Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 21
send með flugvél frá Ströndum. Það
var móðir Guðmundar sem bakaði
hana, en hún hafði hótað okkur því
að ef við ynnum ekki, fengju þjálf-
aramir tertuna. Það var því til mik-
ils að vinna, enda var tertan það
besta við keppnina.“
- Og þegar tertan var búin ...?
„... fórum við út á galeiðuna.“
Sterkir stuöningsmenn
Þeir hampa nú verðlaunabikam-
um sem fer til skólans þriðja árið
í röð og segja að það hafi verið
sérstök ánægja að vinna hann núna
fyrir Guðna rektor.
„Guðni er að hætta, því miður,
og því fannst okkur gaman að geta
glatt hann. Guðni hefur ekki þorað
að vera viðstaddur keppnina því
hann segist vera óheillakráka. Þeg-
ar hann mætti einu sinni tapaði lið-
ið og það sama gerist þegar Víking-
ar, liðið hans, em að spila. Þeir
tapa þegar hann er nálægur. En
við höfum haft Elías konrektor okk-
ur til halds og trausts.“
Þeir segja að mikill áhugi sé á
spumingakeppnum í skólanum og
að það hafi verið haldin keppni þar
sem að minnsta kosti 35 þriggja
manna lið tóku þátt. „Við erum
með sterkasta stuðningsmannaliðið
og örugglega langbesta vara-
mannabekkinn!" segir Guðmundur.
- Allri vegsemd fylgir virðing,
en ábyrgð líka. Hafíð þið hugleitt
það?
Þeir fara örlítið hjá sér en stinga
svo saman nefjum eins og þeir áttu
vanda til í keppninni. „Ef hér er
verið að ræða um fyrirmyndir get-
um við upplýst að þetta er reyk-
laust spurningalið.
Nú, það er ljóst að við munum
heldur ekki slá hendinni á móti þvf
að leika í mjólkurauglýsingum.“
- Hafíð þið ekki hækkað í áliti
hjá mönnum?
„Við höfum nú verið í verkfalli
og því ekki fengið að njóta okkar,“
segir Stefán með sársaukasvip.
# Þetta er líka
spurning um
tækni, maður
er farinn að
ótta sig 6 því
hvað verður
spurt um, áður
en spurt er.
# Það er nú
enginn spurn-
ingagúrú í ætt-
inni, en hins
vegar hafa
báðar ættir
viljað eigna
sér þennan
árangur.
„Ég get nú ekki séð að við höfum
neitt hækkað í áliti hjá félögun-
um,“ segir Birgir fremur daufur í
bragði.
„Við tökum þessu með jafnaðar-
geði,“ segja þeir svo allir háleitir.
Sástu strákinn minn?
Jafnaðargeðinu var þó ekki fyrir
að fara hjá foreldrum kappanna
meðan á keppninni stóð, enda varla
von. „Mæður okkar voru alltaf viss-
ar um að við mundum ekki vinna.
Þótt við værum 35 stigum yfír
sögðu þær alltaf vonleysislega að
við myndum ekki hafa þetta," segja
þeir.
Guðmundur: „En þegar vel gekk
mátti enginn hringja heim án þess
að mamma spyrði: Sástu strákinn
minn?“
Guðmundur er sonur bændanna
Bjamheiðar Júlíu Fossdal og Bjöms
Guðmundar Torfasonar á Melum I
í Árneshreppi á Ströndum. Hann
var ekki hár í loftinu þegar fróðleik-
urinn fór að síast inn í vitund hans.
„Afi minn, Torfí Þorkell Guðbrands-
son, var skólastjóri á staðnum og
ég fékk að sitja í tímum hjá honum
frá tveggja ára aldri.“
Foreldrar Stefáns em Ingibjörg
Haraldsdóttir, kennari í Mennta-
skólanum í Kópavogi, og Páll Stef-
ánsson líffræðingur. Stefán segist
líka snemma hafa orðið fyrir fróð-
leiksáhrifum frá afa sínum, „og
svona til að liðið klúðri ekki ætt-
færslunni" eins og hann segir, þá
er afí hans Haraldur Steinþórsson
sem var framkvæmdastjóri BSRB
um árabil. „Afí hafði mikil áhrif á
mig og gerði mig jafnvel að Fram-
ara þótt ég byggi í Frostaskjólinu."
Birgir er sonur Guðrúnar Birgis-
dóttur fjölmiðlafræðings, sem starf-
ar hjá Kvikmyndaeftirliti ríkisins,
og Richards Ólafs Briem arkitekts.
