Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 42
42 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NÁMS *
:m Búnaóarbanki Islands
'pl \ auglýsir eftir umsóknum um
W21 z styrki úr Námsmannalínunni
LÍNAN A
Umsóknarfrestur er til 1. maí
Veittir verða 12 styrkir hver að
upphæð 125.000 krónur
Styrkimir skiptast þannig:
* útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands
* útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/
sérskólanema
* styrkir til námsmanna erlendis í SÍNE
Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga
rétt á að sækja um þessa styrki.
Umsóknareyðublöð eru afhent í öllum
útibúum Búnaðarbankans og á skrifstofum
Stúdentaráðs, SÍNE og BÍSN.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til
BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS
Markaðsdeild, Austurstræti 5
155'Reykjavík
BLINAÐARBANKI
ÍSLANDS
Neglegentia Communis*
n
L
latneska sjúkdómsheitið á almennu skeytingarleysi sem
meðal annars lýsir sér í því að enn eru byggð hús sem eru
'íjjörsamlega óaðgengileg fötluðu fólki
"I
ru I
/hugar þú stundum málefni fatlaðra eða telurðu ef
til vill að þeim sé nokkuð vel komið? Ætti það ekki
að vera reyndin? Staðreyndir sýna okkur aðra mynd og
þess vegna vinnur Sjálfsbjargarfólk ötullega að því að
skapa réttlátt þjóðfélag fyrir alla meðal annars með því
að útrýma sjúkdómnum Neglegentia Communis.
Þú getur hjálpað til á þinn hátt með því að gerast Holl-
vinur Sjálfsbjargar. Hafðu samband eða sendu okkur
svarseðilinn. Sjálfsbjörg þarfnast stuðning þíns.
Sendið mér upplýsingar um Hollvini Sjálfsbjargar
(eða hringdu í síma 552 9133).
Ég vil gerast Hollvinur Sjálfsbjargar og styrkja með
ákveðinni fjárupphæð:
□ kr. 1.000,- □ kr. 2.000,- □ kr. 3.000,- □
annað:
nafn:
heimilisfang:
kennitala:
Sendið fyrirspurnir eða
svarseðilinn til
Sjálfsbjargar,
Hátúni 12,
105 Reykjavík
simi:
SJALFSBJORG
LANDSSAMBAND
FATLAÐ R A(jfi
n
SPARISJOÐUR VELSTJORA
stendur með Hollvinum Sjálfsbjargar
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Rússnesk
eignaupptaka
HJÁ öldruðu fólki á íslandi
ríkir alger rússnesk eigna-
upptaka og hafa þeir enga
forsvarsmenn sem styðja
við bakið á þeim og gæta
réttar þeirra, sem á
skammarlegan hátt hefír
verið tekinn af þeim án
þess að þeir hafí verið beðn-
ir afsökunar.
íbúar íslands eiga rétt á
almennum tryggingum,
sjúkrahjálp og ellilaunum
frá Tryggingastofnuninni.
Það var sett inn í skatta-
kerfíð þegar staðgreiðsla
skatta komst á.
Nú er búið að tekju-
tengja elli- og ekkjulífeyri,
örorku- og bamabætur svo
eitthvað sé- nefnt. Byijar
þetta á 60.000 kr. í tekjum.
Viðkomandi borgar sína
skatta af þessum tekjum
og nemur útborguð
greiðsla milli 7.000-8.000
kr. Það hjálpar fólki í lítilli
íbúð að kaupa rafmagn,
hita, sjónvarp, en með þess-
ari tekjutengingu er þessu
fólki gert ókleift að sjá sér
farborða, en þið, þessir háu
herrar, safnið aukafólki og
aukakostnaði til að fram-
fylgja þessu.
Svo fá þeir sem eiga rétt-
inn jafnvel ekkert og efast
ég um, að þið fáið nettó
meira í kassann en skattur-
inn er af þessum vénjulega
ellilífeyri. Þetta hefir valdið
fólki ómældri óhamingju.
Við það bætist, að þetta
er tekjutengt hjá sumum,
en aðrir, sem eru á eftir-
launum, fá að halda sínu.
Tekjutengingin kemur
ekki síður niður á unga
fólkinu og drepur hjá þeim
alla sjálfsbjargarviðleitni.
Ungur heimilisfaðir með
konu og þijú böm var að
reyna að stækka við sig
húsnæði. Honum varð að
orði: Það er ekkert hægt
að gera. Ef maður fer í
aukavinnu, missir maður
bamabætumar og stendur
í sömu sporam.
Væri ekki viturlegra að
sjá ánægt fólk sem hefði
kjark til að vera sjálfbjarga
og ríkið fengi skattinn af
þeirrí aukavinnu í stað
nefnda og kostnað hins
opinbera í öllu þessu tekju-
tengingabákni?
Svo er nú eitt óréttlætið.
Ekknaskatturinn, sem enn
er í fullum blóma og hefí
ég horft hrygg og sorgbitin
á vini og frændfólk nauð-
ugt selja húsið eða íbúð
sína langt fyrir neðan raun-
virði vegna eigna- og fast-
eignaskatta.
