiti hveijum og
einum nemanda þá hjálp og aðstoð
sem hann þarfnast. Nemendur
gera kröfu um að gæði skóla-
starfsins séu sem mest. Kennarar
eiga ekki að þurfa að hlaða á sig
yfirvinnu til þess að geta fram-
fleytt sér og sínum. Þeir eiga að
geta sinnt starfi sínu sómasamlega
og komið undirbúnir í tíma. Til
þess að svo megi vera verða kjör
þeirra að batna og kennsluskylda
að minnka.
Er kennarastarfið
lítils metið á íslandi?
Sú staðreynd er óumdeilanleg
að kennarar eru talsvert fyrir neð-
an flestar aðrar stéttir í launastiga
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna. Bætt launakjör kennara
eru meginforsenda þess að skóla-
kerfið batni og að sterkari mennta-
stefna verði mótuð. Það getur vart
þótt heillavænlegt að ávallt sé litið
fram hjá kröfum kennara. Það er
í hróplegu ósamræmi við fögur orð
um menntun á hátíðarstundum og
í stefnuskrám stjórnmálaflokka að
allar ríkisstjórnir á síðari árum