„Það er nú enginn spurningagúrú
í ættinni," segir hann, „en hins
vegar hafa báðar ættir viljað eigna
sér þennan árangur."
Framtíðarstarfiö
Guðmundur á ár eftir í mennta-
skóla en Stefán og Birgir kveðja
skólann sinn í vor, og hvert skal
þá halda?
„Nú styttist í háskólanámið og
það að velja sér fag,“ segir Stefán.
„Ég skipti um skoðun á hverjum
degi en það gæti verið gaman að
fara til dæmis í sögu. Annars er
allt opið.“
„Ég býst nú fastlega við því að
fara í læknisfræði, þótt það verði
ekki nema fram til jóla,“ segir Birg-
ir. „Ef mér líkar ekki það fag er
ég með tvö til þrjú jám í eldinum
til viðbótar.“
„Það er nú aðeins iengra í há-
skólanám hjá mér, en ég gæti helst
hugsað mér húmanísk fræði, sögu
til dæmis eða guðfræði," segir Guð-
mundur.
Félagamir líta á hann stóram
augum: „Nú, við vissum ekkert um
guðfræðina? Þú ættir þá að geta
notað grískuna þína,“ bæta þeir við.
Þeir segja að það sé erfitt að
meta námsgreinar með tilliti til at-
vinnu. „Það er ómögulegt að segja
til um hvernig staðan verður í þjóð-
félaginu eftir tíu ár. Það er sniðug-
ast að velja það fag sem maður
hefur áhuga á, svo reddast þetta
einhvem veginn."
Þótt spekin hafí átt tíma þeirra
allan upp á síðkastið hafa þeir þó
fengist við aðra hluti. Stefán segist
vera á bólakafi í pólitík: „Ég hef
verið í félagsstússi síðan ég veit
ekki hvenær. Ég hef líka verið að
fitla við ræðumennsku og hef þjálf-
að ræðulið. Ég hef komist að því
að það er nokkuð sem á vel við
mig því það er svo gaman að sjá
framfarirnar sem krakkarnir taka.“
Guðraundur iðkar körfubolta með
Val og segist vera lesandi þess á
milli, og Birgir sem er gallharður
Valsari, segist hafa áhuga á öllu
milli himins og jarðar.
Lífið er ögrun
Það verður ekki annað heyrt en
að þeir séu ánægðir með lífíð, en
era þeir eins ánægðir með þjóðfé-
lagið, vilja þeir kannski breyta ein-
hveiju?
„Það er ekki nógu mikill jöfnuður
í þjóðfélaginu," segir Stefán. „Mér
finnst það hábölvað að sumir skuli
geta gert það sem þeir vilja, meðan
aðrir hafa ekki aðstöðu til þess.
Þetta er einkum áberandi þegar um
dýrt nám er að ræða. Ég þekki
dæmi þess að fólk hafi flosnað úr
námi af fjárhagslegum ástæðum.“
„Við eram sammála Stefáni í
menntamálum," segja félagar hans.
„Næstu árin munu fara í það að
mennta sig og að því búnu verðum
við að koma okkur þaki yfír höfuð-
ið,“ heldur Stefán áfram. „Ég sé
ekki fram á að hægt sé að gera
hvorttveggja, jafnvel þótt það sé
gert í réttri röð.“
„Lífíð er ögran, við bæði kvíðum
því og hlökkum til,“ segja Birgir
og Guðmundur.
„Lífíð á ekki að vera neinn leik-
ur,“ segir Stefán. „Aðalmálið er að
enginn sé dæmdur úr leik fyrir-
fram.“
- Hefur þessi ágæti samleikur
ykkar breytt einhveiju fyrir ykkur?
„Við Birgir eram nú orðnir
þekktari menn innan skólans,“ seg-
ir Guðmundur spekingslega. „Stef-
án þurfti ekki á því að halda, hann
var frægur fyrir."
„Við eram kannski orðnir montn-
ari,“ segir Birgir hugsi.
- En eigið þið ekki meiri „sjens“
í dömumar eftir þetta?
Nú hleypur einhver galsi í þá,
þeir hlæja hátt og segja að það
hafí ekki reynt neitt á það. „En það
er aldrei að vita, böllin era framund-
an!“
Að þeim orðum sögðum hverfa
þessir vitringar út í rigninguna,
enda bíður borgin þeirra og kannski
sitthvað fleira.
(""99668°
UM 300 VÖRUR Á
FRÁBÆRU VERÐI
OGALLAR
HINARLÍKA
OPIÐ
HELGINA
rir fjölskylduna