Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 53
skorti umræðuefni undir borðum,
skoðanaskipti urðu ekki að sundur-
þykkju, en biésu lífí í tilveruna.
Slíkar stundir voru einn þátturinn
af gömlu sveitamenningunni, sem
sameinaði sóknarbörnin.
Heimilisfólkið í Neðra-Dal hlúði
alla tíð vel að kirkjunni sinni. Ing-
ólfur í Neðra-Dal kvæntist mikilli
dugnaðarkonu, Þorbjörgu Eg-
gertsdóttur, sem ekki lét sitt eftir
liggja við bústörfín. Hún ólst upp
í Reykjavík en á ættir að rekja
vestur í Breiðafjörð. Þeim hjónun-
um varð fjögurra efnilegra barna
auðið: Ingvars, sem er vélvirki á
Hvolsvelli, Lilju, húsmóður í
Reykjavík, Tryggva, verktaki á
Hvolsvelli og fyrir fáum árum
misstu þau hjónin yngri dóttur
sína, Svölu, sem búsett var í Vest-
mannaeyjum. Hún dó í blóma lífs-
ins, metin og virt mannkostakona,
sem elskuð var af öllum, sem hana
þekktu. Þeim þungu boðum tóku
hjónin af æðruleysi, stillingu og
sálarstyrk eins og öðru á langri
traustri samleið. Auk sinna eigin
bama ólu þau hjónin upp systur-
dóttur Ingólfs, Ástu Grétu, sem
búsett er nú í Noregi.
Fyrir nærri aldarfjórðungi hættu
hjónin sveitabúskap og fluttu í
Hvolsvallarkauptún. Þau aðlöguð-
ust fljótt að gjörbreyttum aðstæð-
um og umhverfí. Þar sem í Eyja-
fallasveit urðu þau vinsæl og vin-
mörg enda bæði félagslynd og
gestrisin. Þorbjörg fékk tíma til að
sinna sköpunargáfu sinni og nýta
handlagnina. Aftur á móti lærði
Ingólfur á bíl þótt kominn væri um
sjötugt og hélt áfram sambandi við
sveitunga sína og vini í nærsveitun-
um. Hann fór að vinna á summm
hjá Vegagerð ríkisins og eignaðist
nýja vini, af yngri kynslóðinni sem
þótti gott og skemmtilegt að vinna
með gamla bóndanum, sem enn var
ungur í anda, jákvæður og léttur í
máli.
Allt á sér enda, hver dagur, ár
og ævi manna. Austur í Stóra-Dal
verður hann Ingólfur Ingvarsson
borinn til hinstu hvíldar í dag. í
trúmennsku við Guð og lífíð iifði
hann langan og bjartan starfsdag.
Á kveðju- og saknaðarstund viljum
við Margrét og börnin okkar þakka
áratuga tryggð og vináttu. Guð
blessi ástvini og niðja, mannkosta-
mannsins, sem nú er kominn aftur
heim í dalinn sinn, sem bráðum
grænkar á ný.
Pálmi Eyjólfsson.
Nú er hann afi búinn að kveðja
okkur. Afí sem alltaf var svo hlýr
og góður, og svo auðvelt var að
láta sér þykja vænt um. Það var
stutt í glettnina hjá afa og átti
hann það til að stríða nærstöddum.
Afi var engum líkur. Eins og þeg-
ar hann tók sig til og aflaði sér
ökuréttinda 69 ára gamall. Hann
var orðinn 88 ára þegar hann skil-
aði ökuskírteininu, en Ladan stóð
áfram á hlaðinu og beið gestabíl-
stjóra. Við systurnar nutum góðs
af því í sumar þegar við dvöldum
í nokkra daga hjá ömmu og afa.
Þá afhenti afi okkur bíllyklana og
fengum við að þeysa um sveitina
að vild.
Afa var fátt mannlegt óviðkom-
andi. Spurði hann gjarnan út í
drauma okkar, þegar við gistum
hjá honum og ömmu. Einnig voru
ástamál okkar bamabarnanna
honum hugleikin. Það var síðast í
sumar sem að afí sýndi okkur
ákjósanlega staði í sveitinni fyrir
ástarfundi.
Afi fylgdist vel með því sem
gerðist í kringum hann og gerði
gott úr öllu. Hann kunni að njóta
lífsins og gleðja aðra. Við kveðjum
afa með söknuði, en þakklæti fyrir
samfylgdina og vissu um að hann
hefur fengið góðar móttökur hor-
finna ástvina. Við biðjum Guð að
styrkja elsku ömmu.
Sæll er sá sem við sólarlag fagnar skini
stjamanna.
(A.L. Balling)
Fjóla og Jóhanna.
