Morgunblaðið - 07.04.1995, Page 24

Morgunblaðið - 07.04.1995, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 l' MORGUNBLAÐIÐ “ LISTIR Mikil eftirvænting ríkir meðal tónlistaráhugafólks á Akureyri vegna tónleika Kristjáns Jóhannssonar og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í næstu viku L i ÞAÐ URÐU miklir fagnaðarfundir í Kópavogi síðdegis í gær þegar Morgunblaðið leiddi stórsöngv- arana Kristján Jóhannsson og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur saman. Tenórinn var nýlentur eftir langt og strangt flug en það var engu líkara en flugþreytan liði úr líkama hans þegar hann vafði vinkonu sína örmum. Framundan er stórviðburður í íslensku tónlistarlífi; þessir ástsælu lista- menn munu syngja í fyrsta sinn saman á óperutónleikum Sinfóníuhljómsveitar norðurlands í næstu viku. Vettvangurinn verður Akureyri, sveitungum Kristjáns til ómældrar gleði. í það minnsta er að verða uppselt og ljóst að það verður þröng á þingi í KA-húsinu þegar aríur og dúettar úr Carmen, La Boheme og La Traviata munu óma um salinn að kveldi hins 12. apríl næstkomandi. „Ég er búinn að bíða eftir því í mörg ár að fá að syngja með þessari elsku," segir Kristján. „Þetta er sá íslenski söngvari sem ég hef haft mest samband við í gegnum tíðina;. eiginlega sá eini. Ég vona bara að þetta sé jafn mikið spennandi fyrir hana og mig og kannski ekki síður fyrir áheyr- endur. Ég veit að fólk bíður spennt. Við verðum alveg ferlega sæt!“ í lýriskari kantinum VIÐ VERÐUM ALVEG FER- LEGA SÆT Tveir af dáðustu óperusöngvurum landsins, Krístján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, munu syngja saman í fyrsta sinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar norðurlands í næstu viku. Kristján kom til landsins í gær o g glatt var á hjalla þegar hann hitti Diddú síðdegis. Orrí Páll Ormarsson var á vettvangi og heyrði hljóðið í listamönnunum. Ekki stendur á svari frá Diddú: „Það hefur líka verið draumur minn í mörg ár að syngja með Kristjáni. Ég hef hins vegar verið að syngja allt annað fag en hann og þess vegna hafa leiðir okkar ekki legið saman fyrr. Núna kemur Kristján hins veg- ar svolítið til móts við mig.“ Og Kristján tekur upp þráðinn: „Þessi efnisskrá er í lýriskari kantinum en það er mjög hollt og gott að syngja lýriskar óperur öðru hvoru. Þetta eru líka óperur sem ég hef dáð í gegnum tíðina og hef sungið La Traviata og La Boheme mjög mikið. Það er hins vegar orðið svolítið langt síðan, hátt í tíu ár. Síðasta Traviata sem ég gerði var með Ruth Welting í Miami.“ Diddú hleypir brúnum: „Þvílíkar söngkonur sem þú hefur sungið með.“ „Hún er ofsalega elskuleg. Þið eruð ekk- ert ólíkar sem karakterar,“ heldur Kristján áfram og beinir orðum sínum til Diddúar. „Nema hvað hún fór síðar mikið út í spírit- isma og mér er sagt að hún sé alveg gagn- tekin núna.“ Diddú er með La Traviata „í hálsinum“ eins og Kristján kemst að orði en hún hef- ur hins vegar ekki sungið La Boheme í annan tíma. „Nú, hvað! Þú færð þá engan smá Rodolfo/ segir Kristján og skellir upp úr. „Stefán Islandi sagði allavega að þetta væri okkar Rodolfo þegar ég söng prufu fyrir hann árið 1981.“ Verður ekkert mál Listafólkið nær að koma tvívegis saman til æfinga fyrir tónleikana. Það er hins vegar sannfært um að skortur á samæf- ingu eigi ekki að koma að sök. „Við höfum að vísu ekki sungið svona saman áður en ég hef hlustað svo mikið á Kristján að ég veit nokkuð hvernig hann syngur," segir Diddú og Kristján bætir við: „Diddú er atvinnumaður, þannig að þetta verður ekkert mál. Ég ætla reyndar að reyna að komast á sýningu á La Traviata um helg- ina og heyra hvernig hún tekur á Vío- lettu. Ég hef heyrt að hún fari þar á kost- um eins og við mátti búast.“ Diddú hefur sungið nokkuð mikið síðasta kastið en segir að það mætti vera meira. „Það væri miklu auðveldara að halda sér í formi ef hér væri rekin regluleg ópera.