Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 18

Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 18
18 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚTVALIIM SKIPULAGSTILLAGA >JW II H, * trmfm Vwikiw M •tyfTU . r*M*3 jv»*nrfr*lú nwi «t #r? »*«n» UMHVERFI BYGGÐAR nAttúruleoar FORSEMOUR SKJÓLMYNOANOI AOUEHÓIR 00 QÓNOUTKNOSL M. 1:2000 NÝ SÚÐAVÍK, heildarskipulag. Lengst t.h. er Eyrardalstorfan, gamla Eyrardalsbýlið og þyrping smábýla ásamt aðstöðu fyrir hestamenn. Opna svæðið fyrir miðri mynd er álagabletturinn Arnarhóll. Neðst er kirkjan og lengst til vinstri er Langeyrin, þar sem útivistarsvæði er fyrirhugað. Gömlu, aðfluttu húsin eru næst þjóðveginum og við Þorpsgötuna. I i t í. I I NY SUÐAVIK ‘ * Gylfi Sigurður Jóhann Stefán Guðjónsson Sigurðsson Thors Nú er hafínn undir- búningur að nýrri byggð í Súðavík, sem grundvallast mun á samkeppnistillögu sem valin var af sér- stakri dómnefnd ný- lega. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Gylfa Guðjónsson og Sigurð Jóhann Sigurðsson, arkitekta og Stefán Thors skipulagsstjóra, for- mann dómnefndar, um hina nýju skipu- lagstillögu. ARKITEKTARNIR Gylfi Guðjónsson og Sigurður Jóhann Jóhannsson áttu tillögu þá sem hlut- skörpust varð í umræddri sam- keppni, en samstarfsmaður þeirra var Pétur Jónsson landslagsarkti- tekt.„Umhverfi Súðavíkur er um- gjörð að þessari nýju byggð. Við leituðumst við að skapa heildstæða mynd byggðar og umhverfis og var mjög hugað að því að skapa sem mest skjól, jafnt að sumri sem vetri,“ sögðu þeir Gylfi og Sigurð- ur Jóhann arkitektar. „Það gerum við með snjógrindum, snjógirðing- um, skjólbeltum og járðvegsmön- um, en hið síðastnefnda eru uppg- ræddar hæðir. í heild munu þessar ráðstafanir draga verulega úr áhrifum vinda og skafrennings, þannig að snjóþyngsli yerði minni innan byggðarinnar. I tillögunni er tekið sérstaklega tillit til álaga- bletts, svokallaðs Arnarhóls, sem myndar í skipulaginu einskonar grænt lunga í byggðinni. Þá er séð fyrir góðum göngutengslum við aðliggjandi útivistarsvæði, gilið, fjallið, fjöruna og Langeyrina." Þeir Gylfi og Sigurður kváðust hafa haft það að meginstefnu við skipulag byggðar í Súðavík að láta hana rísa á túnunum sunnan býlis- YFIRBRAGÐ fyrirhugaðs miðsvæðis, neðst er kirkjan, efst er gamla félagsheimilið. ins Eyrardals, þar sem landhalli er lítill og ætla má að góðir mögu- leikar séu á hagkvæmri uppbygg- ingu. „Við erum með strangari skipulagsskilmála næst miðkjarna byggðarinnar, þar sem sérstaklega er mikilvægt að vel takist til með byggingar. Þar er verið að flétta saman gömlu, aðfluttu húsunum °g nýjum húsum sem ætlast er til að líkist þeim gömlu hvað varðar form og byggingarefni. Gömlu húsin sem flutt verða úr gömlu Súðavík á svæðið fá alveg sérstak- ar lóðir samkvæmt skipulaginu. Við vorum með myndir af þeim öllum og tókum tillit til þeirra við gerð skipulagsins," sögðu arkitekt- arnir. Að sögn Gylfa og Sigurðar er gert ráð fyrir um 90 íbúðum í skipulaginu, ásamt framtíðar- byggð, það sem hægt á að vera að koma fyrir um 50 íbúðum til viðbótar. Talsvert var rætt um að færa gamla þjóðveginn sem liggur í gegnum svæðið sem hinni nýju byggð hefur verið úthlutað. Áhersla var þó lögð á að ekki yrði hreyft við þjóðveginum og gengur því tillaga arkitektana út frá óbreyttri legu þjóðvegar. Gamla kirkjan í Súðavík stendur austan þjóðvegar, en samkvæmt tillögunni er leitast við að tengja hana nýju byggðinni á ýmsan hátt, rn.a. með sjónrænum tengslum, svo sem að hægt er að horfa frá kirkjutorginu upp að stjórnsýslu- torginu og einnig að einu falleg- asta, aðflutta húsinu í bænum. Miðkjarninn í nýju Súðavík er stað- i i !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.