+ TorfhiIdur Sig-
ríður Guð-
brandsdóttir fædd-
ist 28. desember
1907 í Bifröst, Ólafs-
vík. Hún lést 16.
mars sl. á Garð-
vangi í Garði. For-
eldrar hennar voru
Jóhanna Margrét
Valentínusdóttir, f.
1870, d. 1967, og
Guðbrandur Sig-
urðsson, f. 1869, d.
1940. Hún átti fimm
systkini, Vilberg,
Oddnýju, Baldur,
Skarphéðin og Guðrúnu, sem
öll eru látin. Torfhildur giftist
Matta Ósvald Ásbjörnssyni 1.
okt. 1936. Þau fluttu til Kefla-
víkur það ár og bjuggu lengst
af á Hringbraut 95 í Keflavík.
Böm þeirra em tvö: Gunnar
Bergsteinn, fæddur 16. septem-
ber 1938, kvæntur Indiönu
Jónsdóttur og eiga þau fimm
böm, Matthildi, Auði, Hörð,
Ragnheiði og Gunnar; Oddný
Jóhanna Berglind, fædd 10. jan-
úar 1945, gift Stefáni Ö. Krislj-
ánssyni og eiga þau _þrjú böm,
Guðbrand, Matta Osvald og
Friðriku. Barnabarnabörnin
eru fjórtán.
Útför Torfhildar fer fram frá
Keflavíkurkirkju i dag, 25.
mars, og hefst athöfnin kl.
14.00.
OKKUR langar til að minnast ömmu
okkar Torfhildar, eða ömmu Tollu
eins og við vorum vön að kalla hana.
Hún hefur nú haldið heim á leið.
Við sem eftir erum eigum eftir
að sakna hennar, þar til við hitt-
umst á ný, en erum samt glöð í
hjörtum okkar að hún hafi nú feng-
ið hvíld og frið. Við erum þess full-
viss að hún er nú aðnjótandi þess
friðar sem um er sagt að heimurinn
geti ekki gefíð okkur né frá okkur
tekið, því að hann er ekki af þessum
heimi.
Efst i hugum okkar og hjörtum
er þakklæti fyrir að hafa verið svo
heppin að hafa átt hana sem ömmu.
Margar mismunandi minningar
koma upp í hugann þegar við lítum
yfír farinn veg og þó er það eitt sem
flestar minningamar
eiga sameiginlegt. Þær
gerast flestar inn á
heimili afa og ömmu á
Hringbrautinni. Þar
var alltaf yndislegt að
koma og þar fékk mað-
ur heimabakað með-
læti með kaffinu.
Kleinur, vínarbrauð og
hinar óviðjafnanlegu
ömmu Tollu sódakök-
ur. Enda var það ekki
sjaldan sem bama-
börnin hennar hlupu í
frímínútunum í skól-
anum ojg fengu að
drekka á morgnana. I meðlæti með
kókómalti og kleinum fengum við
oftar en ekki sögur af ævintýrum
úr Ólafsvík og víðar og jafnvel drau-
mana sem hana hafði dreymt þá
um nóttina, en hún var mjög ber-
dreymin, og leituðum við oft til
hennar til að fá ráðningu á draum-
um okkar. Hún gat sagt svo
skemmtilega frá og hafði svo
skemmtilegan, smitandi hlátur að
hrein unun var að hlýða á. Já, þeg-
ar amma fékk hlátursköstin sín þá
endaði maður alltaf í einu slíku líka.
Þegar við systkinin vorum lítil og
mamma og pabbi þurftu að bregða
sér frá fengum við stundum að sofa
hjá ömmu og afa í gamla rauðbrúna
svefnsófanum og það var alveg
toppurinn á tilverunni.
Það var líka eitt af því besta sem
maður gerði að kíkja í heimsókn til
ömmu og spjalla um lífsins gagn
og nauðsynjar í smá stund og fá
síðan að leggja sig í „litla herberg-
inu“ þar sem hún spilaði á fótstigna
orgelið sitt og söng með sinni hljóm-
fögru og eftirminnilegu rödd. Það
var einhver himneskur friður sem
ríkti þar. Ómissandi þáttur í lífi
okkar og fleiri var jólaboðið á að-
fangadag þar sem öll fjölskyldan
kom saman og afí og amma drógu
fram veglegar ístertur handa fólk-
inu. Minningarnar flæða fram, ynd-
islegar og óhagganlegar. Einnig
hittumst við ávallt á Hringbrautinni
í nýárskaffi. Amma lagaði stóran
pott af sínu rómaða súkkulaði. Afí
skreytti ijómatertur og síðan voru
það kleinur, ijómapönnukökur og
allar jólasortirnar. Þar var alltaf líf
og fjör og gott að vera.
