Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 43
ORÐABÓKIIM
Að hníga í gras
MJÖG getur verið
vandasamt að fara með
gamla málshætti, orð-
tök eða ýmis föst orða-
sambönd, svo að hugs-
unin brenglist ekki,
þannig að allt annað
komi fram en segja átti.
Hitt er aftur á móti vel
skiljanlegt, að fjöl-
miðlamenn vilji freista
þess að gera annars oft
heldur fábreytt orðalag
svolítið áhrifamikið
með ýmsum orðtökum.
Sizt skal það lastað. En
hér geta leynzt ýmsir
pyttir, sem auðvelt er
að detta ofan í, ef ekki
er gætt fyllstu vark-
árni. Þetta henti nýlega
íþróttafréttaritara og
það í tvöföldum skiln-
ingi. Hann var að
greina frá úrslitum í
leik enskra knatt-
spyrnuliða og sagði, að
annað þeirra hefði orðið
að lúta í gras fyrir hinu.
Ja, fyrr mátti nú rota
en dauðrota. Hér er
alltaf talað um að hníga
í gras, ekki lúta í gras,
enda þetta í upphafi
komið úr bardagamáli
og merkir beinlínis að
falla eða deyja í orustu,
sbr. hníga að velli,
hníga í valinn. Vonandi
hafa allir liðsmenn
staðið aftur upp lítt sár-
ir eða ósárir, svo að hér
var tekið heldur djúpt í
árinni. Líklegt má telja,
að fréttaritarinn hafi
óbeint haft í huga orð-
takið að lúta í iægra
haldi, en það er einmitt
haft um það að bíða
lægra hlut. Því miður
var þessu tvennu ruglað
saman, svo að í reynd
hefðu orðið hrikaleg
úrslit kappleiksins, ef
orð hans hefðu verið
tekin bókstaflega.
—J.A.J.
Q /"iÁRA afmæli. Þriðju-
Ol/daginn 4. apríl nk.
verður áttræð Elín Kon-
ráðsdóttir frá Isafirði.
Hún býður öllum vinum og
ættingjum í kaffi á afmælis-
daginn milli kl. 16 og 19
að Hraunholti, Dalshrauni
15, Hafnarfirði og vonast
til að sjá sem flesta.
^/"|ÁRA afmæli. í dag,
| ijsunnudaginn 2. apríl,
er sjötug Katrín Eiríks-
dóttir. Eiginmaður hennar
er Sveinn Guðlaugsson.
Þau verða að heiman í dag.
p' ÁRA afmæli. í dag,
OOsunnudaginn 2. apríl
er fimmtíu og fimm ára
Guðríður Svava Alfons-
dóttir, fyrrverandi um-
boðsmaður Morgunblaðs-
ins, Ólafsbraut 56, Ólafs-
vík. Eiginmaður hennar er
Finnur Gærdbo. Þau hjón-
in verða að heiman.
p'rvÁRA afmæli. Á
O vJmorgun, mánudaginn
3. apríl, verður fimmtugur
Eiríkur Guðnason, Seðla-
bankastjóri. Kona hans er
Þorgerður Guðfinnsdótt-
ir, kennari. Þau hjónin
taka á móti gestum í Akog-
es salnum, Sigtúni 3, kl.
17-19 á morgun, afmælis-
daginn.
Pennavinir
SEXTÁN ára japönsk
stúlka með áhuga á tónlist
o.fl.:
Hiromi Nakajima,
1224 Aihara-machi,
Machida-shi,
Tokyo,
194-02 Japan.
Tuttugu og tveggja ára ít-
alskur piltur vill skrifast á
við stúlkur á ensku,
frönsku eða ítölsku:
Romano Andrea,
Via Monti di Prima-
valle 194,
00100 Roma,
Italy.
TUTTUGU og fjögurra ára
Ghanastúlka með ýmiss
konar áhugamál:
Jesse Doomson jr.,
P.O. Box 361,
Agona Swedru,
Ghana.
RÚBÍNBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 2. apríl eiga
hjónin María Ingólfsdóttir og Halldór Valdimarsson,
Kjartansgötu 7, Borgarnesi fjörutíu ára brúðkaupsaf-
mæli.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á
Amber-mótinu í Mónakó sem
nú er haldið í fjórða sinn.
