Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ F JARBÆNDUR A FALLANDA FÆTI Fortíðarvandi Bjarni Ásgeir Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda, segir kjúkl- ingabændur hafa búið við miklar sveiflur á síðustu árum. Markaðs- staðan sé nokkuð góð í dag þrátt fyrir sölusamdrátt fyrir jólin sem helgaðist fyrst og fremst af skorti á kjúklingum. Aftur á móti væru kjúklingabændur enn að glíma við erfiða skuldastöðu, sem skapaðist í kjölfar salmonellusýkinga, sem varð árið 1987, en þá hrundi markaður- inn úr 1.800 tonnum í 800 tonn á ári. Nokkur gjaldþrot kjúklinga- bænda fylgdu sömuleiðis, en flestir hafa nú hafið rekstur að nýju enda markaðurinn kominn í um 1.500 tonn á ný. Erfiðleikar þessarra ára hafa skilið eftir sig mikla skuldir, að sögn formannsins, og telja kjúkl- ingabændur sig þurfa 250-300 millj- óna kr. skuldbreytingu í Stofnlána- deildinni. Þeir benda á að kjúklinga- bændur hafi greitt háar fjárhæðir til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, en ekki talist lánshæfir þaðan vegna stærðarmarka. „Ég hef hinsvegar fulla samúð með sauðíjárbændum enda er staða þeirra ekki glæsileg. Að mínu mati mætti þó standa að styrkjakerfinu öðruvísi en gert er í dag þannig að beingreiðslumar yrðu frekar í formi byggðastyrkja enda finnst mér sjálf- sagt að halda landinu öllu í byggð. í staðinn fyrir að skerða framleiðslu- rétt allra bænda, eins og gert hefur verið, þá hefði verið rétt að hjálpa þeim, sem eiga erfiðast, til þess að hætta búskap, svo að eftir yrðu sæmilega stöndug bú. Það er vissu- Iega kominn tími til að fara að for- gangsraða í sauðfjárræktinni í stað- inn fyrir að gera alla bændur van- hæfa til að standa undir framleiðsl- unni,“ segir Bjami Ásgeir. Óheft framleiðsla Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, segir það vera staðreynd að í okkar heimshluta muni sauðíjárræktin ekki keppa við aðra kjötframleiðslu án sérstaks stuðnings. „Sauðfjár- ræktinni er víða ætlað það hlutverk að stuðla að búsetu í dreifbýlli hér- uðum og hún er einfaldlega í eðli sínu dýrari en önnur kjötfram- leiðsla. Því er óraunhæft að ætla kindakjötsframleiðslunni að lifa sem atvinnugrein án opinbers stuðnings. Um það má þó deila í hvemig formi stuðningurinn á að vera og hvort halda eigi í það rígbundna stýringar- kerfi, sem hér er á framleiðslunni." Að mati Sigurgeirs ber að stefna að því sem fyrst að losa bændur undan því óæskilega framleiðslu- stýringarkerfí, sem nú er við lýði. „Við ættum að leita leiða til þess að fóta okkur út úr þessu kvóta- kerfí svo að bændur geti á ný farið að framleiða eins og aðstæður hvers og eins bjóða upp á. Það er eina raunhæfa leiðin til aukinnar hag- kvæmni. Það var ekki fyrr en á ámnum 1986-87 sem raunverulegur kvóti kemur á kindakjötsframleiðsl- una og fer að þrengja að möguleik- um manna til framleiðslu. í 1.100 ár þar á undan höfðu íslenskir sauðfjárbændur búið án kvótakerfís. Það er því ekkert sjálfgefið að líta á kvótann sem lögmál um alla fram- tíð,“ segir Sigurgeir. Að hans mati myndi innanlands- neyslan á fáum árum skreppa sam- an ef opinberir styrkir yrðu afnumd- ir, en í ár er gert ráð fyrir 7.200 tonna innanlandsneyslu. „Jafnvel þó að bændur næðu ýtmstu hag- kvæmni í rekstri sauðfjárbúa yrði lambakjöt langdýrasta kjötið á markaðnum, eins og er í mörgum löndum þrátt fyrir niðurgreiðslur. Kindakjöt nýtur beinna framleiðslu- styrkja á einn eða annan hátt í lönd- um ESB og nautakjöt í vissum fram- leiðslukerfum einnig. Þar sem niður- greiðslur em mestar fá bændur 30-40% af brúttótekjum sínum í gegnum styrki. Það hlutfall er e.t.v. ívið hærra hér á landi þó allur mun- ur sé ekki á miðað við t.d. íra og Skota.