Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jón Magnússon
var fæddur á
Tjörn á Vatnsnesi í
V-Hún. hinn 22. júlí
1904. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Isafirði 14.
mars sl. Foreldrar
hans voru hjónin
Runólfur Magnús
Jónsson, prestur á
Stað í Aðalvík, f. 18.
ágúst 1864, d. 29.
okt. 1951, og Guðný
Benediktsdóttir,
ljósmóðir, frá Ósum
á Vatnsnesi, f. 24.
janúar 1866, d. 5. apríl 1929.
Aður en Runólfur Magnús tók
við prestþjónustu á Stað gegndi
hann störfum á nokkrum stöð-
um og var hann m.a. prestur á
Tjörn á Vatnsnesi, en á Stað
árin 1905 til 1938,^ síðustu árin
þjónaði hann frá Isafirði. For-
eldrar Runólfs Magnúsar voru
Sigríður Snorradóttir og séra
Jón Jónsson prestur á Stað á
Reykjanesi og víðar, en hans
faðir var séra Jón Jónsson
prestur á Barði í Fljótum, sem
var sonur séra Jóns Jónssonar
prófasts á Auðkúlu. Foreldrar
Guðnýjar voru Benedikt
Björnsson bóndi að Ósum á
Vatnsnesi og Guðrún Jónsdótt-
ir, Kristjánssonar, prests á
Breiðabólstað í Vestur-Hópi,
Jónssonar bónda á Illugasföð-
um í Fnjóskadal bróður Björns
í Lundi, sem var faðir Bene-
dikts.
Jón var elstur fjögurra systk-
ina, en þrjú þeirra náðu fullorð-
insaldri, eitt þeirra lést við fæð-
ingu. Alsystkini Jóns voru
HANN afí er dáinn, sofnaður í
hinsta sinn. Hann kvaddi þetta líf
þegar ekkert okkar var nálægt.
Hann sem var alltaf svo nálægur,
fastur punktur í tilverunni frá því
við litum dagsins ljós eitt af öðru,
og fram til dagsins í dag. Hann var
Benedikt, f. 18. mai
1906, d. 7. ágúst
1980, og Sigríður
Guðrún, f. 7. mars
1910, d. 7. okt. 1980.
Tvo hálfbræður átti
Jón, þá Finnboga
Rút (samfeðra) og
Þórarin (sam-
mæðra), en þeir
drukknuðu upp-
komnir í Aðalvík
vorið 1912. Jón lauk
námi frá Bænda-
skólanum á Hvann-
eyri 1925 og gerðist
bóndi á Stað með
Benedikt bróður sínum
1926-’32. Jón kvæntist 13. nóv.
1929 Dórotheu Margréti Magn-
úsdóttur, f. 30. júlí 1906, d. 28.
maí 1969. Foreldrar hennar
voru Magnús Dósoþeusson frá
Görðum í Aðalvík og Guðný
Sveinsdóttir úr Svartárdal í
A-Hún. Börn Jóns og Margrétar
eru: Hreinn Þórir, á ísafirði,
f. 3. okt. 1930, kvæhtur Kristinu
Einarsdóttur og eiga þau fjög-
ur böm, Einar, Margrét, Jón
Heimir og Baldur; Baldur
Trausti, í Garðabæ, f. 14. júní
1932, kvæntur Vigfúsínu Th.
Clausen, sonur þeirra er Jón
Dofri; Guðný Hrefna, í Reykja-
vík, f. 27.júlí 1935. Maður henn-
ar er Olafur Guðmundsson.
Þeirra dætur em Iðunn Lára
og Auður. Jón byggði sér nýbýl-
ið Borg í landi Garða í Aðalvík
1936. Þar bjuggu þau Margrét
1937-’48. Þá fluttu þau til Isa-
fjarðar. Lengst af hefur Jón
búið á Engjavegi 16.
Útför Jóns fer fram hjá ísa-
fjarðarkapellu í dag.
