Morgunblaðið - 07.04.1995, Síða 57

Morgunblaðið - 07.04.1995, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 57 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Karlalistinn berst fyrir réttindum karla Af tilgangi og tilgangsleysi kosninga Frá Ágústi Dalkvist: NU fyrir nokkru rann út frestur til að sækja um nýjan listabókstaf fyrir alþingiskosningamar í ár, og einnig er orðið of seint að skila inn stuðn- ingslista við nýja flokka, en sá tími sem gefínn var nægði okkur ekki til að koma fram með „Karlalistann". Karlalistinn er nýtt afl sem, eins og nafnið bendir til, berst fyrir rétt- indum karlmanna, sem hafa verið fótum troðin undanfarin ár og jafnvel áratugi, af konum sem sífellt ráðast lengra og lengra inn á svið karla. Þrátt fyrir að nú sé of seint að bjóða fram þetta nýja afl, viljum við samt fá að kynna fyrir ykkur stefnu flokksins, svo að nayðsynleg hugar- farsbreyting geti orðið í þjóðfélaginu fyrir kosningarnar eftir fjögur ár, en þá munum við bjóða fram, og reyna Vinstra vori fylgir vinstra haust Frá Amal Rún Qase: ÞAÐ GETUR verið gaman að fylgj- ast með kappræðum stjórnmálafor- ingjanna og sjá hvemig þeir standa sig. Góðar gamansögur sýnast oft vera meira virði en málefnaleg um- ræða. En kosningar til Alþingis eru ekkert gamanmál. Við emm loksins að sjá fram á batnandi ástand eftir langt erfiðleikatímabil. Mér finnst það mjög ábyrgðarlaust ef við kjós- um yfir okkur vinstri stjórn. Það eru vinstri stjórnirnar sem ráðleggja okk- ur að borða útsæðið í stað þess að bíða uppskerunnar. Ef við fáum vinstra vor þá verður lítil uppskera í haust. AMALRÚNQASE. að endurheimta rétt okkar. Við viljum útrýma atvinnuleysi, leikskólavandanum, og lækka kostn- aðinn við menntakerfið með því einu að fá kvenfólkið aftur inn á heimilin. Til að hvetja þær til þess munum við lækka verulega við þær launin en hækka þau þess í stað hjá karlmönn- unum. Við þetta endurheimtir karlkynið aftur sína fyrri stöðu og kemst þá væntanlega úr þeirri tilfínningalegu kreppu sem það hefur verið í undan- farin misseri, en hana má rekja beint tii yfírgangs kvenréttinda-kvenna. Er við höfum lækkað laun kvenna, munu þær ekki geta séð fyrir sér fyár- hagslega, og þar sem þær eru fleiri en karlmenn í landinu skapar það viss vandræði. Við munum mæta því með því að leyfa ríkari mönnum lands- ins að taka sér fleiri en eina konu, svo þær eigi allar möguleika á að ná sér í fyrirvinnu af hreinræktuðum íslenskum stofni. Til að kæfa kvenréttindabaráttuna viljum við afnema kosningarétt kvenna, en samt sem áður viljum við ekki banna Kvennalistann. í honum mega vera fegurstu fljóð landsins, sem hafa vit á að hafa hljóð meðan karlmennimir stóma landinu. Þetta gerum við vegna þess að það er ódýr- ara að kjósa eitthvað fallegt inn í þingsalina, en að kaupa málverk eða aðrar skreytingar. Við viljum leyfa vín- og bjórsölu í matvörubúðum, en með því teljum við að við náum í helling af atkvæðum. Eins og landsmenn vita hafa hinir flokkarnir einungis hugsað um að pota sér og sínum í launahæstu og valdamestu stöðurnar, en gleyma okkur. Þessu viljum við breyta. Við munum koma okkur og okkar í þess- ar stöður, svo vertu einn af okkur. Fyrir hönd stjómar Karlalistans. ÁGÚST DALKVIST, Höfðabraut 14, Akranesi. Frá Sigurði Harðarsyni: SKILGREINING á manneskju er baráttan milli einstaklinga og hjarð- arinnar. Alla sögu má skoða í ljósi þessarar baráttu sem er ekki nærri lokið og mun líklega aldrei ljúka. Allt sem við lítum á sem