Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PETER
HALLBERG
+ Peter Hallberg
fæddist í
Gautaborg 25. jan-
úar 1916. Hann lést
þar í borg 4. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hagakyrkan í
Gautaborg 21.
mars.
FAIR hafa lifað jafn
heils hugar í skáld-
skap og Peter Hall-
berg fyrrum prófessor
í bókmenntafræði við
Háskólann í Gauta-
borg. Islenskar bókmenntir
að
fomu og nýju áttu snemma hug
Péturs og bar margt að borði hans
á löngum ferli en enginn ein höf-
undur skipaði viðlíka sess í rann-
sóknarstarfi hans og lærdómsrit-
um sem Halldór Laxness.
Leiðir þeirra Halldórs lágu sam-
an er Pétur var sendikennnari í
sænsku við Háskóla íslands frá
vorinu 1944 fram til ársins 1947
og tókst þá þegar með þeim náið
samstarf og vinátta sem entist
meðan báðir lifðu. Þegar viðfangs-
efni Péturs á bókmenntasviði hefur
borið á góma í spjalli okkar Hall-
dórs gegnum tíðina hefur hann ít-
rekað vikið að kjama málsins á
sinn sérstaka máta og sagt stutt
og laggott: „Pétur er alþjóðlegur
sérfræðingur í mér!“
Pétur sneri á sænsku - ýmist
einn eða ásamt fýrri konu sinni
Rannveigu Kristjánsdóttur - ijölda
skáldsagna, smásagna, ritgerða og
leikrita Halldórs Laxness. Sá mikli
þýðingarferill hófst með íslands-
klukkunni (1948) og á næstu tveim
áratugum fylgdu í kjölfarið eftir-
talin verk: Heimsljós (1950-1951),
Atómstöðin (1952), Ungfrúin góða
og húsið (1954), Utsaga, ritgerða-
safn (1959), Paradísarheimt
(1960), Innansveitarkronika
(1962), Pijónastofan Sólin (1964),
Skáldatími (1964), Kórvilla á Vest-
fjörðum (1964), gefin út á sænsku
í Finnlandi, Sjöstafakverið (1966),
Dúfnaveislan (1966), Íslendínga-
spjall (1967) og Kristnihald undir
Jökli (1970). Þá má geta þess að
sonur þeirra Péturs og Rannveigar
þýddi bók Halldórs Dagar hjá
múnkum (1988).
Pétur Hallberg skrifaði viðamik-
il fræðirit þar sem hann gerði grein
fyrir framvindu skáldferils Hall-
dórs, baksviði verkanna, hugmynd-
um hans og heimildum. í því sam-
bandi veitti Halldór honum greiðan
aðgang að einkabréfum sínum og
minniskompum frá áralöngu starfí
ásamt bréfum sem Halldóri höfðu
borist frá vinum og ráðunautum.
Að auki svaraði hann ítarlega ót-
öldum fyrirspurnum Péturs um
einstök atriði er snertu rætur rit-
verkanna, verklag og vinnubrögð
höfundar. Þetta kom Pétri ekki
Btómastofa
Fnófinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
lk| ^Opið ölHcvöld i
Skreytíngar við öil tilefní.
Gjafavörur.
síst að gagni er hann
samdi fræðibækur sín-
ar um Halldór og verk
hans, Vefarann mikla
(1954) og Hús skálds-
ins (1956). Áður hafði
hann tekið saman
handhægt kynningar-
rit um Halldór sem
gefið var út í flokki
bóka á vegum sænska
stúdentafélagsins
Verðandi hjá Bonnier-
forlaginu (1952). Þá
er ógetið bókar Péturs
um ævi Halldórs og
skáldskapariðkun þar
sem hann kynnir meðal annars
niðurstöður áratuga rannsókna
sinna á verkum skáldsins. Hún
kom út í Bandaríkjunum (1971).
Auk bókanna ritaði Pétur geysileg-
an fjölda blaða- og tímaritsgreina
um einstök verk Halldórs og sagn-
astíl hans.
Skrif Péturs Hallbergs um Hall-
dór Laxness áttu dijúgan þátt í
að beina athygli bókamennta-
manna í Svíþjóð og víðar um heim
að verkum Halldórs sem síðan juku
stöðugt vinsældir skáldsins og
virðingu meðal lesenda.