Raunar er hæsta þrepið,
sem Ólafur Ragnar Gríms-
son skellti á, horfið, en
ekknaskatturinn er enn í
blóma og er forráðamönn-
um þjóðarinnar til stór-
skammar. Einstaklingur í
lítilli 3 herbergja íbúð borg-
ar eignaskatt, sé hún skuld-
laus, sem til þessa hefir
verið draumur allra að ná
því takmarki.
Eignaskattsfrelsið hjá
einstaklingi er 3.351.749
krónur. Eignaskattfrelsið
hjá hjónum er 7.303.798
krónur.
Núverandi eignaskattur
á 90 fm íbúð er hjá ekkju
113.235 kr. en meðan eig-
inmaðurinn lifði var hann
69.414.
Baráttumál okkar var að
ekkja eða ekkill og raunar
einstaklingar gætu átt sitt
heimili í friði og setið
áfram, ef viðkomandi ósk-
aði þess, í eigin húsnæði,
en yrðu ekki sett út á kald-
an klakann.
Okkar iátlausa krafa var
þetta þvi að nóg var að
verða fyrir tekjumissi við
fráfall ástvinar. Svo bætir
nú ekki holræsagjaldið ofan
á háa fasteignaskatta.
Svo bætist við heilbrigð-
iskerfið sem var sett líka
inn í staðgreiðsluna og svo
er það tekið af þegnum
íslands.
Heilbrigðisþjónustan og
læknamir vora til sóma og
hjálpar hvenær sem á
þurfti að halda.
Nú era þau réttindi, sem
fólk á inni í skattakerfinu,
tekin af án þess að biðja
fólk afsökunar og ungir
sem gamlir geta ekki borið
hönd fyrir höfuð sér. Meðal
annars er búið að leggja
Landakotsspítala í rúst,
virtasta spítala landsins, og
er heilbrigðiskerfíð í
augnablikinu í rúst með
öllu þessu stjómunarbákni
sem búið er að setja upp.
Megi forráðamenn okkar
bera gæfu til að færa þetta
til betri vegar. Ólíkt var að
verða veikur hér áður og
sú umhyggja og umönnun
sem jafnt bamafólk og eldri
fengu, var allt annað ör-
yggi-
Hvað haldið þið að kosti
í mannahaldi að skatt-
leggja sparifé? Vitið þið,
að í íslandsbanka eiga 67
ára og eldri rúm 40% spari-
flár? Svo koma bömin tii
viðbótar. Aðgát skal höfð.
Væri ekki heppilegra að
leyfa eldra fólki að deyja
ánægt í sínum íbúðum sem
það hefur aflað með því að
neita sér um hluti og hegna
því ekki? Það er svo komið
að það er baggi að búa í
eigin íbúð. Ósk ykkar virð-
ist vera að allir búi á kostn-
að ríkisins.
Vil ég biðja ráðamenn
þjóðarinnar, hvar í flokki
sem þeir standa, að minnka
umsvif og kostnað ríkisins
og báknsins og fara betur
með skatttekjumar svo
þegnamir fái að njóta
þeirra og leyfa íbúum ís-
lands að bjarga sér á heið-
arlegan hátt og sjá árangur
síns erfíðis.
Húsmóðir í Vesturbænum
Matarverð hefur
ekkert lækkað
ÞAÐ ER ekki rétt sem
kemur fram í auglýsingu
frá Sjálfstæðisflokknum
að matvara hafí lækkað á
kjörtímabilinu. Hið rétta
er að sumt hefur staðið í
stað en annað hækkað
veralega, svo sem hrein-
lætisvara. Það er ósvífni
að reyna að slá ryki í augu
fólks með þessum hætti.
Húsmóðir
Dagsljós er
góður þáttur
MIG langar að senda
starfsfólks Dagsljóss í
sjónvarpinu kveðju og
þakklæti fyrir góðan þátt.
Þetta er mjög fjölbreytt og
skemmtilegt efni sem þau
koma til skila á mjög
skemmtilegan hátt.
Einnig langar mig að
biðja þá sem kannast við
kvæðið um flétturnar að
hafa samband við Hansínu
Jónsdóttir, Skúlagötu 40.
Ég kann brot úr þessum
vísum og kemur það hér
fyrir neðan:
með þeim gekk hin íslenska
alþýðukona
svo óbæld sín kúgunarár.
Lovísa Kristjánsdóttir
Tillaga til
stéttarfélaga
HVERNIG væri að stéttar-
félögin í landinu tækju sig
til og niðurgreiddu ferðir,
með t.d. Norrænu, á sumr-
in þannig að fjölskyldufólk
hefði betri tök á að ferð-
ast, t.d. til Norðurlanda á
sumrin? Pjögurra manna
fjölskylda þyrfti að borga
u.þ.b. 80 þúsund með bíln-
um og gæti verið úti í einn
mánuð. Þetta yrðu vinsæl-
ar ferðir til vina og ætt-
ingja í flotta dýragarða,
söfn o.fl. Þetta yrði góð
tilbreyting fyrir fólkið í
landinu og þar með væri
komin góð brú milli íslands
og Evrópu.
