Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 35
Hallinn var 12,5% af heildartekj-
um ríkissjóðs 1991, en um 6,8% á
síðasta ári.
• Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna hefur aukist en hann rým-
aði um 12,7% í tíð síðustu ríkis-
stjómar.
• Lækkun matarskatts hefur
leitt til þess að matarverð hefur
lækkað um 4% að minnsta kosti.
• Erlend skuldasöfnun hefur
verið stöðvuð og mun þjóðin greiða
niður erlendar skuldir á þessu ári,
eins og þrjú síðustu ár.
Brýnt að halda
uppbyggingunni áfram
Vegna þess árangurs sem ríkis-
stjórnin hefur náð undanfarin ár
er, undirforystu Sjálfstæðisflokks,
hægt að hefja sókn til bættra lífs-
kjara. Kostirnir í komandi kosn-
ingum em ótvíræðir. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur tryggt þjóðinni
bættan hagvöxt og betri tíma
framundan. Það er tvímælalaust
brýnasta verkefni okkar að halda
áfram á þeirri braut sem mörkuð
hefur verið og tryggja að þjóðin
fái notið ávaxta erfiðis síns á und-
anförnum árum. Það er afar mikil-
vægt að þeim efnahagslega ávinn-
ingi, sem er innan seilingar, verði
ekki fórnað á altari sundrungar
og óeiningar vinstri flokkanna.
Eftir kosningar verður að taka við
tveggja flokka ríkisstjórn með að-
ild Sjálfstæðisflokksins en ekki
þriggja eða fjögurra flokka vinstri
stjórn.
Höfundur er mennta-
málaráðherra.
hafa lagt sigt fram um að kaupa
vinnu kennara á sem lægstu verði.
Aðgerðaleysi
menntamálaráðherra
Er menntun þjóðarinnar í raun
og veru svo lítils virði að ekki
skipti máli þótt margra vikna hlé
sé gert á kennslu? Það lítur ekki
út fyrir að menntamálráðherra
hafi miklar áhyggjur þar sem lítið
hefur til hans heyrst í margar vik-
ur. Það ætti að vera honum kapps-
mál að koma hér á öflugu og góðu
menntakerfi og beijast fyrir auknu
gildi menntunar. Hvenær ætlar
yfirmaður menntamála á íslandi
að skerast í leikinn og beijast fyr-
ir sitt fólk, kennara og nemendur
í landinu?
Nemendur orðnir
óþolinmóðir
Eins og staðan er í dag hafa
margir nemendur ákveðið að
hætta námi og séð hag sínum
betur borgið með því að fara út á
vinnumarkaðinn. Nemendur eru
harla vonlitlir um lausnir á meðan
ekkert jákvætt heyrist af samn-
ingaviðræðum. Því er ekki nema
von að margir velti því fyrir sér
hvað verður gert til úrlausnar ef
verkfall leysist á næstu dögum.
Þeim mun lengur sem verkfallið
varir því erfiðara verður að vinna
úr þeim vandamálum sem hafa
skapast. Ljóst er að erfitt verður
fyrir menntamálaráðuneytið
ásamt kennurum og nemendum
að detta niður á eina lausn sem
allir geta sætt sig við.
Við sættum okkur ekki við að
hagsmunir 60.000 nemenda séu
lítilsvirtir á þann hátt sem nú hef-
ur verið gert. Við krefjumst þess
að ríkisstjórnin geri betur og
marki sér ákveðnari stefnu í
menntamálum.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir,
inspector scholae MR
Tjörvi Bjarnason, forseti MH
Daníel Svavarsson, formaður
Félags framhaldsskólanema
Snorri F. Dónaldsson,
formaður MK
Þórhallur Ágústsson,
drmaður MS
Þórir Karl Jónasson, formaður IR
Hreinn Sigurðsson,
formaður INSÍ
Sæmundur Valdimarsson,
formaður Kvennaskólanum.
Alþjóðavið-
skiptastofnunin
Á SÍÐUSTU dögum
nýliðins árs heimilaði
Alþingi ríkisstjórninni
að fullgilda samkomu-
Iagið um stofnun Al-
þjóðaviðskiptastofnun-
arinnar (WTO) sem tók
til starfa 1. janúar sl.
Þar með gat ísland
gerst stofnaðili að WTO
sem vissulega ber að
fagna.
