Morgunblaðið - 11.04.1995, Page 42

Morgunblaðið - 11.04.1995, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hal Ha! Bn, ■Prumstxtb ab þvoStr um, hendurnar fyrir ma.tín.n. f }brc(i> er- Tómm'i aJb Þetta er allt vitlaust hjá þér, herra... Kennarinn sagði að þetta væri „rétt eða rangt“ próf... Engin furða ... ég hélt að hún hefði sagt „gabb eða gefa“ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hætt við at- gervisflótta Frá Jóni Kr. Óskarssyni: ER ÉG sest niður við ritvélina og fer að hugsa á hana, þá sækja þessi nöfn á mig. En hvað skyldu þau hafa sameiginlegt? Jú vissulega eiga þau það sam- eiginlegt að öll starfa þau að málefnum Pósts og síma, en þó hvert á sínu sviði. Þau eiga það líka sameiginlegt að hafa öll brugðist starfs- mönnum þeim er þau starfa með og fyrir hjá Pósti og síma. Hvernig skyldi það vera hægt, spyr einhver er ekki þekkir til málanna? Ragnhildi Guðmundsdóttur for- manni Félags íslenskra síma- manna (FÍS), hefur algjörlega mistekist að stuðla að lagfæringu launa og kjara umbjóðenda sinna. Gott dæmi um vanþekkingu henn- ar á kjaramálum er síðan á fundi í fjarskiptadeild FÍS í febrúar í vetur er hún trúði ekki starfsstúlk- um á Ritsímanum í Reykjavík er hafa 55 þúsund í föst laun á mán- uði. Stúlkum er starfa sem rit- símaritarar og eru með stúdents- próf, 4-12 ára starfsreynslu, þurfa að sýna kunnáttu í góðri íslensku, ensku og vélritun, fyrir utan almenna þekkingu í mannleg- um samskiptum og almennri menntun. Hún þrætti fyrir að þær hefðu þessi laun, þar til henni var sýndur launaseðillinn. Ólafur Tómasson er póst- og símamálastjóri okkar starfsmanna og allra landsamnna. Það er mál til komið, Ólafur Tómasson, að þú takir þér tak og farir að hugsa um að starfsfólkið þarf meira til að bíta og brenna en góðan vinnu- stað og góðan félagsskap af hvert öðru, það þarf mannsæmandi laun sem það getur lifað af. Það er ekki nóg að segja að starfsfólk þurfi hærri laun í skálaræðum. Það þarf að vinna að því á virkum dögum og af elju og hreinskilni að starfsfólk Pósts og síma fái umtalsverða hækkun launa sinna, annars er hætt við að illa fari í næstu framtíð hjá Pósti og síma. Halldór Blöndal er samgöngu- málaráðherra og um leið ráðherra póst- og símamála. Við starfsmenn Pósts og síma höfum fyllst stolti undanfarna mánuði og daga yfir því hversu vel rekin okkar stofnun er. Einn milljarður skal skilast til ríkiskassans á ári, hundraða millj- óna króna lækkun á þjónustugjöld- um símans fyrir landsbyggðina og aðrar milljónir til lækkunar á GSM-kerfi. Þetta er allt saman gott og blessað, en hvers vegna er þetta mögulegt, Halldór Blön- dal? Það skyldi þó ekki vera vegna þess hversu illa er að starfsfólki Pósts og síma búið í'launalegu tilliti? Það er viðurkennt að starfs- menn Pósts og síma eru með einna lægst laun af öllum starfsmönnum ríkisgeirans. Það er hægt að hreykja sér og deila milljónum hingað og þangað þegar þannig er að starfsfólki búið. Eg held þú ættir að sjá sóma þinn í því, Hall- dór Blöndal, póst- og símamála- ráðherra, að stuðla að allverulegri launahækkun til starfsmanna Pósts og síma. Það er hætt við að atgervis- flótti verði frá Pósti og síma á næstunni, ef ekki fæst lagfæring og það veruleg lagfæring á launa- málum starfsmanna. Það er ekki endalaust hægt að deila út pening- um og skattpína stofnunina og hugsa ekkert um þá er þjónustuna veita og tekjurnar skapa. Að lokum, takið ykkur nú öll þijú, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Tómasson og ekki síst Halldór Blöndal, tak og látið starfsmenn Pósts og síma njóta þess í launum sínum, það góða starf er starfsmenn hafa verið að vinna á undanförnum árum fyrir heill lands og þjóðar. Starfsfólkið á miklu betra skilið en þau laun er það hefur í dag. JÓN KR. ÓSKARSSON, varamaður í stjórn fjarskiptadeildar FIS og yfirvarðstjóri á ritsímanum í Reykjavík. _ Jón Kr. Óskarsson Edgar Cayce og Essenar Frá Einari Þorsteini: EFTIR samtal við yfirbókavörð- inn við Edgar Cayce-stofnunina, ARE (The Associaltion for Rese- arch and Enlightenment) í Virgin- ia Beach (sími: 001-804-428- 3588) skal hér með eftirfarandi leiðréttingu komið á framfæri: Edgar Cayce sagði réttilega fyrir- fram um dvalarstað Essena árið 1937, þ.e. við norðvestur strönd Dauðahafsins. Það var svo 1948 og 1949 sem Dauðahafsrúllurnar og síðan rústirnar af bústöðum Essena fundust þar, nánar við Qumran. Margir fræðimenn telja fullvíst að þar með sé fundin end- anleg skýring á dvalarstað þeirra í kringum þann tíma sem Jesús lifði. Raunar sagði E.C. einnig frá nánum samskiptum Jesús við Essena, þó að það fáist seint stað- fest. Það var svo ekki rétt eftir haft í Morgunblaðsgrein minni þann 19. febrúar 1995 að nafn Essena hafi ekki verið þekkt úr sögunni og bið ég lesendur Morgunblaðsins velvirðingar á því. EINAR ÞORSTEINN Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt \ r, Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, j hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu ' efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.