Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð I DAG BRAUÐ- SNITTUR Snittur henta vel í fermingarveisluna og í kosn- ingavökuna segir Kristín Gestsdóttir sem gefur okkur uppskrift að fljótgerðum snittum sem allar eru með ferskum ávöxtum og auk þess allar lausar við mæjonsósu, nema ein, en á henni er remúlaði. FALLEGAR snittur gleðja augað og bragð- laukana líka í flestum tilfellum. Fyrir nokkr- um árum bjó ég til snitt- ur fyrir veislu, en þar var kona vön snittugerð að hjálpa mér. Hún sagði: „Settu bara nógu mikið af mæjonsósu á snittumar, þá tollir allt svo vel á þeim.“ Svo mörg voru þau orð. Ég var svolítið hissa á þessu enda er ég mjög mikið á móti öllu fitu- gumsi. En fallegar og góðar snittur bý ég til, snittur með lítilli eða engri mæjonsósu. Nú fást allar tegund- ir af fallegum og girni- legum ferskum ávöxt- um og það skulum við nýta okkur. Nú er mikið um fermingarveislur en snittur henta mjög vel á kaffiborðið með tert- unum. Hér er uppskift af fjórum tegundum af snittum, sem allar er fljótlegt að búa til. Þær eru allar kringlóttar, en það tekur sig vel út á fati. Þegar mismun- anadi snittum er raðað á fat, eru þær settar í röndum á fatið, ein teg- und í hverri rönd. Rækjusnittur með ananas, 20 stk. 20 franskbrauðsneiðar 150 g rjómaostur án bragðefna 1 ferskur ananas 500 g rækjur fersk steinselja 1. Þíðið rækjurnar í kæliskáp. 2. Skerið utan af ananasinum, skerið hann síðan í 20 sneiðar, tak- ið stilkinn innan úr sneiðunum. 3. Stingið kringlóttar sneiðar úr brauðsneiðunum með glasi, jafn- stóru og ananassneiðarnar. 4. Velgið rjómaostinn örlítið t.d. í örbylgjuofni, smyijið honum síðan á brauðsnittumar. Leggið ananas- sneið ofan á hveija snittu. 5. Setjið hrúgu af rækjum ofan á gatið á ananassneiðinni. 6. Setjið smásteinseljugrein til hliðar á snittuna. Laxasnittur með melónum, 20 stk. 20 franskbrauósneiðar smjör til að smyrja snitturnar með 40 þunnar aflangar, frekar mjóar laxasneiðar Vt gul melóna grein ferskt dill 1. Stingið kringlóttar sneiðar úr brauðsneiðunum með glasi. Smyrjið snittumar með smjöri. 2. Búið til 60 kúlur úr melón- unni með þar til gerðri skeið, nota má kringlótta teskeið af mæliskeið- um. 3. Setjið 3 melónukúlur á miðj- una á hverri snittu. Setjið tvær laxasneiðamar utan með þannig að önnur brún þeirra liggi upp að melónukúlunum. 4. Setjið smádillgrein á miðju hverrar snittu. Roast beef-snittur með stjörnualdini, 20 stk. 20 þunnar rúgbrauðssneiðar 1 lítil dós remúlaðisósa 1 stjörnualdin 40 þunnar aflangar sneiðar roast beef 20 bló vínber smóbútur mjór blaðlaukur, neðri partur 1. Stingið kringlóttar sneiðar úr brauðsneiðunum með glasi. Smyrjið góðu lagi af remúlaðisósu ofan á snittumar. 3. Skerið stjörnualdinið í 20 ör- þunnar sneiðar. Raðið einni sneið af því á hveija rúgbrauðssnittu. 4. Setjið tvær sneiðar af roast beef í hring yst á brauðsnittumar. Setjið 1 vínber á miðju hverrar snittu. 5. Skerið blaðlaukinn í örþunnar sneiðar, takið i sundur í hringi og raðið 2-3 hringum á bverja brauð- sneið. Skinkusnittur með mangó og kíví, 20 stk. 20 heilhveitibrauðsneiðar smjör til að smyrja snitturnar með _________20 skinkusneiðar 1 frekar lítið mangó 3 meðalþroskuð kíví 1. Stingið kringlóttar sneiðar úr brauðsneiðunum með glasi. Smyijið snitturnar með smjöri. 