Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 22

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 22
22 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ J ferðaskrifstofu sem skiptir við okkur hafa fólksbílar í a-flokki lækkað um 22 prósent á árunum 1992 til 1995 og smærri jeppar á borð við Ferósur og Vitörur um 19 prósent. Á þessum árum hafa kauphækkanir í Þýska- Iandi numið samtals 10 til 15 pró- sentum. Sams konar tölur er að finna í verðskrá franskrar ferðaskrifstofu sem við skiptum við. Þessar tölur gefa góða hugmynd um hvað um er að ræða.“ Að brúa bil - Þú segir að fyrirtæki, stofnanir og verktakar taki mikið bílaleigubíla. Er það ekki endemis bruðl? „Þessi spuming kemur alltaf upp, en því er til að svara, að margir aðilar hafa sagt mér að það sé alls ekki dýrara að leigja bíl við vissar kringumstæður en að standa í að fjárfesta í bíl. Oft vantar ákveðna tegund bíls í ákveðið tímabundið verkefni. Það verður að taka með í reikningin, að þegar bíll er keyptur koma inn hlutir eins og tryggingar, skattar, fjármagnskostnaður að ég tali nú ekki um þann hausverk að selja bílinn þegar þurfa þykir. í eina tíð var það svo sem ekkert stórmál, en nú til dags er mikið offramboð á notuðum bílum. Það er annað að segja það en að gera að selja notaðan bíl. Lausnin er að leigja bíl. Menn hafa fundið út að þannig sparast bæði fjár- magn og tími,“ svarar Baldur. - En þið þurfið sjáífir iðulega að selja bíla. Lendið þið í sömu stíflunni? „Það er nú tilfellið að okkur geng- ur mjög vel að selja notaða bíla. Við höfum gott eftirlit og verkstæði sem yfirfer bílanna reglulega og við selj- um okkar bíla með ábyrgð, þannig ef eitthvað bilar á ábyrgðartímanum þá lögum við það endurgjalds!aust.“ - Það bendir margt til þess að þeir sem standa í bílaleigubransanum viti varla hvað orðið sumarfrí þýðir. Er það tilfellið? „Það má segja það. Starfsmenn- irnir geta fengið fri á vorin og haust- in, en yfir sumarmánuðina fer enginn í frí. Það er opið alla daga vikunnar og fram að miðnætti flesta dagana. Við erum með umboð og þjónustunet um allt land og menn verða að vera við og til taks, ekki aðeins til að leigja bíla, heldur að greiða götu viðskipta- vina í hvívetna. Það getur innifalið að bruna inn á öræfi og gera við bíla sem bila. Við eigum litla flugvél sem flýgur inn á hálendið. Hún hefur lent í Herðubreiðarlindum og á Hveravöll- um svo ég nefni eitthvað. Viðgerðar- menn okkar eru fljótir á vettvang og snöggir til verka. Þeir hafa skipt um gírkassa í jeppa á Sprengisandi. Þessi viðgerðarþjónusta á einkum við um jeppana sem eru á ferð á hálend- inu. Við erum einmitt með mjög marga jeppa að meðaltali miðað við bílaíjölda. Aftur á móti kem ég aftur að því hér, að vegakerfíð er orðið allt annað og betra en var. Á það ekki síður við um hálendið en láglendið. Ár hafa verið brúaðar og vegir lagfærð- ir. Það hefur greitt götu ferðamanna og dregið úr álaginu á okkur.“ Þetta er þá ekki starf fyrir ferða- fíkla eða veiðimenn, eða þá sem hafa yndi af því að geta haft það náðugt í fríinu innanlands á sumrin? „Nei það er óhætt að segja það. Sjálfur var ég mikill áhugamaður um stangaveiði hér áður fyrr, en það varð að víkja. Ef menn ætla að fara af stað með atvinnurekstur af þessu tagi verða þeir að gera upp við sig hvemig hlutimir eiga að vera. Ég sætti mig einfaldlega við þetta hlut- skipti. Við bræðumir höfum líka allt- af verið ákaflega samrýndir og það var gaman að koma inn í fyrirtækið með þessum hætti. Þetta er voðalega mikil samvinna og ég fylgdist alltaf vel með því sem þeir voru að gera þó ég væri fyrir sunnan vinnandi óskyld störf.