Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 8

Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að fína fólkið í útlöndum vildi fara í sorpið okkar. Borgarsljórn samþykkir breyttar reglur um fjárhagsaðstoð Fjárhagsaðstoð hækkar til einstæðra foreldra BREYTTAR reglur um fjárhagsaðstoð til skjólstæðinga Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar hafa verið samþykktar í borgarstjórn. Reglurnar gera ráð fyrir að dregið verði úr ijárhagsaðstoð til ein- staklinga en framlag til einstæðra foreldra verði hækkað. Reglurn- ar taka gildi 1. maí_ og verða til reynslu í eitt ár en endurskoðaðar eftir sex mánuði. í bókun Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er meðal annars bent á að útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar muni auk- ast um tugi milljóna við breytinguna. I bókun Reykjavíkurlistans segir að markmið með breytingunni sé meðal annars að einfalda reglurnar, auka jafnræði með umsækjendum og flýta afgreiðslu. Oskað aðstoðar vegna þjófnaðar RANNSÓKNARLÖGREGLAN óskar eftir að heyra í kaup- endum notaðra tölva frá hug- búnaðarfyrirtæki á Smiðju- vegi 4 í tengslum við rannsókn máls. Selt í gegnum smáauglýsingar Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn hjá RLR, sagði að tveir menn væri í haldi vegna innbrots og gruns um að hafa stolið og komið í verð töluverðu magni af tölvum, símtækjum, faxtækjum og öðrum skrifstofubúnaði. Mennirnir hefðu auglýst bún- aðinn til sölu í smáauglýsing- um DV og selt í leiguhúsnæði við Smiðjuveg. Þess vegna óskar rann- sóknarlögreglan eftir að heyra í kaupendum notaðs hugbún- aðar frá hugbúnaðarfyrirtæki á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. 544 milljónir á fjárhagsáætlun Um 3 þúsund einstaklingar og fjölskyldur fá^aðstoð frá Félagsmála- stofnun á ári og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, að á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1995 væri gert ráð fyrir um 544 milljónum króna vegna fjár- hagsaðstoðar og húsaleigubóta. „Það er ekki markmið í sjálfu sér að ná fram sparnaði með þessum breytingum en við ætlum okkur að reyna að halda þessu innan þeirra marka sem fjárhagsáætlun borgar- innar gerir ráð fyrir,“ sagði hún. „Markmiðið er að einfalda reglum- ar, gera þær skýrari og skiljanlegri fyrir umsækjendur, starfsfólk, stjórnendur og stjórnmálamenn. Þá eiga þær einnig að tryggja jafnræði í meðferð þessara mála hjá borg- inni. Reglurnar eru svo óljósar og mikið um heimildargreiðslur en þá er veruleg hætta á að sambærileg mál fái ekki sömu afgreiðslu. Og þar sem fólk þekkir illa rétt sinn er það líka illa í stakk búið til að áfrýja sínu máli.“ 60% skjólstæðinga einhleypir - meirihlutinn karlmenn Borgarstjóri sagði að 60% þeirra sem nýtu aðstoðar frá félagsmála- stofnun væru einhleypingar og að karlmenn væru í meirihluta. Sagði hún að stærsti einstaki hópur skjól- stæðinga á Akureyri væri einstæðar mæður eða 40% hjá Félagsmála- stofnun Akureyrar en hann væri ekki nema 26% í Reykjavík. Samt væri stærra hlutfall einstæðra for- eldra sem byggi í Reykjavík. „Ég held að þetta sé vegna þess að regl- urnar okkar virka svona,“ sagði Ingibjörg. I bókun Reykjavíkurlistans segir einnig að reglurnar miði að því að koma til móts við fátækar barnafjöl- skyldur. í því fyrirkomulagi sem hingað til hafi tíðkast hafi greiðslum verið skipt með óeðlilegum hætti milli ólíkra hópa skjólstæðinga. Ein- stæðar mæður hafi verið 26% skjól- stæðinga en einhleypir 60% og.feng- ið 55% heildaraðstoðar. Einstæðar mæður með tvö börn hafi aðeins notið 2,82% af fjárhagsaðstoðinni. 40% hjóna með tekjur undir viðmiði í bókun Sjálfstæðisflokksins segir meðal annars að skýrsla endurskoð- enda sýni að ráðstöfunartekjur fjöl- skyldu með þrjú börn verða allt að 145 þús. á mánuði eftir skatt. Þá segir, „Til þess að hafa sömu ráð- stöfunartekjur þurfa hjón með þrjú börn að hafa að minnsta kosti 220 þús. í laun á mánuði. 40% hjóna á vinnumarkaði á íslandi voru með tekjur undir þeim mörkum á síðasta ári.“ Þá jafngildi fjárhagsaðstoðin því að einstaklingur hafí um 65 þús. í laun á mánuði. Bent er á að þeim fjölgi sem rétt eigi á bótum með nýju reglunum og að heimildargreiðslur verði meiri en skýrslan geri ráð fyrir. Fjárhagsað- stoð til einstaklinga hækki um 23% eða úr rúmum 43 þús. í rúm 53 þús. á mánuði en um 58% fyrir hjón. Fullar atvinnuleysisbætur fyrir ein- stakling á mánuði séu 50 þús. Fjár- hagsaðstoðin muni því vera jafngild því að laun einstaklings séu 65 þús. á mánuði. Þá hafi bótagreiðslur frá ríkinu svo sem barnabætur og barnabótauki engin áhrif á fjárhags- aðstoðina samkvæmt lögum. Jafn- framt segir: „Þessar reglur eru til þess fallnar að festa fólk í kerfi Félagsmálastofnunar af þeirri ástæðu að hagur þess mun versna