Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 68
MORGUNBLADW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVLK, SlMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUMAS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Debut hefur selst í 3 milljónum eintaka Björk hefur lokið gerð nýrrar breiðskífu BJÖRK Guðmundsdóttir hefur lokið við næstu breiðskífu sína sem koma á út í sumar. Fyrsta smáskífa af plötunni kemur út á næstu dögum og segja tals- menn Bjarkar í Lundúnum að eftirvænting sé mikil eftir plöt- unni viða um heim. Björk Guðmundsdóttir lauk í vikubyijun við væntanlega breiðskífu sína, sem koma á út 5. júní. Hún fylgir í kjölfar plöt- unnar Debut, sem hefur nú selst í nærfellt þremur milljónum ein- taka. Fyrsta smáskifan af plöt- unni, með laginu Army of Me, verður gefin út hér á landi 24. apríl nk., en ytra kemur lagið útl.maí. Vpptökur á Rarbados Plötunni hefur enn ekki verið gefið nafn, en Björk hefur unn- ið að henni með hléum síðan snemma á síðasta ári og meðal annars tekið upp á Barbados. Fjölmargir komu að gerð plöt- unnar, þar á meðal Nellie Hoop- er, sem vann með henni Debut. Ekki hefur Björk enn tekið ák- vörðun um tónleikahald í kjölfar útkomu plötunnar, en heimildir í Bretlandi herma að liklega muni hún leggja meiri áherslu á Bandaríkin en hún gerði vegna síðustu plötu sinnar og hyggst útgáfa hennar þar í landi leggja mikla vinnu og fé í kynningu. Reykjalundur vill hætta rekstri heilsugæslu STJÓRN Reykjalundar hefur óskað eftir því að losna undan samningi sínum við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heilsugæslustöðvar í Mos- fellsbæ. Stjórnin hefur einnig óskað eftir að verða leyst undan samningi um rekstur Hleinar, en þar dvelja 7 langlegusjúklingar sem þurfa á mik- illi hjúkrunaraðstoð að halda allan sólarhringinn. Astæðan er sú að stjórnin hefur ekki fengið fjárveit- ingar sem duga til reksturs þessara stofnana. Um 40 milljóna króna tap varð á rekstri Reykjalundar á síðasta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa ákveðið að grípa til margháttaðra spamaðaraðgerða til að bregðast við þessu. Ákveðið hefur verið að ráða ekki afleysingafólk í sumar og ein- ungis taka við fjórum hjartasjúkling- um á viku, en fram að þessu hefur hún tekið við fimm. Ekkí tekið við erfiðum sjúklingnm „í þeim sparnaðaraðgerðum sem áformað er að grípa til í sumar er Heilbrigðisráðu- neytið sakað um tómlæti gert ráð fyrir að í 6-8 vikur í sumar verði einungis tekið inn fólk sem getur séð að mestu leyti um sig sjálft, þurfi lágmarks hjúkrun, þurfi lágmarks endurliæfingu og komi hingað í eins konar hvíld frekar en raunverulega endurhæfingu. Þetta eigum við starfsfólk, sem viljum vinna faglega, mjög erfitt með að sætta okkur við. Þetta þýðir að stofnunina setur mjög mikið niður faglega," sagði Magnús Ólafsson, læknir á Reykjalundi. Magnús B. Einarson, læknir á Reykjalundi, sagði að engin stofnun í daggjaldakerfinu hefði mátt sæta þvíiíkum niðurskurði tekna og Reykjalundur. Frá árinu 1990 hefði daggjald Reykjalundar hækkað um tæp 15%. Á sama tíma hefði dag- gjald DAS í Reykjavík hækkað um 37%, daggjald Elliheimilisins Grund- ar um 52% og hjúkrunarheimila sveitarfélaganna um 44-46%. Magnús sagði að stjómendur Reykjalundar hefðu ítrekað óskað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að tekið yrði á fjárhagsvanda stofnun- arinnar. Þeim óskum hefði ekki ver- ið sinnt. Hann sagðist ekki vita hvers vegna stofnunin hefði mátt þola þetta tómlæti af hálfu heilbrigðis- ráðuneytisins. Sá grunur læddist þó af mönnum að ástæðuna mætti rekja til þess að stjómendur Reykjalundar hefðu hafnað kröfu ráðuneytisins um að Reykjalundur yrði settur inn á föst fjárlög. Magnús benti