Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 44
44 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Rauða fjöðrin til
styrktar gigtar-
rannsóknum
ÁÆTLAÐ er að gigtarsjúkdómar kosti þjóðarbú
--------------------------
Islendinga um tíu milljarða á hverju ári auk
þeirra ómældu þjáninga sem sjúkdómurinn
veldur. Orsakir flestra gigtsjúkdóma eru tald-
ar vera flókin víxlverkun erfðaupplags og
umhverfisþátta, en marga þætti á eftir að
rannsaka frekar. Töluverður árangur hef-
ur náðst í gigtarrannsóknum hér á landi,
sem vakið hafa athygli erlendis, og
telja íslenskir læknar og vísindamenn
mikilvægt að hægt verði að nýta
þessa undirstöðu til áframhaldandi
rannsókna. Til þess að hleypa
starfseminni af stað munu Lions-
menn um land allt taka hönd-
um saman og bjóða lands-
mönnum rauðu fjöðrina til sölu ¥*
um næstu helgi. Mun ágóðinn
renna til að setja á stofn Gigt-
arrannsóknarstofnun íslands
í samvinnu við Landspítal-
ann og Háskóla íslands.
Verður stofnunin með að-
setur í Landspítalanum.
Álagssj úkdómar
valda lengstum fjar-
vistum frá vinnu
UM 73% allra tilkynntra atvinnu-
sjúkdóma í Svíþjóð eru vegna
álagseinkenna og álagssjúk-
dóma og valda þeir lengstum
fjarvistum frá vinnu. I Nor-
egi eru álagseinkenni einn-
ig aðalorsök fjarvista frá
vinnu, en engar nýlegar
tölur eru til á Islandi
um íjarvistir almennt
vegna óþæginda frá
hreyfi- og stoð-
kerfi. „Það er ef
til vill ekki
hægt að
heimfæra
sænskar
tölur beint
yfir á ísland
vegna ólíkra
aðstæðna. Aft-
ur á móti er eng-
FIMMTI hver íslendingur
fær gigt.
in ástæða til að ætla að
ástandið hér sé neitt betra
en hjá Svíum,“ sagði Þórunn
Sveinsdóttir sjúkraþjálfari
í atvinnusjúkdómadeild
Vinnueftirlits ríkisins
í samtali við Morgun-
blaðið.
Einhæf vinna
slæmur kostur
Fábreytt vinna, þar sem hreyf-
ingar eru einhæfar og endurtekn-
ar, er sterkur áhættuþáttur varð-
andi vöðva- og liðverki, þótt
sjúkraþjálfarar vilji ekki tala um
gigt í því sambandi, því hún er
aðeins hluti af orsökum verkjanna.
Líkamlega krefjandi störf, þar sem
verið er að lyfta og bera þungí
hluti eða unnið er í slæmum stell
ingum, fela einnig í sér aukn;
hættu á óþægindum.
Hjá atvinnusjúkdómadeild fe
stór hluti vinnu starfsfólks í ai
sinna fyrirbyggjandi störfum. „Vi(
ræðum fyrirbyggjandi aðgerði
varðandi álag á hreyfíkerfi, þ.e
vöðva, sinar, stoðkerfí, liði og bein
Meðal annars er komið inn ;
vinnuaðstöðu, líkamsbeitingu o{
vinnuskipulag en einnig andleg
álag, sem getur valdið óþægindun
eins og vöðvaspennu."
Fyrirbyggjandi
aðgerðir
Þórunn segir að til að fyrir
byggja verki í stoðkerfi sé nauð
synlegt að vinna ekki of lengi vii
sams konar hreyfingar. Ef ekk
er hægt að koma því við að breyt;
um starfsaðferðir eða sinna fjöl
breyttu starfí sé nauðsynlegt ai
taka hlé á hálftíma eða klukku
stundar fresti.
„Vinnuaðstaðan þarf að hæf;
starfsmönnum og nauðsynlegt ei
að þeir hljóti fræðslu og þjálfun
góðri vinnutækni. Einnig m;
benda á mikilvægi þess að starfs
menn séu hafðir með í ráðum þeg
ar hanna á nýja vinnuaðstöðu eð;
kaupa tæki og búnað,“ sagði hún
Á næstu þremur árum mui
Vinnueftirlit ríkisins vinna ai
„Átaki um góða líkamsbeitingu vii
vinnu“. Er ætlunin að ná til stjórn
enda og starfsmanna fyrirtækja
til þeirra sem hafa áhrif á hönnui
og skipulag vinnustaða, vinnuað
ferða, búnaðar og tækja, svo oj
til samtaka atvinnulífsins.
Lionsmenn safna til efl-
ingar gigtarrannsóknum
ÓLAFUR Briem kynningarstjóri fjölumdæmis segir að gigtar-
læknar hafi opnað augu margra með fyrirlestrum um gigtina.
LIONSMENN um allt land munu
leita til landsmanna um næstu helgi
og bjóða þeim rauðu fjöðrina til
kaups. Er þetta í sjötta sinn sem
Lionshreyfingin beitir þessari fjár-
öflunarleið til styrktar ákveðnum
málefnum. Ágóðinn af sölunni verð-
ur notaður til að setja á stofn Gigt-
arrannsóknastofnun íslands í sam-
vinnu við Landspítalann og Háskóla
íslands. „Þessi söfnun er frábrugðin
hinum að því leyti að nú er verið
að safna fyrir rannsóknum auk
tækja, en þær fyrri hafa eingöngu
snúist um tækin. Ef landsmenn taka
okkur eins vel og áður reiknum við
með að 25-30 milljónir króna safn-
ist,“ sagði Ólafur Briem kynningar-
stjóri átaksins í samtali við Morgun-
blaðið.
