Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinnslustöðin Fersk karfaflök til Evrópu Vestmannaeyjum. Morgunbladið. VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyj- um hefur gert samning um sölu á 1.000 t af ferskum karfaflökum á Evrópumarkað og verða flökin flutt út í gámum. Vinnslustöðin stefnir á að minnka enn frekar útflutning á heilum karfa en flaka hann hér heima og flytja flökin fersk á markað. Að sögn Úlfars Steindórssonar, fjármálastjóra Vinnslustöðvarinnar, fer meginhluti þessara 1.000 tonna á Þýskaland og verður verð á flökun- um tengt markaðsverði á ferskum físki. Það mun því sveiflast til í sama hlutfalli og verð á ferskfiskmörkuð- um, en að sjálfsögðu verður verð flakanna mun hærra. Úlfar sagði að með þessu væru þeir að ná framlegð heim og atvinna myndi aukast. Hann sagði að útflutn- ingur myndi fara eftir útliti fyrir verð og framboði á ferskfískmörkuð- unum ytra þar sem verð flakanna væri tengt markaðsverðinu þar. Úlfar sagði að þeir væru að fara þama inn á nýjar brautir sem von- andi myndu opna fyrir enn frekari vinnslu hér heima og auka atvinnu og framlegð fyrirtækisins. Hann sagði að flökin yrðu flutt í gámum út en Vestmannaeyjar hefðu sérstöðu hvað svona vinnslu varðaði vegna legu sinnar, þar sem þar væri síð- asta viðkomuhöfn flutningaskipanna á leið til Evrópu. Viðar Gunnarsson bassasöngvarí Tók að sér hlutverk Fáfnis með litlum fyrirvara „ÉG TÓK auðvitað mikla áhættu. Eflaust hafa marg- iráhorfendur kunnað hlutverkið betur en ég,“ segir Viðar Gunnarsson, bassasöngvari í Wi- esbaden, um söng sinn í hlutverki Fáfnis í óperunni Siegfried eftir Wagner í Frank- furt á föstudaginn fyrir rúmri viku. Viðar var beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir veik- an söngvara nokkr- um klukkstundum fyrir sýninguna. Hann tók áhættuna þó hann hefði aldrei sungið hlutverkið á sviði áður. Viðar segir að hann hafí ver- ið beðinn um að hlaupa í skarð- ið fyrir söngvarann um hádegi á föstudag. „Ég hljóp beint upp í lest og var kominn til Frank- furt um tvöleytið. Ekki var eft- ir neinu að bíða. Fyrst fór að- stoðarleikstjórinn yfír hreyf- ingar á sviðinu með mér. Síðan var æfíng með aðstoðarhljóm- sveitarstjóranum. Þegar því var lokið var klukk- an orðin rúmlega fjögur og sýningin byrjaði klukkan fímm. Ég fékk smá tíma til að róa mig niður og hlaupa yfír hlut- verkið enda kemur Fáfnir ekki inn fyrr en í öðrum þætti,“ segir Viðar. Þó Við- ar hafi áður verið í hlutverki Fáfnis, t.d. í Wiesbaden og að hluta til á Lista- hátíð í Reykjavík, hefur hann ekki lært hlutverkið utan að því algeng- ara er að söngvarinn sé utan- sviðs meðan á sýningunni stendur enda gerir Wagner ráð fyrir að Fáfnir gæti Rínargulls- ins inni í helli. Viðar dregur ekki úr því að hann hafi tekið töluverða áhættu. Ekki síst þvi að staðið hafí yfír sýning á öllum Nifl- ungahringnum og slíka við- burði sæki jafnan miklir Wagn- erunnendur. Þeir ferðist jafn- vel heimshornanna á milli til að hlýða á Wagneruppfærslur og sjálfsagt hafí margir í saln- um kunnað hlutverkið betur en hann. Áhorfendurnir séu harð- ir dómendur og liggi ekki á skoðunum sínum. Hins