Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 9

Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 9 Formaður Félags kjúklingabænda um verðmun hér á landi og erlendis Hátt fóðurverð, sjóðagjöld og fjármagnskostnaður NYLEG verðkönnun Samkeppnis- stofnunar leiddi í ljós að verð á fuglakjöti í Kaupmannahöfn er að- eins 36% af því sem það er hér og um 32% lægra í Ósló en í Reykjavík. Bjarni Ásgeir Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda, var spurð- ur hvernig stæði á þessum mun. Hann sagði að á því væru marg- þættar skýringar þar sem verð á kjúklingum á Islandi réðist af því bágborna umhverfi sem kjúklinga- framleiðendur þyrftu að búa við. Þurfum að fá aðgang að fjárfestingarlánasjóði „Við erum með stofna sem éta meira fóður en stofnar erlendis og fóðurverð hjá okkur er þrefalt dýr- ara en þar. Þegar saman kemur hærra fóðurverð og meira magn af fóðri gefur augaleið að það er stór þáttur í þessu. Við borgum líka 15 krónur af hveiju kílói í búvörugjöld. Einnig er fjármagnskostnaður stór hluti skýringarinnar en hjá kjúklingabú- um er algengt að fjármagnskostn- aður sé frá 70 til 100 krónur á hvert kíló og stafar það af því að þessi búgrein hefur verið byggð upp með skammtímalánum og fóður- skuldum. Hún hefur ekki haft að- gang að fjárfestingarlánasjóði, þó svo að við séum mjólkaðir í þessar stofnalánadeildir. Stofnlánadeildin er okkar lána- sjóður en þeir hafa sett sér þær stærðarreglur að við erum ekki lánshæfir. Niðurgreiðsla af lánum vegur líka þungt af hveiju kílói þegar engin lántímafjármögnun er fyrir hendi,“ svaraði Bjarni. Kynbæturnar lofa góðu — Hafa ekki kjúklingabændur náð töluverðri rekstrarhagræðingu á síðustu árum með kynbótum á kjúklingastofnum, sem hafa ekki skilað sér í verði til neytenda? „Kynbæturnar eru að skila sér. Það var byijað á því að flytja inn stofn frá Noregi sem reyndist lítið betri en sá sem við höfðum fyrir en núna erum við að fá stofn frá Svíþjóð sem lofar góðu, en það tek- ur sinn tíma. Við náum um 5.000 hænum inn í einu í gegnum Hvann- eyrarstöðina og varpstofninn er væntanlega um 25.000 fuglar, þannig að það tekur tíma að ná því upp.“ — Skiptir milliliðakostnaður, þ.e. slátur- og heildsölukostnaður, miklu máli í þessu sambandi? „Nokkru, já, en hann hefur farið lækkandi, sérstaklega sláturkostn- aðurinn. Það má segja að það sé sama verð á slátrun og var á árun- GULLSMIÐJAN PYRIT-G 15 Handsmíðaðir DEM ANTSHRINGIR um 1986-87 en kostnaðurinn hefur staðið í stað og það hafa verið gefn- inn meiri afsláttur af státrun." — Hvaða leiðir sérð þú út úr vanda kjúklingabænda? „Fyrst og fremst að þessi bú fái aðgang að Stofnlánadeild tandbún- aðarins eða komist í einhvern annan langtíma fjárfestingarlánasjóð, þannig að lánasamsetningin verði eðlileg í stað þess að þurfa að búa eingöngu við dýr skammtímalán. Stofnarnir eru á réttri leið en við þurfum að ná örari innflutningi til þess að allir kjúklingar, sem koma til ræktunar, verði undan þessum nýja stofni. Svo er spurning hvað hægt er að ná fóðurverði langt nið- ur. Ég vonast til að meiri hagræð- ing náist þar og svo má benda á að kjaranfóðurgjald, sem er inn- heimt og endurgreitt, íþyngir líka að nokkru leyti.“ — ASÍ hefur óskað eftir að Sam- keppnisstofnun kanni ítarlega verð- myndun og viðskiptahætti í eggja- og kjúklingaframleiðslu og geri út- tekt á fóðurvöruframleiðslu og fóð- urinnflutningi. Hver eru viðbrögð þín við því? „Mér finnst það gott mál. Við höfum í gegnum tíðina haldið fundi með Neytendasamtökunum og stjórn ASI og óskað eftir því að tekið yrði á þessum málum sem snúa meðal annars að Stofnlána- deild og fóðurskattinum. Það hefur ekki tekist með þeirra aðstoð. ASÍ átti mann í sjömannanefnd ríkis- stjórnarinnar um landbúnaðarmál en í greinargerð sem þeir skiluðu lögðu þeir til að Stofnlánadeildin yrði opnuð fyrir kjúklingabændum og búvörugjöldin afnumin. Það hef- ur engan árangur borið.