á að daggjald Reykjalundar hefði verið lækkað um 8% í árslok 1991 skömmu eftir að stjórn Reykjalundar hefði hafnað tillögu um að stofnunin færi inn á föst fjárlög. Hann sagði að stjóm Reykjalundar vildi vera áfram í daggjaldakerfinu því það tryggði stofnuninni visst sjálfstæði. Magnús sagði að fjárhagsvandi Reykjalundar hefði leitt til þess að þróunarstarf á stofnuninni hefði ver- ið meira og minna lamað í flögur ár. ‘ Diddú og Krislján saman á Akureyri TVEIR af ástsælustu óperu- söngvumm landsins, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristján Jóhannsson, munu syngja í fyrsta sinn saman á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í næstu viku. Gerum þetta ógleymanlegt Mikil spenna svífur yfir vötnum norðan heiða og nán- ast er uppselt á tónleikana enda hefur Kristján ekki sungið á Akureyri í átta ár. „Ég er ekki í vafa um að við munum skemmta okkur en við emm einhuga um að gera þetta ógleymanlegt,“ segir tenórinn og Diddú tek- * ur í sama streng: „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta verði ógleymanleg upplifun. Það er svo gaman að syngja fyrir Akureyr- inga.“ ■ Verðum ferlega sæt/24 Morgunblaðið/Kristinn Höfðabakka- brú nyrðri í smíðum FRAMKVÆMDIR við bygg- ingu mislægra gatnamóta og brúar við Höfðabakka-Vestur- landsveg eru nú í fullum gangi og ganga eftir áætlunum, samkvæmt upplýsingum Helga Hallgrímssonar vega- málastjóra. Stefnt er að því að opnað verði fyrir umferð um gatnamótin í haust. M.a. verður byggð brú fyrir um- ferð milli Arbæjar og Grafar- vogs og af Vesturlandsvegi. Þrír verktakar annast fram- kvæmdimar og er kostnaður við brúna og gatnamótin áætl- aður um 550 milljónir kr. Eigandi Partaportsins í Súðarvogi slapp naumlega úr eldsvoða „Þá bara forðaði ég* mér“ TRAUSTI Gunnarsson vélstjóri og eigandi Partaportsins var að ryð- bæta bíl þegar eldur blossaði upp á verkstæði hans í Súðarvogi 6 í gær. Trausti sneri baki í millivegg í húsinu og telur líklegt að eldurinn hafí komið þar upp. „Strákurinn sem var með mér sagði: ,Ég bara sá þig þarna í ljósum logum’," sagði Trausti þegar hann Iýsti reynslu þeirra félaga í viðtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Ég fann hita á hnakkanum, en er ekkert brunninn. Ég ætlaði að hlaupa að slökkvitæki sem var á veggnum, en sá þá að kolsvartur reykurinn fór fram loftið og niður með veggnum og hurð- inni. Mökkurinn var svo mikill að ég sá ekki orðið hurðina. Þá bara forðaði ég mér. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði Trausti. Reykinn lagði yfir borgina Slökkviliðinu barst tilkynning um mikinn reyk frá húsinu í Súðarvogi klukkan 17.20. í kjölfarið fylgdi flöldi hringinga fólks sem tilkynnti um þykkan reyk sem lagði yfír aust- urborgina. Slökkvilið sendi mikið lið á stað- inn og þegar þangað kom var norð- urhluti hússins, sem er gamalt timb- urhús, alelda. Trausti og félagi hans höfðu þá náð að loka dyrum, en gastæki voru innandyra. Slökkvi- liðsmenn náðu að færa gastækin Morgunblaðið/Júlíus út og kæla þau, en fóru ekki inn í húsið til slökkvistarfa vegna sprengihættu og útleiðslu, en raf- magn var á húsinu. Vatn var leitt að brunastaðnum úr brunahönum í hverfinu og voru lengstu slöngurnar um 300 metrar. Félagamir af verk- stæðinu voru fluttir á slysadeild og fengu að fara heim að lokinni skoð- un. Slökkvistarfinu lauk upp úr klukk- an 19 og var höfð vakt á staðnum til kl. 21. Húsið er talið ónýtt. Elds- upptök em ókunn. Trausti var með þrjá bíla í húsinu og félagi hans átti einnig bíl þama inni. Að sögn Trausta er hann tryggður fyrir skemmdum á bílum í viðgerð og hluta verkfæra. Mikill lager af bíla- pörtum var hins vegar lítið tryggður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.