Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 52

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 52
52 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGOLFUR INGVARSSON + Ingólfur Ing- varsson fæddist í Selshjáleigu Aust- ur-Landeyjum 12. september 1904. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands 16. mars síð- astliðinn. Foreldr- £ir hans voru Ing- var Ingvarsson frá Neðri-Dal og Guð- björg Ólafsdóttir frá Hellishólum. Systkini Ingólfs urðu 15, 12 komust til fullorðinsára, fjögur lifa nú bróður sinn, Lilja, Lovísa, Leo og Ingibjörg. Ingólfur giftist eftirlifandi konu sinni, Þorbjörgu Eg- gertsdóttur frá Dældakoti í Helgafellssveit, 9. desember 1939. Börn þeirra eru Eggert Ingvar, kvæntur Helgu Fjólu Guðnadóttur, Guðbjörg Lilja, gift Viggó Pálssyni, Svala (dáin 11. janúar 1992), var gift Þórhalli Guðjónssyni, andvana dóttir, Tryggvi, kvæntur Elísa- betu Andrésdóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Ingólfs, Astu Grétu Björnsdóttur, gift Baldvin Ólafssyni. Barnabörn- in eru 20, barnabarnabörnin 11. Ingólfur var bóndi á Neðri- Dal frá 1940-1973, jafnframt fór hann á vertíðir og vann við vegavinnustörf. Frá 1973 hafa þau búið að Hvolsvegi 9 á Hvolsvelli og vann Ingólfur þá þjá Vegagerð ríkisins. Útför hans fer fram frá Stóru-Dalskirkju í Vestur- Eyjafjöllum og hefst athöfnin kl. 15. TENGDAFAÐIR minn er látinn. Með honum er genginn góður vin- ur og sannur Rangæingur. Hann ólst upp í hinni fögru Eyjafjallasveit. Hann var fjögra ára gamall er foreldrar hans fluttu bú sitt að Neðri-Dal í Vestur-Eyja- §allahreppi. Æskuárin liðu í starfí og leik á mannmörgu heimili í stórum systk- inahópi þar sem skiptust á skin og skúrir í erfíðri lífsbaráttu. Böm- in lærðu fljótt að taka þátt í störf- um heimilisins. Skólaganga var lít- il. Heima lærði hann til munns og handa sem hann naut á lífsleiðinni. Ingólfur var svipfallegur og létt- ur f lund. Fljótt tók ég eftir því hve stundvís hann var og traustur. Árið 1939 giftist hann Þorbjörgu Eggerts- dóttur og hófu þau búskap í Neðri-Dal fyrst með foreldrum sínum en frá 1945 tóku þau við búinu en faðir hans var hjá þeim til dauðadags. Börnin voru fímm, fjögur komust til full- orðinsára og systur- dóttir Ingólfs ólu þau upp. Það voru þung- bær spor þegar Svala dóttir þeirra lést en harm sinn í bijósti bar Ingólfur af stakri ró. Ingólfur var góður bóndi og naut þess að vera með skepnunum. Oft fór hann til vers til að sækja björg í bú og einnig vann hann við vegagerð. Oft hefur verið erfítt heima hjá húsmóðurinni með böm- unum en Þorbjörg er dugleg og traust kona sem stóð við hlið manns síns. Árið 1973 hættu þau búskap í Neðri-Dal og fluttust að Hvolsvegi 9 á Hvolsvelli. Þau fluttu með sér heimilisbraginn, þar sem gestrisni og hlýja tók á móti gestum. Alltaf þótti mér Ingólfur vera Eyfellingur þótt hann undi sér vel á Hvolsvelli. Ófáar vora ferðimar sem þau fóru austur undir fíöll svona til að sjá sveitina og hitta sveitunguna. Tryggð hans við sveitina sína var einstök. Gaman var að minnast stund- anna þegar hann kom við hjá mér, leit í blöðin, við spjölluðum aðeins um pólitík, stöðuna í þjóðfélaginu, sagði mér jafnvel eina góða sögu af körlunum austur undan fjöllum eða fór með eina vísu sem hag- mæltir fjallamenn höfðu samið. Það var ánægjulegt þegar fjöl- skyldan kom saman inn á Þórs- mörk í september síðastliðnum í tilefni af 90 ára afmæli Ingólfs. Þar naut hann sín umvafínn af- komendum sínum, því alltaf hafði hann gaman af að gantast aðeins við unga fólkið, jafnvel að spyija um hvemig staðan væri gagnvart hinu kyninu, athuga hvort kraft- amir væra ekki að aukast hjá þeim yngri. Góðar minningar eiga mínir drengir í smá áflogum við afa, nú