Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 37-
r Seðlabankann í
rirtæki og stofnanir
„Viðskiptin eru að færast
frá okkur“
Eiríkur Guðnason, seðlabanka-
stjóri, staðfesti í svari sínu við gagn-
rýni Tryggva, að bankinn stundaði
ákveðin smásöluviðskipti og hefði
gert frá upphafí. „Við greiðum
starfsmönnum laun inn á tékkareikn-
inga en þeir fá hins vegar ekki sömu
þjónustu við þessa reikninga eins og
aðrir bankar veita. T.d. fá þeir ekki
debetkort eða yfirdráttarheimild.
Staðreyndin er sú að nokkrir hafa
fært sig og vilja fá launin greidd inn
á reikninga hjá öðrum bönkum. Við
erum ekki að keppast við að halda
þessum viðskiptum hjá okkur heldur
sjáum fyrir okkur að viðskiptin séu
að færast frá okkur. Við stundum
gjaldeyrisviðskipti því Seðlabankinn
er sá aðili sem aflar ríkissjóði er-
lendra lána og hljótum að stunda
gjaldeyrisviðskipti við ríkissjóð sjálf-
an. Einnig stundum við nokkur gjald-
eyrisviðskipti við sjóði ríkisins, en
erum ekki með útsjónarsemi að halda
þeim viðskiptum hjá okkur. Ég held
satt að segja að sjóðir séu famir að
nýta sér tækifærin sem bjóðast og
leita hagstæðari viðskipta annars
staðar. Eg get tekið undir það með
Tryggva að seðlabanki á að einbeita
sér að þessum eiginlegu seðlabanka-
störfum. í fáum orðum sagt er hlut-
verk seðlabanka það að stuðla að
stöðugleika í verðlagi og stöðugleika
í fjármálalífinu. Þessu fýlgir eftirlit
með fjármálalífínu á ýmsum sviðum
og ýmsum stigum. Þetta eru hans
eiginlegu viðfangsefni auk þess sem
hann varðveitir gjaldeyrisvarasjóð
og reynir að sjá til að jafnan sé til
gjaldeyrir fyrir þeim þörfum sem
skapast."
Síðar bætti Eiríkur því við að ráð-
gjöf Seðlabankans varðandi lántökur
leiddi beinlínis af lögum. „í lögum
um Lánasýslu ríkisins segir að þeir
sem hafa ríkisábyrgð verði að fá
umsögn eða beinlínis heimild frá
Lánasýslunni. Síðan var gerður
samningur milli fjármálaráðuneytis-
ins og Seðlabankans um að bankinn
tæki að sér þetta hlutverk. Það verð-
ur að leita umsagnar hjá Seðlabank-
anum. Ég skal ekkert segja til um
það hvort veitt hafí verið óhóflega
mikil ráðgjöf."
Seðlabankinn á jafnhliða að vera
umsagnar- og eftirlitsaðili.
• SEÐL AB ANKINN hefur gert
gjaldmiðlaskipti við erlendan
banka (NIB) þar sem Seðlabank-
inn afhendir íslenskar krónur en
fær erlendan gjaldeyri á móti.
Þannig getur erlendi bankinn fjár-
magnað íslensku krónurnar sem
hann hefur síðan notað til útlána
hér á landi. Mjög hagstæð verð
hafa verið í þessum gjaldmiðla-
skiptasamningi og því hefur er-
lendi bankinn m.a. getað veitt
ódýrari lán hér á landi en íslensku
bankarnir. Hingað til hefur Seðla-
bankinn neitað að gera framvirka
samninga eða gjaldmiðlaskipta-
samninga við innlendu bankana.
•SEÐLABANKINN sér um ýmsa
bankaþjónustu fyrir Þjónustumið-
stöð ríkisverðbréfa, sér meðal
annars um áskriftarþjónustu
spariskírteina.