Hollenskur auðkýfingur
heldur mótið eftir eigin
kerfi, sem er mjög
nýstárlegt. Tefldar eru
blindskákir og atskákir.
Margir fremstu skák-
menn heims taka þátt á
mótinu. Þessi staða kom
upp í atskák Rússanna
Vladímirs
Kramnik(2.715) og
Anatólís Karpov
(2.765), FIDE-heims-
meistara, sem hafði
svart og átti leik.
Sjá stöðumynd
43. — Dxc4! 44. bxc4 —
Rdxf4! 45; exf4 — Bxe4 46.
Rcl — Bc2 og Kramnik
gafst upp. S blindskák þeirra
sigraði Kramnik hins vegar.
Staðan eftir 4 skákir: 1.-3.
Anand, Kamsky og Karpov
3 v., 4. Júdit Polgar 2'/i v.
5.-9. Ljubojevic, Ivantsjúk,
Shirov, Kramnik og Nikolic
2 v. 10. Piket l'/2 v. 11.
Lautier 1 v. 12. Nunn 0 v.
Þeir Anand og Kamsky
hafa unnið báðar blindskákir
sínar, en Karpov er sá eini
sem hefur unnið báðar at-
skákimar. Hver keppandi
mun tefla 22 skákir.
Síðasta umferð NM fer
fram í dag kl. 13 á Hótel
Loftleiðum.
Árnað heilla
STJÖRNUSPÁ
cftir Franccs Brakc
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins: Þú
hefur áhuga á stjórnmál-
um ogkannt vel við þig
í sviðsljósinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) **
Það ríkir glaumur og gleði
hjá vinahópnúm í dag og þú
nýtur þess að fá að skemmta
þér og blanda geði við aðra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ævintýraþráin nær töktim á
þér og þú notar tækifærið til
að skreppa á ókunnar slóðir.
Sumir eignast nýja tóm-
stundaiðju.
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Þú ert með hugann við fjár-
málin og þarft að koma bók-
haldinu í lag. Ef með þarf
ættir þú að leita aðstoðar
endurskoðanda.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú kemst að því að einhver
sem þú kynntist nýlega er
ekki allur þar sem hann er
séður svo þú þarft að fara
að öllu með gát.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gerðu innkaup árdegis því
það getur verið vandræðalegt
að eiga ekkert í ísskápnum
ef óvænta gesti ber að garði.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú verð talsverðum tíma í að
gera hreint heima og losa þig
við óþarfa drasl úr geymsl-
unni, og þú gleðst yfir góðum
árangri.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Gefðu þér tíma í dag til að
undirbúa komandi vinnuviku.
Það verður i mörgu að snúast
og þú verður að skipuleggja
tíma þinn vel.
Sþorddreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9)|j0
Reyndu að blanda geði við
aðra og taka þátt í því sem
þeir eru að gera í dag. Þú
skemmtir þér vel og fjöl-
skylduböndin styrkjast.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Ef þú minnist þess að þú
færð ekki öllu ráðið verður
þetta góður dagur. En fram-
koma vinar getur valdið þér
vonbrigðum.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar) m
Hugsaðu um eigin hag og
vellíðan. Þú gætir til dæmis
keypt þér hlut sem þig hefur
lengi langað til að eignast.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Bjartsýni ríkir h]á þér í dag
og þú hlakkar til komandi
vinnuviku. En varastu óþarfa
fjjótfæmi sem getur leitt til
mistaka.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) 'tSí
Þú ert ekki vel hress og þarfn-
ast meiri hvíldar en þú hefur
fengið undanfarið. Ástvinur
er sérlega umhyggjusamur í
kvöld.
Stjörnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
"... ég er nú búinn aö eiga þær þrjáir, og þær hafa
reynst þannig að það kemur bara ekkert annað til
greina..."
" ...sonur okkar ráðlagði okkur að kaupa Honda og
við ákváðum að prófa. Og við sjáum svo sannalega
ekki eftir því..."
"...Af þvi aö mér finnst hann fallegur, þægilegur og
á mjög góöu verði..."
Honda á íslandi - Vatnagarðar 24 - S: 568-9900