Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 49 tókst vel á móti mér, eins og þegar ég kom til þín á Ljósheima með Grétari Ingva frænda mínum þrem- ur dögum fyrir andlát þitt. Þú þekkt- ir mig strax og óskaðir mér til ham- ingju með nýja bróður minn. Þú tókst utan um hendur mínar og brostir og baðst okkur Grétar Ingva að passa okkur á bílunum er við kvöddum og fórum gangandi heim. Það yljar mér að eiga fallega mynd af okkur saman á borðinu mínu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Farðu í Guðs friði. Arena Huld. Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu þá í Oddgeirs- hóla-Austurkoti í Flóa. Vinnusemi var mikil á æskuheimili hennar, einkum var móðir hennar fjölvirk. Kristín fór ung að ganga í öll al- geng sveitastörf, að þeirrar tíðar hætti, en þá tiðkuðust enn fráfær- ur. Hún smalaði kvíaám og mjólk- aði og vann sér þessi störf létt, eins og reyndar alla vinnu síðar, enda var hún afburða fjárglögg og létt á fæti. Þegar fjalllömbin komu heim að hausti gat hún yfirleitt sagt til hvaða móður hvert og eitt ætti. Vorið 1931 fluttist Kristín með foreldrum sínum að Grafarbakka í Hrunamannahreppi, en þau höfðu þá fest kaup á þeirri jörð og eftir það var hún kennd við þann stað, enda var dvöl hennar þar löng. Það var hlutskipti hpnnar sem margra annarra að leita sér atvinnu í þéttbýli og fékk hún atvinnu á matsölu í Reykjavík. En nú voru blikur á lofti. Hún veiktist hastar- lega af berklum í baki og svo var hún þungt haldin, að faðir hennar sem dvaldist í Reykjavík meðan hún var veikust, taldi vonlaust að hún næði bata. En svo fór þó, að henni var lengra lífs auðið. Sterkur lífs- vilji, meðfætt léttlyndi og læknisað- gerð gaf henni bata. Er hún gat farið að hafa fótavist fór hún austur til foreldra sinna. Ekki leið á löngu þar til hún fór að sækja félagsskap jafnaldra sinna og kynntist þá Kristófer Ingimund- arsyni, sem síðar varð eiginmaður hennar. Kristófer var lagvirkur og hagsýnn í öllum verkum. Hann rak og ók vörubíl og mun afkoma þeirra hafa verið góð. Fyrstu búskaparár sín voru þau í Reykjavík og þar fæddust fyrstu börnin. En 1944 flytjast þau að Grafarbakka og tóku við búi foreldra Kristínar. Bú Jóns var aldrei mjög stórt en ágætlega arðgæft, enda var hann manna lagnastur að umgangast búfé og hafa af því arð. Og nú var Kristín komin á starfssvið, sem hentaði henni vel. Ung vandist hún útivinnu og að sinna búfé og mun það alla tíð hafa verið óskastarf hennar. Vann hún við heyvinnu, fór í fjós og fjárhús og fylgdist vel með líðan búfénaðarins. Kristófer hélt áfram vörubílaakstri eftir að þau fluttu austur og jók það þörf fyrir að hún fylgdist með búrekstinum. Ekki var þó heimilishald né barnauppeldi vanrækt, enda var hún bráðdugleg, að hveiju sem hún gekk. Kristófer varð snemma heilsuveill og lést árið 1975. Árið 1973 hættu þau búskap og fengu búið í hendur sonum sínum, en dvöldu áfram þar í sínu húsi. Kristín var góð heim að sækja. Veitingar rausnarlegar og létt átti hún með að ræða við fólk. Brá hún þá oft fyrir sig hófstilltri gaman- semi. Ekki var hún dómhörð á ann- arra breytni og sjálf þurfti hún ekki að óttast annarra dóma. Ég vil svo að Iokum minnast þess er ég hitti hana nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Helsjúk átti hún þá orðið erfítt um mál, en var að venju með gleði- bragði og