“ Útflutningsbætur Ekkert er fast í hendi varðandi nýja markaði fyrir kindakjöt erlend- is þó ýmsir möguleikar séu í skoð- un. Útflutningsbætur vom afnumd- ar við gerð nýs búvörusamnings 1991 og síðan hefur verið óheimilt að greiða niður kjöt til útflutnings innan greiðslumarks þar sem mörg- um þótti fjármunum illa varið með því að greiða niður kjöt ofan í út- lendinga. En það, sem mestu máli skipti, var að raunvemlegt markaðs- verð erlendis dugði vart til að greiða slátur- og sölukostnað sem leiddi til þess að 70-80% af endanlegu verði var greitt úr ríkissjóði. Ríkið greiddi mismuninn á markaðsverði og heild- söluverði hér heima. Það var því enginn raunverulegur hvati fólginn í því að byggja upp eða sækjast eftir mörkuðum, sem skiluðu hærra verði. Nú stendur enginn markaður eft- ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSOIM FORSTJÓRI ÞJÓÐHAGSSTOFNUNAR Nútíminn kallar á aðlögun í áföngum Alþjóðlegir samningar, einkum GATT-samningurinn, munu marka ytri ram- mann um landbúnað á íslandi í framtíðinni. Innan þess ramma er mikið svigrúm til þess að móta landbúnaðar- stefnu. Meginmarkmið þeirrar stefnu hlýtur að felast í því að dregið verði úr opinberum stuðningi við landbún- að, lækkun matvæla- verðs, aukinni fram- leiðni í landbúnaði og tengdum greinum og bættum hag bænda, að sögn Þórðar Friðjóns- sonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þórður segir að þó að margir kunni að vera sammála þessum markmiðum, séu um þær skiptar skoðanir. Þetta feli í sér aðlögun í áföngum að breyttum aðstæðum og minni opinberum stuðningi. „Sumir telja hinsvegar eflaust að nóg sé að gert í bili í þá veru að þrengja að landbúnaði. Rökin fyrir því eru með- al annars þau að ísland sé ekki leng- ur efst á lista OECD-ríkja yfir stuðn- ing við landbúnað og núverandi staða sé því viðunandi. Aðrir telja á hinn bóginn skynsamlegt að taka risaskref í þessum efnum og afnema svo til allan stuðning við landbúnað í einu vetfangi eða jafnvel nota stuðning við landbúnað sem skipti- Þórður Friðjónsson mynt í kjarasamning- um. Ég tel að báðar þessar leiðir séu óskyn- samlegar við núverandi aðstæður. Aðlögun í áföngum er að mínu viti farsælust og hag- kvæmust frá þjóðhags- legu sjónarmiði þó áfangarnir megi auð- vitað ekki vera of litl- ir.“ Um sumt hefur mið- að í þessa átt undan- farin ár, að mati Þórð- ar. Þannig hafi dregið úr stuðningi við land- búnað og búvöruverð lækkað miðað við verð á öðrum vörum. Af- komu bænda hefur hinsvegar hrakað og framleiðniþróun í úrvinnslugrein- um landbúnaðar verið bágborin, en að hans mati skiptir hún sköpum varðandi bættan hag bænda. „En betur má ef duga skal. Stuðningur við landbúnaðinn er meiri en viðun- andi er og matvælaverð hærra. Af- koman í landbúnaði er jafnframt verri en ásættanlegt er þegar til lengri tíma er litið og örva þarf fram- leiðni í úrvinnslugreinum. Fram- leiðni vinnuafls í slátrun og kjötiðn- aði er nú nánast hin sama og fyrir 20 árum og framleiðni í mjólkuriðn- aði um 35% minni. Til samanburðar hefur framleiðni almenns iðnaðar aukist um hartnær 40% á sama tíma,“ segir Þórður. „Til þess að ná árangri þurfa menn að tala tæpitungulaust um að hverju beri að stefna um stuðning við landbúnaðinn á næstu árum og leita eftir samstöðu um markmið. Grundvallaratriði fyrir greinina er að vita hversu hratt hún þarf að laga sig að minnkandi stuðningi á næstu árum. Slík vissa gefur meiri kraft en margur hyggur en óvissa skaðar