Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 56
ttrgtmlritafrtto V í K MTit alltaf á Miðvikudögnm MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dótturfélag Eimskips og* Skandia kaupa hlut í SIF Framleiðendur ósáttir við kaup annarra í fyrirtækinu Notaði úrelta franka MANNI, sem sennilega er útlend- ingur, hefur tekist að skipta verð- lausum gömlum frönskum seðlum í a.m.k. einum banka og tveimur hótelum í Reykjavík. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá Rannsókn- arlögreglu rikisins, tókst mannin- um á sunnudag og mánudag að skipta 3.000 frönkum i banka, síð- an 1.000 frönkum á hóteli og 4.000 frönkum á öðru hóteli. Samtals skipti maðurinn þessum seðlum fyrir rúmlega eitt hundrað þúsund íslenskar krónur. Um er að ræða seðla frá því fyrir 1950 sem féllu úr gildi þegar myntbreyting var gerð í Frakk- landi árið 1960. Að sögn Harðar er maðurinn enskumælandi. Vitað er til þess að hann hafi reynt að skipta seðl- um á fleiri stöðum og því er ástæða til að vara við honum. SALTFISKFRAMLEIÐENDUR hf., eignarhaldsfélag átta framleið- enda innan SÍF, hefur keypt 4% hlutafjár í SÍF og stefnir að því að auka hlut sinn um 6% til viðbótar. Astæða kaupanna er að framleið- endur hafa áhyggjur af kaupum annarra aðila á hlutafé í SÍF og telja það geta skaðað hagsmuni samtakanna. Undanfarið hefur Hafnarbakki hf., dótturfyrirtæki Eimskips, keypt hlut í SÍF, sem og Skandia, sem hefur ekki gefíð upp fyrir hveija er keypt. Samtals munu þessir aðilar hafa keypt um 7% hlut í SÍF, en haft hefur verið samband við ljölda framleiðenda og falast eftir hlut þeirra. Sighvatur Bjarnason, stjórnar- formaður SÍF og einn Saltfískfram- leiðenda hf._, segir mikinn áhuga á bréfum í SIF, enda sé afkoma fé- lagsins með ágætum. Hann staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að framleiðend- ur hefðu áhyggjur af áhuga utanað- komandi aðila á sölusambandinu. „Saltfískframleiðendum hf. bauðst nokkuð stór hluti, 4%, sem ákveðið var að kaupa til að spoma við kaup- um annarra,“ sagði Sighvatur. „Við höfum hug á að kaupa stærri hlut og viljum fá fleiri fram- leiðendur til liðs við Saltfiskfram- leiðendur hf. til að svo megi verða. Það er ekki víst að hagsmunir fram- leiðenda og þessara fjárfesta fari saman. Fari skipafélag eða trygg- ingafélag að gæta hagsmuna sinna innan SIF gæti það komið niður á framleiðendum.“ 6% til viðbótar í haust Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa Saltfiskframleiðendur hf. tryggt sér forkaupsrétt að hlut sem nemur 6%. Líklegt þykir að af þeim kaupum verði í haust. Sig- hvatur kvaðst geta staðfest það eitt' að Saltfískframleiðendur hf. hefðu fullan hug á að auka hlut sinn í SÍF og hefðu þegar rætt við hluthafa sem væri fús að selja. Morgunblaðið/RAX Stj órnarflokkarnir hefja formlegar viðræður fljótlega Reyna að ná saman á víku tíl tíu dögnm STJORNARFLOKKARNIR ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um áframhaldandi samstarf í ríkis- stjórn eftir nokkra daga, eða öðru hvoru megin við páskahelgina. Að sögn forystumanna flokkanna gefa þeir sér viku til tíu daga til að ná niðurstöðu í viðræðunum. Bæði Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra voru í gær bjart- sýnir á að flokkar þeirra gætu náð saman um málefni