Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C 78. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gáta úr Gull- eyjunni leyst RÁÐGÁTAN um söng sjóræningjanna í Gulleyjunni eftir Robert Louis Steven- son hefur nú loksins verið leyst. Les- endur skáldsögunnar hafa lengi velt fyrir sér merkingu vísunnar sem hefst svo: „Fimmtán menn á dauðs manns kistu, hæ, hó, hó og rommflaska með!“ Stevenson gaf ekki neinar skýringar á henni sjálfur, en hann lést árið 1894. Greint er frá lausn- inni í nýjasta hefti Geographical, sem Konunglega land- fræðifélagið í Bret- landi gefur út. Land- könnuðurinn Quentin van Marle skýrir þar frá því að Dauðs manns kista sé ein af bresku Jómfrúreyjun- um. Van Marle segir sönginn vísa til sögu frá 18. öld. Sjóræninginn Edward Teach, sem var nefndur „Svartskegg- ur“, hafi refsað áhöfn sinni með því að skilja hana eftir á eyðieyjunni Dauðs manns kistu eftir að skipverjarnir höfðu gert uppreisn gegn honum. Teach lét hvern skipverja fá högg- sverð og rommflösku í von um að þeir myndu drepa hver annan. Þegar hann sneri aftur mánuði síðar voru hins veg- ar fimmtán skipverjanna enn á lífi. Þetta skýrir vísuna alla: Fimmtán menn á dauðs manns kistu, hæ, hó, hó og rommflaska með! Drykkur og djöfullinn drápu hina, hæ, hó, hó og rommflaska með! Dauðs manns kista er aðeins 250 fermetrar og þar er engan mat að hafa, að sögn landkönnuðarins. Þar eru að- eins pelíkanar, eðlur, óætir krabbar, óeitraðir snákar - og moskitóflugur. Van Marle uppgötvaði söguna um sjóræningjana þegar hann rannsakaði sögu og þjóðsagnir Jómfrúreyja. Fjáðum rottu- bana vikið frá AUÐUGUM Breta, Martin Williams, hefur verið vikið frá sem rottubana Doncaster-borgar vegna launadeilu sem snýst um 10 pund, rúmar þúsund krónur. Maðurinn er 44 ára og einn af fimm erfingjum móður sinnar, sem skildi eftir sig jafnvirði 1,2 milljarða króna. Hann hafði þegið sem svarar 22.000 krónum á viku fyrir starfið og honum var sagt upp á þeirri forsendu að hann hefði tekið of langan matar- tíma. „Eg er vel stæður og hvers vegna ætti ég að hafa fé af borginni?" sagði Williams, sem kvaðst hafa unnið sem meindýraeyðir í fjórtán ár vegna þess að hann hefði mikið yndi af starfinu. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Vetrarstillur á Núpsstað GAMLI bærinn á Núpsstað, austast í Fljótshverfi. Fyrir ofan bæinn og spírur er gnæfa við loft. Einn drangurinn heitir Hella og spáð eru móbergshamrar en innan um basaltlög, sem mynda víða turna var í Krukksspá að hann myndi einhvem tíma hrynja yfir bæinn. 2.800 manns falla í Alsír Túnis. Reuter. HERINN í Alsír hefur drepið 2.800 skæruliða í tveggja vikna hernaðaraðgerðum gegn her- skárri múslimahreyfingu, að sögn alsírska dagblaðsins Liberte í gær. Blaðið sagði að herinn hefði ennfremur tek- ið til fanga 200 skæruliða sem hefðu reynt að steypa stjórn landsins. Alsírska fréttastofan APS hafði eftir embætt- ismönnum að herinn hefði næstum brotið skæru- liða í Vopnuðu múslimahreyfingunni á bak aft- ur. Þetta er í fyrsta sinn sem fréttastofan skýr- ir frá hemaðaraðgerðunum, sem að sögn als- írskra dagblaða hafa staðið í tvær vikur. Fámennir hópar eftir „í austurhluta landsins hafa vígi hermdar- verkamannanna því sem næst verið þurrkuð út, þannig að aðeins fámennir hópar eru eft- ir,“ hafði fréttastofan eftir dagblaðinu L’Auth- entique. Alls hafa um 40.000 manns beðið bana í stríðinu frá árinu 1992 þegar ákveðið var að aflýsa kosningum til að koma í veg fyrir að íslamska frelsisfylkingin (FIS) kæmist til valda. Anwar Haddam, fulltrúi FIS í Washington, sagði í gær að stjórn Alsírs yrði að fallast á friðartillögur stjórnarandstöðunnar, sem kynntar voru í Róm í janúar. Ella myndu blóðs- úthellingarnar og „heilagt stríð“ múslima fyr- ir íslömsku ríki halda áfram. „Við föllumst ekki á neinar tilslakanir varð- andi trú okkar,“ sagði Haddam. „Við bemm ekki ábyrgð á drápum á saklausu fólki vegna þess við höfum hvatt til þess að þeim linni.“ Abdullah Jaballah, fulltrúi al-Nahda, hóf- sams flokks múslima, sagði að stjórnarand- staðan hefði lagt til í Róm að reynt yrði að binda enda á stríðið í áföngum. Hann hvatti til þess að pólitískir fangar yrðu látnir lausir, þeirra á meðal leiðtogar FIS svo þeir gætu tekið þátt friðarviðræðum. Hann skoraði enn- fremur á FIS að hætta árásum á útlendinga og opinberar byggingar. Grálúðudeilan Spánveijar óánægðir Brussel. Reuter. MINNI líkur vom taldar á því í gær að samkomulag næðist á næstunni í deilu Spánveija og Kanadamanna um grálúðu- veiðarnar utan við kanadísku landhelgina. Spánveijar sögðust óánægðir með nýjar kröfur sem Kanadamenn hafa lagt fram. Javier Elorza, sendiherra Spánar hjá Evrópusambandinu, kvaðst mjög svart- sýnn á að lausn væri í sjónmáli. Kanada- menn vildu að eftirlitsmenn yrðu í hveiju skipi og að þeir fengju heimild til að sekta togara um leið og þeir yrðu staðnir að brotum á fiskveiðireglum. Kanadamenn hefðu ennfremur boðið Spánveijum 32% heildaraflans á miðunum, sem Spánveijar teldu of lítið. Elorza sagði þó að Kanadamenn hefðu fallist á nokkrar tilslakanir. Þeir hefðu léð máls á að afnema lög sem kveða á um að Kanadamenn hafi yfirráð yfir mið- um utan landhelginnar þar sem fiskstofn- ar eru í hættu. Kanadastjórn hefði einnig boðist til þess að endurgreiða trygging- arfé, sem útgerð spænska togarans Estai greiddi eftir töku hans, og skaðabætur. ÚR KJÖTINU ÍBÍLANA wsnmxmamiSr Á SUNNUDEGI 24 GALLI í ERFÐAGENI KRABBAMEINSVALDUR FJÁR- BJENDUR A FALLANDA FJETI BARA TVÖ EIN B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.