Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Meira um virkjanir
hálendisvatna
JAKOB Bjömsson
forstjóri Orkustofnunar
ritar grein í Mbl. birta
11/3 um virkjun há-
lendisvatna. Hér er
með leyfi ritað JB.
Þetta er svar við grein
eftir mig um sama efni
frá 7/3. Ég tel mig
málkunnugan JB frá
starfí mínu við Orku-
stofnun, og man hann
sem geðþekkan. Penni
hans er verri viðureign-
ar. Hann ætlar mér
högg áem yrði þungt
ef ekki geigaði. Ég er
sakaður um verri hluti
en ég hef séð um mig
á prenti áður, um óvirðingu við
lýðræðið og við Alþingi, um fárán-
legar ýkjur og fleira. Ég hef ekki
fengið á mig orð af þessu tagi áður
í blaðadeilu og frábið mér slíkt.
Ef ég héldi mig við þann stíl sem
grein JB er rituð í, sakaði ég hann
um embættishroká, ef ekki verra.
Ég læt við sitja að lýsa yfir að slík-
an málfiutning tel ég ekki sæm-
andi hans embætti og í ósamræmi
við vammlausa embættisfærslu
hans. Það er háttur málefnalegrar
umræðu að halda sig við málsefnin
ein og nálgast ekki almennar skoð-
anir andmælenda sinna, eins og JB
gerir í grein sinni.
Vitaskuld er um að ræða mikið
tilfínninga- og hitamál, eins og allt-
af þegar stórframkvæmdir ganga
nærri náttúrunni. Um er að ræða
hvorki meira né minna en breytingu
sjálfs Dettifoss, sem JB virðist telja
óverulega, en ég stórfellda röskun.
Grein JB er rituð „til leiðréttingar"
því sem hann nefnir missagnir og
rangfærslur mínar. Honum telst til
að þær séu átta talsins, og telur
sig hrekja þær eina af annarri. í
stuttu máli er margt af þessum
átta fullyrðingum mínum þess eðl-
is, að enginn getur
lýst yfir að þær séu
réttar né rangar. Þær
eru byggðar á hug-
lægu mati þess sem
afstöðu tekur til mál-
efnisins, og þess
vegna erum við tveir
svo ósammála um
þær. Annað er spá-
dómar, þar sem er
ekki vist að við höfum
sömu upplýsingar, en
víkjum að því síðar.
Umfram allt tel ég að
mismunandi skoðanir
okkar stafí af mun
sem er á okkur og við
verðum báðir að lifa
við, það er grundvallarmunur á
skynjun okkar á íslenskri náttúru.
„Missagnir" og „rangfærslur"
Ég styðst við númeraröð JB á
þeim. Nr. 1 er um minnkun Detti-
foss og Jökulsár á Pjöllum. Ánni
virðast skömmtuð skv. áætlunum
170 tonn/s. Þetta hef ég leyft mér
að kalla að „Dettifoss verði mikið
til þurrkaður út.“ Þetta er drama-
tískt orðalag, sem JB telur til rang-
færslna. Lítum á staðreyndir máls-
ins. Á ferðamannatímabilinu, júlí
og ágúst, sveiflast áin sennilega á
milli 200 og 500 rúmmetra á s.
Altént er þetta ekki fjarri lagi. Ef
við tökum sæmilegt sumarrennsli,
svo sem 3-400 rúmmetra, eins og
dæmigerður ferðamaður sér, er um
að ræða skerðingu um nálega helm-
ing. Þegar um er að ræða eitt meg-
indjásn íslenskrar náttúru og það
helmingað, er verið að skipuleggja
goðgá. Ég er ekki einn um þá skoð-
un. Ef JB er sama um slíkt lætur
hann sér minna annt um íslenska
náttúru en ég hélt. Ég get alls ekki
fallist á þá skoðun sem hefur heyrst
í fjölmiðlum, að fossinn sé æ fall-
egri með minnkandi árvatni.