“ - Samvinnan og samstaðan, þar er kannski komin rótin að nafngift- inni Kennedybræður? „Það er ábyggilega rétt, Kennedy- bræðurnir bandarísku voru ákaflega drífandi og samstiga. Menn hafa trú- lega séð þessa sömu eiginleika hjá okkur bræðrunum. En þetta var nú meira áberandi á árum áður. Þetta heyrist sjaldnar nú orðið." - Að lokum Baldur, má draga þá ályktun að þú sért kominn á rétta hillu eftir að hafa reynt eitt og ann- að. Að þú sért sáttur? „Já. Mjög sáttur." Morgunblaðið/RAX ÚR KJÖTINU ÍBÍLANA VIÐSKIPn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Bílaleiga Akureyrar var stofnsett á Akureyri um miðjan sjö- unda áratuginn af hópi atorkusamra bræðra sem ráku auk bílaleig- unnar margháttaða aðra starfsemi nyrðra. Þeir gengu undir sam- nefninu Kennedybræður og enn heyrist sú nafngift og er skírskot- unin til frægra og nafntogaðra bandarískra bræðra sem þurfa ekki nánari kynningu. Árið 1977 var formlega opnað útibú bílaleig- unnar í Reykjavík og kom þar til fimmti bróðirinn, Baldur Ágústs- son, sem hafði valið allt annað lífsstarf og bjó fyrir sunnan. Bald- ur rekur bílaleiguna enn og segir umsvifin fara stigvaxandi. eftir Guðmund Guðjónsson BALDUR er fæddur 13. febr- úar 1933 að Ásgrímsstöð- um í Hjaltastaðaþinghá. Þegar hann var tveggja ára flutti fjölskyldan til Þórshafnar á Langanesi og það var ekki fyrr en snáðinn var orðinn tíu ára gamall, að fjölskyldan flutti búferlum til Akureyrar. Baldur gekk í bama- skóla, síðan gagnfræðaskóla. Að því loknu fór hann að vinna í kjötinu hjá KEA. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn útibússtjóri á þeim bæ, en þá fýsti hann að læra meira og fór til Svíþjóðar þar sem hann lauk námi við Sænska samvinnuskól- ann. Þessu hafði hann lokið árið 1955, en þá kom hann heim og opn- aði fyrstu kjörbúð KEA á Ráðhú- storginu í desember 1955. „Þetta var eiginlega fyrsta kjörbúðin, en um líkt leyti opnaði SÍS sams konar verslun að Austurstræti 10 í Reykjavík. Þarna var Baldur innanbúðar næstu níu árin, en þá reyndi hann fyrir sér á eigin spýtur. „Það gekk ekki upp,“ segir Baldur sem fluttist síðan búferlum til Reykjavíkur. „Ég fór suður til Silla og Valda árið 1964, startaði búðinni í Austurstræti 17 með Sigurliða heitnum og var þar verslunarstjóri. Síðan hófumst við handa við að setja upp og innrétta verslunarrýmið í Glæsibæ. Við keypt- um allar innréttingamar og komum þeirri verslun á laggirnar. Ég tók síðan við verslunarstjóminni þar. Þetta var skemmtilegur og góður tími og stórkostlegt að kynnast þeim bræðmm. Þessu skeiði lauk árið 1974, er Silli og Valdi hættu. Þá keypti ég og rak eigin matvöruversl- un, „Kjöt og fisk“ við Þórsgötu, en seldi hana tveimur árum síðar,“ seg- ir Baldur. Bílaleigan færir út kvíarnar - Var nú komið að því að fara að leigja bíla? „Já, það má segja að þó ég hafi verið í matvörubransanum, þá var ég alltaf í og með tengiliður bræðra minna fyrir sunnan. Þeir ráku og reka enn bílaleigu, bflaumboð, Esso- stöðvamar á Akureyri og stórt bfla- verkstæði, auk þess að eiga helm- ingshlut í íslandsflugi. Bílaleigu- starfsemin var farin að vinda upp á sig og ljóst að það myndi bera sig að opna útibú í Reykjavík. Það varð því úr og ég tók að mér að reka það. Við opnuðum 1. apríl 1977 og vor- um fyrst í Síðumúla 37. Fyrirtækin á Akureyri höfðu verið starfrækt í áratug þegar hér'var komið sögu. Starfsemin hjá okkur óx svo hröðum skrefum að við vorum búin að sprengja utan af okkur í Síðumúl- anum eftir aðeins tvö ár. Þá fluttum við í Skeifuna þar sem við höfum verið síðan, fyrst í 700 fermetrum, en nú í 1.400 fermetrum. Fyrst vom starfsmenn aðeins fjórir, en em nú tíu,“ segir Baldur. - Hver er þessi þensla í bflum talið? „Fyrstu árin vorum við með allt að 80 bfla þegar mest var. í dag, þegar vertíðin stendur sem hæst á sumrin, emm við með allt að 320 bíla í gangi.