landbúnaðinn og þjóðarbú- skapinn. Ljóst er að landbúnaðurinn þarf að laga sig að kröfuharðara starfsumhverfi í framtíðinni, en hann hefur búið við um langt ára- bil. í því felst að verðmæti hefðbund- innar landbúnaðarframleiðslu fyrir innlendan markað mun áfram drag- ast saman. Á móti kunna þó hliðar- greinar að vaxa og dafna sem gætu vegið að hluta upp samdráttinn í hefðbundnum landbúnaði. Þótt þannig séu um margt erfiðir tímar framundan er engin ástæða til að ætla annað en að greinin nái þeim markmiðum sínum ef fylgt verður skynsamlegri landbúnaðarstefnu, sem mótar með ljósum hætti starfs- umhverfið til lengri tíma. Þau þtjú atriði, sem ég tel að ráða muni einna mest um hvernig landbúnaðinum muni farnast í nýju starfsumhverfí, eru skýr landbúnaðarstefna, aukin framleiðni í landbúnaði og úrvinnslu- greinum hans og loks útflutningur landbúnaðarafurða í stað skerts heimamarkaðar," segir þjóðhags- stjóri. Verðmyndun á „meðal-kindakjöti“ 1994 410 kr. Grundvallarverö til bóndans 205 kr.þaraf beingreiðsla frá ríkinu 143 kr. Slátur- og heildsölukostnaöur 13 kr. Neytendagjöld, 2,25% '37 kr: Smásöluálagning 58 kr. Virðisaukaskattur, 14% Smásöluverð til neytanda, 456 kr/kg ........mnnn^Sn,... Heildsöluverö, 361 kr/kg +37 kr. +58 kr. Afurðast. verð Beingreiðsla *............................* Tilbónda, 410 kr ir sem hægt er að byggja á þrátt fyrir að búið sé að veija milljörðum króna um langt árabil í útflutnings- bætur, að sögn Sigurgeirs. „Það var ekki lengur pólitískur vilji fyrir út- flutningsbótum og sú ákvörðun að afnema þær er harkalegra skref en nokkur önnur þjóð í Vesturheimi hefur stigið. Ný-Sjálendingar og Ástralir hafa að vísu skorið niður nánast alla styrki til landbúnaðar, en alls staðar í kringum okkur er útflutningur á búvörum niður- greiddur til þess að halda í markaði og losna við umframframleiðslu.“ Birgðastaða Vegna samdráttar í neyslu hefur framleiðsla innan greiðslumarks verið umfram þarfír markaðarins. Þar við bætist að framleiðslan sl. tvö ár hefur ekkert minnkað þar sem bændur framleiða 1.300 tonn um- fram kvóta, svokallað umsýslukjöt, sem sæta verður því verði, sem fæst hveiju sinni. Sá útflutningur hefur skilað bændum að meðaltali 150 kr. á kg og er þá búið að taka tillit til sláturkostnaðar. Til sainan- burðar má geta þess að bændur fá að meðaltali um 205 kr. á kg fyrir kjöt innan greiðslumarks á innan- landsmarkaði auk jafnhárrar upp- hæðar í formi beingreiðslna frá rík- issjóði, samtals um 410 kr. á kg. Skv. gamla kerfinu var ríkið með verðábyrgð á framleiðslunni, en í Nú stendur enginn markaður eftir semhægterað byggja á þrátt fyrir að búið sé að verja milljörðum króna um langtárabilí útflutningsbætur. búvörusamningnum var kveðið á um að ríkið yrði að flytja út eða taka af markaði kjöt þannig að birgðir í landinu yrðu ekki meiri en 500 tonn þegar bændur tækju sjálfir ábyrgð 1. sept. 1991. „Birgðir voru skráðar um 300 tonn við kerfísbreytinguna, en vegna útsölu í ágústmánuði, sem einnig hafði tíðkast árin á undan, má færa rök að því að óselt kjöt í landinu hafi verið nokkru meira en sem nam skráðum birgðum. Hins- vegar voru birgðir sl. haust um 1.400 tonn. Því er ljóst að birgðir í lok hvers verðlagsárs eru mun meiri núna en þær voru í upphafí búvörusamningstímans. Aftur á móti má segja að 800-900 tonna birgðastaða sé viðráðanleg,“ segir Sigurgeir. Ef birgðir fara umfram þetta, býður búvörusamningur upp á tvennt. Annars vegar 5% verðskerð- ingu, sem bændur þurfa að taka á sig og nota þá peninga ýmist til verðlækkunar innanlands eða út- flutnings. Hinn möguleikinn, sem notaður hefur verið sl. tvö ár til viðbótar verðskerðingu, er sá að úthluta ekki öllu greiðslumarkinu til bænda í þeim tilgangi að laga birgðastöðuna og nota þá fjárhæð, sem annars hefði farið í beingreiðsl- ur til verðlækkunar innanlands. Þannig var heildargreiðslumarkið í ár 7.670 tonn, en aðeins var úthlut- að 7.400 tonnum. 