Morgunblaðið - 25.03.1995, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 61
BRÉF TIL BLAÐSINS
Að eldast eða
ekki eldast
Athugasemd við Staksteina
Frá Steingrími St. Th.
Sigurðssyni:
I EINU leikriti Shakespeares sjálf-
um Hamlet — Amlóða — en svo
kallast hetjan á íslenzku, segir höf-
undur eða lætur hann hetjuna
mæla af munni fram: „Að vera eða
ekki vera — það er þessi spuming.
Mun drengilegra að þola illar
auðnu, gijótflug og örvar eða taka
vopn sín í móti hafsjó hörmunganna
og gjöra svo enda á þeim valdi.“
Já, þetta er dapurlega kveðið og
getur ekki kallazt óður til lífsins,
svo sannarlega ekki. Hins vegar
hefur það gerzt undanfarið um hríð,
að fólk sem hefur bætt við sig
mörgum árum hefur öðlazt vissa
hamingju með dásamlegri tækni,
sem stunduð er undir leiðsögn al-
vöru manns, Sigurðar nokkurs Guð-
mundssonar. Jón Ragnarsson hótel-
stjóri átti þessa hugmynd að lyfta
elstu kynslóð íslendinga upp með
gleði og leikjum í Hótelranni sínum,
þar á austurslóðum þ.e.a.s. Hótel
Ork, sem hefur svo mikið uppá að
bjóða að útlendingar eru farnir að
halda þarna ráðstefnur æ ofaní æ
og famir að skrifa um, hve þetta
umtalaða gistihús býður uppá hátt
kröfustig í hvers kyns hótelhaldi,
hvort sem um er að ræða herberg-
in, sundlaugina, heitu pottana,
tækjasalinn, gufubaðið, hár-
greiðslustofuna, snyrtistofuna,
músikina, (þrír píanóleikarar allir
músíklærðir spila á hveijum degi
alls kyns músik sem lyftir hjörtum
gesta). Og gestirnir koma í hópum.
Svokallaðir eldri borgarar að norð-
an, sunnan, austan og vestan. Þeir
Söfnun fyr-
ir Cherno-
byl-börnin
STOFNAÐUR hefur verið
Minningarsjóður Höllu Bach-
mann, kristniboða. Söfnun-
arféð mun renna óskipt til
barnanna í
Hvíta-
Rússlandi,
sem eiga
um sárt að
binda
vegna af-
leiðinga
Halla Bachmann Chernobyl-
kjamorku-
slyssins. Halla Bachmann
starfaði víðs vegar um heim-
inn, síðast í Minsk í Hvíta-
Rússlandi, þar sem hún
kenndi rússneskum gyðing-
um hebresku, ensku og
frönsku. Halla lést af völdum
krabbameins í ágúst sl. en
hún hefði orðið sjötug í sept-
ember nk.
Vinir og ættingjar Höllu
standa að söfnuninni en öllum
sem vilja gefa til Chernobyl-
barnanna er frjálst að leggja
inn á Kjörbók Landsbanka
101-05-280420.
koma með eftirvæntingu eins og í
ævintýraleit, og þeir finna ævintýr-
ið þarna og fmna jafnvel hamingj-
una og finna aftur lífsgleðina og
lífslöngunina, sem í ýmsum tilfell-
um hefur verið horfin hjá mörgu
af þessu fólki.
Hver fæddi þessa hugmynd af
sér? Hugmyndina um að skemmta
roskna fólkinu í bak og fyrir. Eng-
inn annar en Jón Ragnarsson hótel-
haldari, sem hefur meiri reynslu af
hótelrekstri og mannlegum sam-
skiptum en margur núlifandi íslend-
ingur. Hann er svissneskt og amer-
síkt þjálfaður í sinni grein og er
einkar laginn við að virkja falda
orku í gömlum sálum. Einhver kall-
aði hann fimleikamann í bissness.
Það var enginn annar en Björgvin
Jónsson útgerðarmaður og athafna-
maður frá Eyrabakka sem gisti á
Hótel Örk. Hann dáðist að stjórnun-
arhæfileikum Jóns. En stjórnun
(business administration) er skyldu-
námsgrein við bandaríska háskóla.
Dagurinn er tekinn snemma á
þessum sælunnar reit. Árbítur er
betri en víðast annars staðar, hollur
úr hófi fram og að honum loknum
eru léttar æfingar stundaðar sem
minna óneitanlega á hreyfingar
kattarins. Von bráðar kemur glampi
í augun á gamla fólkinu, sérstak-
lega konunum sem hafa bersýnilega
yngst. Sundið, gönguferðir og
kynningarferðir. Og að kveldi er
slegið upp dansiballi undir dynjandi
músík, og sjá allir þeysa út á gólf.’
STEINGRÍMUR ST.TH.
SIGURÐSSON,
Roðgúl II, Stokkseyri.
Frá Herði Jóhannessyni:
LAUGARDAGINN 18. mars sl.
birtist í Morgunblaðinu lítil grein
í dálkinum Staksteinar þar sem
m.a. er fjallað um Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. í greininni er röng
og villandi staðhæfing og vil ég
koma á framfæri við ritstjórn
blaðsins athugasemdum vegna
þessa.