Jón Viðar Viðarsson
Víkveiji skrifar...
RJÓSIÐ ÞANN sem lofar
minnstu er yfírskrift rit-
stjórnargreinar í Fijálsri verzlun.
Þessi ábending er studd þeim rökum
að sama gildi um lög og önnur
mannanna verk, að magn og gæði
fari ekki endilega saman. Bezt fari
á því að þingið setji sem fæst lög.
„Hlutverk stjómmálamanna er að
huga að umgerðinni, setja leikregl-
urnar,“ segir þar, en „þeir eiga að
taka sem minnstan þátt í leiknum!"
Leiðari Fijálsrar verzlunar víkur
síðan að staðhæfingu, þess efnis,
að ráða megi niðurlögum ríkissjóðs-
hallans með vaxandi hagvexti. Gall-
inn er hins vegar sá að þeir, sem
svo tali, „hafi áður stjórnað þjóðfé-
laginu í góðæri, þegar hagvöxtur
var mikill, en á sama tíma með
miklum fjárlagahalla". Og það sem
mestu varðar „almennilegur hag-
vöxtur, stækkun kökunnar, náist
ekki nema fjárlagahallanum sé
fyrst eytt. Það er eina vonin til
þess að vextir geti lækkað; lágir
vextir og skattar eru vitamín-
sprauta atvinnulífsins.
XXX
FÁ ORÐ eru tungutamari stjórn-
málamönnum þessa dagana
en skattalækkun! Spurt er í leiðara
Fijálsrar verzlunar: „Hvemig ætla
þeir [loforðasmiðir framboðsflokka]
að lækka skatta á fólk og fyrirtæki
nema þeir hafi fyrst eytt fjárlaga-
hallanum með niðurskurði á ríkisút-
gjöldum?" Þessari spurningu ættu
þeir að svara sem róandi á kjós-
endamið þessa dagana lofa öllum
öllu — á kostnað skattborgaranna.
Hún er skondin, að mati Víkveija,
sú þríþætta kosningastefnuskrá: 1)
Eyðing ríkissjóðshallans, 2) Lækk-
un skattanna, 3) Margmilljarða
hækkun ríkissjóðsútgjalda í nafni
félagshyggju og annarra skraut-
yrða.
Fijáls verzlun segir: „Kjósendur
ættu að hafa það hugfast að gleypa
ekki við öllu því sem stjómmála-
menn í kosningaham þylja upp fyr-
ir kosningar. Það er fólksins og
fyrirtækjanna að finna út hvar
tækifærin liggja í viðskiptum. Það
em þau sem skapa vöxtinn í þjóðfé-
laginu, laða fram hagvöxtinn með
hyggjuviti sínu. — Stjórnmálamenn
eiga fyrst og fremst að einbeita sér
að einni lagasetningu á komandi
þingi; að skera upp ríkisútgjöldin
og afgreiða hallalaus fjárlög. Það
væri talandi dæmi um lítið magn
lagasetninga en mikil gæði...“.
xxx
RANGT VÆRI að segja að eng-
inn árangur hafi náðst í að-
haldi, hagræðingu og sparnaði í rík-
isbúskapnum. Fjárlög og fjárauka-
lög gerðu ráð fyrir 119,8 milljarða
útgjöldum en þau reyndust 117,0
milljarðar. Ónýtt fjárlagaheimild
ársins var þannig 2,8 milljarðar
króna. Þannig er niðurstaða síðasta
fjárlagaárs fram sett í bæklingi
Ríkisendurskoðunar „Framkvæmd
fjárlaga árið 1994“.
Árni R. Árnason alþingismaður
segir í grein hér í blaðinu að á síð-
ustu ámm hafi náðst 8,5% sparnað-
ur í ríkisútgjöldum á hvert manns-
bam í landinu. Sparnaðurinn, já-
kvæður viðskiptajöfnuður þijú ár í
röð og niðurgreiðsla erlendra skulda
síðustu misserin eru spor til réttrar
áttar. Minnkandi ríkissjóðshalli og
minnkandi ríkisskuldir em beinlínis
forsenda lágra vaxta. Lágir vextir
og lækkun fjármagnskostnaðar em
síðan forsendur þess að styrkja
samkeppnisstöðu íslenzkra atvinnu-
vega. En það er nauðsynlegt að
gera til að fjölga störfum í landinu
og stækka þjóðarkökuna, sem til
skiptanna verður á næstu árum.
xxx
GULLIÐ og grænu skógarnir í
loforðasmiðjum framboðs-
flokka eru fuglar í skógi, fiskar í
sjó. Sýnd veiði en. ekki gefin!
Það er auðvelt að gefa margmillj-
arða loforð og gleyma því í kosn-
ingaham, að efndimar þarf að
sækja í sköttum í launaumslög
fólksins í landinu og/eða til er-
lendra sparenda og veðsetja upp-
vaxandi kynslóð í leiðinni. f því ljósi
er heiti leiðarans í Fijálsri verzlun,
Kjósum þá sem minnstu lofa, meira
en skiljanlegt.