“ Kristján tekur undir þetta og segir að fá- mennið hái íslendingum að þessu leyti. Hér þurfi að setja upp tvær til þijár óperusýningar á ári og fastráða nokkra söngvara. „Óperan þyrfti að vera deild innan Þjóð- Ieikhússins eins og á hin- um Norðurlöndunum." Kristján segir að óper- umar sem verða á boðstólum séu miklar „tilfinningaóperur". „Maður lætur senni- lega fljóta mikið á tilfinningunum. Guð- mundur ÓIi [Gunnarsson stjómandi] verður bara að elta okkur. Ég þekki hvorki haus né sporð á hljómsveitinni fyrir norðan en fólkið sem kemur frá Reykjavík þekki ég vel og það mig. Mér skilst að þeir séu búnir að æfa vel fyrir norðan, þannig að það ættu ekki að verða neinir hnökrar þar á.“ Að verða uppselt Mikil eftirvænting ríkir á Akureyri enda hefur Kristján Jóhannsson ekki sungið þar opinberlega síðan 1987. Tónleikamir hafa verið í fjögur ár í farvatninu og eru söngvaramir á einu máli um að vel hafi verið staðið að und- irbúningi. Kristján segir að undirbúningurinn hafi ekki einungis verið langur heldur hafi nákvæm og fagleg vinnubrögð jafnframt verið höfð í hávegum. „Þeir hafa lært þetta af þér,“ skýtur Diddú inn í. 1200 miðar hafa verið seldir í forsölu á Akureyri en 1300 munu vera í umferð. Margir tónlistarunnendur missa því vafa- laust af tónleikunum. Þeir verða þó ekki endurteknir, að minnsta kosti ekki í bráð. Ástæðan er sú að Kristján er störfum hlaðinn og þarf að syngja í Aida í Berlín á föstudaginn langa. Til að tenórinn næði flugi til Reykjavíkur um kvöldið varð til að mynda að flýta tónleikunum til klukk- an 19 en fyrirhugað var að þeir hæfust klukkustund síðar. Kristjáni þykir miður að geta ekki endurtekið leikinn og Diddú tekur í sama streng. „Við get- um reynt að gera þetta aftur seinna," ljúka þau upp einum munni. Kristján segir að það sé í góðu lagi að vera á ferð og flugi á meginlandi Evrópu. „Þetta er hlutur sem venst enda eru þetta yfirleitt ekki nema klukkutíma löng flug. Flugið er að vísu óvenju langt núna og ég held að það væri óskaplega erfitt að Morgunblaðið/Kristinn „REYNIÐ að vera alvarleg," sagði Sig- uijóna Sverrisdóttir eiginkona Kristj- áns Jóhannssonar við mann sinn þegar hann stillti sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins ásamt Sigrúnu Hjálm- týsdóttur síðdegis í gær. „Við getum það ekki,“ svaraði tenórinn um hæl og lesendur geta vafalítið ímyndað sér hláturinn sem kom í kjölfarið. fylgja þessu eftir ef maður ætlaði sér að búa á Islandi.“ Grímudansleikurinn í London Kristján snýr þó tafarlaust aftur og mun eyða páskunum í faðmi fjölskyldunnar hér á landi. 18. apríl flýgur fjölskyldan síðan til London og þar verður tenórinn eftir til að æfa fyrir Grímudansleikinn sem verður frumsýndur í Covent Garden í maí. -Ég bíð mjög spenntur eftir því en lýriskur/dr- amatískur Verdi er mitt sérsvið." Tónleikarnir á Akureyri eru ekki eina viðfangsefnið sem Kristján mun glíma við meðan hann dvelur á landinu að þessu sinni. í dag skundar hann í hljóðver í því skyni að hljóðrita nokkur lög með Karlakór Reykjavíkur. „Ætli ég syngi ekki eitt til tvö lög sjálfur auk þess sem fyrirhugað er að ég syngi dúett með Kristni Sigmunds- syni. Hann kemst reyndar ekki til landsins núna þannig að hann verður sennilega að syngja ofan á mig seinna." m Verður ógleymanleg upplifun Kristján kveðst verða á þjóðlegum nót- um í hljóðverinu og nefnir lög á borð við Sjá dagar koma og íslandslag: Heyrið vella á heiðum hveri. „Heyrðu! Þetta eru sömu lögin og ég á að syngja með þeim á tónleikum eftir páska,“ grípur Diddú frammí og hlær. „Það var skrýtið." Krist- ján ætlar einnig að taka nokkur skandinav- ísk lög upp á eigin spýtur en dúettinn með Kristni er leyndarmál. „Þetta er þekktur dúett sem er sunginn af tenórum og barí- tonum um allan heim. Þetta á að vera rúsínan í pylsuendanum. Tónleikamir norðan heiða eru hins vegar helsta ástæða komu Kristjáns. „Ég er ekki í vafa um að við munum skemmta okkur en við erum einhuga um að gera þetta ógleymanlegt að öllu leyti, ekki satt Diddú?“ „Jú, ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta verði ógleymanleg upplifun. Það er svo gaman að syngja fyr- ir Akureyringa.“ Þvílíkar söngkonur sem þú hefur sungið með Þetta verður alveg ógleymanleg upplifun i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.