Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 44

Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími569 1100 • Símbréf 569 1329 Ættleiðing Ekki bara von heldur góður möguleiki Frá Guðrúnu 0. Sveinsdóttur: í MORGUNBLAÐINU síðasta föstudag 31. mars rakst ég á grein eftir Lindu Magnúsdóttur. „Þegar glasafijóvgun er eina vonin“ er nafn greinarinnar og er ég mjög ósátt við það. Hugleiðingar Lindu um glasafijóvgunardeild Landspítalans geri ég ekki at- hugasemdir við, vil aðeins lýsa ánægju minni með árangur deild- arinnar og ekki síður það góða viðmót og skilning sem starfsfólk deildarinnar sýnir fólki sem þang- að leitar eftir aðstoð. Mig langar hins vegar til að benda barnlausum hjóinum á þann möguleika að ættleiða bam. í mínum huga er það að eignast barn svo miklu meira en aðeins meðganga og fæðing. Að eiga barn er miklu fremur að annast barnið, ala það upp og geta dag- lega sýnt því ást og umhyggju. Að fá bamið sitt í fangið í fyrsta sinn er stór stund, sú stærsta í lífínu og gildir þá einu hvort um er að ræða fæðingu eða ættleið- ingu. Að eignast kjörbam er líka fæðing, bara annars konar fæðing en oftast er talað um, nefnilega fæðing eða upphaf fjölskyldu. Vinkonur mínar sem hafa bæði ættleitt böm og einnig fætt börn em sammála mér um þetta. Þegar hjón ættleiða barn fær barn sem misst hefur fjölskyldu sína annað tækifæri í lífínu, tæki- færi til að eignast nýja fjölskyldu, jafnframt því að hjónin fá tæki- færi til að gefa kærleik sinn og ástúð bami sem ekki nyti þessa annars. Svo sannarlega gagn- kvæmur ávinningur. Við hjónin vomm svo lánsöm fyrir 10 áram að ættleiða litla stúlku frá Sri Lanka, og þrem ámm síðar eignuðumst við dreng sem fæddur er í Indlandi. Börnin okkar vora langþráð óskabörn og hafa gert líf okkar skemmtilegra og innihaldsríkara en okkur óraði fyrir. Auk hamingjunnar sem börnin hafa fært okkur hafa ferðalög okkar til að sækja þau verið spennandi og vonandi aukið víðsýni okkar, en jafnframt gert okkur þakklátari fyrir að fá að búa í okkar góða landi og njóta þeirra lífskjara sem hér era. Ann- ar kostur við ættleiðingu er sá að báðir foreldrar eru jafnmikilvægir í undirbúningi hennar og einnig eftir heimkomu barnsins, verka- skipting er ekki sjálfgefín eins og á meðgöngutíma og við bijóstag- jöf eftir fæðingu. Eg vil hvetja alla þá sem beij- ast við ófijósemi til að íhuga það hvort ættleiðing geti verið rétta lausnin á barnleysinu. Þótt flest- um þyki í fyrstu sjálfsagt að þeir eignist börn þegar þeir kjósa þá verður reynslan oft önnur, börnin láta bíða eftir sér. Þá er gott að vita að möguleikarnir eru fleiri en sýnist í fljótu bragði, hægt er að ættleiða börn af erlendum upp- runa og alltaf er eitthvað um að óskað sé eftir fósturforeldram fyr- ir íslensk börn. Ættleiðingar barna frá fjarlæg- um löndum hafa tíðkast síðastliðin 25 ár. Rannsóknir á högum kjör- barna hafa ekki ennþá verið gerð- ar á ísiandi en niðurstöður rann- sókna í nágrannalöndunum eru mjög samhljóða, börnunum og fjölskyldum þeirra vegnar al- mennt mjög vel. Um 300 börn af erlendum upprana hafa eignast íslenska kjörforeldra og starfandi er félag kjörfjölskyldna sem einn- ig aðstoðar umsækjendur um ætt- leiðingu. Félagið heitir íslensk ættleiðing. GUÐRÚN Ó. SVEINSDÓTTIR, Fögrubrekku 2, Kópavogi. Spyrðu hundinn þinn hvort Hann sagði „nei“. Hvernig gat hann sagt „nei“? hann vilji koma út að Hundar geta ekki talað... Hann leika... hvíslaði. Geta hundar hvísl- að? Nauðsynlegfur texti? Frá Birni Matthíassyni: ÉG VAR viðstaddur fermingar- guðsþjónustu í Neskirkju 2. apríl sl. þegar frænka mín fermdist. Á þessari hátíðlegu stund hefði ég ætlað að presturinn veldi ritn- ingarlestur sem mundi hæfa tæki- færinu. Nóg er af fallegum tilvitn- unum í Biblíuna sem gætu talist veganesti fyrir unglinga sem nú stíga inn á braut fullorðinsáranna. En ekki var því að heilsa. Sr. Frank Halldórsson las þess í stað kafla úr IV. Mósebók, 21. k., 5-9. Fjallaði textinn um eitraða högg- orma sem bitu og drápu ísraels- menn í eyðimörkinni. Báru þeir sig að vonum illa við Móse sem aftur kvartaði við Jahve. Hann fyrirskipaði að settur skyldi eitur- ormur á stöng og ef höggormur hafði bitið. einhvern og hann leit til ormsins á stönginni, skyldi hann lífí halda. Nú spyr ég, hvaða erindi átti þessi texti til fermingarbarnanna? Var þetta tal um dauða ísraels- menn, eiturorma og dýrkun á ormshaus upp á stöng það vega- nesti sem presturinn fann best fynr fermingarbörnin? I prédikuninni sjálfri gat prestur- inn þess að nú stæðu börnin fyrir ýmsu af því vali sem bíður ung- linga í náinni framtíð. Þeir ættu kost á því að „detta í það“, eins og hann orðaði það, eða ná sér í fíkniefni. Þetta fannst mér óviður- kvæmilegt, enda er það margt ann- að og jákvæðara sem bíður fólks á unglingsáranum og fyrstu full- orðinsáranum. Þarna hefði mátt betur vanda til. BJÖRN MATTHÍASSON Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.