og brúað ágrein- ing sinn, þrátt fyrir að þeir hefðu tekizt á í kosningabaráttunni. Ráðherrarnir ræddu um málefni, þar sem þörf væri á að reyna að ná saman; fiskveiðistjórnun, Evrópu- mál og landbúnaðarmál vegna GATT. Einnig ræddu þeir um ríkis- fjármál og mál, þar sem þeir telja áherzlur sínar fara saman en útfæra þurfi þær nánar, t.d. jöfnun atkvæð- isréttar og að draga úr jaðarskatti. Halldór kannaði möguleika á viðræðum fjögurra flokka Akveðið var að láta reyna á hvort málefnasamstaða næðist áður en rætt væri um skiptingu ráðherra- embætta og ráðuneyta í smáatriðum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kannaði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, á mánudag möguleika á að koma á viðræðum um stjórnarmyndun með Alþýðubandalagi, Kvennalista og Alþýðuflokki. Halldór fékk sam- þykki Alþýðubandalags og Kvenna- lista fyrir að reyna að fá Alþýðu- flokkinn til viðræðna. Á fundi með Halldóri mun Jón Baldvin Hannibalsson hins vegar hafa hafnað slíku og sagzt myndu reyna til þrautar að halda samstarf- inu við Sjálfstæðisflokkinn áfram. ■ Bjartsýni/28 ■ Markaðsstarf/5 Þorskafli í mars sex þúsund tonnum minni HEILDARÞORSKAFLINN í nýliðn- um mánuði, samkvæmt aflatölum Fiskistofu, var 18.578 tonn. Það er nálægt 6 þúsund tonnum minni afli en í marsmánuði í fyrra þegar þorsk- afli var 24.473 lestir. Þá veiddist mun minni karfí í mars nú en í sama mánuði í fyrra eða 7.907 tonn nú en 10.178 tonn í mars 1994. Ufsaaflinn var einnig mun minni í nýliðnum mánuði en í sama mánuði í fyrra eða 6.808 tonn nú en 9.652 í mars í fyrra. Ýsuafli jókst í mars miðað við mars í fyrra en skv. aflatölum Fiski- stofu veiddust 9.188 tonn af ýsu í seinasta mánuði en 8.268 tonn í fyrra. Yfir 300 millj- óna hreyfill VALDIMAR Sæmundsson (t.v.) og Guðmundur Pálsson, stjórn- endur viðhaldsdeildar Flugleiða, kíkja inn í hreyfil úr Boeing-737 flugvél í viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurvelli. Hreyfillinn kostar um 320 miHjónir króna. Nauðg-aði fyrr- verandi eiginkonu Refsing þyngd vegna nærveru bama HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær dóm yfir 37 ára gömlum manni, sem nauðgaði fyrrverandi eigin- konu sinni, úr lVi árs fangelsi í 2 ára fangelsi. Refsingin er þyngd þar sem maðurinn nauðgaði konunni að börnum þeirra ásjáandi. Brotið var framið á heimili konunnar fyrir einu ári, en þau höfðu skilið að borði og sæng nokkrum mánuðum áður. Til átaka kom í stofunni, sem bár- ust inn í svefnherbergi, þegar konan vildi ekki þýðast mann- inn. Fjögurra ára sonur þeirra og dóttir vöknuðu og fylgdu foreldrum sínum inn í svefnher- bergið. Maðurinn áfrýjaði dómi hér- aðsdóms um 18 mánaða fang- elsi og krafðist sýknu, en til vara að refsing yrði milduð. Ákæruvaldið áfrýjaði einnig og krafðist þyngingar refsingar. Hæstiréttur staðfesti ákvæði héraðsdóms um að maðurinn skyldi greiða konunni 400 þús- und króna skaðabætur, auk málsvarnarlauna og sakar- kostnaðar. „Hins vegar þykir með vísun til þess að atlaga ákærða var gerð í viðurvist barna hans og kæranda ekki hjá því komist að þyngja þá refsingu sem hon- um var ákveðin í héraðsdómi," segir í dómi Hæstaréttar, sem taldi refsingu hæfilega ákveðna tveggja ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.