Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 15 AKUREYRI Skógar á Norðurlandi koma afar illa undan hörðum o g snjóþungum vetri ; Mikilvinnaað hreinsa upp eyði- leggingu vetrarins SNJÓÞUNGUR og harður vetur hefur leikið skóga norðanlands grátt, þeir koma víða mjög illa und- an vetri vegna fannfergis en menn telja útilokað að meta skemmdir fyrr en snjóa leysir. Aðalsteinn Svanur Sigfússon hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sagði að Kjarnaskógur væri víða illa útlít- andi og þegar væri ljóst að tjón væri töluvert þó svo menn gætu ekki endanlega metið hversu miklar skemmdir hefðu orðið fyrr en snjór- inn væri á bak og burt. Ungar plönt- ur hefðu margar lengið flatar undir snjó um langan tíma og væri ómögulegt að segja fyrir um nú hvort þær væru allar brotnar eða þær myndu ná að rétta sig af. „Það er hræðileg útreið á skóginum eftir þennan vetur,“ sagði Aðalsteinn. Brotin tré Hann sagði að þessi vetur væru mun verri en til dæmis snjóavetur- inn 1990, þá hefði að mestu snjóað í logni, en annað hefði verið uppi á teningum nú þegar snjóað hefði í öllum áttum og nánast upp á hvern dag. Mjög hefði dregið í skafla, öll gil og lautir yfír full af snjó og hann hefði lamist í trén í hvass- viðri og brotið þau. Mikil vinna farið forgörðum Að sögn Aðalsteins hefur mikil vinna farið forgörðum í vetrar- veðrinu og fyrirsjáanlegt að gífur- legt verk yrði að hreinsa upp eftir eyðileggingu vetrarins. Þá þyrfti eflaust að planta mikið út á þau svæði sem verst hefðu orðið úti, en þau væru einkum í jaðri skóg- arins. Sigurður Skúlason, skógarvörð- ur hjá Skógræktinni að Vöglum, sagði að í heildina hefði Vagla- skógur ekki farið illa í vetur, víða um skóginn væru þó svæði sem látið hefðu verulega á sjá. Einkum væri það í brekkum móts við suðvestanveðrið, en ekki væri algengt að mikið snjóaði í slíkri átt eins og raunin hefði orðið í vetur. Línuveðrið verra Taldi Sigurður að veturinn 1991 hefði farið verr með Vaglaskóg, en þá var svokallað „línuveður" ríkj- andi eða norðaustan bleytuhríð. „Það eru einstaka svæði hjá okkur mjög illa farin en ég tel að í heild- ina komi skógurinn ekki illa undan vetrinum. Við getum hins vegar Morgunblaðið/Rúnar Þór AÐALSTEINN Svanur Sig- fússon virðir fyrir sér afleið- ingar hins þunga vetrar, mikl- ar skemmdir á trjám í skógin- um. Á minni myndinni sést sundurbrotið tré. ekki alveg sagt fyrir um hversu mikið tjónið er, það er enn snjór yfír og hann fer ekki strax. Ég spái því að það komi einn hvellur til viðbótar fyrir vorið,“ sagði Sig- urður. Hann nefndi að víða á Norður- landi hefðu litlir skógarreitir látið á sjá og tjón orðið á plöntum. Þeir stæðu iðulega á bersvæði og drægju að sér snjó og væru flestir yfírfullir þannig að gera mætti ráð fyrir að plöntur hefðu sligast og jafnvel brotnað undan þunganum. Skíðasvæðin BLAFJOLL Veðurhorfur: Austan kaldi og létt- skýjað fram eftir morgni, en síðan dálítil snjókoma. Frost 1-4 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'I, klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmundar Jónssonar sjá um daglegar áætlun- arferðir þegar skíðasvæðin eru opin með viðkomustöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSÍ í sími 22300. Teitur Jónasson hf. sér um ferðir frá Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði. Uppl. í s. 642030. KOLVIÐARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Austan kaldi og létt- skýjað fram eftir morgni, en síðan dálítil snjókoma. Frost 1-4 stig. Skfðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: Hæg austlæg átt og léttskýjað fram að hádegi, en síðan suðaustan gola eða kaldi og dálítil snjókoma. Frost 1-4 stig. Skíða- færi ágætt, nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 ’A klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. QRUNDARFJORÐUR Veðurhorfur: Austan gola eða kaldi og léttskýjað fram að há- degi, en síðan suðaustan kaldi og dálítil snjókoma. Frost 2-5 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 13-19 laugardag og sunnudag. Opið alla virka daga frá 13-19. Ath. ferðir á klst. fresti upp að Eldhömrum. Upplýsingar í síma 93-86690. Ferðir: Virka daga er ferð frá Stykkishólmi með Sérleyfisferðum Helga Péturssonar kl. 12 og til baka kl. 16.30. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Austlæg átt, gola eða kaldi. Léttskýjað fram yfir há- degi, en þykknar upp síðdegis. Frost á bilinu 3-6 stig. Skiðafæri gott og nægur snjór. Opið: Skíðasvæðið verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Opið virka daga frá kl. 13-18 og til kl. 20 þrið. og fim. Ath. gönguskíðabrautir eru troðn- ar í Tungudal. Upplýsingar: í síma 94-3125 (sím- svari). Ferðir: Áætlunarferðir á svæðið alla daga frá kl. 12. SIGLUFJORÐUR Veðurhorfur: Fremur hæg breyti- leg átt og léttskýjað. Frost 3-7 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: 16-20 alla virka daga Um helgar er opið frá kl. 11-16. Upplýsingar: í síma 96-71806 (símsvari) og 71700. DALVIK Veðurhorfur: Fremur hæg breyti- leg átt og léttskýjað. Frost 3-7 stig. Skíðafæri: Mjög gott og nægur snjór. Opið: Mán., mið. og fös. kl. 13-22. Þri. og fim. kl. 10-22. Um helgar er opið frá kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-61010 og 61005. Ferðir: Áætlunarferðir eru frá Ak- ureyri. Ath. Hægt er að sækja smærri hópa. Uppl. í síma 96-61005. OLAFSFJORÐUR Veðurhorfur: Fremur hæg breyti- leg átt og léttskýjað. Frost 3-7 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga frá kl. 13-19 og frá kl. 20-22 miðvikudags- og föstudagskvöld. Opið um helgar frá kl. 13-17. Upplýsingar í síma 96-62527 (sím- svari) og 985-40577. AKUREYRI Veðurhorfur: Fremur hæg breyti- leg átt og léttskýjað. Frost á bilinu 3-7 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga kl. 13-18.45 og laugar- og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (sím- svari), 22280 og 23379. Skfðakennsla: Um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátttöku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. [ bæinn er síð- asta ferð kl. 19. HUSAVIK Veðurhorfur: Fremur hæg breyti- leg átt og léttskýjað. Frost 3-7 stig. Skfðafæri gott, nægur snjór. Opið: Tvær lyftur eru í gangi og eru opnar alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-17 og kl. 13-18.30. Opið um helgar frá kl. 13-18. Skíðakennsla: Ókeypis kennsla verður fyrir byrjendur, 18 ára og eldri, frá kl. 18 mán.-fös. Upplýsingar í síma 96-41912 og 41873. SEYÐISFJORÐUR Veðurhorfur: Norðan gola eða kaldi og dálítil él fram yfir hádegi, en hæg breytileg átt og léttskýjað síðdegis. Frost 2-6 stig. Skíðafæri: Nægur snjór og mjög gott skíðafæri. Opið: 10-18 á virkum dögum. Um helgina er opið kl. 10-18. Upplýsingar í 97-21160 (símsvari). Ferðir á virkum dögum kl. 8.45, 14.30 og 15.30. Ferð í bæinn kl. 11.30. Ath. engar ferðir um helgar. ODDSSKARÐ Veðurhorfur: Hæg norðlæg átt og skýjað með köflum fram að hé- degi, en síðar hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 3-7 stig. Skfðafæri gott og nægur snjór. Opið: 13-19 alla virka daga nema fimmtudaga þá er opið kl. 13-21. Um helgina er opið frá kl. 10-17. Upplýsingar í síma 97-71474 (sím- svari) eða 61465. Ferðir eru frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað um helgar kl. 10.30 og kl. 13. Bókanir í flug norður fyrir páska Margir spyijast fyrir „VIÐ verðum varir við þó nokk- uð margar fyrirspurnir og bók- anir eru' að hefjast af fullum krafti," sagði Bergþór Erlings- son, umdæmisstjóri Flugleiða á Norðurlandi, um viðbrögð við páskahátið á Akureyri. Hann sagði að venjan væri sú að páskaumferðin norður hæfíst á föstudegi fyrir dymbil- viku, en þar sem kennt yrði víða í skólum í þeirri viku vegna kennaraverkfallsins mætti bú- ast við að umferðin hæfíst seinna og myndi koma af fullum þunga miðvikudaginn fyrir páska, en þann dag er gert ráð fyrir þotuflugi til Akureyrar. Ennfremur verða aukaferðir til Húsavíkur og Sauðárkróks. 1.500 sæti norður Frá næsta sunnudegi og út vikuna verða 1.500 sæti í boði á vegum Flugleiða frá Reykja- vík til Akureyrar og jafnmörg suður aftur eftir páska. „Það er alltaf töluverð umferð að sunnan norður til Akureyrar fyrir páskana og allt útlit er fyrir að hún verði ekki minni nú. Við merkjum það m.a. á þeim fyrirspurnum sem við er- um að fá um páskahátíðina sem hér verður haldin," sagði Berg- þór. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Opið allan kjördaginn 0PIÐ verður á sýslumannsskrifstof- unni á Akureyri fyrir þá sem kjósa utankjörstaðar allan kjördaginn, á morgun, laugardaginn 8. apríl, eða frá kl. 9 til 22.00. Tæplega eitt þúsund manns hafa þegar kosið utan kjörstaðar, rúmlega 770 á Akureyri og þá hafa borist um 200 atkvæði annar staðar að, einkum frá útlöndum og Reykjavík. Ferðafélag Akureyrar Ferðafélag Akureyrar auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins í sumar frá 1. júní til 1. sept- ember. Starfshlutfall er 75%. Tungumálakunnátta nauðsynleg og þekking á landinu. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknir sendist til Ferðafélaes Akurevrar. pósthólf 48. 602 Akurevri. Upplýsingar hjá Ragnhildi, sími 96-25798 og Ingvari, sími 96-27866 eftir kl. 19 daglega. Stjórn FFA. KJARNABYGGÐJ AKUREYRI Til sölu orlofshús í náttúru- perlunni KJarnaskógi við Akureyri Húsin eru 55 fm að stærð og eru í skipulögðu orlofshúsahverf). Frábært útsýni, trimmbrautir, göngustígar og fjall gönguleiðir um óspillta náttúru. OPIO FRÁ KL. 10 -12 OG 13 -17 26441 ÆAfrEIGNA SALAN EiGNAKJQR SKlPACÓrU U ■ FAX, 11444 Upplýsingar veitir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.