„afi niðri“, stór maður með stórt
hjarta, sem ávallt hafði auga með
okkur og veitti okkur umhyggju og
hlýju. A kveðjustund er hugurinn
bundinn við allar þær óteljandi
stundir er við áttum með honum
og minningarnar flæða. Fyrsta
skólataskan, fyrstu skíðin, allir fót-
boltaskómir og -boltarnir, fyrsta
veiðistöngin, ávallt kom hann þar
við sögu. Fyrsta launaða starfið var
hjá honum, við að hnýta á tauma
fýrir útgerðina og vomm við ekki
há í loftinu þá. Alla tíð reyndi hann
að koma því inn í hausinn á okkur
að það væri erfiðara að gæta feng-
is fjár en að afla þess, og er það
sannarlega satt og rétt. Hann sá
okkur fyrir ís í sunnudagsmatinn í
mörg ár og hélt því áfram með lang-
afabömin líka. Þrennt var það sem
fylgdi honum frá því við mundum
hann, en það var neftóbakshorn,
vasahnífur og útvarpstæki, því það
var alltaf verið að taka veðrið og
fréttirnar. Útvarpstækin voru
ferðatæki og gengu öll undir nafn-
inu „Marías“ af einhverjum ástæð-
um. Því var til „gamli Marías" „stóri
Marías" og „litli Marías" og nú er
síðasti Maríasinn þagnaður á nátt-
borðinu hans. Eldhúsið hans afa var
alveg sér kapítuli út af fyrir sig,
en síðustu árin var það hálfgert
verkstæði. Þar var hann að lita
tauma fyrir útgerðina og allt varð
meira og minna „navy-blátt“ og
silfurhvítt hárið líka, því hann hafði
þann vana að stijúka yfir hárið með
hendinni. Honum fannst það hið
besta mál að hafa „navy-bláa“
slikju yfir hárinu, það breytti víst
engu héðan í frá. Eitt sinn ætlaði
hann að baka fyrir okkur pönnukök-
ur og það átti að ganga hratt fyrir
sig, og því reyndi hann að snúa
pönnukökunni við með því að henda
henni upp í loft eins og hjá Knold
og Tot, en hún klesstist í loftið og
kom ekki aftur niður. Þá heyrðist
bara „hvur andskotinn" og eftir það
vom ekki bakaðar fleiri pönnukökur
í því eldhúsi. Afi átti alltaf apótek-
aralakkrís, kandís og smörgas og
það vom margar ferðirnar famar
til hans út af því. Sögurnar hans
af klettakörlunum Grýlu og jóla-
sveinunum voru svo magnaðar að
það eimir enn eftir af óttanum við
þetta lið. Ef við gerðum eitthvað
miður var hann vanur að segja
„mikið yfirtaks jólasveinar getið þið
verið" og var það lægsta einkunn
sem við gátum fengið. Ef hann gaf
okkur eitthvað eða lánaði, var sagt
í viðvömnartóni: „Passaðu nú að
dmlla því ekki niður“ en það þýddi
að maður átti að passa hlutina ein-
staklega vel og gilti þetta um allt.
Á áttræðisaldri fór hann einn til
Noregs, gamall maður með staf og
sixpensara. Hann fór að heimsækja
eitt okkar. Hann kunni að bjarga
sér sá gamli. Á heimleið var hann
tekinn í yfirheyrslu í vopnaleitinni
á Fomebu-flugvelli, því hann var
ávallt vel vopnaður með vasahníf.
Hann þóttist ekki skilja yfírheyrsl-
urnar, það eina sem heyrðist frá
honum var: „Það er ekkert að gá
að því, hann bítur ekki neitt“ og
með það slapp hann. Afí fylgdi
okkur ætíð eftir. Þegar við fluttuhi
að heiman hafði hann fengið sér
síma og hann kunni svo sannarlega
að nota hann. Hringdi reglulega og
oftast var það hann sem sagði okk-
ur fréttir af því sem var að gerast
jafnt heima sem erlendis. Alltaf var
hægt að leita ráða hjá honum, aldr-
ei kom maður að tómum kofunum.
Hann var óþreytandi að miðla okk-
ur af þeirri reynslu sem lífsins skóli
færði honum á langri ævi og kenndi
okkur margt. Hann var okkur fyrir-
mynd í stóm sem smáu og gaf
okkur svo mikið sem við búum að
alla tíð. Hann var staðfastur í þeirri
trú að þegar þessari jarðvist lyki
myndi hann hitta ömmu, hana
Margréti sína, eftir langan aðskiln-
að. Við vonum að svo megi verða.