2. Afhýðið mangóið og kívíin, skerið hvort tveggja í 20 rif. 3. Setjið eitt mangórif og eitt kívírif á hveija brauðsnittu og látið annan endann ná út á brún. 4. Leggið skinkusneiðamar sam- an langsum og setjið utan með ávöxtunum, en látið annan enda ávaxtanna standa út á brún. SKAK Um.sjón Marjjíir l'ctursson Á STÓRA opna mótinu í Capelle la Grande í Frakk- landi í mars kom þessi staða upp í viðureign þeirra K. Skalli (2.250) frá Ma- rokkó, sem hafði hvítt • og átti leik, og heima- mannsins J. Warkent- ’ in. _________ Stöðumynd s Skalli ætiaði að fórna bæði hrók og drottningu. 20. Hxe7!! • — Ra6 (Afþakkar, en það sem hvítur hafði í s huga var 20. — Bxe7 , 21. Dxf7+! - Kxf7 22. Hf5++ tvískák og mát!) 21. Hxf7! - Hel+ 22. Kh2 - Kxf7 23. Hd6+ og svartur gafst upp. Um helgina: Keppni í áskorenda- og opnum flokki á Skákþingi íslands hefst á morgun, laugardag, kl. 14. Tíu keppendur verða í áskorendaflokknum. Þegar þetta er ritað er ljóst hverj- ir áttajieirra verða: Magnús Örn Ulfarsson, Ólafur B. Þórsson, Júlíus Friðjónsson, Davíð Kjartansson, Páll Agnar Þórarinsson, Arnar E. Gunnarsson, Arnar Þor- steinsson og Kristján Eð- varðsson. Öruggt er að þama verður hart barist um landsliðssætin. Pennavinir TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á matseld, ferðalögum, póst- kortum og söng: Na.ua. K. Mensa, P.O. Box K-45, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, póstkortum og matseld: Rita Amissah, Box 182, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og þriggja ára Ghanapiltur með áhuga á íþróttum, ferðalögum, bréfaskriftum o.fl.: Lee J. Audu, P.O. Box 529, Sarbah Road, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, knattspymu, horna- bolta og ferðalögum: Helena Nancy Williams, P.O. Box 1207, Oguaa city, Oguaa Land, Ghana. TUTTUGU og 6 ára Ghana- stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum, dansi og ljós- myndun: Faustina Agyakwa, Box 1290, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist og kvik- myndum: Juliana Gardiner, c/o P.O. Box K-45, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á bréfaskriftum, ferðalögum ■ o.fl.: Sheilla Pederson, P.O. Box 982, Oguaa City, Ghana. FJÓRTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á tónlist, íþrótt- um, biblíunámi o.fl.: Prince Appiah Kubi, P.O. Box 64, Kade, Eastern Region, Ghana. LEIÐRÉTT Rangi nafn í myndatexta í Mbl. 5. apríl var farið rangt með nafn Steinunnar Ingimundar- dóttur. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. í myndatexta á síðu 73 í gær, í grein um vini í rúm 60 ár, gleymdist nafn Jóns Sveinssonar, sem er þriðji frá vinstri. Beðist er vel- virðingar á þessum mistök- um. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Léleg dómgæsla MIG langar til að koma á framfæri furðu minni á dómgæsiu í úrslitakeppni karla í körfubolta og gerði nú fjórði leikur á milli Grindavíkur og Njarðvík- ur sl. mánudag aíveg út- slagið. Þar gerðu dómarar sig seka um dóma sem eru langt frá því að geta talist eðlilegir og að mínu mati dómurum til hábor- innar skammar. Ég tel að í svona jöfnum leik eins og var í þessu tilfelli geti dómarar gert út um leik- inn sem þeir og gerðu í þessum leik og jafnvel út um úrslitakeppnina í heild. Mér finnst tími til kominn að dómarar og aðrir sem að þessu standa setjist niður og hugsi sinn gang, það er allt of mikið í húfi fyrir körfuboltaliðin að svona lagað sé látið viðgangast. Vilborg Hannesdóttir, Grindavík. íþróttataska fannst ÍÞRÓTTATASKA með fötum og fleiru fannst í Byggðunum í Garðabæ um síðustu helgi. Uppl. eru veittar í síma 656093. Armband tapaðist ARMBAND tapaðist á Hótel