síðast á aðfangadagskvöld, níræð- ur strákurinn að fljúgast á við fermingarstrák. Við þökkum líf og störf Ingólfs. Ég vil að lokum þakka þér, aldni vinur, góð kynni og allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína. HERDÍS STRÖM AXELSDÓTTIR +Herdfs Ström Axelsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1927. Hún lést á Landspítalan- um 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 28. febrúar. ELSKU besta amma, þú féllst frá allt of fljótt. Og eftir stendur sökn- uður og mikil sorg að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur í þessu lífi, en við eigum þó góðar minningar um þig, elsku amma, sem aldrei munu gleymast úr minni okkar. Amma var þannig manneskja að hún vildi allt fyrir alla gera en gleymdi sjálfri sér. Hún átti auð- velt með að sjá allt það besta sem bjó í fólki og aldrei talaði hún illa um neinn. Amma var þolinmóð og skilningsrík kona. Við systumar sjáum ömmu enn- þá fyrir okkur að ráða krossgátur, leggja kabal eða púsla erfíð og seinleg púsluspil. Þau era nú mörg aðdáunarorðin sem fá lýst þessari konu henni ömmu okkar sem var engri lík. Blessuð sé minning ömmu. Við kveðjum hana með þessu fallega erindi: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku afí Stjáni, við biðjum Guð að blessa þig og gefa okkur öllum styrk, því lífíð heldur áfram. Herdís Telma Jóhannes- dóttir, Ester Jóhannesdóttir, Ylfa Björg Jóhannes- dóttir, Erla Soffía Jóhannes- dóttir. MINNINGAR Ég bið Guð að varðveita Þor- björgu og fjölskyldu Ingólfs. Blessuð sé minning hans. Helga Fjóla Guðnadóttir. í dag verður hann afí jarðaður í Stóra-Dalskirkju í sveitinni sem honum þótti svo vænt um, umvaf- inn fjöllunum sínum. Það er erfítt að hugsa til þess að afí verði ekki hjá okkur á fermingardaginn, hann sem alltaf var svo skemmtilegur og fylgdist svo vel með öllu sem við voram að gera. En amma verður hjá okkur, við verðum að vera glöð, því við vitum að hann er þakklátur fyrir að hafa fengið hvíldina þegar heilsan var búin. Við kveðjum afa og þökkum með ljóðlínum Einars H. Kvaran: Já, ótal margs nú að minnast er og margbreyttur kærleikans sýnir. Og brennandi þökk nú við bjóðum þér öll böm þín og vinimir þínir. Erlendur og Guðni. Hann afí er dáinn. Afí minn er horfínn á braut hins óþekkta. Þess sem bíður okkar allra einhvem tím- ann. Við sitjum eftir með söknuð og trega, en eram þó svo þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hans svo lengi sem raun bar vitni. Afí var orðinn níræður. Það þykir Guðsgjöf að fá að lifa svo lengi. Hann hafði ávallt verið hraustur og dugmikill maður og em var hann þrátt fyrir háan aldur. En nú er kallið komið. Hans tími er liðinn. Endurminningin um góðan afa og langafa lifír í hjörtum okk- ar og þakklæti er þar í ríkum mæli. Þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við fengum með hon- um, bæði í Neðra-Dal og á Hvols- veginum, að ég tali nú ekki um Þórsmerkurferðimar sem vora ófá- ar, en þeirra hæst ber þá ferð er við fóram í síðastliðið haust til heiðurs honum á níræðisafmælinu. Afí og amma Þorbjörg hófu búskap sinn i Neðra-Dal, V-Eyja- fjallahreppi. Þaðan era margar minningar. Dalurinn, lækurinn, réttin, hlaðvarpinn, gömlu land- búnaðarvélamar, baksturslyktin úr eldhúsinu og drallubúið. Allt era þetta atriði sem koma upp í huga minn nú, að ógleymdum öllum dýranum, en þar ber einna hæst minninguna um Karó, Snata og Kát. Við systkinin fóram oft í heimsókn í sveitina, sérstaklega þó að sumarlagi. Þar var mikið starfað. Afi gekk að verkum sínum árla morguns eins og sönnum bónda sæmir og við leituðum hann uppi er við hófum nýjan dag. Afí var alltaf eins. Ég man ekki eftir að hann hafí nokkum tímann skipt skapi við okkur. Hann hafði gaman af