Ég óttast, segir Egill
Egilsson, að efnahags-
kreppan hafi sljóvgað
varðstöðu þjóðarinnar
um verðmæti sín.
2. Um breytingar Jökulsárgljúf-
urs af sömu ástæðu og í 1, þ.e.
vegna minnkunar árvatnsins. Mín-
ar athugasemdir um sumarvatn
árinnar á ferðamannatíma eiga við
hér einnig.
3. Um Hafrahvammagljúfur upp
af Jökuldal. Á þessu atriði einu var
ég hankaður. Éða var ég það? Ég
ætla ekki að afsaka það að oftúlka
teikningar, sem gefa til kynna að
gljúfrunum sé sökkt. Fróðlegt er
hins vegar að vita hvort Jökla á
Brú helst í þeim eða er hleypt í
göngum niður til næstu virkjunar.
Sé vatnið tekið úr gljúfrunum hefur
eyðilegging þeirra farið fram að
verulegu leyti, að mínu mati og
margra annarra. Auk þess tel ég
mig hafa vissu fyrir að stífla sem
JB nefnir, sé ekki alveg efst í gljúfr-
unum, heldur spölkorn niður með
þeim.
4. Um hvort Alþingi fylgi sér-
fræðingum að málum. Fyrir þessi
orð fæ ég á mig að ég óvirði lýðræð-
ið og Alþingi. Það væri Alþingis
að taka það upp við mig og setja
ofan í við mig eða refsa mér, hafi
ég gert svo. Þessi orð koma að ein-
um meginvanda lýðræðis, sem er
um skiptingu verka á milli sérfræð-
inga og kosinna fulltrúa stjórnkerf-
isins. Ég tel (og margir aðrir) að
of óljós sé skipting ákvarðana á
milli kjörinna fulltrúa og ráðinna
sérfræðinga. Ég efast um að sér-
fræðingum okkar sé alltaf nægi-
lega ljóst að þeir séu þjónar hinna
Egill Egilsson
kjörnu ráðamanna, heldur freistist
þeir um of til að hafa áhrif á
ákvarðanir stjórnmálalegs eðlis.
Þetta eigi jafnt við um orkumál, í
heilbrigðiskerfínu og fleiri sviðum.
Það á ekkert skylt við óvirðingu
Alþingis né lýðræðisins að hafa
þessa skoðun. Þetta er ágalli á
okkar að sumu leyti misburðuga
samfélagi. í dóminum á mér fyrir
þetta atriði var gengið hvað lengst
í grein JB.
Það mætti og spyrja hvort sé
verið að upplýsa þingmenn hinna
tveggja nærliggjandi kjördæma á
hlutlausan hátt með því að bjóða
þeim í fyrra á þær slóðir sem eru
deiluefni okkar. Var þeim sýnd
rósrauð mynd? Starfsmaður frá
einni hinna opinberu stofnana lýsti
því fyrir þingmönnum í þeirri ferð
hvernig Dettifoss nyti sin best með
hálfu sumarvatni. Mig grunar, og
JB getur bætt því í safn sitt yfir
missagnir og rangfærslur, að hér
hafi embættismenn verið að hafa
áhrif á stjórnmálamenn og fara út
fyrir verksvið sitt.
Alþingi ver sig, ef að því er veg-
ið. Lýðræðið batnar ekki ef hver
gagnrýni á það er kölluð óvirðing.
5. Um stærð virkjanalóna, sem
JB kveður verða um 1000 ferkíló-
metra miðað við tífaldaða orku-
vinnslu. Ekki ber ég brigður á tölur
hans. En tölurnar eru ekki einhlít-
ar, heldur eru það gjarnan óbætan-
legustu og gróðursælustu svæðin
sem er sökkt. í þessu samhengi eru
tvær perlur, Krepputunga (að
hluta) og Eyjabakkar, en þeir heyra
undir þegar samþykkta áætlun Al-
þingis um Fljótsdalsvirkjun. Lón
safnast í lægðir. Þar er eðli málsins
samkvæmt helst að finna vom
veika hálendisgróður. Dimmblá
fjallavötn eru falleg, gerð af hinum
hæsta höfuðsmið. Jökullituð virkj-
analón Landsvirkjunar fínnst mér
og mörgum öðrum ljót.