fjárhagslega með því að fara út á vinnumarkaðinn." Menningarmiðstöð ungs fóiks Húsið er rekið af þeim sem nota það MENNINGAR- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, Hitt húsið, var opnuð 15. nóvem- ber 1991 í Brautarholti. Um er að ræða verkefni á veg- um íþrótta- og tómstunda- ráðs sem upphaflega fór af stað í tilraunaskyni til sex mánaða. Verkefnið hefur vaxið að umfangi síðan. Starfsmenn voru fjórir upp- haflega en eru nú 13 í átta stöðugildum og flutti upp- lýsingamiðstöðin í Geysis- húsið á homi Aðalstrætis og Vesturgötu í gær. - Út á hvað hefur starf- semin helst gengið? „í fyrstu var áherslan mjög mikið lögð á skemmt- anir og dansleiki en þróunin hefur orðið í þá átt að gera Hitt húsið að menningarm- iðstöð ungs fólks. Nú er svo kom- ið að við erum alveg hætt skemmtanastarfsemi. Við sjáum um Ungt fólk í Evrópu, sem er ungmennaskiptaverkefni á veg- um Evrópusambandsins, og rek- um fyrir hönd menntamálaráðu- neytisins. Síðan erum við með starf fyrir fatlaða en þeir eru með félagsmið- stöð í húsinu. Einnig getur ungt fólk leitað hingað eftir upplýsing- um um hvaðeina sem því við kem- ur hvað varðar menntun, atvinnu- og ferðamál, svo dæmi séu tekin. Jafnframt má nefna aðstöðu fýrir leikhópa og listsmiðju." - Hverjir eru það helst sem leita til ykkar? „Það er fólk á aldrinum 16-25 ára, bæði framhaldsskólanemar, atvinnulaust ungt fólk og þeir sem vinnandi eru.“ - Hvernig hefur starfsemin hlaðið utan á sig? „Fyrsta árið komu í húsið til okkar 40.000 gestir og á síðasta ári voru þeir 70.000. Bæði höfum við aukið við starfsemina og eins hefur Hitt húsið orðið miðstöð úrræða fyrir ungt atvinnulaust fólk því við erum með námskeið og starfsþjálfun fyrir þennan hóp. Á þessu ári má gera ráð fyrir að um 300 ungmenni á þessum aldri sæki námskeið hjá okkur." Hvernig námskeið eruð þið með? „Við erum með fjögurra vikna námskeið fyrir atvinnulaus ung- menni til þess að efla sjálfsímynd þeirra. Við leiðbeinum þeim með það hvernig á að sækja um vinnu, heilbrigt líferni, meðferð peninga, launamál og réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Síðan fá krakk- arnir tímabundna ____________ ráðningu í ákveðin störf hjá borginni, fé- lögum og samtökum, í fjóra til sex mánuði. Á þessu ári hafa um — eitt hundrað ungmenni sótt nám- skeiðin og eru þau að fara í störf núna. En samkvæmt síðustu tölum eru 900 manns á aldrinum 16-25 ára án atvinnu. Námskeiðin fyrir atvinnulausa hafa staðið yfir í tvö ár og við erum að glíma við það í dag að fá til okkar krakka sem verið hafa án atvinnu í eitt og hálft upp í tvö ár. Þegar við byijuðum voru 28 á atvinnuleysisskrá svo þörfin fyrir þessi úrræði verður alltaf meiri og meiri. Við þurfum að bregðast við á einhvern hátt. Logi Sigurfinnsson ► LOGI Sigurfinnsson fæddist i Reykjavík 1. september 1963. Logi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti árið 1963 og hélt þá til Svíþjóðar til að nema tóm- stundafræði. Að því búnu starfaði hann sem forstöðu- maður í Félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði I eitt ár. Logi var forstöðumaður í Frostaskjóli í tvö ár ogþvínæst ráðinn til starfa við tilrauna- verkefnið Hitt húsið í Brautar- holti í nóvember 1991. Gestir voru 70.000 á síðasta ári Til dæmis er miðað við að hér í húsinu verði framköllunarað- staða, klippiherbergi fyrir kvik- myndir, gagnasmiðja þar sem krakkar geta lært og skrifað rit- gerðir á tölvu og fundaaðstaða fyrir féiög og samtök. Margt af þessu kemst vonandi í gagnið strax en sem stendur erum við búin að flytja skrifstofu- og starfsmannaaðstöðuna hingað niður eftir. Það er í raun þriggja ára áætlun að gera húsnæðið til- búið fyrir starfsemina." - Leita unglingar í vandræð- um til ykkar? „Já, það er hluti af starfinu. Það er leitað til okkar vegna vandræða með búsetu, vinnu og ýmiss konar félagsleg vandamál. Atvinnumálunum er til dæmis skipt í þrennt. Einn starfsmaður sér um fræðslu, annar um sam- skipti við atvinnurekendur og sá þriðji um ráðgjöf." Eruð þið með kynfræðslu eða sálfræðiþjón ustu? „Við höfum ekki boðið upp á það nema í hópum sem við höfum verið með fyrirlestra fyrir. Hins _________ vegar er það stefnan að vera með tiitekna þemamánuði þar sem sérfræðingar á hveiju sviði sjá um fræðslu. Þetta er eitthvað sem við sjáum fram á að geta gert í samstarfi við aðrar stofnanir. Annars leggjum við mesta áherslu á það í starfseminni að styðja við bakið á krökkunum í stað þess að mata þau. Einn starfsmaður hefur umsjón með hveiju starfi fyrir sig, til dæmis leiklistar- eða tónlistarstarfi, hann einn sér þá um það að styrkja krakkana eftir því sem við á. í raun má orða það sem svo að húsið sé rekið af þeim sem nota það, með hjálp starfsmann- anna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.