Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hér að neðan fana svör stjónnmálaflokkanna við eftinfanandi tveimur spurningum Rithöfundasambandsins: 1. Huer er afstaða flokks þíns til 14% virðisaukaskatts á bækur? 2. Verði flokkurinn aðili að næstu ríkisstjórn, mun hann beita sér fyrir því að skatturinn verði lagður niður? Alþýöuflokkur Alþýöuflokkurinn - Jafnaöarmannaflokkun íslands stóö aö breytingum á lögum um , virðisaukaskatt, sem tóku gildi 1. júlí 1993. Tilgangurinn meö þessum lögum var sá aö fækka undanþágum og freista þess aö draga meö þeim hætti ún skattsvikum en auövelda skatteftirlit og skattskil. Meö þessum lögum var undanþágum fækkaö, eins og t.d. meö álagningu 14% vinöisaukaskatts é húshitun, afnotagjöld útvarps og sjónvarps, íslenskar bækur, blöð og tímanit. Nefndin sérfróöra manna sem rannsakaö hafa íslenska skattkenfiö á undanförnum árum hafa allan komist að þeimi niöunstööu aö fækka beri undanþágum til þess að draga úr skattsvikum og skattundandrætti. Þegar um er aö tefla helsta tekjustofn velferðarríkisins á Islandi (þ.e. virðisaukaskattinn] skiptir það meginmáli aö hann verði ekki gerður svo götóttur meö undanþágum aö skattkerfiö reynist hriplekt. Hér verða því heildarsjónarmið að ráða feröinni. Mjög hefur verið þrýst á stjórnvöld aö afnema viröisaukaskatt bæöi af „matvælum og menningu". Hvorttveggja er skiljanlegt í sjálfu sén, en heföi mjög neikvæð áhrif á tekjun ríkissjóös og skattskil, yröi þaö framkvæmt. Minna má á að þegar virðisaukaskattslögin tóku gildi í ánsbynjun 1990, í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og fjármálaráöherratíö Ólafs Ragnars Grímssonar, voru bækur skattskyldar og báru 24,5% skatt. Áöur báru bækur 25% söluskatt. 14% viröisaukaskattur á bækur felur því í sér mun lægri skattlagningu en var í gildi á dögum söluskattsins. Uppsöfnunaráhrif söluskatts í veröi bóka og aðfanga í þær voru meö þeim hætti aö áhrif söluskattsins á verðlagningu voru mun meiri en í viröisaukaskatti. Þá má minna á aö niðurfelling aðstöðugjalds og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja nýtast bókaútgáfum eins og öðrum fyrirtækjum. Staöa bókaútgefenda er að því leyti betri í dag en hún var fyrir daga virðisaukaskattsins. Minna má á aö blöð og tímarit, hótelgisting, afnotagjöld útvarps og sjónvarps og húshitun bera einnig 14% virðisaukaskatt. Sama á við um alla matvöru frá ársbyrjun 1994. Hins vegar bera hljómplötur og ýmis menningarstarfsemi enn 24,5% virðisaukaskatt. Þaö er mismunun sem stenst varla til frambúöar. Reynslan sýnir aö þaö veröur eitthvaö annaö til aö hrófla viö stöðu bókarinnar í íslensku menningarsamfélagi en eölileg skattheimta ríkissjóös. Ef ástæöa þykir til aö styöja sérstaklega útgáfu bóka sem ekki ná mikilli markaösstööu en eru sérstök menningarverömæti ber aö gera þaö meö beinum framlögum og styrkjum, fremur en aö bora göt á skattkerfiö. Þess vegna mun Alþýöuflokkurinn ekki beita sér fyrir því aö virðisaukaskattur veröi felldur niður af bókum sérstaklega. Viröingarfyllst, Jón Baldvin Hannibalsson Formaöur Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Sjálfstæðisflokkur Stefna Sjálfstæöisflokksins í skattamálum er að breikka skattstofna meö því aö fækka undanþágum og lækka skatthlutföll sem kostur er. Mikill fjöldi undanþága og há skatthlutföll stuöla aö undanskotum og torvelda skatteftirlit. Þessi stefna birtist meöal annars í margvíslegum breytingum á álagningu viröisaukaskatts. Má þar nefna verulega fækkun undanþága, sem