Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 49
PÝÞAGÓRAS; þéttasta hljómsveit kvöldsins.
Reykj avíkur-
rokk
TÓNLIST
Tónabær
MÚSÍKTILRAUNIR
Músíktilraunir, hb'ómsveitakeppni
Tónabæjar, annað undanúrslita-
kvöld af fjórum. Þátt tóku Pétur,
Stillborn, Weghefyll, Tempest,
Richter, 3 Monkeys, Kolka og
Pýþagóras. 23. mars.
ÁRLEGAR músíktilraunir
standa nú í Tónabæ og á fimmtu-
dagskvöld var annað tilrauna-
kvöld af fjórum. Að þessu sinni
voru tilraunasveitirnar allar utan
ein úr Reykjavík og nágrenni og
flestar sungu á ensku, sem segir
sitt um frumleika.
Hljómsveitin Pétur var fyrst á
svið og byijaði með látum. Fyrsta
lag sveitarinnar var þó ekki öflugt
og þó mjög hafi borið á fyrirtaks
gítarleikara sveitarinnar, vantaði
nokkuð upp á laglínu og sam-
hengi. í öðru lagi sveitarinnar
small allt saman, en þriðja lagið
var heldur þunnt pönk. Næsta
sveit, Stillbom, byijaði með engu
minni látum og hélt samfelldri
keyrslu í lögunum þremur, þó
frumleiki hafi verið af skornum
skammti. Veiki hlekkurinn var
söngurinn og liðsmenn verða að
grípa til ráðstafana í þeim efnum
áður en lengra er haldið. Þriðja
lag sveitarinnar var dægilegur
slagari. Þriðja tilraunasveitin,
Weghefyll, tók einnig þátt í síð-
ustu Músíktilraunum, en kom nú
fram með nýjan söngvara. Hann
átti sína spretti, en fór líka stund-
um út af sporinu. Sérstaklega var
annað lag sveitarinnar vel heppn-
að. Fjórða sveit kvöldsins og sú
síðasta fyrir hlé var Tempest. Sú
var ekki sannfærandi og lögin
héngu illa saman og ljóst að Tem-
pest á nokkuð í land.
Eftir hlé komu á svið Hvolsvell-
ingamir í Richter. Þeir léku stuð-
tónlist og vom ágætlega þéttir,
sérstaklega var bassaleikari sveit-
arinnar öflugur. Þrátt fyrir það
og góða takta gítarleikara sveitar-
innar vantaði nokkuð upp á í lag-
asmíðum, en þriðja lagið stóð
uppúr. 3 Monkeys kom næst á
svið og breytti um tempó og
stemmningu, enda liðsmenn vopn-
aðir harmonikku og kassagítar.
Fyrsta lag sveitarinnar var ekki
merkilegt og málvilla í viðlaginu,
a.m.k. hljómaði það svo. Annað
lagið, sem fjallaði um Áma John-
sen, var öllu skárra, en ekki gott
samt. Þriðja lag sveitarinnar, sem
harmonikkuleikarinn söng að
mestu einn, var sérkennilega lé-
legt með þunnum texta. Kolka
leysti 3 Monkeys af og var öllu
meiri hamagangur þar á ferð.
Sveitin var greinilega á heima-
velli og hamaðist sem mest hún
mátti með góðum árangri. Loka-
sveitin var svo Pýþagóras. Sú tók
reyndar þátt í síðustu tilraunum
einnig og kom vel undirbúin og
þétt til leiks með söngvara. Sveit-
in var áberandi þéttasta hljóm-
sveit kvöldsins og samæfing góð.
Söngvari sveitarinnar er líka vel
efnilegur, en liðsmenn þurfa að
leggja meiri rækt við lagasmíðar
og einnig að gera texta sönglegri.
Úrslit kvöldsins urðu að Weg-
hefyll sigraði örugglega og Kolka
varð í öðra sæti.
Árni Matthíasson
STILLBORN; stefnulaus keyrsla.
RICHTER, Hvolsvellingar í stuði.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
PÉTUR; góður gítar.
TEMPEST; á nokkuð í land.