Stofnun Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar
er merkur áfangi í sögu
heimsviðskiptanna, en
til þessa hefur umræða
um hana verið afar tak-
mörkuð hér á landi, ef
undan er skilin umræða um land-
búnaðarsamninginn, sem er einn af
mörgum samningum sem WTO á
að hafa eftirlit með.
Aðdragandi stofnunar WTO
Við stofnun Sameinuðu þjóðanna
á sínum tíma voru uppi hugmyndir
um að setja á stofn þijár aðrar ná-
tengdar stofnanir sem var ætlað það
hlutverk að stuðla að alþjóðlegri
efnahags- og viðskiptasamvinnu á
vegum S.þ. Þessar stofnanir voru
Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn og Alþjóðaviðskiptastofn-
unin. Tvær fyrrnefndu stofnanirnar
komust á legg en erfiðleikum reynd-
ist bundið að koma Alþjóðavið-
skiptastofnuninni á fót. Til að
tryggja frelsi í viðskiptum milli
landa var gerður bráðabirgðasamn-
ingur 1947, GATT samningurinn
svokallaði. Honum var ekki ætlaður
langur líftími eða þar til samningar
um Alþjóðaviðskiptastofnunina
tækjust. Hins vegar liðu 47 ár þar
til að það gerðist, en 1. janúar sl.
tók Álþjóðaviðskiptastofnunin,
WTO, til starfa eins og áður sagði.
Miklar vonir eru bundnar við
stofnunina, ekki síst af hálfu þróun-
arlandanna. Nú eiga yfir 125 ríki
aðild að WTO og fer aðildarríkjun-
um stöðugt fjölgandi.
Um hvað fjallar WTO
samningurinn?
Gamli GATT samningurinn fjall-
aði einungis um vöruviðskipti, en
með stofnun Alþjóðaviðskiptastófn-
unarinnar verður samningur um
þann hluta heimsviðskiptanna ein-
ungis einn af mörgum samningum
sem undir stofnunina
heyra. Sérstakir samn-
ingar hafa nú verið
gerðir um þjónustuvið-
skipti (GATS) og hug-
verkaréttindi, en það
hlýtur að teljast mikið
framfaraspor að hafa
náð samningum um
þessa þætti alþjóðavið-
skipta. í samræmi við
þessi verkefnasvið
verða stofnuð þijú ráð
innan stofnunarinnar,
þ.e. fyrir vöruviðskipti,
þjónustuviðskipti og
hugverkaréttindi og
mynda þau meginstoðir
hinnar nýju stofnunar.
Auk þess fylgja fleiri sérsamning-
ar með, t.d. fjallar einn samning-
urinn um viðskipti með landbúnað-
arvörur, annar um tæknilegar við-
skiptahindranir o.fl.
Meginregla GATT samningsins
er hin svokallaða „bestukjararegla".
Samkvæmt henni verða samnings-
aðilar að veita öllum samningsaðil-
um sömu viðskiptakjör, þ.e. bannað
er að bjóða einu ríki betri markaðs-
aðgang en öðru. Þessi regla er þó
ekki með öllu undantekningalaus.
Ávinningur
Aðalávinningur WTO samnings-
ins eru víðtækar tollalækkanir, sem
munu leiða til lægra vöruverðs fyr-
ir neytendur, auka hagvöxt og at-
vinnustig, ef rétt er á málum hald-
ið. Mikilvægt er að milliríkjavið-
skipti fari eftir samræmdum og ljós-
um reglum. Útfærð eru ákvæði um
lausn deilumála, en þeim þætti var
mjög ábótavant í gamla GATT
samningnum. Fyrir smærri ríki
skiptir samningur þessi miklu máli,
þar sem það eru einkum þau ríki
sem verða fyrir barðinu á alls kyns
viðskiptahindrunum sem stærri
þjóðimar semja um sín á milli.
Ekki þarf að fjölyrða um hag ís-
lands af samkomulagi sem þessu.
Forsenda fyrir búsetu í landinu er
viðskipti okkar við umheiminn og
því er okkur afar mikilvægt að þau
viðskipti gangi sem greiðast fyrir
sig, bæði til og frá landinu.