vegar segir Viðar að allt hafí gengið að óskum enda eins gott þvi enginn hvíslari hafí verið í saln- um til að bjarga málum ef á hefði þurft að halda. Viðar segir að svo virðist sem „söngvarainflúensa" sé að ganga í Þýskalandi. Vikuna áður hljóp hann t.a.m. í skarðið fyrir söngvara í Don Carlos í Hannover. Til Essen Viðar hefur gert tveggja ára samning við Aalto-óperuhúsið í Essen frá og með haustinu. Hann segir að óperuhúsið, sem heitir eftir finnska arkitektin- um og var byggt árið 1988, sé stórglæsilegt og hljómburður- inn frábær. Fleiri söngvarar starfa við óperuna en óperuna í Wiesbaden og því skapast að sögn Viðars meiri tími til ann- arrar vinnu, t.d. tónleika og gestasöngs í öðrum óperum. Viðar söng í Vídalínskirkju í Garðabæ á laugardag en er nú kominn aftur til Wiesbaden. Viðar Gunnarsson bassasöngvari Morgunblaðið/Haukur Snorrason Heilbrigðisráðherra á stjórnmálafundi á Isafirði Er að reyna að verja hagsmuní almennings Grjót borið í leiðigarð MIKLAR framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu sjóvarna- og leiðigarða á Austurfjöru við Homafjörð. Suðurverk hf. sér um framkvæmdir sem hófust skömmu eftir seinustu áramót. Mun grj ótgar ð u rin n auka öryggi sjófarenda til mikilla muna en um ósinn fer á hveijum degi gífurlegt magn af vatni og jarðefnum. Að undanförnu hefur verið borið mikið gijót í uppfyllingu leiði- garðsins, sem á að leiða straum- inn í varanlegan farveg fyrir ós- inn sjálfan. ----» ♦ «--- Hættumat fyr- ir hestamenn STJÓRN Gnýfara, hestamannafé- lagsins í Ólafsfírði, hefur farið þess á leit við bæjarráð að gert verði hættumat vegna ofanflóðahættu úr Ósbrekkufjalli ofan og norðan við hesthúsahverfi Ólafsfirðinga. Almannavamanefnd Ólafsfjarðar hefur þegar óskað eftir því við Al- mannavamanefnd ríkisins að gert verði hættumat fyrir Ólafsfjörð og verður hesthúsahverfið neðan Ós- brekkufjalls inni í því mati. „ÉG STEND í átökum við há- launahóp og er að reyna að veija hagsmuni almennings,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra á almenn- um stjórnmálafundi á ísafirði á föstudagskvöld í svari við fyrir- spurn um niðurskurð í heilbrigðis- málum. Fyrirspumin var borin fram af Þorsteini Jóhannessyni, yfirlækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði, og beint til Guðjóns Bijánssonar, framkvæmdastjóra FSÍ, en hann er fjórði maður á lista Alþýðu- flokksins í kjördæminu. Reyni að veija almannahagsmuni Sighvatur tók að sér að svara fyrirspurninni og sagði um deiluna við sérfræðinga um tilvísunarkerf- ið: „Aðeins þessi eini hálaunahópur á hömlulausan aðgang að opinberu fé. Engir aðrir ríkisstarfsmenn geta gengið með þeim hætti í sjóði landsmanna. Ég er að reyna að veija almannahagsmuni fyrir þess- um hálaunahópum og ég átti ekki von á að fá menn í bakið, en fyrst svo er verð ég að standa það af mér og ég veit að maður eins og forseti bæjarstjórnar á ísafirði, Þorsteinn Jóhannesson, mun að sjálfsögðu standa við hlið mér, maður sem hefur fengið stóraukn- ar fjárveitingar til sinnar stofnunar á sama tíma og aðrir hafa þurft að lenda i niðurskurði," sagði hann ennfremur. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið að sérfræðingarnir væru alltaf með einhveijar yfirlýs- ingar. „Þeir voru lengi með yfírlýs- ingar um það að ég hefði brotið fullt af lögum og voru komnir með álitsgerð um það. Þegar ég óskaði síðan eftir því að fá álitsgerðina til að kynna mér hana, þá neituðu þeir mér um hana. Síðan sögðust þeir ætla að stefna mér, ég sagði að það væri hið besta mál, því þá myndu dóm- stólar skera úr. Þá sögðust þeir vera hættir við að stefna mér af því að ég vildi sjálfur fá stefnu. Þeir haga sér eins og krakkar. Við fengum frá þeim útreikninga þar sem þeir drógu í efa að það yrði sparnaður af tilvísunarkerf- inu. Við sendum þá til umsagnar hjá fjórum aðilum, til Verk- og kerfís- fræðistofnunarinnar, til fjármála- ráðuneytisins, til Tryggingastofn- unar ríkisins og til Hagsýslustofn- unar ríkisins og allir þessir aðilar staðfesta okkar útreikninga og að það sem þeir byggja sína útreikn- inga á, sé sambland af mistökum og röngum fullyrðingum," sagði Sighvatur. Fjárbændur á fallanda fæti ►Margvíslegir erfiðleikar steðja að fslenskum sauðfjárbændum vegna ört vaxandi framleiðslu- og sölusamdráttar./lO Helför á höfunum ►Grálúðudeila Evrópusambands- ins og Kanada hefur enn á ný vakið athygli á meintri rányrkju Spánverja á heimshöfunum./13 Ný Súðavík ►Nú er hafinn undirbúningur að nýrri byggð í Súðavík. /18 Vltrlngarnir þrír ►Sigurvegaramir úr spuminga- keppni framhaldsskólanema teknir tali./20 Úr kjötinu í bílana ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Baldur Ág- ústsson hjá Bflaleigu Akureyrar. /22 Galli í erfðageni krabbameinsvaldur ►í hinu virta bandaríska fagtíma- riti Cancer Reserch birtist nýverið grein um krabbameinsrannsóknir dr. Jórannar Erlu Eyfjörð./24 B ► 1-36 Bara tvö ein ►Hvað gefur lífínu gildi þegar menn era hættir að vinna? Ahuga- mál, ferðalög, fjölskyldan eða vin- ir? Aslaug Guðmundsdóttir og Haraldur Guðmundsson segja frá reynslu sinni./l Draugabær ► Að detta úr út kortinu heitir ferðabók Indveijans Pico Iyer, sem fínnst sérlega gaman að ferðast til sérkennilegra staða./5 Ævíntýralegur sam- leikur ►Equitana - heimssýning hesta- íþróttanna býður upp á einhveijar glæsilegustu og fjölbreyttustu hestasýningar sem getur að líta./18 Kúba ►Leiklistarmennirnir Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gísla- son vora á nokkra vikna ferðalagi á Kúbu til að skoða mannlífíð og ieikhúsin./20 Gump verðurtil ►Það tók níu ár að fá menn í draumaverksmiðjunni til að fram- leiða Forrest Gump./34 BÍLAR ► 1-4 Búnaöur fyrir syfjaða ökumenn ►Toyota hefur kynnt tækninýj- ung sem er ætluð að draga úr þeirri hættu að ökumenn sofni undirstýri./l Reynsluakstur ► Handskiptur Twingo, auðveldur í meðförum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi Leiðari 28 Fólk I ftéttum Heigispjall 28 Bíó/dans Reykjavíkurbréf 28 Iþréttir Minningar 32 Útvarp/sjónvarp Myndasogur 40 Dagbék/veður Brids 40 Mannlifsstr. Stjörnuspá 40 Dægurtónlist Skák 40 Kvikmyndir Bréf til blaðsins 40 INNLENDAR FRÉTTIR- 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1-4-6 42 44 46 50 52 55 lOb 12b 14b

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.