Hann lauk öllum máltíðum við mat-
arborðið á Engjaveginum með orð-
unum „Guð laun fyrir matinn Kiddý
mín“ og með þeim orðum kveðjum
við þig, Guð launi þér afi minn fyr-
ir þig, að hafa fengið að eiga þig
að svona lengi. Minningin um þig
verður okkur ætíð mikils virði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Krakkarnir á Engjaveginum.
í dag er til moldar borinn Jón
Magnússon frá Stað í Aðalvík. Jón
Magnússon var af þeirri kynslóð,
sem ólst upp við þau kjör og kom
undir sig fótunum við þær aðstæð-
ur, sem við sem lifum í allsnægtum
nútímans, þekkjum ekki. Það varð
okkur til happs að mega kynnast
Jóni Magnússyni þegar hann ásamt
félögum sínum festi kaup á 75
tonna bát árið 1960, sem nefndur
var Guðný. Allt fram til ársins 1991
gerðu þeir Guðnýju út en þá var
hún seld. Jón Magnússon hafði
lengst af þann starfa í útgerðinni,
JÓN
MAGNÚSSON
+ Emil Marteinn
Andersen út-
gerðarmaður fædd-
ist 31. júlí 1917 í
Landlyst Vest-
mannaeyjum. Hann
lést í Vestmanna-
eyjum 17. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Guðjónsdóttir hús-
freyja, f. 27. feb
1889 í Sigluvík í
Landeyjum, d. 23.
nóv. 1934, og Hans
Peter Andersen út-
gerðarmaður, f. 30.
mars 1887 í Frederikssund í
Danmörku, d. 6. apríl 1955.
Systkini Emils eru Eva Valgerð-
ur Ólafía, f. 9. nóv. 1908, d. 17.
sept. 1992, Willum Jörgen, f.
30. sept. 1910, d. 17 júlí 1988,
Knud Kristian, f. 23. mars 1913,
Njáll, f. 24. júní 1914, og Guð-
rún Svanlaug, f. 2. mars 1921.
Samfeðra hálfsystkini Emils
eru Jóhann Júlíus, f. 14. nóv.
1938, og Valgerður, f. 9. des.
1944.
Emil kvæntist Þórdísi Jóels-
dóttur 29. júni 1940. Hún er
fædd 15. feb. 1916 á Sæltmdi
Vestmannaeyjum. Foreldrar
hennar voru Guðbjörg Októvia
Einarsdóttir húsfreyja, f. 22.
okt. 1880 að Steinum undir Eyja-
fjöllum, d. 31. des. 1929 og Jóel
Eyjólfsson útgerðarmaður, f. 3.
nóv. 1878 á Kirlqubæ í Vest-
mannaeyjum, d. 28. des. 1944.
Börn Emils og
Þórdísar eru: 1)
Guðbjörg Októvía,
f. 9. feb. 1943, gift
Borgþóri E. Páls-
syni. Börn þeirra
eru Þórdís, Ragn-
heiður, Emilía og
Páley. Barnabörnin
eru þrjú. 2) Jóhanna
Emilía, f. 4. júlí
1944, gift Kristjáni
Bogasyni. Börn
þeirra eru Emil Þór,
Gauti og Sara. 3)
Júlía Petra, f. 24.
júní 1949, gift
Hjalta Elíassyni. 4) Jóel Þór, f.
6. sept. 1950, kvæntur Þuríði
Jónsdóttur. Börn þeirra eru
Þórdis, Halldór Jón og Emil
Marteinn. Eiga þau eitt bama-
barn. 5) Mardís Malla, f. 2. apríl
1959, sambýlismaður hennar er
Sigurður K. Gíslason og dóttir
þeirra er Sólrún Sif.