kom til framkvæmda á árinu 1993, meö álagningu 14% virðisaukaskatts á húshitun, afnotagjöld útvarps og sjónvarps, íslenskar bækur, blöð og tímarit. Þá hafa ýmsar skattalagabreytingar bætt afkomu íslenskra fyrirtækja og stuðlað aö bættri samkeppnisstöðu (afnám aðstöðugjalds, lækkun tekjuskatts o.fl.). Til upprifjunar má benda á aö samkvæmt virðisaukaskattslögunum sem tóku gildi í ársbyrjun 1990 voru bækur skattskyldar og báru 24,5% skatt, enda báru bækur 25% söluskatt áður en viröisaukaskatturinn var tekinn upp. Haustiö 1990 var hann hins vegar felldur niður af íslenskum bókum. Sú ákvöröun að leggja 14% virðisaukaskatt á bækur felur því í sér mun minni skattlagningu en var í gildi á dögum söluskattsins. Auk þess safnaöist söluskattur upp í veröi bóka þar sem hann var einnig lagður á aöföng og því voru áhrif hans á verðlagningu mun meiri en af 14% viröisaukaskatti. Niöurfelling aöstöðugjalds og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja nýtast að sjálfsögðu bókaútgáfum eins og öðrum fyrirtækjum. Ljóst er aö staöa bókaútgefenda er aö því leyti mun betri í dag en var fyrir daga viröisaukaskattsins. Þá mé einnig benda á aö þaö eru ekki aöeins bækur sem bera 14% viröisaukaskatt heldur einnig blöö og tímarit, hótelgisting, auk afnotagjalda útvarps og sjónvarps og húshitunar eins og áður var nefnt. Öll matvara ber 14% virðisaukaskatt frá því í érsbyrjun 1994. Einnig má benda á að lagður er 24,5% viröisaukaskattur á hljómplötur og ýmsa menningarstarfsemi. . i Alagning 14% virðisaukaskatts á bækur er í fullu samræmi viö stefnu Sjálfstæöisflokksins og veröur ekki breytt nema í samhengi við meiriháttar breytingar á skattkerfinu sjálfu. Forsætis- og fjármálaráöherra. Framsóknarflokkur í skattastefnu Framsóknarflokksins kemur fram aö breyta skuli skattkerfinu til aö draga úr skattsvikum, m.a. meö því aö gera þaö einfaldara og fækka undanþágum. Viö teljum þó aö blómlegt menningarlíf og öflug listsköpun séu þjóöfélaginu svo mikilvæg aö menningarstarfsemi skuli ekki bera viröisaukaskatt. Framsóknarflokkurinn beitti sér gegn viröisaukaskatti á bækur sem lagöur var ó af núverandi rikisstjórn 1. júli 1993. Viö viljum aö þáttur bókarinnar veröi efldur í þjóðfélaginu sem varöstöðvar íslenskrar tungu og styrkari stoöum verði skotiö undir bókaútgáfu, m.a. meö því að efla Rithöfundasjóð. Veröi Framsóknarflokkurinn aðili aö næstu ríkisstjórn þé mun hann taka miö af framangreindu og leita leiöa til aö afnema viröisaukaskatt á bækur. Viröingarfyllst, Halldór Ásgrímsson Þjóðvaki Við erum á móti virðisaukaskatti á íslenskt prentmál og settum fram þó stefnu á landsfundi Þjóövaka í janúar. Við teljum mikilvægt aö sem allra fæstar undanþágur veröi í viröisaukaskattkerfinu, meðal annars til aö hægt sé aö lækka skatthIutfa11iö. Skattkerfi á íslandi veröur hins vegar aö miöast við íslenskar aöstæöur. Málsamfélag okkar er smátt og menningarmarkaöur veikburöa og stjórnvöld mega því ekkert aðhafast sem spillir lestri og útgáfu á íslenskri tungu. Reynslan af 14% virðisaukaskatti í bókaútgáfu er slæm, bæöi fyrir forlögin, rithöfunda, prentiönaðinn, almenning og skólafólk. Aftur á móti eru tekjur ríkissjóös ekki verulegar af þessum skattstofni. Já, Þjóövaki ætlar sér aö hafa forystu um aö mynda ríkisstjórn félagshyggjuafla eftir kosningar og minnir á að bókaskatturinn var einmitt afnuminn af slíkri rikisstjórn áriö 1991. Afnám bókaskattsins væri eitt af veröugum verkefnum nýrrar félagshyggjustjórnar viö fyrstu fjárlög hennar