6. Getur farið saman að virkja
fallvötnin margfalt á við það sem
er og hinsvegar að auka ferða-
mennsku? Um það erum við JB
ósammála. Ég tel virkjanir geta
orðið hindmn ferðamennskunni.
Hér þarf að hafa í huga hina hreinu
ímynd landsins, sem er enn til.
Hvers konar fólk sækir nú inn á
miðhálendið? Aðeins þessi áætlun
sem við deilum um hér hefur í för
með sér umbyltingu á náttúruperl-
um sem ferðamenn meta mikils.
Mín skoðun á þessu máli er hvorki
„rangtúlkun" né „missögn,“ fremur
en skoðun JB. Mat okkar beggja á
þessu efni er huglægt, og blær
ofanígjafar JB, á því formi að ver-
ið sé að leiðrétta ranga meðferð
staðreynda er ijarri öllu lagi.
„Rangtúlkun" eða „misfærsla"
mín nr. 7 er: „Virkjanaáætlanir á
borð við þær sem eru á borðum
ráðamanna og sérfræðinga lands-
ins enda í óbætanlegum skemmd-
um landsins, komi þær til fram-
kvæmda." Þetta fær einkunnina
„fáránlegar öfgar“ hjá JB. Enn er
hér yrðing sem hlýtur að vera háð
mati hvers manns, og er ekki al-
mennt rétt eða röng. Dómur JB
felst í að hefja huglæga fullyrðingu
mína upp á stall rökhyggjunnar.
Ég get ekkert gert nema endurtaka
óbreytta skoðun mína á þessu
máli.
8. Um kjamasamrunann: Nú
þegar hefur kjarnasamruni farið
fram. Langæ rannsóknaráætlun er
í gangi og miðar ömgglega áfram.
Þetta er ekki sagt til fróðleiks fyr-
ir JB, sem trúir sennilega ekki orði
þess sem ég rita nú né framvegis.
Heldur eru þetta upplýsingar
ætlaðar öðrum lesendum, nýjar úr
erlendum tímaritum. Orkumynstur
næstu aldar verður alltöðmvísi, og
eins sennilegt að þegar á hana líð-
ur höfum við engan markað fyrir
megavöttin okkar í Evrópu. Þá sitj-
um við uppi með stórvirkjanir sem
við höfum ekki heldur not fyrir
sjálf, en gera það eitt að vera flein-
ar í holdi fjallkonunnar.
Að lokum: Ég óttast að efna-
hagskreppan hafí sljóvgað varð-
stöðu þjóðarinnar um verðmæti sín.
Um er að ræða hvorki meira né
minna en að fórna að hluta höfuð-
djásninu Dettifossi, og mörgu öðru
samkvæmt áætlun sem er mikið
unnin, sbr. grein JB frá 11/3. Það
er sennilegt að Alþingi þurfi að
taka afstöðu til umræddrar áætlun-
ar á næstu ámm. Sámþykki það
áætlunina kallar þjóðin yfir sig
ógæfu.
Höfundur er eðlisfræðingur.
íslenskar flugsamg'öngnr
UM MIÐJAN desember síðast-
liðinn heiðruðu Flugleiðir milljón-
asta farþegann sem naut þjónustu
þeirra á árinu.
Eflaust er það einsdæmi í
heiminum að flugfélag flytji sem
svarar fjórum sinnum fjölda þjóðar
sinnar á einu ári.