reyndi í vanmætti sínum að slá á gaman. Lífsgleði hennar og kjarkur entust henni til bana- dægurs. Niðjum hennar og vandafólki votta ég samúð. Ólafur Árnason. GUÐRÚN M. G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Mjöll Guðmundsdótt- ir frá Króki í Grafn- ingi fæddist á Nesjavöllum í Grafningi hinn 17. september 1923. Hún lést í Borgar- spítalanum 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðmundur Jó- hannesson frá Ey- vík í Grímsnesi, fyrrv. bóndi í Króki í Grafningi, f. 12.10. 1897 og Guðrún Sæmundsdóttir, f. 7.08. 1904, d. 17.06.1987. Guðrún Mjöll var næstelst átta systkina. Þau eru Egill, Áslaug Fjóla, Jóhannes Þórólfur, Sæunn, Jóhanna, Elfa Sonja og Erlingur Þór. Elsta barn Guðrúnar Mjallar er Jó- hannes Jóhannsson, f. 28.08. 1949, giftur Helgu Thoroddsen og eiga þau fimm börn. Guðrún giftist Hallbirni Kristins- syni frá Eyvindar- stöðum í Vopnafirði og átti með honum fjögur börn. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Guðrún Björk, f. 13.12. 1957, gift Helga Gústafssyni, þau eiga þrjú börn; Kristín Björg, f. 10.04. 1959, gift Kristni Gústafssyni, þau eiga tvo börn; Guðmundur Viðar, f. 10.06. 1961, hann lést af slysförum 23.11. 1963; Guðmundur Viðar, f. 12.03. 1965, ógiftur. Lengst af bjó Guðrún á Selfossi, en hin síðari ár í Ljósheimum 20. Ut- för hennar fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. í dag kveðjum við móður mína sem nú hefur fengið hvíldina eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Móðir mín ólst upp í stórum systk- inahópi átta bama og var hún önn- ur í röðinni. Þurfti hún því snemma að taka til hendinni, gæta systkina sinna og vinna hver þau verk er hún réð við. Voru útiverkin henni leikur einn en inniverkin mun erfið- ari viðureignar. „Harsl í basli puð í basli,“ var hún vön að segja, en annars fannst henni hefðbundin kvenmannsverk aldrei vera metin að verðleikum. Mamma var ósköp bóngóð manneskja og hefur systir hennar Sæunn sagt mér að ekki hafi neitt verið til sem hún neitaði þeim systkinunum um ef þau báðu hana um að hjálpa sér eða gera fyrir sig. Lífið hefur ekki alltaf leikið við móður mína. Hún lenti í bílslysi 1962 sem gjörbreytti lífi hennar. Átti hún þá fjögur börn, Jóhann- es, 13 ára, sem ólst upp hjá föð- urömmu sinni og afa á Háteigs- veginum, Guðrúnu, 4 ára, en hún fór til að byrja með til ömmu í Ljósheimum, og mig, 2 ára, sem var send á Vopnafjörð til föður- systur minnar, Sigrúnar, og svo litli drengurinn hennar, Guðmund- ur, 1 árs gamall, sem var sendur á Seyðisfjörð til Beggu frænku en varð þar fyrir bíl 1963. Slysið fór mjög illa með hana en tveimur árum síðar tók hún Guðrúnu aftur til sín staðráðin í að halda áfram eðlilegu lífi með föður mínum Hallbirni og 1965 eignuðust þau annan dreng og skírðu hann Guð- mund. Mamma var snillingur í að leyna fötlun sinni og taldi hún sig færa í flestan sjó. Þó svo að ég hafi ekki alist upp hjá henni þá á ég þó nokkrar minningar frá því er ég fékk að heimsækja hana sem barn. Mér er minnisstætt hvað hún bar mikla virðingu fyrir öllu lífi og ef skordýr eða fluga varð á vegi okkar þá átti ég að taka það upp og setja það út fyrir. Einnig hvernig hún tók alltaf upp hansk- ann fyrir þá er minna máttu sín í lífinu og veitti þeim jafnvel fæði og húsaskjól. Móðir mín byrjaði að veikjast í lok september árið 1993. Aldrei kvartaði hún né barmaði sér þó hún hafi örugglega oft haft ástæðu til, nei, hún hló og sá bara spaugilegu hliðina á sjálfri sér og sagðist ætla að hugsa þetta úr sér. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir er við áttum og hvað við nutum þess að fara saman „á morgni lífsins“ austur í Grafning í réttir eða sumarbústaðinn, þó svo hún væri komin í hjólastól. Mamma var líka hagmælt, hún orti t.d. vís- ur um stúlkurnar á Grensási, hversu hjálplegar þær væru. Mig langar að enda þessa grein á ljóði sem hún gaf mér í afmælisgjöf er ég varð tvítug. Kristín litla kær ert þú visku björt með rjóðar kinnar vafin kærleik von og trú vonarstjama móður þinnar. Gengur klára götu spor gullbaug sólin hlýja tuttugu árin tinast í vor byija tíma nýja. Kristín Björg. Guðrún tengdamóðir mín var ósérhlífin og iðjusöm, kunni vel til verka og gaf bræðrum sínum ekk- ert eftir í bústörfunum. Var stund- um um hana sagt að hún hefði átt að fæðast sem karlmaður, -þar sem hún var svo líkamlega hraust og sterk. Til merkis um það, dettur mér í hug atburður sem eldri dóttir mín upplifði á menntaskólaárunum sín- um, en þá var hún með tveimur skólasystrum á gangi í Reykjavík og hittir þá fyrir ömmu sína og langafa, sem tóku hana tali og vin- konurnar biðu á meðan. Þegar sam- ræðunum var lokið segir önnur þeirra „hvaða fólk var þetta eigin- lega sem þú varst að tala við?“ Ragnheiður dóttir mín svaraði afar stolt: „Þetta var bara hún amma og hann langafi að koma frá því því að rífa timbur utan af húsi.“ Þá var Guðrún Mjöll 66 ára og Guðmundur langafi 92 ára og geri aðrir betur. Ég átti því láni að fagna að eiga Guðrúnu fyrir tengdamóður. Hún var mjög sértakur persónuleiki, með mjög ákveðnar hugmyndir um lífið og tilveruna, mjög tilfinningarík kona og skapmikil, en jafnframt hispurslaus og laus við alít sem við nútímafólk gerum kröfur um í dag. Hún var laus við þá stjórnsemi og afskiptasemi sem tengdabörn verða stundum fyrir frá tengdaforeldrum. Ég varð aldrei fyrir slíku frá henn- ar hendi. Þegar ég hitti Guðrúnu fyrst, varð ég mjög undrandi á því hversu vel hún tók mér, en ég var tveggja barna móðir áður en ástir tókust með mér og Jóhannesi frumburði hennar og föður hans Jóhanni Á. Jóhannessyni. Að hennar dómi skipti slíkt ekki máli og ég var henni afar þakklát fyrir það hve einlæg hún var í við- móti við mig strax í byijun. Ég tók þegar eftir því hve sér- stök hún var, hún hafði lent í hræði- legu bílslysi níu árum áður og þá hafði henni ekki verið hugað líf. Eftir það var jafnvægistaugin nokk- uð skert, þannig að hún átti til að slaga örlítið. Guðrún sagði mér frá því, að oftar en einu sinni hefði hún verið tekin fyrir ölvun við akstur, því einhver hafði séð til hennar „slangra" inn í bílinn, en Guðrún var algjör reglumanneskja, svo að hún henti oft grin að þessu „slangri“ sínu. Hún var mikil kvenréttindakona í sér og fannst fyrir neðan allar hellur hvernig störf kvenna í þjóðfé- laginu hafa verið misvirt í launum og hún undraðist stórum hin lágu laun í þágu umönnunar og uppeldis. Hún byggði sér sumarhús á landi sínu í Grafningi fyrir nokkrum árum. Bernskustöðvarnar voru henni ætíð mjög hugleiknar og þarna var hennar unaðsreitur. Þegar hún veiktist, var það hennar æðsta ósk, að láta sér batna sem fyrst svo hún gæti farið „austur í bústað" og dvalið þar langdvölum, sem