Staðlar og umhverfismál
Einn þeirra samninga sem er
hluti af WTO samningnum er samn-
Vel upplýstir neytendur
eru, að mati Birnu
Hreiðarsdóttur, besta
tryfffflngin fyrir því að
staðið sé við gerða
samninga sem þá varða.
ingurinn um tæknilegar viðskipta-
hindranir, sem fyrr sagði. Með hon-
um viðurkenna aðildarríki mikil-
vægi alþjóðastaðla til að greiða fýr-
ir viðskiptum milli landa. Þau skuld-
binda sig til að tryggja þátttöku
landa sinna í Alþjóðasambandi
staðlaráða (ISO), Alþjóðaraftækni-
ráðinu (IEC) og upplýsingakerfinu
ISONET. Af hálfu Staðlaráðs ís-
lands hefur verið leitað eftir afstöðu
stjórnvalda til efnda á þessum hluta
samningsins, en svör hafa ekki bor-
ist._
Á vegum ISO fer nú fram mikil
vinna í tengslum við stöðlun í um-
hverfismálum, en sakir fjárskorts
hefur Staðlaráð íslands ekki getað
tekið þátt í þessu starfi.
Áhersla er lögð á stjórnkerfi fyr-
ir fyrirtæki sem vilja draga úr skað-
legum áhrifum á umhverfið, vinna
mat á umhverfisáhrifum og grein-
ingu á þeim frá hönnun vöru til
förgunar. Einnig er unnið að stöðl-
um sem eiga að gilda um umhverfis-
merkingar.
Þau fyrirtæki sem geta sýnt fram
á að þau vinni samkvæmt alþjóða-
stöðlum standa betur að vígi í sam-
keppni en önnur. Fyrir neytendur
skiptir sú vitneskja sífellt meira
máli við kaup á vöru að gætt sé
umhverfissjónarmiða við fram-
leiðsluna. Það ánægjulega við þessa
þróun er að framleiðslukostnaður á
slíkri vöru er í mörgum tilvikum
lægri en ella. Ef árangur á að nást
í að efla útflutning á lífrænt rækt-
aðri framleiðslu verður að fylgja
alþjóðastöðlum við framleiðsluna.
Tómt mál er að tala um að búa til
séríslenska staðla fyrir þessa vöru,
þeir hafa einfaldlega ekki sama
vægi og alþjóðastaðlar og munu
ekki ná þeim tilgangi sem stefnt
er að. Mun vænlegra til árangurs
Birna
Hreiðarsdóttir
er fyrir ísland að taka virkan þátt
í mótun alþjóðastaðla á sviði um-
hverfismála. Fjármagn, sem veitt
er í undirbúningsstarf vegna þessa
málaflokks, mun örugglega skila
sér margfalt er fram líða stundir.
Með WTO samningum er gert ráð
fyrir stórauknum alþjóðaviðskiptum
sem muni leiða til aukningar heims-
tekna, sem hleypur á hundruðum
milljarða Bandaríkjadala á ári, þeg-
ar samningurinn verður að fullu
kominn til framkvæmda árið 2005.
Þær raddir hafa heyrst að þessi
auknu viðskipti muni ganga of
nærri lífríki jarðar og leiða til óbæt-
anlegra umhverfisspjalla. Við at-
hugun á samningnum kemur hins
vegar í ljós að þar er ekkert sem
kemur í veg fyrir að umhverfis-
verndarsjónarmiða sé að fullu gætt.
Reyndin hefur verið sú að eftir því
sem þjóðir þróast efnahagslega
gæta þær betur að umhverfisvernd-
arsjónarmiðum. Aukinn hagvöxtur
og virk umhverfisvernd geta því
hæglega átt samleið. Auk þess ber
að nefna að stærsti vaxtarbroddur-
inn verði í viðskiptum á þjónustu-
sviðinu, en þar koma auðlindar jarð-
ar takmarkað við sögu.
Stjórnvöld og neytendur
Það vill allt of oft brenna við að
stjórnvöld hér á landi skrifi undir
alþjóðasamninga með pompi og
prakt og láti síðan þar við sitja.
Með tilkomu Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar verður hins vegar virkt
eftirlitskerfi með framkvæmd
samningsins sett í gang. Óneitan-
lega væri meiri bragur á því að
standa að fullu við samningana en
að fá endalausar athugasemdir um
nauðsynlegar lágmarks efndir eins
og reyndin hefur verið með ýmsa
aðra alþjððasamninga.
Vel upplýstir neytendur eru besta
tryggingin fyrir því að staðið sé við
gerða samninga sem þá varða. Því
hlýtur það að vera metnaðarmál
stjórnvalda að kynna efni samn-
ingsins og þau markmið sem stefnt
er að með gerð hans. í því sam-
bandi ber að hafa í huga að reynsla
okkar íslendinga af því að afnema
viðskiptahöft hefur ætíð reynst
þjóðinni heillaspor. Aldrei er hægt
að skapa fleiri störf með innflutn-
ingshöftum en tapast á móti,
reynslan sýnir undantekningalaust
að frelsi í viðskiptum milli landa
skapar störf og lækkar vöruverð.