bömum. Hann fylgdist vel með uppvexti okkar afkomendanna. Ég man eftir þeim stundum sem hey- önnum og rúningum fylgja. Þá leyfði afi okkur m.a. að sitja aftan á heyvagninum á milli staða og við þökkuðum fyrir okkur með söng. í réttunum var oft líf og fjör og vissara að halda sér frá ósköp- unum. Þá komu bitastampamir hennar ömmu sér vel. Það var oft þröng á þingi í Neðra-Dal, en alltaf rúm fyrir fleiri. Þannig má líkja segja um húsið þeirra afa og ömmu á Hvols- veginum á Hvolsvelli, en þangað fluttu þau árið 1973. Afi hætti ekki alveg bústörfunum þrátt fyrir flutninginn, því hann hélt nokkram kindum og hestum og fór nær daglega til gegninga og reið jafn- vel út ef svo bar undir. Hann tók bílprófíð á sjötugsaldri og keypti sér bíl. Fljótlega eftir prófíð dreif hann sig hringveginn með ömmu, Ástu og fleiram. Ekki sleit afí sig alveg frá Fjöllunum, því hartnær einu sinni í viku bauð hann ömmu í bíltúr undir Fjöllin til að hitta vini og kunningja og til að njóta nærvera Fjallanna. Síðastliðin ár, eftir að hafa hætt akstri, þáði hann vel að fá bílstjóra í heimsókn og var oftar en ekki búinn að setja í gang og gera klárt áður en yfir öxlina var litið. Afí fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu. Ekki síst því sem næst honum var. Hann hafði ungur að áram farið á vertíð út í Eyjar og fylgdist alltaf með og ræddi við sjómenn okkar systr- anna til að fá nýjustu fréttir. Bamabömin urðu alls 18 að tölu og bamabamabömin era orðin 11. Þegar afí hitti þau innti hann oft- ast eftir aldri þeirra og andsvarið var ávallt eitthvað á jákvæðu nótunum eins og „þetta er dugleg stelpa" eða „hann er ansi státinn“. Sjálf eignuðust afí og amma fjögur böm, Ingvar, Lilju, Svölu og Tryggva auk þess sem þau ólu upp systurdóttur afa, Ástu Grétu. Móðir min, Svala, lést fyrir fáum áram og urðu amma og afí fyrir miklum missi, enda ekki auðvelt að sjá á eftir barni sínu á besta aldri yfír móðuna miklu. Trúi ég að nú birti yfír afa aftur við að hitta hana, því án efa hefur hún tekið á móti honum opnum örmum sem og Drottinn sjálfur. Elsku amma. Megi Guð styrkja þig í sorginni. Ingvar, Lilja, Tryggvi, Ásta, pabbi og fjölskyíd- ur. Við kveðjum nú afa hinstu kveðju og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur verið okkur. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Bergþóra Þórhallsdóttir. Elsku afí. Okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst okkur alltaf svo yndislegur og góður. Við minnumst allra samverastundanna og er skemmst að minnast er við fóram í Þórsmörk í haust öll fjöl- skyldan og héldum upp á 90 ára afmælið þértil heiðurs sem lukkað- ist svo vel og þú varst hrókur alls fagnaðar. Elsku afí, margar fagrar minn- ingar era tengdar þér, jafnt úr barnæsku sem á síðari áram. En nú er komið að kveðjustund. Viljum við þakka þér samfylgdina og biðj- um góðan Guð að geyma þig og varðveita. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig ble3si, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig og styðja nú og um ókomin ár. Svandís, Guðsteinn og Fjölnir, Einn af öðram hverfa samferða- mennirnir úr hópnum. í dag verður kvaddur frá Stóra-Dalskirkju Ing- ólfur Ingvarsson, sem lengst af sfnu lífsstarfí var bóndi í Neðra- Dal í Vestur-Eyjafjallahreppi. Hann var fæddur f Selshjáleigu í Austur-Landeyjahreppi en þar hófu foreldrar hans búskap alda- mótaárið. Móðir hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, var ættuð frá Hellis- hólum í Fljótshlíðarhreppi. Hún ar kona af þeirri gerð að hún gat ekki hugsað öðruvísi en fallega. Veraldarauðurinn var löngum af skomum skammti, en auðlegð hjartans átti sér engin takmörk. Faðir hans, Ingvar Ingvarsson, var ættaður frá Neðra-Dal, kominn af traustum