Afskipti Emils af útgerð má
rekja til ársins 1935 er hann
ásamt þremur bræðrum sínum
og föður hóf útgerð á 13 tonna
báti, Skógarfossi. Emil var á
18. aldursári er hann fór að
stunda sjóinn með föður sinum
og bræðrum. Fyrst sem háseti
en vorið 1938 lauk hann námi
við Vélskólann í Vestmannaeyj-
um og varð vélstjóri á Skógar-
fossi. Skipstjórnarréttindi fékk
hann svo árið 1942 er hann
hafði lokið námi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík. I
byijun seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, 1939, keyptu þeir feðgar 36
tonna bát, Metu, frá Esbjerg í
Danmörku. Á stríðsárunum var
Emil í siglingum með fisk á er-
lendan markað. Hann hóf rekstur
eigin útgerðar 1953. Festi hann
þá kaup á 53 tonna báti sem hlaut
nafnið Júlía. Gerði hann bátinn
út í 30 ár. Lengst af var hann
sjálfur skipstjóri á Júlíu. Árið
1971 lét Emil smíða fyrir sig nýj-
an 103 tonna bát á Akranesi.
Nefndi hann bátinn Danska Pét-
ur, en faðir hans gekk undir því
nafni í Eyjum. Emil lagði lengi
afla bátanna sinna upp hjá Isfé-
laginu hf. í Vestmannaeyjum
enda einn af hluthöfum fyrir-
tækisins.
Útför Emils fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, 25. mars, og hefst athöfnin
kl. 14.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem)
Elskulegur Malli afí okkar verður
jarðsunginn í dag. Minningarnar
hlaðast upp og við fínnum svo mik-
ið fyrir því að þú ert ekki lengur
meðal okkar. Allar gleðistundimar
hjá fjölskyldunni og ferðalögin á
sumrin þar sem við fengum að njóta
samvista þinna. Þegar við vorum
litlar stelpur var svo gaman að
koma til þín niður i bát eða heim-
sækja þig í Króna þar sem við lék-
um okkur í veiðarfærunum. Ferða-
lögin í sumarbústaðinn við Þing-
velli þar sem þú varst með okkur
krökkunum, gekkst um allt á hönd-
um og skemmtir þér með okkur.
Nú síðustu ár í sumarbústaðnum
ykkar ömmu í Mýrdalnum, Dön-
skutó, þar sem þú gekkst um íjjöllin
og fræddir okkur um sögu og kenni-
leiti. Það var svo gaman að fylgjast
með þér sinna áhugamálinu þínu,
garðyrkjunni, þegar þú varst fyrst-
ur á fætur til að drífa þig í gróður-
setningu. Þú varst óþreytandi við
að ditta að bústaðnum, girðingum
og trjánum. Alltaf var nóg að gera
hjá þér og þú vannst hörðum hönd-
um alla tíð.
Allt var svo vel gert hjá þér enda
snyrtimennskan þitt aðalsmerki.
Þannig var það líka á Heiðarvegi
13 heima hjá ykkur Dísu ömmu.
Alltaf fannst þú þér eitthvað að
gera, rækta garðinn sem er marg-
verðlaunaður, smúla húsið eða þvo
bílana. Þegar ein okkar spurði þig
hvort það væri alltaf nóg að gera
þá svaraðir þú því að ef svo væri
ekki þá myndir þú búa þér til verk-
efni. Nei, þú sast aldrei aðgerða-
laus, það sýndir þú allt til dauða-
dags þar sem þú nokkrum tímum
fyrir andlát þitt fórst að athuga með
Danska Pétur vegna óveðurs.
Mikið var gaman að tala við þig
um liðna tíð. Þú varst svo fróður
um alla hluti, hvort sem var um
útgerð eða landafræði. Þú sagðir
okkur sögur frá þínum íþróttaárum
þegar þú varst formaður í glímufé-
laginu. Alltaf gladdist þú yfír ár-
angri okkar bæði í námi og starfí.
Slík var samkennd þín. Þú varst
alltaf svo traustur, góður, hjarta-
hlýr, hógvær og þægilegur í alla
staði.
Gott var að njóta samvista þinna
og nutum við þess að hafa búið í
nálægð við ykkur ömmu. Þú varst
svo barngóður og alltaf gafstu
börnunum tíma. Það fundum við
EMIL MARTEINN
ANDERSEN
að sjá um veiðarfæri skipsins og
annan ýmiss konar búnað. Hann
hafði líka með höndum gegnumtekt
skipsins á vorin, þrif, málun og
þess háttar. Það var honum mikið
metnaðarmál að standa klár á því
sem að honum sneri í útgerðinni
og það gerði hann.