Greinin hefst á fullyrðingu um
að hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins starfi einn maður að bruggmál-
um. Þetta er rangt. Það er enginn
maður hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins sem sinnir svokölluðum
bruggmálum vegna þess að þeim
er sinnt af öðrum deildum lögregl-
unnar, nefnilega lögreglunni í
hveiju lögregluumdæmi.
Þessari fullyrðingu fylgir önnur;
að tugir stöðumælavarða sinni
eftirliti með bílstjórum. Það má
vera að það sé rétt. í grein Morg-
unblaðsins er loks haft eftir dag-
blaðinu Degi á Akureyri að þetta
sé dæmigerð íslensk forgangsröð-
un.
Sá sem les þessa grein hlýtur
að mega skilja hana þannig að
yfirvöld leggi enga áherslu á
bruggmálin en margfalt meira sé
lagt í að elta uppi þá sem ekki
greiða í stöðumæla. Þessi mynd
sem Morgunblaðið dregur upp er
svo langt frá raunveruleikanum
að ekki verður hjá því komist að
gera athugasemd og benda á hið
rétta í málinu.
Löggæsla og rannsóknir brota-
mála eru viðfangsefni lögreglunn-
ar í landinu. Innan lögreglunnar
er viðhöfð ákveðin verkaskipting
sem ekki er ástæða til að tíunda
hér frekar. Hvað varðar bruggmál
er um að ræða brot á áfengislögum
og rannsókn slíkra mála er við-
fangsefni lögreglunnar í hveiju
umdæmi.
Þegar fór að bera á landabrugg-
un og sölu í þeirri hrinu sem stað-
ið hefur undanfarna mánuði hafði
lögreglan í Reykjavík afskipti af
fyrstu málunum og kom það m.a.
í hlut lögreglumanna í Breiðholts-
stöð að vinna að þeim. Mörg mál
voru upplýst. Síðan hafa komið
upp fleiri mál. Lögreglan í Hafnar-
firði og Kópavogi hefur upplýst
og rannsakað bruggmál og ef ég
man rétt hefur komið upp brugg-
mál í Keflavík sem lögreglan þar
í bæ rannsakaði. Svo mikil áhersla
er lögð á þessi mál að fíkniefna-
deild lögreglunnar í Reykjavík
hefur verið falið að fara með
bruggmál í því umdæmi og hefur
svo verið undanfarna mánuði —
og voru verkefnin þar þó ærin
fyrir. Það væri því nær að segja
að tugir lögreglumanna sinni þess-
um málum en ekki aðeins einn
maður eins og Morgunblaðið held-
ur fram.
Það sem er villandi í grein
Morgunblaðsins er að tengja rann-
sóknir bruggmála við fjölda stöðu-
mælavarða í Reykjavík. Það hlýtur
að vera öllum ljóst að stöðumæla-
verðir eru ekki lögreglumenn og
að stöðumælavarslan er ekki lög-
reglumál og því ekki á vegum lög-
reglunnar.
Bfiastæðasjóður Reykjavíkur-
borgar rekur bflageymslur og
stöðumæla í borginni og stöðu-
mælaverðir eru starfsmenn bíla-
stæðasjóðs og koma lögreglu ekk-
ert við.
Það kann að vera að einhveijum
þyki of lítið að gert af hálfu lög-
reglu þegar bruggmál eru annars
vegar og að starfsmenn bílastæða-
sjóðs gangi of hart fram í álagn-
ingu og innheimtu leigugjalda af
bílastæðum. Ef Morgunblaðið hef-
ur skoðun á þeim málefnum getur
blaðið gert grein fyrir henni, hvort
sem hún er vitlaus eða ekki að
mati annarra. Ef Morgunblaðið
hins vegar er að birta frétt um
málið er það lágmarkskrafa að
fréttin sé rétt.
Frétt Morgunblaðsins þess efnis
að aðeins einn maður sinni brugg-
málum hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins er röng og blaðið hefur
ekkert gert til að afla upplýsinga
um málið en notast við óstaðfestar
heimildir.
HÖRÐUR JÓHANNESSON,
yfirlögregluþjónn.
SIEMENS
Siemens RS 252R6
• Geislaspilari • Tvöfalt segulbandstæki
• Alvöruútvarp • 2x25 W • Gæðahátalarar
• Fullkomin fjarstýring
ALLT ÞETTA ,
FYRIR AÐEINS KR.: <
Stórskemmtilegc
á stórskemmtile
Siemens RS 251R6
• Geislaspilari • Tvöfalt segulbandstæki
• Alvöruútvarp • 2x 10 W • Gæðahátalarar
ALLT ÞETTA
FYRIR AÐEINS KR.:
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 628300
Framsókn '95
Halldór Asgrímsson
verður á ferð um Vestfjarðakjördæmi f/rir hádegi í dag og á fundi Háskólans
á Akureyri í Háskólabíói síóaegis. Hann veróur í kjördæmisþætti Austurlands
í sjónvarpinu kl.13 á sunnudag og á ReyÖarfirSi um kvöldiS.
A mánudag verÓur hann á framboSsfundi á EgilsstöÓum kl. 20.30.
B Framsóknarflokkurinn