Utgáfa alþýðlegra fræðibóka
Péturs hér á landi stuðlaði tví-
mælalaust að því að opna mörgum
íslendingum veröld skáldsins og
kynna þeim til hlítar óvenjulegt
og fjölþætt lífshlaup hans. Pétur
hélt því kynningarstarfí sínu áfram
í íslenskum tímaritum allt fram á
síðustu ár og einnig sem fyrirles-
ari á ráðstefnum. Má í því sam-
bandi minnast framlags hans til
Laxnessþings 1987 og Halldórs-
stefnu 1992.
Til hans var einkar gott að leita
þegar unnið var að málefnum sem
tengdust Halldóri Laxness og nut-
um við hjá Vöku-Helgafelli þess á
síðustu árum meðal annars við
útgáfu tveggja bóka. Sú fyrri var
Dagar hjá múnkum (1988) sem
að stofni til var byggð á dagbókum
skáldsins úr klausturvist í Clerve-
aux á árunum 1922-1923 og hin
síðari Lífsmyndir skálds (1992) en
þar var rakinn ferill skáldsins í
myndum og máli í tilefni af ní-
raeðisafmæli hans. í þessum tilvik-
um eins og fleirum sannaðist vel
að Pétur var „alþjóðlegur sérfræð-
ingur“ í Halldóri Laxness.
Pétri Hallberg þótti það aftur á
móti ofmælt þegar sagt var að
hann hefði átt ríkan þátt í því að
Halldóri voru veitt Nóbelsverðlaun
í bókmenntum árið 1955. Ég minn-
ist þess að þetta bar á góma er
við sátum sem oftar á spjalli um
verk Halldórs þegar þessi hógværi
fræðimaður var hér á ferð fyrir
nokkrum árum. Þá kvaðst Pétur
fullyrða að Halldór hefði tvímæla-
laust hlotið Nóbelsverðlaunin fyrir
verk sín þótt engin tengsl hefðu
orðið milli þeirra og Pétur ekki
kynnt bækur hans í Svíþjóð. „Hall-
dór hefur -aftur á móti gefíð mér
mikið,“ sagði hann, „og hefur sem
höfundur orðið grundvöllur að
miklum hluta ævistarfs míns“.
Þótt hér hafí athygli verið beint
að þýðingum Péturs Hallbergs,
skrifum hans um Halldór Laxness
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tækifæri
Persónuleg þjónusta.
A Fákafeni 11, sími 689120.
TrmrTnnnnnrwTrinrwTrtrfr
BERGRUN
ANTONSDÓTTŒ
og rannsóknum á verkum skálds-
ins, skal því ekki gleymt að eftir
hann liggur margt annarra verka
sem vitna um nákvæmni hans,
ótrúlegan dug og mikil afköst. Þar
er um að ræða fræðirit um íslensk-
ar bókmenntir til foma og sagna-
hefð þjóðarinnar, sænskar bók-
menntir, stílfræði og bókmennta-
fræði. Bækur Péturs hafa verið
þýddar á flölda tungumála.
Varla þarf að orðlengja það að
Pétur Hallberg var sannur vinur
íslands og íslendinga og ötull
kynnir íslensks menningararfs
meðal áhugafólks og fræðimanna
um bókmenntir austan hafs og
vestan. í virðingar- og þakkarskyni
var hann sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku Fálkaorðu og kjör-
inn heiðursfélagi Rithöfundasam-
bands íslands.
Pétur var tvíkvæntur. Konur
hans vom báðar íslenskar, Rann-
veig Kristjánsdóttir sem fyrr er
nefnd, hússtjómarkennari og einn
helsti frumkvöðull í kvenréttinda-
baráttu hér á landi og að henni
látinni, Kristín systir hennar, sem
fyrst íslenskra kvenna lauk verk-
fræðiprófí. Rannveigu og Pétri varð
tveggja bama auðið. Þau em Krist-
ján, rithöfundur og blaðamaður og
María, læknir, bæði búsett í Sví-
þjóð. Rannveig móðir þeirra lést
1952 en Kristín sem gekk þeim í
móður stað andaðist árið 1985.
Við leiðarlok ber ég börnum
hans og öðmm vandamönnum inni-
legar samúðarkveðjur frá forlögum
Halldórs Laxness, Helgafelli og
síðar Vöku-Helgafelli og starfs-
mönnum þeirra. Um leið em færð-
ar fram þakkir fyrir vandaðar þýð-
ingar, vísindaleg vinnubrögð Pét-
urs við rannsóknir á verkum
skáldsins og markvert framlag
hans í þágu íslenskra bókmennta
og menningar.
