Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 26

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 26
26 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna bandarísku spennumyndina Bad Company með þeim Ellen Barkin og Laurence Fishbume í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um breyttan starfsvettvang í njósnaheiminum og svik, undirferli og valdabaráttu í fyrirtæki sem sérhæfir sig í iðnaðamjósnum Átökí áhaldahúsi FYRIRÆTLANIR Nelsons Crowe (Laurence Fishburne) eru í fyrstu heiðvirðar, en smátt og smátt lætur hann undan þrýstingi hinnar fögru Margaretar. ÁHALDAHÚSINU stjórnar hinn röggsami Victor Grimes (Frank Langella), en næst hon- um að völdum er hin glæsilega Margaret Wells (Ellen Barkin). LEIKSTJÓRI „Bad Company" er Damian Harris, sem meðal annars á að baki kvikmynd- ina „Decieved" með Goldie Hawn og John Heard í aðalhlutverkum. FRÁ ÞVÍ kalda striðinu lauk hefur bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, verið að kanna ýmsa nýja möguleika á að nýta áhrifa- mátt sinn og sérþekkingu, og hafa þá blómstrandi viðskipti í sambandi við iðnaðarnjósnir orðið helsti skot- spónninn. I kvikmyndinni „Bad Company" er CIA að reyna að koma njósnara sínum fyrir í her- búðum Grimes-samsteypunnar. Það er einkafyrirtæki sem sérhæfír sig í iðnaðamjósnum og beitir við þá iðju ýmsum óvönduðum meðöl- um, en meðal viðskiptavinanna eru margir þeirra sem eru á lista yfír þá ríkustu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið gengur undir gælu- nafninu Áhaldahúsið og hjá því starfa aðlaðandi, gáfaðir og misk- unnarlausir einstaklingar. Þeir eru allir fyrrum starfsmenn hinna ýmsu njósnastofnana og er eina markmið þeirra að gera sér mat úr vandræðum annarra og raka þeir saman miklum flárfúlgum við þá iðju. Þeir ljúga, svíkja, smjaðra, stela, svindla, múta og drepa. Höf- uðpaurinn hjá Áhaldahúsinu er hinn stjómsami Victor Grimes (Frank Langella), en næst honum að völdum er hin glæsilega Marg- aret Wells (Ellen Barkin). Nelson Crowe (Laurence Fish- bume) er fyrrum starfsmaður CLA sem á sínum tíma lenti í ónáð inn- an stofnunarinnar og var settur út í kuldann vegna meintra mistaka i starfí. CIA hyggst hins vegar gefa honum tækifæri til að endur- heimta fyrri orðstír sinn í njósna- heiminum, og fær stofnunin hann til að ganga til liðs við skúrkana í Áhaldahúsinu og reyna að klekkja á þeim. I fyrstu er allur ásetningur og fyrirætlanir Nelsons í hæsta máta heiðvirðar. En smátt og smátt læt- ur hann svo undan þrýstingi hinnar fögru Margaretar, en einnig von- brigðum sem hann verður fyrir og hreinni græðgi. Sér hann fljótlega að hægt er að steypa höfuðpaurn- um Victor Grimes af valdastóli svo þau skötuhjúin geti náð fullri stjóm á Áhaldahúsinu og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þekktur spennusagnahöfundur Höfundur handritsins að „Bad Company" er spennusagnahöfund- urinn Ross Thomas, en hann á að baki 25 skáldsögur, og fyrir sögur sínar hefur hann tvívegis hlotið hin eftirsóttu Edgar verðlaun, sem samtök spennusagnahöfunda í Bandaríkjunum veita. Fyrra skiptið vom honum veitt verðlaunin fyrir fyrstu sögu sína, „The Cold War Swap“, sem út kom árið 1967, en í seinna skiptið fékk hann verðlaun- in fyrir söguna „Briarpatch", sem út kom árið 1985. Hafa sögur hans notið vinsælda um víða veröld og hafa þær verið þýddar á 14 tungu- mál. „Bad Company" er fyrsta frum- samda kvikmyndahandrit Ross Thomas, en áður hefur hann samið handrit upp úr verkum annarra höfunda baéði fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann var til dæmis með- höfundur handritsins að kvikmynd- inni „Hammett", sem Francis Ford Coppola gerði árið 1982, og þá hefur hann gert handrit að nokkr- um sjónvarpsmyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum rithöfundar- ins Roald Dahl. Ross Thomas segir að þótt „Bad Company" sé skáldverk þá byggi myndin samt að verulegu leyti á sönnum grunni. Vísar hann þá til þess að allt frá því þegar hundruð manna var sagt upp störfum hjá CIA fyrir einum áratug hafí stofn- unin verið að leita sér að nýjum starfsvettvangi. Nýr stjómandi stofnunarinnar hafí síðar bent á að fjármálanjósnir væru orðnar eitt vinsælasta njósnasviðið, og sam- kvæmt tölum Alríkislögreglunnar frá aprfl 1993 hefði stórmálum sem tengjast alls kyns iðnaðarnjósnum fjölgað úr tíu í 500 á aðeins níu mánuðum. Leikstjóri myndarinnar er Dam- ian Harris, sem meðal annars á að baki kvikmyndina „Decieved" með