nú í haust. Þjóövaki hefur sett fram þá tillögu að skera feröa- og risnukostnað niöur um fjóröung hjá rikinu. Sá sparnaöur er mun meiri en nemur niöurfellingu viröisaukaskatts á prentmál. Jóhanna Siguröardóttir Alþýðubandalag Fjármélaráöherra Alþýöubandalagsins beitti sér fyrir því í ríkisstjórninni 19BB- 1991 aö viröisaukaskattur á bókum var felldur niöur. Þessi ákvöröun var i samræmi viö þá stefnu Alþýðubandalagsins aö bókaútgáfa og önnur menningarstarfsemi væri undanþegin viröisaukaskatti. Bókmenntir íslendinga og menning skapa okkur sérstööu i samfélagi þjóöanna. Þar eru rætur okkar í umróti samtímans og sönnunin á rétti okkar til sjálfstæðis í framtíöinni. Án öflugra bókmennta og menningar yrði erfitt að réttlæta sérstakan sess íslendinga í samfélagi þjóöanna. Þess vegna er mikilvægt að treysta rekstrargrundvöll bókaútgáfu og menningarstofnana. Sú ákvöröun fjármálaráöherra Alþýðubandalagsins að afnema viröisaukaskatt á bækur og lögfesta þá stefnu á síðasta kjörtímabili skapaði nýja möguleika í bókaútgáfu á íslandi. Útgáfa vandaöra ritverka, ritsafna öndvegishöfunda, nýrra fræðirita og vísindarita um ísland og íslenskt fræðastarf gat nú orðiö veigamikill þáttur í starfsemi íslenskra bókaforlaga. Starfsgrundvöllur rithöfunda, fræöimanna og skálda varö til muna traustari en áður. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýöuflokks hvarf frá þessari stefnu og lagði viröisaukaskatt á bækur. Neikvæðar afleiöingar þessarar stefnubreytingar uröu verulegar. Alþýðubandalagiö mótmælti þessari ákvöröun harölega á Alþingi. Frambjóöendur G-listanna, Alþýðubandalags og óháöra, í alþingiskosningunum 1995 fylgja sömu stefnu og viö sýndujn í verki þegar okkur var falin stjóm á fjármálaráöuneytinu. Við viljum treysta grundvöll bókmennta og menningar á islandi meö því að skattleggja ekki bækur og listastarfsemi. □lafur Ragnar Grímsson. Kvennalisti 1. Á sínum tíma börðumst við af hörku gegn því aö virðisaukaskattur yröi lagöur á bækur, blöö og tímarit. Ástæöurnar voru margvíslegar. Viö vorum og erum sannfærðar um að slíkur skattur myndi hafa alvarlegar afleiöingar í för með sér fyrir bókaútgáfu í landinu, gera henni erfiöara fyrir og jafnvel leggja fyrirtæki í rúst. Þaö hefur nú komið á daginn aö bókatitlum hefur fækkaö og fyrirtæki berjast í bökkum ef þau eru ekki orðin gjaldþrota. Kannanir hafa leitt í Ijós að bókalestur fer minnkandi og jafnframt hæfni barna og unglinga til aö lesa. Þaö er lífsspursmál fyrir framtíö íslenskrar tungu og menningar aö stuðlað veröi aö lestri góöra bóka. Stjórnvöldum ber því skylda til aö búa sem best aö bókinni. Þaö kemur úr hörðustu átt þegar þeir sem sagan og forlögin hafa falið að gæta hins forna norræna bókmenntaarfs höggva aö rótum menningarinnar meö vanhugsaöri skattlagningu sem óvíst er aö skili rikínu einni krónu. Þaö þarf aö skoöa máliö í heild og hafa í huga áhrif á menningu okkar, samdrátt í fyrirtækjunum, prentverkiö, atvinnuleysi og flutning verkefna úr landi sem því miöur hefur átt sér staö. Þaö eru því margs konar rök sem leiða til þeirrar niðurstöðu aö virðisaukaskattur á bækur, blöö og tímarit valdi þvílíkum skaöa aö ekki veröi viö unaö. 2. í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 1995-1999 segir: Kvennalistinn vill aö viröisaukaskattur á bækur og tímarit veröi felldur niöur. Svarið er því: Já, viö munum beita okkur fyrir því aö skatturinn veröi afnuminn. F.h. Kvennalistans Kristín Ástgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.