Auk sölu á rauðu fjöðrinni hafa
verið framieiddir tveir hlutir, bakki
fyrir minnismiða og bréfapressa,
sem verða boðnir fyrirtækjum til
kaups.
Rauða fjöðrin á 4-5 ára fresti
Söfnun í tengslum við rauðu fjöðr-
ina fer fram á 4-5 ára fresti og þar
sem um landssöfnun er að ræða er
þess gætt að fénu verði varið til
verkefna sem gagnist öllum lands-
mönnum. Þegar farið var að ræða
núverandi söfnun leitaði Gigtarfélag
Islands til Lionshreyfingarinnar og
fór þess að leit að söfnunarféð mundi
renna til gigtarrannsókna, þar sem
einn af hveijum fimm íslendingum
verður fyrir barðinu á einhvers kon-
ar gigt um ævina.
Málið var lagt fyrir þing Lions-
manna fyrir tveimur árum en ákveð-
ið að fresta samykkt þess, því síð-
asta verkefni í tengslum við rauðu
fjöðrina, Hlein við Reykjalund, hafði
ekki verið tekið í notkun. „Meðal
annars vegna niðurskurðar hafði
orðið töf á því að vistheimili fyrir
ungmenni sem hlotið höfðu varan-
lega fötlun hafði verið tekið í notk-
un. Við töldum ekki réttmætt að
hefja nýja söfnun meðan sú fyrri var
ekki farin að koma að gagni. Þegar
húsið hafði verið tekið í notkun var
hægt að taka ákvörðun um næsta
verkefni."
Stofnunin sett á laggirnar
Landspítalinn mun leggja til hús-
næði í spítalanum sjálfum en ráðinn
verður sérstakur forstöðumaður og
annað starfsfólk. Meginhlutverk
stofnunarinnar verður að rannsaka
orsakir og eðli gigtarsjúkdóma í því
skyni að bæta greiningu og meðferð
þeirra og leita leiða til að koma í
veg fyrir þá, en ísland er talið hafa
sérstöðu vegna ýmissa þátta eins
og ættartengsla, en einnig er erfð-
aupplag Islendinga óvenju einsleitt,
svo dæmi séu tekin. Þessi sérstaða
gerir rannsóknir hér á landi mjög
mikilvægar.
Af söfnunarfénu er ráðgert að um
8 milljónir króna verði notaðar til
kaupa á tækjum og í kringum 20
milljónir króna til þess að reka stofn-
unina í þijú ár. „Áð þeim tíma liðn-
um standa vonir til þess að sá árang-
ur hafí náðst í starfsemi Gigtarrann-
sóknastofnunar íslands að fjárstuðn-
ingur fáist frá erlendum rannsókna-
stofnunum til að halda rekstrinum
áfram, því varla er að búast við að
á þeim tíma sé búið að fínna orsök
gigtarinnar," sagði Ólafur. Hann
benti jafnframt á að ef hægt yrði
að koma í veg fyrir gigtarsjúkdóma,
yrði sparnaður þjóðfélagsins millj-
arðar króna á ári, því áætlað er að
gigtin kosti þjóðfélagið 10 milljarða
árlega.
Læknar með
fyrirlestra
Ólafur Briem segir að gigtarlækn-
ar hafi verið einstaklega jákvæðir
og hjálplegir við undirbúning söfn-
unarinnar. Þeir hafi farið í lang-
flesta Lionsklúbba á landinu, sem
eru um 100 talsins, til þess að flytja
erindi um gigt. „Þessir fyrirlestrar
hafa opnað augu margra, þar á
meðal mín, um hvað gigt er algeng-
ur sjúkdómur og leggst á marga,“
sagði Ólafur.
Rauða
rt* •* X •
fjoðnn
fyrr ognú
• 1972 - Söfnunarfé var varic
til kaupa á tækjum á augndeilc
Landakotsspítala og tækjum ti
glákulækninga.
• 1976 - Söfnunin var helguð
þroskaheftum. Keypt voru tæki
á fjórar tannlæknastofur þar sen
þroskaheftum er veitt læknis-
þjónusta. Styrktarfélagi vangef-
inna á Vestfjörðum var afhent
það fé sem safnaðist í heima-
byggð og í Reykjavík var hluta
af söfnunarfénu varið til að kom;
á fót vernduðum vinnustað fyrir
þroskahefta.
• 1980 - Safnað var fyrir lækn-
ignatækjum á háls-, nef- og
eyrnadeild Borgarspítalans.
• 1985 - Söfnunarfé var varið
til kaupa á línuhraðli í K-bygg-
ingu Landspítalans, tæki sem
markaði þáttaskiH sögu krabba-
meinslækninga á íslandi.
• 1989 - Söfnunarfé rann til
húsbyggingar fyrir sjö gjörfatl-
aða einstaklinga, Hlein við
Reylgalund, sem var vígt 10.
desember 1993. LCIF hjálpar-
sjóðurinn veitti styrk til kaupa á
tækjum í húsið og nokkrir Lions-
klúbbar hafa keypt innanstokks-
muni í sumar vistarverur íbúa.
• 1995 - Dagana 31. mars - 2.
apríl fer fram söfnun með sölu
rauðu fjaðrarinnar. Ágóðanum
verður varið til gigtarrannsókna
á íslandi.