Ósjálfrátt varð manni hugsað til
þess, hver þróunin hefði orðið í
flugmálum okkar ef herstjörnin
hefði beðið íslensk stjórnvöld um
leyfi til að gera flugvöll í Reykja-
vík árið 1940 og Keflavíkurflug-
völl skömmu síðar.
En löngu áður en Keflavíkurveg-
ur var steyptur, bað Bandaríkja-
stjórn um leyfi til að leggja hrað-
braut á milli Keflavíkur og Reykja-
víkur. Einnig bað varnarliðið um
ieyfi til að gera stórskipahöfn í
Njarðvíkum.'
Eins og aliir vita, erum við Is-
lendingar merkilegasta þjóð í heimi
— og þótt víðar væri leitað — og
þjóðarstoltið því -langt fyrir ofan
allt sem heitir veraldarvafstur.
Grunur leikur þó á að til hafi
verið nokkrir menn á íslandi sem
töldu að með þessum framkvæmd-
um væri þjóðinni afhent mann-
virki, milljarða króna virði, sem
hún gæti notið um ókomna áratugi.
Einn maður lýsti þeirri skoðun
sinni óragur. Hann hét Aron. Svo
mikið hneyksli þóttu þessar hug-
renningar að engin orð átti íslensk
tunga yfir þær. Þjóðhollir menn
fundu þá upp blótsyrði sem lýsti
hinu hræðilega hugarástandi og
var það nefnt „aronska".
Hætta var talin á að blettur
antshafsbandalags-
ins. — En þeir eru nú bara Norð-
menn!
I vetur var tekin í notkun leng-
ing flugbrautarinnar á Egilsstöð-
um, svo nú geta þotur lent þar í
björtu við bestu skilyrði. Hins veg-
ar eru engir peningar til fyrir nauð-
synlegum aðflugstækjum og laun-
um fyrir mannskap sem gæti hald-
ið uppi vörslu allan sólarhringinn.
Við hátíðlega opnun lengingar-
innar var samgönguráðherra
spurður hvenær vonast mætti eftir
að brautin verði orðin það löng og
búnaður það góður að Egilsstaða-
flugvöllur fengi viðurkenningu sem
varaflugvöllur fyrir Keflavík.
í bjartsýniskasti sem grípur
menn gjarnan við slík tækifæri, er
sagt að svar ráðherra hafi verið:
„Ef til vill á næstu öld.“
Það sem gerir íslendinga svona
óheppilega merkilega er að hvert
ur móðurkviði og þar til
kerfið skilar þeim tilbúnum til að
takast á við lífsstarfíð.
Svo vel og lengi er að því unnið
að þegar nemandinn er fullnuma
er hann farinn að nálgast eftir-
launaaldurinn ískyggilega mikið.
En þrátt fyrir það og allar tölv-
urnar er nú svo komið að afdrifa-
ríkur atburður í þróun flugmála
landsins og öryggis á Atlantshafi
er nú gjörsamlega gleymdur. Þó
átti hann sér stað fyrir aðeins örfá-
um árum.
Við athöfnina á Egilsstaðaflug-
velli og í frásögnum af henni er
hvergi minnst á að við gátum haft
yfir að ráða fullkomnum varaflug-
velli með öllum búnaði á Egilsstöð-
um eða næsta nágrenni, ekki ein-
göngu okkur að kostnaðarlausu,
heldur væri mjög mikill og marg-
víslegur ávinningur af honum.
í tíð síðustu ríkisstjórnar var
Hagsmunir íslensku
þjóðarínnar urðu að
víkja, segir Óskar Jó-
hannsson, vegna þess
að hagsmunir úr austri
virtust vega þyngra.
ennþá spurt: „Megum við láta gera
og starfrækja á okkar kostnað,
varaflugvöll á Norður- eða Austur-
landi, til öryggis fyrir alla flugum-
ferð yfir Atlantshaf?“
Þótt einhveijir ráðamenn teldu
rétt að taka borðinu, var það þáver-
andi samgönguráðherra sem réð.
