Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BATINN OG IÐNAÐURINN ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um tíu milljarða króna í ár. Hann hefur ekki verið hagstæðari síðan 1962. Spáð er 3% hagvexti, 3% vexti þjóðartekna og 2,5% kaupmáttar- aukningu ráðstöfunartekna, samanborið við 0,5% aukn- ingu í fyrra og allnokkra kaupmáttarrýrnun liðin kreppu- ár. Þetta er umtalsverð breyting til hins betra, en halli á viðskiptajöfnuði og tilheyrandi erlend skuldasöfnun hafa verið með erfiðari efnahagsvandamálum okkar um langt árabil. Það er ekki sízt ánægjulegt að verðmæti útfluttrar iðn- aðarvöru jókst um 22% milli áranna 1993 og 1994 og er þá útflutningur áls og kísiljárns undanskilinn. Verðmæti annars útflutnings en sjávarvöru og afurða orkufreks iðn- aðar, en þá er nánast eingöngu um iðnaðarvöru að ræða, nam rúmum átta milljörðum króna árið 1993, tæpum ell- efu milljörðum í fyrra og verður langleiðina í 12 milljarðar í ár, sem er rúmlega 7% vöxtur. Aukinn iðnaðarútflutningur bendir til straumhvarfa í þróun íslenzks útflutningsiðnaðar. Skýringin er fyrst og fremst efnahagsstöðugleikinn innanlands, lágt raungengi krónunnar og batnandi árferði á alþjóðavettvangi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að í fyrra hafi orðið grundvallarbreyting í efnahagslífinu og að þjóðarbúskap- urinn virðist vera að ná sér eftir kyrrstöðuna sem ríkti árin 1988 - 1993. Hagvöxtur í fyrra hafi orðið svipaður og í öðrum löndum OECD og útlit sé fyrir að það verði einnig í ár. Hins vegar sé mjög mikilvægt að tekið sé til hendinni í fjármálum hins opinbera og að þar náist jöfnuður á næstu misserum til að koma í veg fyrir þenslu. „Þegar það er betri gangur í efnahagslífinu,“ segir forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, „er alveg sérstaklega mikilvægt að ríkið bæti stöðu sína til að koma í veg fyrir að þensla mynd- ist. Við þær aðstæður að hagvöxtur er þetta mikill leiðir það smám saman til aukinnar fjárfestingar og það er mjög mikilvægt að hið opinbera veiti svigrúm með því að draga sig sem mest út af lánamarkaðinum.“ Batinn í þjóðarbúskapnum er fagnaðarefni. Hann hefur hins vegar ekki fest sig í sessi til framtíðar. Á öllu veltur að hlúa að batanum og skapa honum skilyrði til að dafna og þróast í aukin umsvif, fleiri störf og stærri skiptahlut á þjóðarskútunni. Með öðrum orðum að glutra ekki niður þeim stöðugleika sem er forsenda batans og sígandi lukku í lífskjörum þjóðarinnar. GLÆSILEG SAM- GÖNGUBÓT HALLDÓR BLÖNDAL samgönguráðherra sprengdi síð- asta haftið í Breiðsdalslegg Vestfjarðaganga í fyrra- dag. Mikilvægum samgönguáfanga er náð. Stutt er í þá stóru stund að þetta stærsta samgöngumannvirki sinnar tegundar hér á landi verði tekið í notkun. Vegir eru æðar samfélagsins. Góðar samgöngur milli atvinnusvæða og ekki síður innan atvinnusvæða eru meg- inforsenda eðlilegrar atvinnuþróunar og góðra félags- legra- og menningarlegra tengsla fólks í einstökum lands- hlutum. Sú tenging vestfirzkra byggða, sem nú er í aug- sýn, auðveldar samstarf og trúlega einnig sameiningu sveitarfélaga og fyrirtækja, stuðlar að hagræðingu í at- vinnulífi og opinberri stjórnsýslu og styrkir framtíðar- byggð á