Einsetning grunnskólans
EINSETNINGIN LEIÐIR TIL
KJARARÝRNUNAR KENNARA
Með einsetnum grunn-
skóla minnka möguleik-
ar kennara til að vinna
yfirvinnu. Þeirrar þróun-
ar gætir að nýráðnir
kennarar fái ekki fullt
starf við einsetna skóla.
í nýjum skóla í Kópavogi
eru allir kennarar við
skólann í hlutastarfí.
Egill Ólafsson kynnti
sér þau vandamál sem
tengjast einsetningu
grunnskólans
INÝSAMÞYKKTUM grunn-
skólalögum segir að grunnskól-
inn skuli vera einsetinn og í
bráðabirgðaákvæði segir að því
markmiði skuli náð á sex árum. í
menntamálaráðuneytinu liggja ekki
fyrir upplýsingar um hvað margir
skólar á landinu eru einsetnir í dag.
I könnun sem nefnd á vegum fýrr-
verandi menntamálaráðherra lét gera
árið 1989 kom fram að nauðsynlegt
væri að byggja 500-600 skólastofur
til að hægt væri að einsetja alla
grunnskóla landsins. Að mati nefnd-
arinnar er kostnaður við byggingu
einnar kennslustofu 6 milljónir reikn-
að á verðlagi dagsins í dag. í nefnd-
arálitinu kemur jafnframt fram að
sveitarfélögin telji kostnaðinn mun
meiri eða 8-10 milljónir á hveija
skólastofu.
Kostnaður Reykjavíkur
2-3 miiyarðar
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu eru styst á veg komin við að ein-
setja skólana. Af 32 skólum á grunn-
skólastigi í Reykjavík eru 12 einsetn-
ir í dag. Borgaryfírvöld hafa sett sér
það markmið að ljúka einsetningu
allra skólanna um aldamótin. í haust
verða Húsaskóli, Rimaskóli og Breið-
holtsskóli og líklega Austurbæjar-
skóli einsetnir.
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
skólamálaráðs Reykjavíkurborgar,
sagði að áætlaður kostnaður við að
einsetja þá 20 skóla sem enn væru
tvísetnir væri á bilinu 2-3 milljarðar.
Hún sagði að borgaryfirvöld væru
óánægð með að ekki hefði verið tekið
tillit til þessa mikla kostnaðar í ný-
samþykktum grunnskólalögum. Lög-
in legðu þá skyldu á sveitarfélögin
að einsetja skólana á næstu sex árum,
en staða þeirra til að upp-
fylla þessa lagaskyldu væri
ákaflega misjöfn
Þórður Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Sambands
íslenskra sveitarfélaga,
sagði að þetta vandamáí
yrði rætt við ríkisvaldið í
þeim viðræðum sem nú færu fram
um flutning tekjustofna frá ríki til
sveitarfélaga í tengslum við flutning
grunnskólans til sveitarfélaganna.
Einsetningin arðbær
Krafan um einsetningu grunnskól-
ans er komin frá foreldrum. Rökst-
uðning fyrir henni má m.a. fínna í
skýrslu um einsetningu grunnskólans
frá árinu 1989. „Mun meiri regla
kæmist á skólasókn ef allir byijuðu
á sama tíma og lykju skóladeginum
á svipuðum tíma. Skólatíminn lengd-
ist og um leið fengist svigrúm til
þess að laga kennsluna að hveijum
nemenda fyrir sig hvað varðar sér-
staka aðstoð eða sérstök áhugamál.
Fjölbreytni skólastarfs aukist til
muna. Auðveldara yrði að flétta sam-
an starf og leik eftir því sem hentar
hveijum nemenda, en það fer eftir
aldri þeirra og þroska.
Ef hægt væri að reiða sig á fastan
og reglulegan viðverutíma barna í
skóla mundi margir foreldrar spara
mikið umstang og mörg börn verða
laus við los og rótleysi sem þau búa
við. Kjarabótin yrði bein og óbein.“
í skýrslu sem Hagfræðistofnun
Háskólans gerði fyrir menntamála-
ráðuneytið 1991 er komist að þeirri
niðurstöðu að ábati þjóðfélagsins af
einsetningu grunnskólans gæti orðið
900-2.400 milljónir. Arðsemi þeirrar
fjárfestingar sem einsetningin kalli á
sé um 20%. Hinn peningalegi ávinn-
ingur er til kominn vegna aukins
ráðstöfunartíma foreldra, lægri
kostnaðar vegna snúninga foreldra
með böm og færri umferðarslysa.