framfar- ir, hvort sem það er á sviði vísinda, lista eða heimspeki, á rætur sínar að rekja til hugljómunar í stökum mannsheila. Einstaklingurinn er uppspretta sköpunarinnar í sög- unni. Ekkert markvert hefur nokkru sinni komið til af störfum nefndar. Ekki heldur hefur „hinn sameigin- legi vilji“, „vilji þjóðarinnar“ eða „meðvitund fjöldans" nokkru sinni fundið upp svo mikið sem tann- stöngul. Allt sem við kennum okkur við sem manneskjur höfum við fengið frá einstaklingum. Hluti af lífi hvers einstaklings er sjálfsstjórn hans, þær ákvarðanir sem hann er stöðugt að taka og móta líf hans jafnóðum og þær eru teknar. Þetta eru stjórnmál hverrar persónur og það váíd sem hún hef- ur byggist á þeirri stjórn sem hún hefur á sínum málum. Allt raun- verulegt vald í heiminum felst í ein- staklingnum og enginn hefur rétt til að taka það vald af honum. Þetta er þverbrotið á hveijum einasta degi og er raunar svo fastur hluti af daglega lífinu að litið er á þetta sem eðlilegt. Stjómmál ein- staklinganna sem saman mynda samfélagið eru ekki í þeirra eigin höndum. Það er ákveðið „stjórn- málafólk“ sem telur sig geta mynd- að þau tengsl og hafa þá hæfileika sem þarf til að geta sagt til um hvað fari best í ákvarðanatöku sem sé öllum til góðs. Þeir sem fá alltaf það sem þeim líkar útúr kosningum eru þeir sém hafa komið sér fyrir innan þess fasta stjórnmálakerfís, sem búið er almennt við í „lýðræðisríkjum“. Því að hjá þeim breytist ekkert, sama hver niðurstaðan verður. Kosninga- kerfið er hannað til að hinn al- menni kjósandi trúi því að atkvæði hans skipti einhveiju máli en í raun er hver flokkur enn ein skóflan úr sama haugnum. Skopteiknari nokkur sagði að heimspekilegar vangaveltur væru eins og að leita að svörtum ketti í myrkvuðu herbergi og trúarbrögð yrðu til þegar fólk héldi sig hafa fundið köttinn. Það fólk sem gefur ákveðnum stjómmálaflokki atkvæði sitt er á sama hátt búið að fínna þennan svarta kött, skrifa ég vegna þess að ef kosningar breyttu ein- hveiju raunverulegu væru þær ólöglegar, því að flokkarnir sem valið stendur á milli eru bara fram- hlið þess bákns sem enginn ræður við, sama hversu mikill vilji í átt til breytinga væri. Sama hveijum greidd eru flést atkvæði, þá er það alltaf ríkisstjórnin sem vinnur. Kjósandinn getur ekki unnið neinn sigur, því að með því að kjósa hef- ur hann gefið frá sér vald til ákvarð- anatöku. Flokkamir útrýma kjós- endum sem einstaklingum með því að afnema þeirra persónulegu stjórnmál og gera vilja þeirra að vilja hjarðarinnar. Rétturinn til að stofna stjórn- málaflokka og taka þátt í kosning- um telst til mannréttinda. Eins og frelsi, er kosningarétturinn mjög í hávegum hafður sem sjálfsögð mannréttindi. Frelsið, í þessu til- viki, felst í því að mega gefa öðrum atkvæði sitt, þetta frelsi er rétturinn til að gefa frá sér sitt sanna frelsi og fylgja hjörðinni. Sá sem skilar auðu kýs sjálfan sig. SIGURÐUR HARÐARSON, Holti 1, Selfossi. I ÍSLENSKI LÍFEYRISSJÓÐURINn\ I Fyrirhyggja | til framtíðar . LANDSBRÉF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24. 1 08 REYKJAVÍK.SÍIVII 588 92 00, BRÉFASIMI 588 8598 Við erum miðsvæðis með sveigjanlegan opnunartíma. í dag opnum við nýja og glæsilega bifreiðaskoðun við Sundahöfn. Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn. Pantaðu tíma sem hentar þér í síma 588-6660 ATHUGUNhf SKOÐUNARST OFA Klettagöröum 11 • 104 Reykjavík Sími 588 6660 • Fax 588 6663

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.