Vestfjörðum svo um munar. Vestfirðir - og margir aðrir landshlutar - hafa átt undir högg að sækja varðandi búferlaflutninga og byggða- þróun í landinu á 20. öldinni. Byggðastefnan, eins og hún hefur verið framkvæmd, hefur lítt eða ekki dregið úr fólks- streymi af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins síð- ustu áratugina. En sterkar líkur standa til þess að stór- bættar samgöngur innan atvinnusvæða styrki þau betur en flest annað. Þetta á alveg sérstaklega við um Vest- firði. Morgunblaðið sendir Vestfirðingum heillaóskir með þessa glæsilegu samgöngubót, göngin og leggina þijá til Ónundarfjarðar, Súgandaflarðar og SkutulsQarðar. Tryggri Pálsson framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka segii samkeppni við bankana með fyrirgreiðslu við einstaklinga, fy Seðlabankinn verður að hætta smásöluviðskiptum ÞAÐ er gömul hefð hjá Seðla- banka íslands að stunda margvísleg bankaviðskipti við opinbera aðila sem njóta ríkisábyrgðar að ógleymdum einstaklingsviðskiptum við starfs- menn sína. Bankinn stundar t.d. al- menn gjaldeyrisviðskipti við ýmsar stofnanir og sjóði ásamt því að út- vega slíkum aðilum erlend lán. Á þingi Sambands íslenskra banka- manna á miðvikudag varpaði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka, fram harðri gagn- rýni á Seðlabankann fyrir þessi við- skipti. Hvatti hann til þess að þeim yrði hætt strax áður en kæmi til kasta Samkeppnisstofnunar að að- greina þennan rekstur. „Athyglisvert er að Alþingi hefur ekki enn náð að afgreiða endurskoð- uð lög um Seðlabanka íslands," sagði Tryggvi. „Fyrirliggjandi hugmyndir gera ráð fyrir auknu sjálfstæði bank- ans við að uppfylla sinn hagstjórnart- ilgang að halda verðlagi stöðugu. Það hefur samt ekki tafið fyrir því að Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum við að mynda trúverðugan gjaldeyris-, verðbréfa- og peninga- markað og ná árangri í efnahags- stjórn með markaðsaðgerðum. En það er ekki nóg að breyta laga- bókstaf og taka á sig nýjar mikilvæg- ar skyldur, einnig verður að segja skilið við verkefni sem ekki eiga heima í Seðlabanka. Á ég þar við margháttuð bein smásöluviðskipti Seðlabankans við einstaklinga, fyrir- tæki og stofnanir sem er arfur frá liðinni tíð. Óskandi er að Seðlabank- inn hafi sjálfur frumkvæði að því að hætta að eiga almenn bankavið- skipti við starfsmenn og það sem meira er um vert að annast í stórum stíl gjaldeyrisviðskipti við fjölmarga aðila aðra en ríkissjóð og veita þeim ókeypis þjónustu. Það er betra að hætta þessu strax en þurfa fyrir áeggjan Samkeppnisstofnunar að að- greina þennan samkeppnisrekstur." Hitaveita fékk ókeypis ráðgjöf Þá var einnig vikið að þessari gagnrýni í pallborðsumræðum. Tryggvi sagðist þar álíta að Seðla- bankamenn væru í hjarta sínu sam- mála að þessi viðskipti bankans væru óeðlileg. Tékkareikningar starfs- manna væru þó ekkert vandamál. Hins vegar væri það alveg ótækt að bankinn stundaði gjaldeyrisviðskipti Erum ekki að keppast við að halda þessum viðskiptum hjá okkur, segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri Tryggvi Pálsson við ijölmarga aðila aðra en ríkissjóð og veitti aðstoð við erlendar lántökur aðila án þess að taka neitt fyrir