Goldie Hawn og John Heard í aðal- hlutverkum, en hún var nýverið sýnd á Stöð 2. Frumraun Harris sem leikstjóra var hins vegar kvik- myndin „The Rache! Papers", sem gerð var eftir skáldsögu breska rit- höfundarins Martin Amis. Harris er fæddur á Englandi og fékk hann ungur þá köllun að ger- ast kvikmyndaleikstjóri. Hann lærði handritsgerð og leikstjóm í London Intemational University og fór síðan í framhaldsnám í faginu við New York University. Ekki leið á löngu þar tii hann fór að leik- stýra tónlistarmyndböndum, en jöfnum höndum skrifaði hann eigin kvikmyndahandrit. Fljótlega seldi hann einu af stóru kvikmyndaver- unum sitt fyrsta handrit, „Nights of the Realm“, og notaði hann ágóðann til að fjármagna gerð stuttmyndarinnar „Killing Time“, sem byggð er á smásögu eftir rit- höfundinn Dennis Etchison og fór Eric Stoltz með aðalhlutverkið í henni. Aðra stuttmynd gerði Harr- is þegar hann seldi annað kvik- myndahandrit sitt, en það var myndin „The Greasy Lake“, sem hann gerði eftir smásögu eftir T.C. Boyle. Eric Stoltz fór enn á ný með aðalhlutverkið og einnig lék James Spader veigamikið hlutverk í myndinni. Afkastamikil ELLEN Barkin hefur verið afkastamikil frá því hún lék sitt fyrsta hlut- verk í kvikmynd. Það var árið 1982 þegar hún Iék eitt aðalhlutverkanna í „Diner“, en myndin fjall- ar um það þegar gamlir háskólastúdentar hittast á gamla stefnumóts- staðnum sínum og kom- ast að raun um að fullorð- insvandamálin hvíla þyngra á þeim en þau gerðu á árum áður. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Barkin stóð fyrir framan myndavélamar, því hún hafði áður leikið í nokkrum sjónvarps- myndum. Barkin, sem er 39 ára gömul, er fædd í New York og fimmtán ára gömul innritaðist hún í leiklistarskóla. Síðar lauk hún prófi i sagn- fræði og leiklist frá Hunter College. Hún kom í fyrsta sinn fram á leik- sviði í leikritinu „Irish . Coffee“, og í kjölfarið fylgdu margvísleg sviðs- hlutverk, meðal annars aðalhlutverk í „Extrem- ities“, sem sýnt var off- Broadway. Auk sjónvarpsmynda hefur Barkin nú leikið í 22 kvikmyndum sem margar hafa náð miklum vinsældum. Meðal þeirra eru „Tender Mercies", þar sem hún lék á móti Robert Duvall, „The Big Easy“, en í henni lék hún á móti Dennis Quaid og „Sea of Love“, þar sem hún lék á móti A1 Pacino. Þá hefur hún leikið á móti Mickey Rourke í „Johnny Handsome“, Jimmy Smith í „The Switch", Robert DeNiro og Leonardo DiCaprio í „This Boy’s Life“ og eig- inmanni sínum, Gabriel Byrne, í „Into the West“, sem gerð var á síðasta ári. Leikari frá barnæsku LAURENCE Fishburne, sem lengst af kallaði sig Larry Fishburne, sló ræki- lega i gegn þegar hann fór með hlutverk Ike Turner, eiginmanns Tinu Turner, í myndinni „What’s Love Got To Do With It“, og var hann reyndar tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir frammistöðu sína í myndinni. Fishburne hefur verið viðloðandi leiklist allt frá barnæsku, en hann er nú 33 ára gamall. Hann ólst upp í Brooklyn í New York og lék hann á sviði og ýmis smáhlutverk í kvikmyndum þegar á unga aldri. Fjórtán ára gamall fékk hann svo hlutverk í kvik- mynd Francis Ford Copp- ola, „Apocalypse Now“, og ári seinna lá leiðin til Hollywood. Þar gat hann sér fíjótlega góðan orðstír í ýmsum aukahlutverkum, en hann þótti túlka einkar vel persónur með staðfasta skapgerð. Hann lék meðal annars úr sér genginn leigumorðingja í kvik- myndinni „King of New York“, en það var þó ekki fyrr en hann lék föður í mynd Johns Singletons, „Boys N the Hood“ sem ferill hans tók stökk upp á við. Árið 1992 fékk hann fyrsta aðalhlutverkið í kvikmynd, en það var í „Deep Cover“, og sama ár vann hann Tony-verðlaun- in fyrir hlutverk sitt í leik- ritinu „Two Trains Runn- ing“, sem sýnt var á Broad- way. Þegar honum var boðið hlutverkið í „Whats LoveGotTo DoWithlt" var Fishburne orðinn nokkuð öruggur með sig eftir velgengnina. Hann var þá kominn í þá aðstöðu að geta neitað hlutverkum, og það var einmitt það sem hann gerði í fyrstu. Eftir að nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á hand- ritinu og fyrir lá að Ang- ela Basset myndi leika Tinu, þá lét hann hins veg- ar til Ieiðast. Fishburne hefur verið nokkuð afkastamikill upp á síðkastið, og fyrir skemmstu var frumsýnd hér á landi önnur nýjasta mynd hans, „Just Cause“, en í henni leikur hann á móti Sean Connery, og væntanleg er myndin „Hig- her Leaming", sem John Singleton leikstýrir. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.