bændaættum úr Skafta- fells- og Rangárvallasýslum. Hann var verklaginn, ljóðelskur, vel hag- mæltur og hafði næmt auga fyrir hinum broslegu hliðum tilverann- ar. Umhyggju og ástúðar þessara heiðurshjóna naut svo sannarlega sá, sem þessar línur skrifar. Þessi umhyggja og hjartahlýja gekk svo áfram til afkomendanna. Neðra- Dalshjónunum varð sextán bama auðið en fimm þeirra dóu í æsku. Af þessum manndómslega systk- inahópi era fjögur á lífi. Ekki var Ingólfur í Neðri-Dal hár í loftinu þegar hann fór fyrst á vertíð til Vestmannaeyja. Hann réðst á aflabáta hjá þekktum for- mönnum. Alls staðar var rúm hans vel skipað, hvort heldur beitt var bjóð, eða greitt úr netum, með þessum velvirka og hressilega manni þótti mönnum gott að starfa, nærvera hans var notaleg og góð. Hann var síðar háseti á toguram frá Reykja- vík með þekktum aflakóngum. Það var einmitt á þeim áram sem eftir- sóknarvert þótti og happafengur að komast í góð skipsrúm og dugn- aðarforkar gengu fyrir. Það segir sína sögu. Eftir að Ingólfur fór að reskjast reri hann á vélbáti frá Þorlákshöfn og þótti enn taka vasklega til hendi. Sjómennskan átti vel við hann og hugurinn var oft úti í Vestmannaeyjum, þar sem hann fylgdist ótrúlega vel með formönn- um, bátunum og aflabrögðum þeirra, en bændur undir Eyjaijöll- um sóttu á áram áður björg í bú til Vestmannaeyja. Ættar- og vináttuböndin hafa löngum verið sterk milli lands og Eyja, en á fyrri tugum þessarar aldar flutti margt af „Fjallafólki" til Vestmannaeyja og festi þar djúpar rætur. Þótt sjósókn ætti vel við Ingólf dró æskudalurinn hann á heimaslóðir á hveiju vori, utan eitt sumar sem hann vann norður á Siglufirði. Ingólfur í Neðra-Dal var mikill dýravinur. Fóðraði allan búpening vel. Dýravinum líður ekki sjálfum vel, nema þeir viti, að vel fari um allan búfénaðinn. Ingvar, faðir hans, var og þekktur fyrir að fóðra vel og eiga fallegar skepn- ur. Ingólfur átti úrvals gæðinga og naut þess að spretta úr spori og ekki var hann í vandræðum með að smíða skeifur undir hestana sína. Hann var hagvirkur bæði á tré og járn. Það var stundum á áram áður kallað að vera vel bú- hagur. Lögg í glasi leyndist oft í hnakktöskunni, en áfengisvanda- mál væra ekki til á íslandi, ef menn almennt kynnu að umgang- ast drottinsdropana eins og hann gerði. Austan við Dalsás í Vestur- Eyjafjallahreppi er dalur sem snýr mynni til vesturs og markast að sunnan af Kattarnefi. í dalnum eru bæimir Stóri-Dalur, Miðdalur og svo Neðri-Dalur, en sá bær er undir suðurhlíðinni. Yfír þessum grösuga dal, þar sem straumharðir silfurtærir lækir falla niður brekk- umar, rís Fagrafellið móbrúnt og yfírbragðsmikið. í Dalshverfínu, eins og þetta bæjarhverfí er nefnt, vora aðeins tvær fjölskyldur á fyrri hluta þessarar aldar, tvær stórar og mannmargar ijölskyldur, frændsystkinin í Stóra-Dal og Neðra-Dal. Hugurinn hvarflar stundum til hins kyrrláta samfé- lags kreppuáranna. Þar sem sam- hjálpin réð ríkjum og hönd studdi hönd. Kafloðnar mýrar slegnar með hestasláttuvélum eða orfum, baggamir fluttir heim í heygarð, eða til Qárhúsanna í klyfjaflutn- ingi. Kröfumar vora vægar, vel- ferðarríkið enn ekki í sjónmáli, fólkið í Dalshverfinu var sælt í sinni, þrátt fyrir erfíða vinnu og fábrotna fæðu miðað við það sem er í dag. Lesefni á bæjum var víða takmarkað, en fólk las sér til gagns og ræddi innihald blaða og bóka. Sjálfsagt þótti að sækja messu upp að Stóra-Dal. Lengi komu prest- amir ríðandi alla leið austan frá Holti. Fólkinu þótti vænt um og virti klerkana sína. Kirkjukaffíð eftir messu var kapítuli út af fyrir sig. Heimilisfólkið í Stóra-Dal var þekkt fyrir að fagna gestum og veita þeim rausnarlega og ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.