Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL Í995 51
________________GOLF__________________
Tíni þaðtil sem ég
held að geti nýst mér
- sagði Hannes Eyvindsson, sem hóf æfingarað nýju með landsliðinu
Reykj avíknrmoti ð
1995
Sunnudagur 2. apríl ki. 20.00
ÍR - FRAM
Mánudagur 3. apríl ki. 20.00
ÞRÓTTUR - VÍKINGUR
Gervigrasið Laugardal
„ÞAÐ sem vakti upp í mér áhugann
þegar Ragnar [Ólafsson, liðsstjóri]
fór að tala við mig, er hvemig hald-
ið er utan um þetta. Hver maður
er með sína möppu með æfingunum
sem menn fylla út um leið og þeir
æfa,“ sagði Hannes Eyvindsson úr
Golfklúbbi Reykjavíkur.
Hannes hóf æfíngar að nýju með
landslíðinu eftir sex ára hlé og segir
greinilegt að GSI ætli að setja auk-
inn kraft í landsliðsmálin.
„Ég er ekki sammála öllu sem
sagt er en tíni það til sem ég held
að geti nýst mér. Margt hef ég heyrt
áður en annað er nýtt eins og til
dæmis þessi sálfræðiþáttur. Landsl-
iðsstarfið er líka miklu markvissara
og ég er ánægður með að það skuli
vera gerðar kröfur til okkar, ef fólk
þolir þær ekki þá þolir það heldur
ekki kröfurnar úti á velli.“
- Hvað með þolprófin?
„Þrekið hefur aldrei verið vanda-
mál hjá mér en ég vil bæta mig.“
Fylgst vel með okkur
„Ég er mjög ánægð með þessar
æfingar," sagði Þórdís Geirsdóttir
úr Keili. „Best finnst mér að nú
hefur maður góðan aðgang að kenn-
urum og það er fylgst vel með okk-
ur. Það hefur aldrei áður verið æft
með þessum hætti, landsliðið hefur
stundum komið saman tvisvar á ári
en nú er æft mjög þétt og reiknað
Golfhandbók í
stað mótaskrár
FYRSTA handbókin um íslenska
golfvelli kemur út síðar í þessum
mánuði. Bókin kemur einnig til
með að geyma upplýsingar um
opin mót hjá golfklúbbunum í
sumar og kemur ritið til með að
leysa Mótaskrá GSÍ af hólmi.
Golfútgáfan stendur að útgáfu
bókarinnar í samvinnu við Golf-
sambandið og verður henni
dreift fritt til allra meðlima í
klúbbum landsins. Ritið er um
240 síður í handhægu broti. Yfir-
litsteikningar eru af rúmlega
fjörutíu völlum, svo og upplýs-
ingar um lengdir brauta og um
stjórnir klúbbanna. Bókin er öll
prentuð í lit.
SUND
Góðurárang-
ur hjá SH
Fjórir sundmenn úr Sundfélagi
Hafnarfjarðar tóku þátt í móti
í Þýskalandi um síðustu helgi og
náðu ágætum árangri, komu heim
með 20 verðlaunapeninga úr þeim
20 sundum sem þau tóku þátt í.
Keppt var í aldursflokkum.
Orn Arnarson sigraði í 100 og 400
m skriðsundi, 100 og 200 m bak-
sundi og 200 m fjórsundi og hlaut
sérstök verðlaun fyrir að vera stiga-
hæstur þeirra sem fæddir eru árið
1981.
Elín Sigurðardóttir sigraði í 100
j m flugsundi og 100 m skriðsundi,
varð önnur í 50 m flugsundi og 50
m skriðsundi og þriðja í 50 og 100
m baksundi. Elín varð stigahæst
þeirra sem fædd eru 1975 eða fyrr.
Hjalti Guðmundsson sigraði í 100
og 200 m bringusundi og setti pilta-
met í fyrrnefndu greininni er hann
synti á 1.06,51 mínútu. Hann varð
annar í 50 m bringusundi, og setti
þar einnig piltamet, synti á 30,45
sekúndum, og í 200 m fjórsundi.
Þorvarður Sveinsson sigraði í 100
| og 200 m bringusundi og 200 m
fjórsundi.
er með að landsliðið komi saman mig. Undanfarin ár hef ég æft tvisv-
alla laugardaga næsta sumar.“ ar í viku en nú í vetur hef ég verið
- Hvað með sjálfa þig. Heldurðu á fjórum til fimm æfingum vikulega
að golfið eigi eftir að batna í sumar? undir leiðsögn og það hlýtur að skila
„Ég ætla rétt að vona að ég bæti einhveijum árangri," sagði Þórdís.
Ingibjörg Lind K
UerrjT, Garöabæí
Menntun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta efnahagsmálið
í nútímaþjóðfélagi. Menntamál, hvort sem um er að ræða
verkmenntun eða sérhæft framhaldsnám, er grundvöllurinn
að velferð fólks í framtíðinni. Örar breytingar á atvinnuháttum
og tækninýjungar kalla á stjórnmálamenn með góða og
yfirgripsmikla þekkingu á málefnum sem skipta máli fyrir
ungt fólk. Viktor B. Kjartansson svarar þessum kröfum.
Ungt fólk í Reykjaneskjördæmi fær vart hæfari fulltrúa
á Alþingi en Viktor B. Kjartansson.
BETRA
ÍSLAND
Sigurður B. Guðmundsson,
aðstoðarsölustjóri,
Skarphéðinn Orri Björnsson Mosfellsbæ.
iðnverkamaður, , •
Asta Þorarinsdottir iðnverkam
Uagfræðingur, Kópavogi. Hafnarfirði
Jon Pétur Líndal,
opinber starfsmaður
Kjalarnesi.
Stefán Helgi
Jóhannesson
rafvirki, Garðabæ
V J' •
mt' •
Viktor B. Kjartansson
tölvunarfræðingur,
Keflavík.
Guðrun S. Stefansdottir
húsmóðir, Kópavogi.
I