Kennarar fá ekki fullt starf
Þegar fjallað hefur verið um
vandamál við einsetningu grunnskól-
ans hefur hingað til aðallega verið
rætt um mikinn kostnað við bygg-
ingu skólahúsnæðis. Að undanförnu
hefur verið að koma í ljós að einsetn-
ingin hefur einnig mikil áhrif á kjör
kennara.
í stuttu mál snýst vandamálið um
að kennsluskylda grunnskólakennara
í fullu starfi er 29 stundir á viku,
en vikulegur kennslukvóti 1.-10.
bekkjar samkvæmt viðmiðunar-
stundaskrá er 25-34 stundir. Ef
kennsla í sérgreinum eins og íþrótt-
um, tónmennt, mynd- og handmennt
og eðlisfræði er undanskilin verður
kennsla hvers umsjónar-
kennara ekki nema 17-26
stundir. Kennari, sem
samkvæmt. hugmyndinni
um einsetinn skóla, á að
hafa umsjón með einum
bekk, stendur því frammi
fyrir því að hafa ekki
nægilega mikla kennslu til að geta
uppfyllt kröfur um fullt starf.
Þetta vandamál kristallast hvergi
með eins skýrum hætti og í Smára-
skóla í Kópavogi, sem er nýr einset-
inn skóli sem hóf starfsemi sl. haust.
I skólanum eru eingöngu 1.-5. bekk-
ur, en vikuleg kennsluskylda í þess-
um bekkjum er samkvæmt viðmiðun-
arstundaskrá 25-28 tímar. Þar af eru
þrír tímar í íþróttum og tveir tímar
í tónmennt. Með því að kenna heimil-
isfræði og mynd- og handmennt fá
kennarar sem kenna 1.-3. bekk 20
tíma kennslu, sem er 2A staða. Byij-
unarlaun kennara í 2A stöðu eru um
50 þúsund krónur á mánuði.
„Það er enginn kennari við þennan
skóla í fullri stöðu. Við skólann kenna
eingöngu konur og ég held að ég
megi segja að engin þeirra sé ein-
stæð. Þær eru þó í þeirri stöðu að
þær myndu allar vilja fá fullt starf,“
sagði Valgerður Jónsdóttir, skóla-
stjóri Smáraskóla.
Einstök sveitarfélög hafa tekið
ákvörðun um að auka við kennslu-
kvótann. Þannig greiðir Reykjavík-
urborg 2 stundir á viku í kennslu
fyrir yngstu bekkina og Seltjarnar-
nesbær greiðir 4 tíma aukalega.
Valgerður sagði æskilegt að sér-
menntaður kennari sinnti kennslu í
heimilisfræði, en það myndi aftur á
móti leiða til þess að minnka þyrfti
starfshlutfall umsjónarkennaranna
frá því sem nú væri.
Víða erlendis er kennslukvótinn
meiri en hér og kennsluskylda kenn-
ara minni. Með öðrum orðum eru
nemendurnir lengur í skólanum og
fullt starf kennara felur í sér minni
kennslu en hér.
Valgerður sagðist ekki sjá hvernig
væri hægt að leysa þetta vandamál
á annan hátt en að auka kennslukvót-
ann og minnka kennsluskylduna.
Hún sagði að minni kennsluskylda
þýddi ekki í sínum huga minni við-
veru kennara í skólunum. Gera þyrfti
auknar kröfur til kennara í sambandi
við ýmis önnur störf, svo sem þróun
kennslunnar, samstarf við heimili og
fleira.
Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu-
stjóri í Reykjavík, sagði að fræðslu-
yfírvöld gerðu sér grein fyrir þeim
vanda sem einsetningunni fylgdi.