“ Greinin stæði ekki af sér óheftan innflutning — Er þessi búgrein samkeppnis- fær ef innflutningur verður leyfður á næstu árum og menn sjá fram á meiri samkeppni? „Það fer eftir því hvernig jöfnun- argjöldunum verður beitt. Það er alveg ljóst að ef opnað verður fyrir óheftan innflutning stendur þessi grein það ekki af sér,“ svaraði Bjarni og sagðist gagnrýna alþýðu- flokksmenn harðlega fyrir mál- flutning þeirra fyrir kosningar um verðlækkun landbúnaðarafurða ef ísland gerðist aðili að Evrópusam- bandinu og kjúklingasölu þeirra á svokölluðu Evrópuverði. „Við höfum rætt við alþýðu- flokksmenn eins og aðra um leiðir til að framleiða ódýra kjúklinga hér á landi en það hefur ekkert verið gert. Maður sér því fram á að það sé ekki ætlunin að við getum boðið upp á ódýra íslenska kjúklinga. Þetta er því aðeins hræsni í Alþýðu- flokknum og auglýsingaskrum. Þeir hafa ekki staðið að því að hér megi framleiða ódýra kjúklinga og þeir vita, að þeir verða ekki fluttir inn vegna þess að það myndi raska öll-* um innviðum landbúnaðarins. Við erum að sjálfsögðu allir af vilja gerðir til að framleiða þessa vöru á lægra verði,“ segir Bjarni að lok- um. r MARjNA R1N/\LD1 -h Vor- og sumartískan 1995! _____Mari___________ Hverfisgötu 52 -101 Reykjavík-Sími91-62 28 62 7/7 hluthafa í Lvfiaverslun íslands hf. Við þökkum fyrir mjög góð viðbrögð við auglýsingu, sem við birtum í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. apríl sl. Fundur verður haldinn með hluthafahópnum, sem þegar hefur myndast, miðvikudaginn 12. apríl kl. 17.30 í Fóst- bræðraheimilinu við Langholtsveg. Þeir hluthafar, sem ekki hafa þegar haft samband, en vilja slást í hópinn, eru velkomnir á fundinn eða beðnir að hafa samband við undirritaðan næstu daga. F.h. fundarboðenda: Jón Þorsteinn Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, Austurstræti 17, sími 562 8860. Fax 562 2877. ÓTVÍRÆÐIR YFIRBURÐIR í TÆKNI STÍLL OG GLÆSILEIKI Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána R.IORGVIN HALLDORSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON litur yflr dagsverkið scm dægurlagasöng\ari á hljómplötum í aldarijórdung, og við heyrum mer 60 lög f'rá glæstum f'erli - frá 1969 til okkar daga í kvöld Næstu sýningar: 19. ápríl, 22. apríl, 29. apríl. 6. maí tieslasöngvari: SIGRÍDUR BEINTEINSDÓTOR ' Leikmynd og leikstjórn: H BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljomsveilarsljiíni: JH GUNNAR ÞÓRDARSON Mm ásaml lOmanna liljomsvrii JH Kynnir: MI JÓN AXEL ÓLAFSSON ^ Islands- og Norðurhuidaiueislarar i saink\;einisdönsiim Ira Dansskola Auðar llaralds s\na dans. Sértilboð á gistingu, sími 688999. Matseðill Koníakstóneruö humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4-600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Bordapantanir sima 687111 íshíöv ÍHHDJ KNATTSPYRNUVEISLA ALDARINNAR 30. APRÍL NÁMS » 2 Búnaðarbanki Islands ^ auglýsir eftir umsóknum um z stýrki úr Námsmannalínunni A Umsóknarfrestur er til 1. maí Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur Styrkirnir skiptast þannig: * útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands * útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema * styrkir til námsmanna erlendis í SÍNE Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknareyðublöð eru afhent í öllum útibúum Búnaðarbankans og á skrifstofum Stúdentaráðs, SÍNE og BÍSN. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Markaósdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS LÍNAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.