Síðast en ekki síst þakka ég fyr-
ir gagnleg, góð og ánægjuleg kynni
af eljusömum fræðimanni og ein-
stöku ljúfmenni, Pétri Hallberg.
Ólafur Ragnarsson.
+ Bergrún Antonsdóttir
fæddist í Reykjavík 8. októ-
ber 1956. Hún lést á Landa-
kotsspítala 19. mars síðastlið-
inn og var jarðsungin frá
Langholtskirkju 30. mars.
MEÐ SÖKNUÐI kveð ég Bergrúnu
Antonsdóttur, frábæra konu sem
ég kynntist er ég var fengin til að
annast heimili hennar. Ragnheiður
og Sváfnir hafa verið mér sem
systkini, enda mun ég gera allt til
að halda því sambandi við þau, því
það hefði Bergrún viljað. Ég hef
sjaldan kynnst eins sterkri konu.
Þótt hún væri mjög veik síðustu
mánuðina, reyndi hún að vera
heima eins oft og hún gat til að
tala við okkur Röggu og Sváfni.
Hún vildi eyða sem stystum tíma
á spítalanum til að geta verið
heima hjá krökkunum. Svo bjart-
sýn var hún að við ætluðum öll
að fara út í sumar, en af því verð-
ur víst ekki núna.
Ég var nær öllum stundum
heima á Nónhæðinni, enda lærði
ég margt sem Bergrún kenndi
mér. Við vorum góðar vinkonur,
hún sagði mér öll sín leyndarmál
og ég henni öll mín.
Hún er alltaf í hjarta mínu og
ég gleymi henni aldrei. Ég veit að
Ragnheiður, Sváfnir og aðrir að-
standendur standa sig eins og ég
ætla mér að gera á þessari sorgar-
stundu.
Blessuð sé minning um fallega
og góða konu, Bergrúnu Antons-
dóttur. Ég þakka fyrir góð kynni.
Guð geymi þig.
Ásta Salný.
Lífíð er lindin eina,
lækjarspæman smáa
smýgur milli steina.
Áin er æskan úr dvala,
anar um móla og mela,
meitlar í eilífum svala.
Fljótsins öldur og iður;
ærandi sífelli skriður
sandi að ósi ryður.
Lífíð er leiðin til sjávar
lóna þar aldanna áar,
ólífíssálir eru fáar.
Þessi erindi eru úr ljóði sem ég
samdi þegar ég var nýlega í að-
hlynningu um stundarsakir á einni
af heilbrigðisstofnunum landsins.
Á slíkum stöðum hugsa menn
gjaman um lífíð og dauðann og
tilgang beggja. Ekki síst um það
hversu margir deyja ungir, oft eft-
ir mikla erfíðleika og þjáningar.
Begga er nú komin í hóp þeirra
mörgu sem hafa kvatt hið jarð-
neska líf Iangt um aldur fram.
En lífið er leiðin til sjávar og
öll erum við í sömu ferð. Við sem
erum enn á lífi og þekktum Beggu
getum huggað okkur við það að
við munum fínna hana á ný. Við
munum rekast á hana glaða í faðmi
allra þeirra ættingja og vina sem
voru á undan henni og verða á
undan okkur hinum. Forfeður og
formæður hennar og vinir taka nú
við henni og anda hennar og gera
að sínum. Það verður fjölmenn
veisla og gleðirík. Seinna kemur
að okkur hinum að taka þátt í slíkri
veislu. Þá tekur Begga á móti okk-
ur.
Ég og fjölskylda mín viljum
votta öllum aðstandendum Beggu
samúð okkar og beinum henni sér-
staklega til Tona, Jöru, Guðrúnar,
Eyrúnar, Öddu, Ragnheiðar og
Sváfnis. Beggu óskum við góðrar
ferðar á vit aldanna áa.
Friðrik Þór Guðmundsson
(Lilló) og fjölskylda.
-4- Björn Her-
* mannsson
fæddist á Akur-
eyri 14. nóvem-
ber 1931. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Seli 9.
febrúar síðastlið-v
inn og fór útför
hans fram frá
Akureyrarkirkju
21. febrúar.