Þegar maður kom inn á heimili
ömmu og afa fann maður fyrir
traustinu sem þau byggðu samband
sitt á og þeim lífsviðhorfum sem
gerði þeim kleift að vera gift í rétt
tæplega 60 ár í farsælu hjóna-
bandi. Samheldnin sem fýlgdi þeim
til síðasta dags gerði það að verkum
að maður sá hreinlega væntumþykj-
una streyma á milli þeirra. Hún
treysti á hann í blíðu og stríðu og
hann'kom alltaf fram við hana eins
og drottninguna sína. Ég (Matti)
var að skoða mynd af þeim í síðast-
liðinni viku sem var tekin jólin 1993,
og þar sitja þau í sófa og haldast í
hendur og geisla af ánægju yfir að
vera hvort í návist annars og mér
varð að orði við afa: „Það er bara
eins og þið séuð nýtrúlofuð hérna.“
Og hann svaraði: „Við vorum alltaf
eins og við værum nýtrúlofuð."
Þetta skynjuðum við og þess vegna
var bæði erfítt og þungbært að sjá
þau aðskilin síðasta eitt og hálfa
árið sökum hrakandi heilsu hennar.
Engum var það erfíðara en afa og
okkur þótti mjög sárt að sjá þau
hvort á sínum staðnum. Hún var
og verður eina rósin hans og hann
hlúði að henni og heimsótti fram á
síðasta dag.
Þær stundir sem við áttum með
afa og ömmu hafa verið og verða
áfram ómetanlegt veganesti í lífi
okkar. Amma, það er svo óendan-
lega margt sem við viljum þakka
þér fýrir frá þeim tíma sem við vor-
um samferða á lífsleiðinni og við
gerum það hér með í hjörtum okkar
og treystum því að þú getir rýnt í
hjörtu okkar þaðan sem þú ert núna.
Okkur langar til að enda þessi
kveðjuorð á því að minnast á að
þegar amma og afí komu í heim-
sókn, og eftir að hafa gefið okkur
krökkunum bijóstsykur sem hún
átti alltaf í veskinu, heyrðust alltaf
sömu orðin er þau kvöddu okkur
og gengu út um dyrnar. „Guð veri
með ykkur, eða Guð gefi ykkur
góða nótt.“ Um leið og við biðjum
fyrir nálægð Guðs fyrir afa Matta
alla daga og allar nætur, langar
okkur að svo verði einnig okkar
hinsta jarðlega kveðja til þín. Guð
veri með þér, elsku amma, og gefí
þér góða hvíld.
Matti, Guðbrandur
og Friðrikka.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum elskulegrar móður-
systur minnar, Torfhildar Sigríðar
Guðbrandsdóttur. Hún var fædd og
alin upp í Ólafsvík en flutti til
Keflavíkur árið 1936 og bjó þar
síðan. Nú þegar hún er öll, þjóta
minningarnar í gegnum hugann.
Tolla, eins og við kölluðum hana,
var heilsteypt kona og mjög reglu-
söm. Ég man þegar hún sagði við
mig á unglingsárum, að maður
ætti alltaf að standa við orð sín og
ég ætti að muna að lán væri lán,
gjöf væri gjöf, sala væri sala. Marg-
ar voru stundirnar sem við áttum
saman, því alltaf hefur verið stutt
á milli heimila okkar. Hún giftist
föðurbróður mínum Matta og voru
þau sérstaklega samrýnd hjón.
Var það mikill styrkur fyrir föður
minn að hafa þau í nágrenninu, er
móðir min lést árið 1942. Reyndi
hún að leiðbeina okkur systrunum,
sem eru fjórar, eftir bestu getu,
þó hún væri heilsuveil. Tolla var
mikið fyrir tónlist og söng vel. Hún
átti orgel og spilaði á það, þó helst
ef enginn heyrði. Hún var félags-
vera og átti bágt með að vera ein,
það kom sér því vel hvað Matti
hlúði vel að henni alla tíð. Og eftir
að þau voru skilin að, er hún var
orðin þreytt og veik, ók hann á
hveijum degi 10 km leið f annað
bæjarfélag til að sitja hjá henni og
stytta henni stundir. Mig langar
að senda starfsfólki á Garðvangi
hjartans þakkir fyrir frábæra
hjúkrun.
Sál þín virtist ætíð ung og blíð.
Samt var ljóst í seinni tíð
er sáumst við
að þú varst orðin þreytt á bið.
Því er mér fremur ljúft en leitt
er loksins er til bóta breytt.
Enginn maður missir aldrei neitt.
Já, ástúð þín er engu fjær en áður fyrr
þótt gengin sért þú
Guði nær gegnum opnar dyr.
Og víst er gott að vita það
er viðjar holdsins rakna
að þeir sem kveðja stund og stað
í stærra lífi vakna.
(Úlfur Ragnarsson)
Elsku Tolla mín, ég vil þakka þér
fyrir allt, sem þú varst mér og mín-
um. Guð geymi þig. Elsku Matti
minn, Gunnar, Odda og fyölskyldur,
ég og fjölskylda mín vottum ykkur
dýpstu samúð.