það. Hann vitnaði i þessu sambandi til fréttar Morgunblaðsins frá 8. mars sl. um 800 milljóna lántöku Hita- veitu Akraness og Borgarness. „Ég hringdi í framkvæmdastjóra þessar- ar hitaveitu, bauð honum þjónustu míns banka og spurði hvort honum hefði ekki dottið í hug að taka t.d. innlent lán. Þá hefði Hitaveitan losn- að við gengisáhættu því tekjur henn- ar eru í íslenskum krónum. Það var offramboð á íslenskum krónum og við hefðum getað útveg- að innlent lán í samvinnu við aðra eða erlent lán með ríkisábyrgð. Hann var búinn að ganga frá láninu og benti á að margar aðrar hitaveitur og fleiri aðilar fengju þessa þjónustu í Seðla- bankanum. Hann sagði einnig að þjónustan væri afar lipur og að sjálf- sögðu ókeypis. Seðla- bankinn á að hafa eft- irlit með lántökum með ríkisábyrgð en er sjálfur að veita ráðgjöf vegna þessara lána. Þegar tek- in eru saman gjaldeyris- viðskipti og erlendar lántökur sést að þetta er töluverður samkeppnis- rekstur. Ég held að Seðlabankinn sjái það sjálfur að þegar hann á í beinum viðskiptum við þessa við- skiptamenn er hann ekki að hleypa þessum gjaldeyrisviðskiptum inn á okkar litla markað. Þetta þýðir það að gjaldeyrismarkaðurinn er ekki eins marktækur eins og 'ef allir straumarnir færu inn á þennan litla markað. Þetta hef ég og fleiri banka- menn bent á ítrekað á fundum með Seðlabanka en það hefur ekkert gerst í málinu.“ Eiríkur Guðnason Dæmi um smásöluvið- skipti Seðlabankans SEÐLABANKINN stundar marg- vísleg viðskipti sem bankamenn telja að eigi betur heima hjá við- skiptabönkunum. Á meðfylgjandi yfirliti frá íslandsbanka kemur fram hvaða verkefni hér er um að ræða. •MARGIR sjóðir og stofnanir eru með innlánsreikninga í íslenskum krónum og eru jafnframt með erlenda gjaldeyrisreikninga í Seðlabanka. Seðlabankinn tekur þannig við innlánum frá ýmsum aðilum og stundar jafnvel sam- hliða almenn bankaviðskipti við þessa aðila. •SEÐLABANKINN stundar al- menn gjaldeyrisviðskipti við ýms- ar stofnanir og sjóði. Þessi gjald- eyrisviðskipti sem eru all veruleg, koma aldrei inn á almennan gjald- eyrismarkað og hafa þar af leið- andi engin áhrif á gengi krónunn- ar. Seðlabankinn stundar þessi gjaldeyrisviðskipti með gengisbili milli kaupa og sölu og er þá miðað við auglýst opinbert gengi Seðla- bankans sem oft er ekki I neinu samræmi við gengi viðskipta- banka þann dag. •SEÐLABANKINN stundar seðlaviðskipti við erlenda banka sem fyrst og fremst ættu að vera verkefni viðskiptabanka og spari- sjóða og eru það í flest öllum til- vikum erlendis. •SEÐLABANKINN tekur við greiðslum erlendis frá og færir inn á reikninga viðskiptabanka í bankanum eins og um venjulegan viðskiptabanka væri að ræða. Það er ekki vitað hvort hann taki sömu þóknanir og bankarnir. •STARFSMENN Seðlabankans hafa almenna tékkareikninga og tékkhefti við bankann. Það er ekki vitað hvaða almenn bankavið- skipti hann sér um fyrir starfs- menn bankans, t.d. sölu á ferða- mannagjaldeyri, þegar þeir ferð- ast erlendis á vegum bankans. •SEÐLABANKINN hefur séð um að útvega sjóðum, stofnunum og hitaveitum erlend lán með ríkis- ábyrgð og jafnhliða stundað ráð- gjöf í þessu sambandi, þar sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.