Flokkurinn sem þjóðin treysti þá til
að sjá um samgöngumálin hefur í
marga áratugi, undir mörgum nöfn-
um, lagt alla áherslu á að gera ís-
land að Sovétríki. Ráðherra flokks-
ins taldi það ekki samræmast hags-
munum átrúnaðargoðsins í austri.
Hagsmunir íslensku þjóðarinnar
urðu að víkja. Svarið var því „Nei!“.
Það er ekki úr vegi að reyna að
gera sér í hugarlund hver þróunin
hefði orðið ef ráðherrann hefði
metið hagsmuni þjóðar sinnar fram
yfir óttann við reiði sovétleiðtog-
anna.
Stórframkvæmdir við flugvalla-
gerð og tilheyrandi mannvirki upp
á milljarða króna hefðu staðið yfír
á þeim tíma sem miklir erfiðleikar
í atvinnumálum hafa átt sér stað
hér á landi.
kynni að falla á virð-
ingu þjóðarinnar ef
orðið yrði við beiðn-
um Bandaríkja-
stjórnar. Allt annað
féll í skuggann. Svar-
ið var því „Nei!“.
Sagt hefur verið
að frændur vorir
Norðmenn hafi ekk-
ert skammast sín fyr-
ir að láta Nató
byggja upp sam-
göngukerfið eftir
ströndinni í gegnum
fjöll og fyrir firði,
enda var það talið
þáttur í vörnum Atl-
Óskar Jóhannsson
mannsbarn þekkir sögu
þjóðarinnar frá upphafi.
Við erfiðar aðstæður
björguðu samviskusam-
ir og oft sjálfmenntaðir
skifarar frá glötun, frá-
sögnum af atburðum
sem höfðu áhrif á gang
mála í þjóðfélaginu.
Ekki þurfa afkomendur
vorir að óttast þann
ókost lengur.
Nú er menntun þjóð-
arinnar komin á það
hátt stig, að aðeins há-
skólagengið fólk fær að
koma nálægt uppeldi
barna frá því þau koma
Trúlega væri völlurinn nú þegar
tekinn til starfa og veitti töluverð-
um fjölda manna vel launuð fram-
tíðarstörf sem útlendingar greiddu
fyrir.
Hagkvæmni umferðar um Kefla-
víkurvöll mundi stóraukast því
vegalengdin til næsta flugvallar
styttist það mikið, að hver einasta
flugvél sem færi um völlinn, losn-
aði við að flytja með sér auka elds-
neyti til mörg hundruð km flugs.
I staðinn gæti hún tekið þess meiri
flutning.
Umferð um Keflavíkurflugvöll,
sem er einn besti, en minnst not-
aði flugvöllur í heimi, mundi auk-
ast til muna og tekjurnar að sama
skapi.
Það er engin smá upphæð sem
íslenska þjóðin hefur tapað og mun
tapa um ókomin ár vegna þess að
hún treysti þessiim mönnum fyrir
svo afdrifaríkri ákvörðun.
Já, hún er undarleg þessi þjóð!
Allt ætlar af göflum að ganga
í fjölmiðlum svo vikum skiptir út
af of dýrum jeppa einhvers ráða-
manns, þó er vitað að helmingur
verðsins eru skattar sem renna í
ríkissjóð, en vísvitandi misgerðir
sem kosta þjóðarbúið mörg þúsund
jeppa eru gleymdar á örskömmum
tíma.
Foringjar flokksins, sem nú er
orðinn munaðarlaus, hafa skipt um
merki og bjóðast nú til að frelsa
þjóðina frá öllum vandamálum og
eru sannfærðir um að fylgi þeirra
stóraukist.
Ef einhver spyr þá: „Hvað um
Sovétríkin sáluðu?“ kemur undrun-
arsvipur á andlit þeirra. „Ha!
Hvaða Sovétríki?“
Höfundur er fyrrverandi
kaupmaður.