270 tonnum var haldið eftir og 55,3 milljónir kr. nýttar til verðlækkunar á innlendum lambalqötsmarkaði. Óheimilt er að nota þessa fjármuni til útflutnings. Skortir hvata Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, segist vera þeirrar skoðunar að sú framleiðslu- stýring, sem nú sé við lýði, sé eitt stærsta vandamál sauðfjárræktar- innar. Auk þess skorti allan hvata í kerfíð svo að framleiðendur sjái sér hag í að aðlaga sig markaðnum, t.d. með því að bjóða kjöt utan hefð- bundins sláturtíma. Þróun í matar- gerð hafi haft hvað mest áhrif á neyslumynstrið þó fullyrða megi að kindakjötsneyslan hafí verið óeðli- lega mikil hér á landi frá gamalli tíð auk þess sem neytendur geri nú orðið meira út á ferska markaðinn en þann frosna. Þeir bændur, sem aðlaga sig breyttum markaði, fengju hinsvegar ekkert að framleiða meira en hinir. „Ég lít svo á að þetta ár sé ár ákveðinna þrenginga hjá sauðfjárbændum, þó við vitum jafn- framt að allt of margir aðilar eru í framleiðslunni til að hagkvæmni náist.“ Að sögn Sigurgeirs eru bændur sammála því í orði kveðnu að lengja sláturtímann til að koma til móts við breyttan neytendamarkað, en þegar svo kemur að þvi að fara að slátra snemma, vilja fæstir láta fé fyrr en komið er fram að hefðbundn- um sláturtíma. „Ég er ekki í nokkr- um vafa um að menn ættu að byija á að slátra ekki seinna en um miðj- an ágúst og teygja sláturtímann fram undir jól þó aðalþunginn kæmi á september- og októbermánuði. Að mati Sigurgeirs þarf alvarlega að fara að huga að lækkun slátur- kostnaðar. „Mikil fjárfesting er bundin í húsunum, en mörg þeirra starfa aðeins íjórar til sex vikur á ári og oftar en ekki virka þau sem einskonar þjálfunarbúðir fyrir óvant starfsfólk. Sömuleiðis vantar menntaða slátrara í greinina auk þess sem fjárfestingin er miðuð við allt aðra magnframleiðslu en reynd- in er í dag. Ég er sannfærður um að miðað við núverandi aðstæður væri mun hagkvæmara að hafa fleiri, smærri en fjölnota sláturhús, en við sitjum uppi með stóru húsin og eigum í reynd ekki annarra kosta völ en að bæta nýtingu þeirra, sem þýðir þá að loka þarf einhveijum húsum.“ Aukin samkeppni Ljóst er að íslenskur landbúnaður mun þurfa að takast á við umfangs- miklar breytingar í rekstrarum- hverfí sínu á næstu árum, en með gildistöku nýs GATT-samnings verður flestum takmörkunum aflétt á innflutningi erlendra samkeppnis- vara á innlenda búvörumarkaðnum og í þeirra stað heimilaðir verndar- tollar, sem fara stiglækkandi á samningstímanum. Að mati Sigurgeirs Þorgeirssonar er staða sauðflárbænda mjög alvar- leg og e.t.v. verri en menn almennt átta sig á eða þora að viðurkenna. Og þó að bændur eygi einhveija möguleika á útflutningi á komandi árum, leysir það ekki bráðan vanda sauðfjárræktar nú enda skapar það verð, sem bændur eru að fá á mörk- uðum erlendis, litlar tekjur. „Keppi- keflið verður eftir sem áður að við- halda heimamarkaðinum og það er fyrirsjáanlegt að framleiðslan þarf að færast á færri hendur til þess að ná fram aukinni hagkvæmni, auk þess sem nauðsynlegt er að taka á sláturkostnaði, sem er hér a.m.k. tvö- til þrefaldur á við það sem gerist annars staðar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.