íslandi sl. laugar- dagskvöld. Armbandið er þrískipt með perlum og gyllingu og krækjan er einskonar fíðrildi. Armbandið hefur mikið tilfínningaiegt gildi fyrir eiganda og er finnandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 53722 eða 676177. Kápa tapaðist UÓSDRÖPPUÐ stutt kápa tapaðist á árshátíð MS 16. mars sl. á Hótel íslandi. Finnandi er vin- samlegast beðin um að hafa samband í síma 812983. Karlmannsúr fannst KARLMANN SÚR fannst sl. miðvikudag á Arnarbakka. Upplýs- ingar í síma 74839 frá kl. 12-15 eða eftir kl. 19. Farsi «A1cr Cckor ekkC he/cLttr, en i//'% t/erbu/?t. cá þródst sem. CejjyunoL." Víkveiji skrifar... THYGLISVERÐAR breyting- ar hafa orðið á tímaritum margra verkalýðsfélaga og sam- bærilegra hagsmunahópa á síðustu árum. Störfum hlaðnir stjórnar- menn eða ritnefndarfulltrúar höfðu þá kvöð árum saman að koma út blaði, en á mörgum bæjum hefur þetta breyst í seinni tíð og blöðin um leið. Mörg þessara félaga og sam- banda hafa ráðið til sín fagfólk, sem skrifar og vinnur blaðið. Ónnur fé- lög hafa samið við sjálfstætt starf- andi blaðamenn um útgáfustarf- semina. Mikinn metnað má sjá í mörgum þessara blaða og ekkert er til sparað til að gera þau áhuga- verð fyrir lesandann. Reyndar er fjöldi þeirra rita sem gefin eru út af hinum ýmsu hags- munahópum með ólíkindum mikill. Inn á ritstjórn Morgunblaðsins berst mikið af þessum ritum og sannast sagna eru þau ærið misjöfn að gæðum. Spyija mætti um tilgang sumra þeirra og vandséð séð er hvernig sum þeirra geta þrifíst, en það er önnur saga. NÝLEGA skoðaði skrifari tvö þessara blaða, VR-blaðið, sem Verzlunarmannafélag Reykja- víkur gefur út, og Vinnuna, tímarit Alþýðusambands Íslands. Eðlilega er á forsíðu blaðs VR stór fyrirsögn um nýgerða kjara- samninga, þar sem segir að raun- hækkun lægstu launa sé mest. Einnig er vísað í helstu atriði samn- inganna í forsíðufyrirsögn. Hinar tvær fyrirsagnir forsíðunn- ar eru hins vegar langt frá kjara- málum. Önnur er um blómafijókorn og er tilvísun í grein næringarfræð- ings inni í blaðinu. Aðalmál á for- síðu VR-blaðsins er hins vegar um merkisatburð í Miðhúsaskógi er barn fæddist í húsi númer 12, eins og það er orðað á forsíðunni. Með þessari fyrirsögn er mynd af stolt- um foreldrum með nýfætt barn sitt, sem fæddist í orlofshúsi VR. Á baksíðu VR-blaðsins er haldið áfram að blanda saman hörðum málum og mjúkum. Þar eru fyrir- sagnirnar um ráðstefna karlmanna í Stokkhólmi, heilsueflingu í fyrir- tækjum og spurt er hvað lífeyris- sjóðurinn geri fýrir þig. Fyrir nokkrum árum hefðu svona útsíður tæpast verið hugsanlegar í blaði stéttarfélags, þar sem gjarnan var að fínna áróður og prósentufréttir. xxx FORSÍÐA Vinnunnar, tímarits ASÍ, hefði einhvern tímann verið óhugsandi. Þar er að finna stóra mynd af forstjóra eins stærsta fyrirtækis á íslandi, manns sem verið hefur í framvarðasveit vinnu- veitenda hér á landi. Það er Brynj- ólfur Bjarnason í Granda sem prýð- ir forsíðuna og á þessari skemmti- legu mynd gæðir hann sér á innbök- uðum karfa Wellington með „rauð- vínspúðursykurvinaigre". Á forsíðunni er vísað á úttekt um hvers vegna laun á íslandi eru lág þrátt fyrir háar þjóðartekjur. Þar er m.a. að finna viðtal við Brynjólf undir fyrirsögninni „Verð- mætakóngar betri en aflakóngar". Víkveiji þarf ekki að taka fram hversu mjög honum finnst blöðin áhugaverðari með framsetningu og viðfangsefnum eins og hér er lýst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.