“ - Ekki vorað þið fyrstir og einir að leigja bíla fyrir sunnan? „Nei, nei, það vom fleiri, Falur, Vegaleiðir, Loftleiðir, þetta vom helstu nöfnin, en það var svo mikil þensla í þessari grein að það var nóg að gera. Fyrirtæki, verktakar og ein- taklingar vom að taka bfla og vöxtur var að byija í ferðamannaiðnaðinum og samningar náðust við ferðaskrif- stofur. Það var mikill hraði og upp- gangur." - En það stóð ekki til eilífðarnóns eða hvað? „Nei, það má segja að við fómm að fínna fyrir miklum samdrætti fyr- ir tveimur ámm og þá hafði verið nokkur aðdragandi. Sérstaklega var samdrátturinn merkjanlegur í notk- un verktaka, fyrirtækja og stofnana á bílaleigubflum. Samdrátturinn var í takt við versnandi efnahagsástand í þjóðfélaginu." Dýrir bílaleigubílar - Má ekki e.t.v. segja að hátt verð á bílaleigubílum hafi að einhveiju leyti valdið samdrættinum? „Því skal ég ekki neita, að bíla- leigubílar vora mjög dýrir, en fyrir um fjóram ámm byijaði verðið að koma niður. Maður hefur heyrt að hátt verð á bílaleigubílum hafí lengi verið einn helsti dragbíturinn í ferða- mannaiðnaðinum. Þróun síðustu ára bendir hins vegar ekki til þess. Hér áður var illt við þetta að eiga, vega- kerfið var ömurlegt og ferðamanna- tíminn mun styttri en nú. Álagningin á annatímanum varð því að vera næg til að bera fyrirtækið á ársgrund- velli." - En hvers vegna fór verðið að iækka fyrir ijórum ámm? „Það spila saman nokkrir þættir. Ég nefndi vegakerfið, það var ömur- legt. Einu sinni skiluðu nokkrir út- lendingar jeppa eftir að hafa farið hringinn á tveimur sólarhringum. Þeir voru ánægðir með íslandsferð- ina, en bíllinn var flak á eftir. Það mátti heita að hringvegurinn væri óslitið þvottabretti og það fór illa með bílana. Vegakerfið hefur stór- batnað síðustu árin og bílarnir sjálfír em að auki miklu vandaðri og betur smíðaðir en áður. Því endast þeir miklu lengur og viðhald er minna og ódýrara. Til marks um þetta er að við emm með sama fjölda starfs- manna á verkstæðinu og fyrrum. Þá hafa tilraunir ferðamálafröm- uða að Iengja ferðamannatímann bor- ið nokkum árangur, þannig að vertíð- in hefur lengst, auk þess sem stöðug- leikinn f þjóðfélaginu síðustu árin hefur skapað fyrirtækjum aukið svig- rúm og mun betra starfsurhhverfi. Við finnum æ minna fyrir svartsýn- inni, þvert á móti em margir af gömlu viðskiptavinunum að koma aftur til okkar. Það hefur glæðst yfír öllu og bjartsýnin ræður aftur ríkjum. Ef ég held áfram á þessum nótum, þá em góðar horfur framundan, þ.e.a.s. ef það tekst að halda þessum stöðugleika sem ég nefndi. Ferða- mannastraumurinn hefur vaxið og útlit er fyrir svipað eða meira í sum- ar og eins og málin horfa í dag er von til þess að stjómvöld lækki tolla af einum flokki fólksbíla, en slíkt myndi bæta enn rekstrarumhverfið. Nei, ég myndi segja að verð á bíla- leigubílum væri ekki dragbítur á ferðamannaiðnaðinn, þetta var kannski orðið of dýrt hér áður, en það á ekki við lengur. Maður heyrir útlendinga ekki lengur kvarta undan þessu, þvert á móti sækja þeir æ meira í þessa þjónustu. Við höfum nálgast mjög bílaleiguverð erlendis." — Geturðu nefnt dæmi um hve verðið hefur Iækkað á þessum fjómm ámm sem þú nefndir? „Það er kannski erfítt að nefna eina tölu, því það eru alls konar pakk- ar, afslættir og tilboð í gangi, allt eftir umfangi viðskiptanna. En ég get þó tínt til, að í verðskrá þýskrar l; § P I * » I í I I í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.