Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 43

Morgunblaðið - 11.04.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 43 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Hver á auðlindir landsins? Það er aldrei of seint — leggðu inn strax í dag Frá Ólafi Maríussyni: INNLEGG þitt í banka lífsins, er gjöf til barnsins þíns og er ekki stórt í sniðum, aðeins eitt orð. Orðið er trúnaðartraust. Þegar fyrstu vextir berast, hlýnar þér um hjartarætur - barn- ið þitt kemur til þín og segir, mamma - pabbi, ég þarf að segja þér svolítið. Svo koma vaxtavextir þið eruð að eignast sameiginlegan fjársjóð, sem enginn getur tekið frá ykkur. Barnið þitt hefur eign- ast sterkan vin, fastan punkt í líf- inu og öryggiskennd sem er líf- snauðsynleg öllum mönnum. Sjóð- urinn ykkar eflist - það koma fleiri börn, þau fá sitt innlegg. Pöstu punktarnir verða að sterk- um stoðum, þessar sterku stoðir verða burðarvirki að æðsta tak- marki kristinnar trúar - kærleik- anum. Hinn æðsti skapari himins og jarðar, gaf manninum ljós af sínu ljósi - til ferðarinnar miklu, reynslustigsins á jarðarkringlunni. Þetta ljós er Guðs neisti í brjósti þínu - kærleikurinn. En því miður er maðurinn að glata þessari dýr- mætustu gjöf sinni í græðgi - öf- und og takmarkalausan valda- hroka. Ást og kærleikur eru systkini - ástin er krefjandi en kærleikurinn ekki. Það má ekki ske, að barnið þitt standi aleitt - ráðalaust, með hræðsluglampa í augum, starandi út í kalda nóttina - kallandi á hjálp í örvæntingu sinni. Heyrirðu ekkert? Sérðu ekkert? Ertu of upptekinn að sinna því sem einskisvert er, þegar reynslu- tíma þínum lýkur? Stöðvaðu hrað- ann - gáðu að þér - þú ert með fjöregg þjóðarinnar, lífsblómann sjálfan í höndunum. Ertu að láta hann koðna niður í höndum þér? Það er ófyrirgefanlegt. • Við verðum að styrkja og standa með börnum okkar, af öllum mætti, til að þau geti staðið á móti þessari gráðugu, svörtu eyð- andi hönd sem seilist til þeirra með öllum ráðum - þau geta þetta ekki ein og óstudd. Burt með fíkniefnin og eiturlyf- in, þau eru skugginn svarti sem læsir klónum, hvar sem færi gefst. Stöndum við ráðþrota gagnvart þessari ófreskju? Sem er að éta börnin okkar. Ofreskja sem teygir svarta krumlu sína í alla grunn- skóla landsins. Ég trúi því ekki, við með víkingablóð í æðum látum í minni pokann fyrir þessari ófreskju. Erum við að verða einhverskon- ar miðjumoðsaumingjar, sem sjáum ekkert, heyrum ekkert - lítum undan þegar á okkur er kall- að? Ætlum við að láta þennan andskota ráðast inn á heimili okk- ar, á skítugum skónum, án þess að snúast til varnar? Ég trúi því ekki! Hvar eru nú allir riddarar götunnar, næturriddararnir sem ráðast á saklaust fólk með ofbeldi og barsmíðum? Snúið þið ykkur að því sem að gagni kemur og hjálpið okkur að leggja óargadýrið að velli - sýnið samstöðu og verið stoltir af verkum ykkar. Fyrsta innlegg í banka lífsins þarf ekki að vera stórt til að það beri árangur. Árangurinn næst aðeins þegar fjársjóður okkar í banka lífsins er orðinn það öflugur að börnin okkar - fjöregg þessarar þjóðar - hafa fengið þann sterka bakhjarl sem samhent og ham- ingjusöm fjölskylda er. Eflum fjölskyldutengslin - trúnaðinn og traustið - þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Það er ósk mín að banki lífsins megi vera öflugastur af öllum bönkum landsins og öll þjóðin leggi sinn skerf til þess. Innleggið er ekki stórt, aðeins eitt orð sem þú gefur barninu þínu - orðið er trúnaðar- traust. ÓLAFUR MARÍUSSON, Heiðvangi 7, Hafnarfírði. Frá Einari Erlingssyni: ÞAÐ VÆRI dapurlegt til þess að hugsa að tveir grátkirtlar yrðu orsök þess að landauðn yrði með ströndum landsins. Eins og horfir nú er verið að taka lífsbjörgina af fólkinu með núverandi kvótakerfí: Smábátarnir brendir og fiskvinnslan tekin af fólk- inu í sjávarþorpunum og flutt út á sjó til fullvinnslu, ekki hefur heldur verið hugsað um velferð fiskistofn- anna þar sem miðin eru völtuð með botnvörpum, en hver og ein þekur ummál margra knattspyrnuvalla og eirir engu á vegferð sinni um hafið. Hverjir voru að tala um að þjóðin ætti auðlindina? Hvað hefur fólk að gera með eign eða þjóðararf sem búið er að girða af til handa örfáum sægreifum? Er þá ekki eins gott að selja miðin á einu bretti og skipta upphæðinni milli fólks sem það gæti notað til brottfarar af skerinu? Mér hefur fundist fara lítið fyrir umræðunni um þetta mál málanna hjá stjórnmálamönnum okkar í kosn- ingahríðinni. Ætlar enginn einn flokkur að ganga fram fyrir sköldu og segja þessu stórhættulega kvóta- kerfi stríð á hendur? Ég yrði ekki hissa þótt sá hinn sami fengi góðan byr í seglin. Ég vil benda fóki á að lesa grein Önundar Ásgeirssonar, fyrrverandi forstjóra OLIS, sem birt var í Morg- unblaðinu 25. mars sl. Er ekki kom- inn tími til að þjóðin vakni til meðvit- undar um þetta stórhættulega ferli sem hér er komið á góðan skrið með okkur fram af hengibrúnni. EINAR ERLINGSSON, Langholtsvegi 63. FORVITNIÉEGT m FRÓÐEEGT, SKEMMTIEEGT m SKRÍTIÐ... DAGAR ÍSLANDS er forvitnileg bók þar sem Jónas Ragnarsson rifjar upp atburði úr sögu og samtíð á nýstárlegan hátt. •Efni bókarinnar raðað eftir mánaðardögum. •A þriðja þúsund atburðir frá fyrri öldum til okkar daga. • Stórtíðindi í aldanna rás en einnig hið skrítna og skondna. •Unnið úr hundruðum heimildarrita. DAGAR ÍSLANDS er eiguleg og áhugaverð bók sem flett verður aftur og aftur. BÓK FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI! é VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 1 08 REYKJAVÍK FERMJXGAHGjÖFIX f ÁH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.