Alþjóðaviðskiptastofnunin er sett á
fót til hagsbóta fyrir almenning um
heim allan og nú er að vona að ís-
lensk stjórnvöld beri gæfu til þess
að efna samninginn eftir bestu getu
þannig að full sæmd sé af.
Höfundur situr í stjórn Staðlaráðs
Islands og er formaður starfshóps
á vegum Neytendasamtakanna um
neytendur og staðla.
Bætt kjör, betri skóli!
OPf BERAST kjör
kennara í tal manna á
meðal og þá ekki síst
núna í þeirra kjarabar-
áttu. Fólk veltir fyrir
sér 40 mínútum í
klukkustund, lengd
vinnudags með börn-
unum, „löngu“ sum-
arfríi o.s.frv. Niðurstað-
an í umræðunni verður
oft sú að kennarar eru
taldir skila styttri
vinnuviku en aðrir
þjóðfélagshópar. Gott
væri að þeir sem halda
slíku fram kynntu sér
málin til hlítar og segðu
svo sitt álit.
Margir gera sér ekki grein fyrir
að starfið felst í fleiru en beinni
kennslu, s.s. samstarfi við aðra
kennara, samstarfi við foreldra, und-
irbúningi kennslu, úrvinnslu verk-
efna, endurmenntun o.fl. Vinnu-
skylda kennara er nákvæmlega út-
færð og er rúmlega 45 klukkustund-
ir á viku á starfstíma skóla. Greidd-
ar eru 40 stundir á
starfstíma skóla en þær
rúmlega 5 stundir sem
eftir liggja eru greiddar
um sumartímann sem
dagvinna. Þannig vinn-
um við hluta af sumr-
inu af okkur auk þess
að undirbúa kennsluna
með ýmsum hætti fyrir
næsta skólaár. Síðan
eigum við reyndar sum-
arfrí í júlí.
Viljum
mannsæmandi kjör
Kennarar eru ekki
að fara fram á annað
en mannsæmandi kjör
í kjarabaráttu sinni núna sem endra-
nær. Við viljum geta „framfleytt“
okkur á launum fyrir það starf sem
við sinnum í samfélaginu, þannig
höldum við höfði.
Það hlýtur einhvers staðar að
vera pottur brotinn í „rekstri" sam-
félagsins ef ekki eru tök á að hafa
kjör kennara í lagi því íslendingar
Þjóðin hefur hreinlega
ekki efni á því, sefflr
+ *
Aslaug O. Harðardótt-
ir, að borga kennurum
smánarleg laun.
hafa löngum lagt mikla áherslu á
gott menntakerfi í „stefnuyfirlýsing-
um“ sínum. Þjóðin hefur hreinlega
ekki efni á því að borga kennurum
smánarleg laun þannig að þeir þurfi
stöðugt að hafa áhyggjur af því
hvort endar nái saman til- að mæta
grunnþörfum. Með þær áhyggjur
getum við ekki sinnt starfi okkar
eins og best verður á kosið, það er
ljóst, og þá er æska landsins í húfi,
þ.e. framtíð þjóðarinnar.
Tími framkvæmdanna
runninn upp
Við kennarar erum búnir að fá
nóg af fögrum fyrirheitum ráða-
manna um bætt skólastarf og þar
með talin bætt kjör kennara í land-
inu. Nú er komið að tíma fram-
kvæmdanna á því fagra svo við
getum verið góð fyrirmynd fyrir
aðrar þjóðir. Hættum að tala í
hringi og búa til skýrslur, fram-
kvæmum heldur það sem búið er
að tala um því um það er víðtæk
samstaða.
Sjáum hlutina í samhengi
Launakjör fólksins í landinu hafa
afgerandi áhrif á líðan þess. Þess
vegna verða þau að vera mannsæm-
andi, þ.e. að lágmarkslaun séu mið-
uð við framfærslukostnað. Það er
því löngu tímabært fyrir ráðamenn
þjóðarinnar að hefjast handa við
að sjá hlutina í samhengi og hætta
að etja launahópum saman í stað
þess að sameina þá. Bætt kjör kenn-
ara og annarra launamanna leiða
örugglega af sér betri skóla fyrir
börnin okkar, um það er engin
spurning.
Höfundur er grunnskólakennari.
Áslaug Ó.
Harðardóttir