BUBBI var borinn
og bamfæddur
Innbæingur, og þar
ól hann allan sinn
aldur. Hann var að eðlisfari mikill
dugnaðarforkur og fór snemma að
taka til hendinni, því kjörin voru
kröpp og ýmsir erfiðleikar steðjuðu
að. Árum saman vann hann hjá
Pósti og síma og síðar hjá Raf-
veitu Akureyrar eða þar til starf-
sævi hans lauk. Hinn 17. sept-
ember 1985 lenti hann í hörmulegu
bflslysi og hlaut alvarlega höfuð-
áverka, sem ollu blindu á báðum
augum og varanlegum heila-
skemmdum. Þetta var gífurlegt
áfall fyrir hann og ekki síður þá,
sem næstir honum stóðu og vorum
honum kærir. Upp frá því dvaldi
hann á hjúkrunarheimili.
Hann og kona hans Hulda Bald-
vinsdóttir eignuðust sex börn, sem
öll urðu foreldrum sínum til mikill-
ar gleði.
Leiðir okkar Bubba
lágu saman fyrir mörg-
um árum. Hann hélt
alltaf kindur í snyrtilegu
fjárhúsi í Lækjargili.
Éitt vorið á sauðburði
náði Bubbi í mig vegna
kindar, sem ekki gat
borið. Sauðburðurinn
var honum mikill anna-
tími og hann lét sér
mjög annt um líðan vina
sinna, ánna. Það var
ótrúlegt samband sem
hann hafði við kindur
sínar og sú umhyggja,
sem hann sýndi þeim
var til fyrirmyndar. Hann sagði
mér að stundum á nóttunni fengi
hann hugboð um að eitthvað væri
að upp í húsum, og það stóð'
heima. Hann birtist þá á Lödunni
og var mikið niðri fyrir. Það var
einsog honum fyndist bíllinn ekki
ganga nógu hratt, þannig að
ósjálfrátt ýtti hann á stýrið til að
hjálpa til.
Margar hugnaðarsamar stundir
áttum við í fjárhúsunum. Við sát-
um þá gjaman á garðabandinu og
Bubbi fræddi mig um fólk og fé í
gamla Innbænum. Það var á slík-
um stundum sem við gerðum með
okkur samning á þann veg, að ég
legði til aðstoð mína í fjárhúsunum,
en á móti léði hann mér nokkrar
rásir í kartöflugarði sínum í
Skammagili, en þar vissi ég að
hann hafði stóran garð. Þetta gekk
eftir í mörg ár okkur báðum til
óblandinnar ánægju. Hann plægði
og setti niður á vorin, og ég þurfti
ekki annað að gera en að taka upp
á haustin og eta.
Einn var sá þáttur í fari Bubba,
sem vert er að minnast á, en það
var veiðimennskan. Hann var
veiðimaður af guðs náð. Margan
silunginn og laxinn dró hann á
land. Auk þess átti hann trillu og
bjástraði við nótabrúk á Pollinum
vor og haust. Oft mátti sjá hóp
af áhorfendum á Höepfners-
bryggju sem fylgdist með honum
að störfum. Þá var hann kóngur í
sínu ríki.
Bubbi var um margt sérstæður
maður. Hann var ekki allra og all-
ir voru ekki hans. Hann átti það
til að binda bagga sína obbolítið
öðruvísi hnútum en samferða-
mennirnir. Það gustaði stundum
af honum, og hann gat jafnvel
vérið hvefsinn. En það risti ekki
djúpt. Bubbi var raungóður og það
fengu margir að reyna. Ósjaldan
kom fyrir að á eldhúströppunum
hjá mér lá nýmeti eða annað góð-
gæti þegar komið var út að morgni.
Þá vissi ég hver hafði verið á ferð.
Bubbi skilur eftir sig ljúfsárar
minningar í huga mér. Þær minn-
ingar þyrlast upp, er leið mín ligg-
ur hjá Skammagili og Lækjargili.
Þar eru nú grónir garðar og ekki
lengur jarm í húsum. Hinum látna
er ég afar þakklátur fyrir einstök
og ljúf kynni. Þeim, sem eiga um
sárt að binda, senda ég og fjöl-
skylda mín innilegar samúðar-
kveðjur.
Ágúst Þorleifsson.
BJÖRN
HERMANNSSON
Crfisclrvkkjur
VcitinQohú/id
GAM-inn
Sími 555-4477
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þeas Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.