Guðrún M.
Sigurbergsdóttir.
TORFHILD UR SIGRIÐUR
G UÐBRANDSDÓTTIR
ÞORKATLA
BJARNADÓTTIR
+ Þorkatla
Bjarnadóttir
var fædd 9. ágúst
1904 á Hellnafelli í
Eyrarsveit. Hún lést
á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 20.
mars síðastliðinn.
Hún var dóttir hjón-
anna Bjarna
Bjarnasonar og
Þorbjargar Jakobs-
dóttur sem bjuggu
á Hellnafelli. Systk-
ini Þorkötlu voru
níu og eru öll látin,
nema Bergur tré-
smiður sem dvelur á Dvalar-
heimilinu Fellaskjóli í Grundar-
firði, en var áður búsettur í
Grindavík.
Þorkatla hóf sambúð með
Jónasi Olafssyni árið 1928 á
Kvíabryggju í Eyrarsveit. Þau
fluttu í Grundarfjörð (Grafar-
nes) um 1942 og var hún búsett
þar alla tíð síðan. Þau eign-
uðust átta börn, en eitt barn
átti hún fyrir með Páli Runólfs-
syni, Petreu Guðnýju sem er
gift Elíasi Finnbogasyni. Börn
Jónasar og Þorkötlu eru: Sig-
ríður Inga, gift Árna Markús-
syni; Ragnheiður Salbjörg, gift
Þorleifi Þorsteinssyni; Olafur
Björn sem nú er látinn; Þor-
björg Stefanía, í sambúð mcð
Jens Hanssen;
Bjarni Hinrik, ógift-
ur; Erla, gift Þór-
arni Guðjónssyni;
Helga, gift Emil
Wilhelmssyni; og
Ragnar Þór, kvænt-
ur Sigríði Sigur-
geirsdóttur. Af-
komendur hennar
eru nú 93 að tölu
og fimm ættliðir.
Útför Þorkötlu
fer fram frá Grund-
arfjarðarkirkju í
dag og hefst at-
höfnin klukkan
14.00.
ÞORKATLA Bjarnadóttir var á ní-
tugasta og fyrsta aldursári er hún
lést, eftir að vera rúmföst í nær
heilt ár. Þegar hún missti mann sinn
sumarið 1952, stóð hún ein með
þijú yngstu börnin, Bjarna, Helgu
og Ragnar. Lítil voru efnin á þeim
tíma og varð hún því að ala upp
litlu börnin sín þótt fyrirvinnan
væri horfin. Þetta voru henni erfið
ár en allt fór vel með guðs hjálp
og góðra manna, enda var hún
ýmsu vön. Hún hafði misst föður
sinn þegar hún var aðeins fimm ára
gömul og átta ára fór hún í fóstur
í Móabúð. Þar var hún til fímmtán
ára aldurs og þurfti snemma að
vinna fyrir sér, eins og títt var í þá
daga. Skólagangan var stutt, það
voru ekki nema þeir efnuðu sem
gátu veitt sér það að setja börn sín
til mennta.
Eftir að Ragnar sonur hennar
stofnaði heimili í Grundarfirði,
dvaldi hún hjá honum og eiga þau
hjónin Ragnar og Sigríður miklar
þakkir skildar fýrir öll þau ár sem
hún bjó þar. Þegar Dvalarheimilið
Fellaskjól í Grundarfírði var stofnað
flutti hún þangað og bjó þar síðustu
árin. Þar leið henni vel og á starfs-
fólkið þakkir skildar fyrir hvað þau
voru henni góð meðan hún bjó þar.
Margs er að minnast þegar kvödd
er slík gæðakona sem Þorkatla
tengdamóðir mín var, en það verður
vart gert í lítilli minningargrein.
Börnum hennar og öðrum að-
standendum færi ég mínar einlæg-
ustu samúðarkveðjur. Megi guð
blessa minningu Þorkötlu Bjarna-
dóttur.
Árni Markússon.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengi'n, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er aeski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auöveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að tengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega
linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Elskuleg amma mín, Þorkatla
Bjarnadóttir, hefur kvatt þennan
heim södd lífdaga. Það er ekkert
oflof að segja að amma hafí verið
góð manneskja. Hún var einlæg,
nægjusöm og hailmælti aldrei
nokkrum manni - eitthvað sem við
hin mættum taka okkur til fyrir-
myndar. Það er mér dýrmætt að
hafa fengið að njóta samvista við
hana öll þessi ár. Guð geymi mína
elskulegu ömmu sem nú hefur feng-
ið langþráða hvíld.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu barni, -
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjami, -
eins og litill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(M. Joch.)
Ásta.
Séifræðingar
í hlomaskrrv (intiiim
við öll la‘kilaM‘i
Skólavördustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090