því miður varð ekki af. Guðrún greindist með bein- krabbamein í byijun síðasta árs og gekk í gegnum afar erfiða sjúk- dómslegu, en hún æðraðist ekki, og ekki var hún að sýta örlög sín, nei, hún sagðist nú ekki hafa yfir neinu að kvarta, hún lægi í hlýju og góðu rúmi, fengi góðan mat og væri með fallegt útsýni yfir Foss- voginn. „Yfir hveiju ætti svo sem að kvarta?" varð þessari sárkvöldu manneskju að orði við mig. Þegar komið er að kveðjustund sækja minningarnar á og Guðrúnu Mjöll er fyrir það að þakka, að ein- ungis skemmtilegar og góðar minn- ingar lifa í hugarheimi mínum um okkar samskipti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Thoroddsen. Kveðja frá föður. Friður og gleði fylgi þér framtíðarlífs á vegi fagra kveðju þú færð frá mér á friðarins morgundegi. GJ. Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi, Króki, Grafningi. Unna frænka, eins og hún hefur verið kölluð innan fjölskyldunnar, hefur fengið hvíld frá erfiðum veik- indum. Fyrstu minningar mínar um hana eru frá því þegar ég var barn og missti nöfnu mína. Meðan for- - eldrar mínir voru við jarðarförina gætti Unna okkar systranna. At- höfninni var útvarpað. í sorgum mínum sagði hún mér að nú væri Jóhanna farin þangað sem birtan og kærleikurinn skín hæst, þar sem öllum líður vel. Mikið fannst mér gott að heyra þetta þá og nú vona ég að hún sé gengin sama veg. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana frænku mína. Hún lenti í hörmulegu bílslysi, ung móð- ir, sem breytti öllu lífi hennar og bar hún þess merki alla tíð. En hún hélt gleði sinni og ótrú- legum krafti. Henni þótti gaman að spjalla og velta fyrir sér lífsspek- inni. Hún var mikið náttúrubarn sem sá fegurðina í lífinu, jafnvel þar sem aðrir komu ekki auga á hana, og bar virðingu fyrir öllu sem lifir, eins og litlu fuglunum, þeim átti að hleypa fijálsum út um gluggann. Eg kveð yndislega frænku með erindum um vorið sem hún unni svo heitt: Ég vaknaði snemma og fijálsari en fyr, og fagnandi vorinu stökk ég á dyr, og unað og gleði ég alls staðar sá, og aldrei var fegra að lifa en þá, því geislamir dönsuðu um sveitir og sæ, það var söngur í lofti, ilmur í blæ. Það var morgunn í maí. Allt vitnaði um skaparans veldi og dýrð. 011 veröldin fagnaði — endurskírð, og helgaði vorinu ljóð sitt og lag og lofsöng hinn blessaða hátíðisdag, og geislamir dönsuðu um sveitir og sæ. Það var söngur i lofti, ilmur í blæ. Það var morgunn í maí. (Davíð Stefánsson.) Ég og fjölskylda mín vottum hennar nánustu innilega samúð okkar. Blessuð sé minning henn- ar. Jóhanna Laufey Ólafsdóttir. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 6. aprfl. Björg Ragnarsdóttir, Einar Jónsson. t Eiginmaður minn, ÁGÚST KRISTJÁNSSON, Stóragerði 14, andaðist á Droplaugastöðum miðvikudaginn 5. apríl. Hulda Pálsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR HREINSDÓTTIR, Seijahlíð, lést 4. apríl sl. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 13.30. Jón Frímansson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hreinn Frimansson, Birgit Helland, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Hliðargerði 24, Reykjavík, lést 24. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum hlýhug og samúð. Sigrún Sverrisdóttir, Marteinn Sverrisson, Hrefna Kjartansdóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.