Hún sagði að í sumum tilvikum væri
hægt að fylla kennslukvótann með
því að láta umsjónarkenn-
ara kenna fleiri greinar.
Sumir kennarar gætu t.d.
auðveldlega kennt mynd-
og handmennt. Eins gætu
kennarar náð að fylla
kennsluskylduna með því
að taka að sér sérkennslu.
Framtíðarlausnin hlyti hins vegar að
liggja í því að kennslukvótinn yrði
aukinn.
Kennarar í Breiðholts-
skóla óánægðir
Breiðholtsskóli er einn þeirra skóla
sem verður einsetinn frá og með
næsta skólaári. Verið er að byggja
við skólann þar sem verða átta nýjar
kennslustofur. Skólinn mun þó áfram
þurfa að notast við lausar kennslu-
stofur sem verið hafa við hann und-
anfarin ár. Kennarar við skólann
segjast sjá fram á verulega skerðingu
á heildartekjum þar sem möguleikar
þeirra til að vinna yfirvinnu verð
nánast úr sögunni.
Þorvaldur Óskarsson, skólastjóri
Breiðholtsskóla, sagðist sjá fram á
mikla erfiðleika við að koma saman
stundatöflu fyrir næsta vetur. Hann
sagði það ekki góðan kost að láta
umsjónarkennara fara að kenna sér-
greinar eins og eðlisfræði, mjmd- og
handmennt eða heimilisfræði. Hing-
að til hefðu sérkennarar sinnt
kennslu í þessum fögum. „Hagræði
maður bekkjunum þannig að þeir
byrji á mismunandi tíma og skipti
þannig bekkjum á milli kennara er
verið að falla frá markmiði um að
hver bekkur hafí sinn fasta kennara.
Ég efast um að foreldrar verði
ánægðir með ef maður neyðist til að
setja þijá eða fjóra kennara til að
kenna einhveijum bekk.“
Þorvaldur sagði að flestir kennarar
við Breiðholtsskóla væru í fullu
starfí,- Það gerði erfiðleikana við að
koma saman stundatöflu meiri. Hins
vegar væri meðalaldur kennara skól-
ans tiltölulega hár og það hjálpaði
nokkuð. Við 55 ára aldur lækkar
kennsluskylda grunnskólakennara
niður í 24 tíma og við 60 ára aldur
fer kennsluskyldan niður í 19,3 tíma.
Þorvaldur sagði að ef ætti að
standa við það markmið að hver
bekkur hefði sinn umsjónarkennara
sem ekki gerði annað en að kenna
viðkomandi bekk þyrfti hann að ráða
fleiri kennara að skólanum, en það
myndi jafnframt þýða að kennaram-
ir sem nú kenna við skólann fengju
ekki nægilega mikla kennslu.
Flótti úr kennarastétj
Áhrif einsetningar á kjör kennara
eru mismunandi. Meginbreytingin er
að möguleikar kennara til
að vinna yfirvinnu minnka
mikið og búast má við að
margir missi algerlega
möguleika á að vinna yfir-
vinnu. Það má einnig bú-
ast við að erfíðara verði
fyrir nýútskrifaða kenn-
ara að fá fullt starf. Þá má búast
við því að þetta ýti enn undir þá
þróun að kennarastarfið verði unnið
af konum í hlutastarfi, samanber þá
kennara sem starfa í Smáraskóla.
„Spurning er hvað gerist ef ein
stétt manna er svipt möguleikanum
á yfirvinnu í þessu yfirvinnuþjóðfé-
lagi. Ég er smeykur um að áhrif
verði þau að duglegasta fólkið leitar
sér að öðru starfi en kennslu þegar
það er að taka ákvörðun um lífs-
starf. Eins óttast ég að duglegustu
kennararnir detti út og fari í ann-
að,“ sagði Þorvaldur.
Yfirvinna
kennara
mun minnka
verulega
Allir kennarar
Smáraskóla
eru konur í
hlutastarfi