Það var okkur, börnum Sigurðar
Sveinssonar, þegar við vorum á
aldrinum 12-16 ára, mikill skóli,
að vinna undir stjórn Jóns á vorin
í Guðnýju. Þótt Jón væri á stundum
höstugur var ætíð stutt í gaman-
semina og kunnum við eftirá af-
skaplega vel að meta þann lífsins
skóla, sem hann bauð upp á í þess-
ari vinnu. Sá lærdómur mun líða
okkur seint úr minni, sem betur
fer. Þar kynntumst við þeim við-
horfum til lífsins að vinnusemi og
vandvirkni voru dyggð. Kaffi- og
matartímar voru til að hvíla sig,
þess á milli átti að vinna. Passað
var vel uppá „helgidagana" í máln-
ingunni, þeir áttu náttúrulega ekki
að sjást. Stundum kom glettin at-
hugasemd um að hann væri að
velta því fyrir sér hver ætti að
borga málninguna sem kom í
vinnufötin okkar og svona mætti
lengi telja.
Þótt Guðný væri fyrst og fremst
línubátur fór hún á síld á sumrin á
sjöunda áratugnum. Jón Magnús-
son var þá skipveiji. Til er sú saga
að Baldur sonur Jóns og Sigurður
Sveinsson, báðir meðeigendur að
Guðnýju, fóru til Siglufjarðar.
Gamli maðurinn fór í dagbókina
sína til að rifja upp fyrir þá hvern-
ig hafði gengið í síðasta túr: „Kast-
að á Grímseyjarsundi, búmm, kast-
að aftur, búmm búmm.“ Þær voru
ekki allar til fjár sjóferðirnar, en
það var heldur ekki aðaltilgangur-
inn, þessi útgerð færði þeim félög-
um í raun allt annað en peninga
og með það voru þeir ánægðir.
Áhugi gamla mannsins á útgerð-
inni var ódrepandi. Mörg voru sím-
tölin á Hlíðarveginn þar sem rætt
var um aflabrögðin, komutíma í
land o.þ.h. Það skipti hann engu
þegar hann hringdi hver svaraði,
meðeigandinn, sem hann kallaði
alltaf útgerðarmanninn, húsmóðirin
eða börnin, komið var beint að efn-
inu: „Hún“, en þannig nefndi hann
Guðnýju yfírleitt, var búin með
þetta marga bala kl. þetta o.s.frv.
sérstaklega eftir að dætur okkar
tveggja fæddust. Bara það að fara
með blöðin upp til afa var svo gam-
an.
Elskur afí, við erum svo ríkar
að hafa fengið að kynnast þér og
hafa þig hjá okkur. Að dætur okkar
fengu að þekkja þig, Malla langafa,
sem átti „stóra skipið". Við vissum
að það var margt sem hijáði þig
þó þú kvartaðir aldrei. Það var ekki
í þínum anda.
Við þökkum Guði fyrir yndisleg-
an afa og munum rninnast þín
ásamt börnum okkar alla tið. Guð
geymi þig um alla eilífð, elsku afí.
Elsku Dísa amma, söknuðurinn er
svo sár og mestur er hann þinn.
Við biðjum góðan Guð að hjálpa
þér og okkur öllum í þessari miklu
sorg. Með vissu um það að öll eigum
við eftir að hittast að lokum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Systurnar Þórdís,
Ragnheiður, Emilía
og Páley.
Með söknuði kveðjum við elsku-
legan afa okkar, Emil Martein And-
ersen.
Hann Malli afí eins og við kölluð-
um hann var sjómaður og útgerðar-
maður. Hann ar dugmikill maður
sem alltaf hafði eitthvað fyrir
stafni.
í krónni þar sem afí var flestum
stundum seinni árin var snyrti-
mennskan í fyrirúmi og hafði hann
reglu á öllum hlutum.
Garðurinn á heimili afa og ömmu