3 MONKEYS; breytt um tempó og stemmningu.
BRIPS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridskvöld byrjenda
Sl. þriðjudag, 21. mars, var brids-
kvöld byijenda og var spilaður eins
kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit
kvöldsins urðu þannig:
NS-riðill:
Álfheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 150
Svanhvít Jakobsdóttir - Stefán Hjaltalín 139
HallgrimurMarkússon-AriJónsson 136
AV-riðill:
GunnarSigurðsson-JónasBaldursson 157
Markús Úlfsson - Agnar Guðjónsson 154
RannveigLund-HrefnaSiguijónsdóttir 135
Á hveijum þriðjudegi kl. 19.30
gengst Bridssamband Islands fyrir
spilakvöldi sem ætluð eru byijendum
og bridsspilurum sem ekki hafa neina
keppnisreynslu að ráði. Spilaður er
ávallt eins kvölds tvímenningur og
spilað er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka
1, 3. hæð, í Mjóddinni.
Bridsfélag Reykjavíkur
Sl. miðvikudag, 22. mars, var spil-
aður eins kvölds einmenningur og
mættu alls 40 spilarar til leiks. Spilað-
ur var barómeter í fimm riðlum og
urðu úrslit kvöldsins eftirfarandi:
Hallgrímur Hallgrimsson 316
ErlendurJónsson 312
Júlíus Snorrason 310
JónStefánsson 308
Erla Siguijónsdóttir 305
PállValdimarsson 304
VignirHauksson 278
Guðbjöm Þórðarson 275
Næstu þijú miðvikudagskvöld
verða spilaðir sjálfstæðir tví-
menningar þar sem tvö bestu
kvöldin hvers pars telja til verð-
launa. Spilað er í húsi BSÍ í
Þönglabakka 1, 3. hæð, og hefst
spilamennskan kl. 19.30.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Sl. mánudag, 20. mars, var spilað
annað kvöldið af þremur í Listabrids
og er staðan eftirfarandi:
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 78
Guðbrandur Sigurbergs. - Friðþjófur Einarss. 52
BöðvarGuðmundsson-SæmundurBjömsson 43
Jón Gíslason — Júlíana Gísladóttir 23
Hæstu skor kvöldsins hlutu:
Guðbrandur Sigurbergs. - Friðþjófur Einarsson 54
Böðvar Guðmundsson - Sæmundur Bjömsson 35
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 22
Jón Gíslason—Júlíana Gísladóttir 22
Bridsdeild Húnvetninga
Miðvikudag 22. mars voru síðustu
umferðir í Baromoter. Úrslit kvöldsins:
HalldórMagnússon-GuðjónJónsson 26
Eðvarð Hallgrimsson - Guðlaugur Sveinsson 17
Valdimar Jóhannsson - SigurþórÞorgrimsson 14
Lokastaða í barometer:
Halldór Magnússon - Guðjón Jónsson 52
EðvarðHallgrimsson-GuðlaugurSveinsson 39
Baldur Ásgeirsson - Hermann Jónsson 23
Kári Siguijónsson - Eysteinn Einarsson 22
Aðalbjöm Benediktsson - Jóhannes Guðmanns. 7
Nk. miðvikudag 29. mars er eins
kvölds tvímenningur. Skráning á
staðnum og hefst spilamennska kl.
19.30 í Húnabúð, Skeifunni 17.
Jþróttafólk vantar talsnumn
á Alþingi
IArnor
Gubjohnsen,
atvinnumaður
í knattspyrnu
I
Erna Björq
Sigurbarclóttir,
fr|alsíþróttakona
Árni
Fribleífsson,
handknattleiks-
mabur
Bryndís
Olafsdóttir,
Islandsmeistari
í sundi
SEinar
Þorvarbarson, abst.
landslibsþjálfari Linda
karla i Stefánsdóttir,
landslibskona
í körfuknattleik
I
Stefán R.
Pálsson,
Islandsmeistari
i tennis
Amþmður Karlsdóttir skipar 3. sæti
á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík
Amþrúður Karlsdóttir styður okkur-
Við styðjum hana