Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 17

Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 17 ERLENT Norðmenn rændir sínum hlut í samstarfsfyrirtæki í Arkangelsk Allt samstarfið við Rússa í hættu Vélarbilun en ekki hryðjuverk RÚMENSKA Airbus-þotan, sem fórst fyrir um hálfum mánuði með 60 manns innan- borðs, hrapaði til jarðar vegna vélarbilunar. Er það niður- staða rannsóknarnefndarinnar en hægri hreyfillinn svaraði ekki boðum um að draga úr afli. Í fyrstu var talið, að um hryðjuverk hefði verið að ræða og einkum vegna þess, að vitni að slysinu sagði, að sprenging hefði orðið um borð. Dóttir Musso- linis látin EDDA Mussolini Ciano, dóttir Benitos Mussolinis, einræðis- herra á Ítalíu á millistríðs- og stríðsárunum, lést um helgina 85 ára að aldri. Eigin- maður henn- ar var Gale- azzo Ciano greifi en han snerist gegn tengdaföður sínum 1943 og það leiddi til þess, að Mussolini var handtekinn. Þýskir hermenn leystu hann þá úr haldi og komu honum aftur til valda og Ciano var handtekinn og líflátinn. Reyndi Edda að biðja manni sínum griða en faðir hennar lét það sem vind um eyru þjóta. Hraunflóðið kaffæri þorp ÓTTAST var í gær, að hraun- flóðið frá eldgosinu á Fogo- eyju á Grænhöfðaeyjum rynni yfir fleiri þorp en gosið færðist nokkuð í aukana um helgina en úr því dró aftur í gær. Um 5.000 manns hafa flúið heim- ili sín eða misst þau síðan gosið hófst. Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar urðu á Grænhöfðaeyjum í gær. Fangar í Rú- anda hrynja niður ÚM 50 manns létust í einu fangelsi í Rúanda í síðustu viku vegna þrengsla og skelfi- legra aðstæðna af þeim sök- um. Eru fangelsin svo yfirfull, að fangamir geta jafnvel ekki lagst niður þegar þeir sofa. Hreinlætisaðstaða er engin og alls konar sjúkdómar heija á fólkið. Tugir þúsunda manna, aðallega hútúmenn, eru í fang- elsum í Rúanda og bíða þess að vera ákærðir um þátttöku í þjóðarmorðinu á síðasta ári. Eurotunnel á barmi gjald- þrots TALSMENN Eurotunnels, fyrirtækisins, sem annast rekstur Ermarsundsgang- anna, sögðu í gær, að skuldim- ar, sem em á níunda hundrað milljarða kr., myndu ríða því að fullu ef ekki kæmi til meira fjármagn. Á síðasta ári var rekstrartapið nærri 390 millj. punda og tekjumar á fyrsta ársfjórðungi nú eru minni en gert hafði verið ráð fyrir. Ósló. Morgunblaðið. ÓTTAST er, að vaxandi samstarf Norðmanna og Rússa í viðskiptum og atvinnurekstri hafi beðið alvar- legan hnekki þegar norskir meðeig- endur fyrirtækis í Arkangelsk vom í raun reknir burt fyrir nokkm og rændir sínum hlut. Aðrir Norðmenn með ítök í rússneskum fyrirtækjum bera sig mjög illa og segja, að skriffinnskan í Rússlandi ein og sér geri flestan rekstur ómögulegan. Gunnar Berge sveitarstjórnar- málaráðherra brást mjög hart við tíðindunum frá Arkangelsk og fór hann þangað í síðustu viku til við- ræðna við ríkisstjórann. Segir Berge, að verði hlutur norsku eig- endanna ekki réttur strax, muni það hafa mjög slæm áhrif á samskipti Norðmanna og Rússa. Framlag Norðmanna meira en 200 millj. kr. Fyrirtækið, sem um ræðir, tijá- vömfyrirtækið Rossnor, var stofnað 1991 og var að hálfu feigu Norð- manna. Var litið á það sem skóla- bókardæmi um það hvernig norsk- rússnesk samstarfsfyrirtæki ættu að vera en norska fyrirtækið Bjöm A/S í Tromsö lagði í það 150 millj. ísl. kr. og norska stjórnin 60 millj. Um síðustu áramót var Oddbjörn Pettersen, forstjóri Rossnor, rekinn frá fyrirtækinu þegar hann var í fríi heima í Noregi og létu Rússarn- ir sérstaka menn gæta þess, að hann kæmist ekki þar inn fyrir dyr. Er hann nú í Árkangelsk með sína eigin lífverði, sem gæta hans allan sólarhringinn. Ýmis önnur norsk fyrirtæki hafa átt í miklum erfíðleikum í Rúss- landi. Sem dæmi má nefna, að síð- an ríkisolíufélagið Statoil kom upp bensínstöð í Múrmansk 1993 hefur það orðið að greiða meira en 18 millj. kr. í ýmiss konar sektir til rússneksra stjórnvalda. Samstarf Telenors við rússneska símafyrir- tækið hefur stórbætt símasamband við Kolaskaga, Arkangelsk og Kitj- álahéruð en fyrirtækinu hafa hins vegar borist óskiljanlegir reikningar upp á milljónir kr. frá rússneskum yfirvöldum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.