Morgunblaðið - 22.04.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 22.04.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 37 KRISTJÁN KRIS TINSSON + Kris1ján Krist- insson fæddist 9. janúar 1919 í Leirhöfn, elstur sex systkina. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 14. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin Krist- inn Krisljánsson, bóndi og járnsmið- ur í Nýhöfn, og Sesselja Benedikts- dóttir. Systkini Kristins voru Helga Sigríður, Benedikt, Steinar, Sigurður Jóhann og Guðmundur. Eru þau öll á lífi nema Benedikt sem dó ungur. Kristján kvæntist þýskri stúlku, Maríu Bruhne, f. 13. september 1928, 8. sept- ember 1951. Þeim varð fjög- urra barna auðið. Elstur var Wolfgang Jóhann, f. 23. nóvem- ber 1949, d. 29. apríl 1971, þá Kristinn, f. 18. nóvember 1951, d. 26. nóvember 1980, María, f. 25. nóvember 1954, og Hans Alfreð, f. 10. desember 1960. Kristján verður jarðsunginn frá Snartarstaðarkirkju í dag, 22. apríl, og hefst athöfnin kl. 14.00. Á FÖSTUDAGINN langa missti ég minn besta vin, mág minn Kristján í Sandvík. Andlát hans kom mér í raun ekki á óvart. Eftir uppskurðinn og aðgerðina á Akureyri nú í febrúar, dvínaði þrekið og greinilegt var að eitthvað mikið varð að ske ef hann átti að ná heilsu á ný. Þegar við Helga mín kvöddum hann á spítal- anum á Húsavík, viku fyrir andlát- ið, sáum við bæði að hveiju gæti stefnt. Mér fannst þá ég vera að kveðja hann í hinsta sinn. Hugurinn hvarflar til baka og minningarnar streyma fram eins og myndir á tjaldi. Alltaf er Stjáni minn fyrir miðri mynd, en sviðið tekur stöðugum breytingum. Sam- vinna okkar bændanna á Leirhafn- arbæjunum gerði okkur mögulegt að byggja upp okkar býli og sjá fjölskyldunum farborða. Efnin voru ekki mikil og því varð að nýta það vel sem landið og hafið hafði að bjóða. Húsin reistum við eitt af öðru, — íbúðarhús, fjárhús, hlöður og hjalla. Rekaviðurinn var ristur í stoðir og sperrur eða sagaður niður í fjárhúsgrindur undir féð. Kleyf- ustu spýtumar fóru í girðingar- staura. íbúðarhúsin í Sandvík og Miðtúni voru bæði byggð úr err- steini sem við steyptum í vél sem hugvitsmaðurinn, pabbi þinn og tengdafaðir minn, Kristinn í Ný- höfn, smíðaði. Þau þættu ekki merkileg í dag tækin sem við höfðum til að yrkja með jörðina. Móarnir voru brotnir og sandbörðin sléttuð, melarnir þaktir mold en stórgrýti ýtt út fyr- ir túnjaðarinn. Með litlum Farmal Cub voru túnin slegin og heyinu snúið og inn komst það í hlöðurnar þótt það kostaði bæði svita og tár. Sælustundirnar að loknu erfíðu dagsverki voru þó þreytunni yfír- sterkari. Þær vom sigurlaun hins örþreytta manns. Með þessum litla traktor brutum við móana, smíðuð- um á hann ýtu og með honum dróg- um við trén úr fjörunni. Hann var 6 hestöfl að mig minnir, en við bættust okkar öfl. Ég man vel eftir okkur, jafnvel báðum vera að ýta þessu litla tæki. Settum hann í gír og settum svo herðarnar á þá staði þar sem helst var viðspyrnu og ýtt- um sameiginlega, og ég held að við höfum stundum verið dtjúgari en vélin þegar við tókum báðir á. Snemma á búskaparárum okkar keyptum við ásamt Steinari bróður þínum mótorbát sem við nefndum Hafþór. Það var mikið happafley og mörg tonnin færðum við að landi. Þeir voru dá- samlegir dagarnir út við Rauðanúp þegar sá guli var vel við. Það kom fyrir að við tví- hlóðum bátinn, settum þá aflann í land í Geir- svík eða á Gijótanesi og síðan var haldið út á miðin á ný. Það voru ánægðir en þreyttir menn sem sigldu inn á Leirhafnarvíkina í miðnætursólinni með drekkhlaðinn bát í annað sinn þann dag- inn. Þegar vel gekk í grásleppuveið- inni söltuðum við um 100 tunnur af hrognum og í mörg ár eftir að við hættum sameiginlegri útgerð á Hafþóri lagðir þú fyrir grásleppuna á litla bátnum þínum. Síðustu árin fórstu þó ekki lengra en rétt út fyrir skeijasundið þar sem þú gjör- þekktir hveija flúð og hveija flæðu. En traustustu böndunum tengd- umst við mássi minn þegar við lág- um xveir saman á grenjum austur í heiði og biðum eftir því að lágfóta léti sjá sig. Það er engin sæluvist að liggja illa búnir algerlega hreyf- ingarlausir klukkustundum saman í hvassviðri og hríðaslyddu norður á Melrakkasléttu. Við höfðum þó prímus sem við reyndum að hita upp með tjaldið, ef hann þá gleymd- ist ekki í ákafanum þegar við lögð- um af stað að heiman. Sterkari eru þó minningarnar um vornætumar björtu, þá djúpu kyrrð og ró sem hvíldi yfir heiðinni frá miðnætti og fram undir óttuna, þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar brutust í gegnum lognmóðuna út við sjón- deildarhringinn í austri. Þá skyndi- lega var riæturkyrrðin rofin. Lóan hóf sinn dýrðarsögn, hrossagaukur- inn og spóinn tóku undir með ijúpnaskaranum sem fór að kallast á við nágranna sinn á næst holti. Ég vil þakka þér, Stjáni minn, þessar góðu minningar. Við Helga mín munum sakna þess að sjá þig ekki oftar koma labbandi neðan frá Sandvík á þinni morgungöngu með Skugga, hund- inum þínum sem batt svo sterkum böndum sínum við þig. Sléttan okk- ar hefur misst einn af sínum bestu sonum. Svífur frá djúpi sólin skær, söngfuglar kveða snjöllum rómi, dagperlur fagrar blika á blómi, svifur of engi blíður blær. Af nætursvefni nývöknuð náttúran gervöll lofar Guð. (Kristján Jónsson fjallaskáld) Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, kæri mágur. Við Helga mín vitum að þín bíður góð móttaka á himnum. Þú varst traustur bróð- ir, vinur og félagi. Árni Pétur Lund. Móðurbróðir minn, Kristján Kristinsson í Sandvík á Melrakka- sléttu, er látinn, 76 ára að aldri. Kristinn unni Leirhöfn mikið og ásamt Sesselju byggði hann upp jörðina Nýhöfn sem er 'A úr óskiptu Leirhafnarlandi. Settu þau hús sitt við sjóinn á svonefndum Leirhafn- artanga. Þau eignuðust sex börn og var Kristján sá er hér er minnst þeirra elstur Bar hann heiti afa síns Þorgrímssonar frá Hraunkoti í Að- aldal og var ekki undarlegt svo mikið sem Kristni þótti til um föður sinn. I Leirhöfn þykir fallegt og sömu- leiðis í Nýhöfn. í norðaustri rís Rauðinúpur tignarlegur úr sæ og frá honum fjallahringur sem lokast með Snartarstaðanúp í suðri. Af- markar þessi fjallahringur undir- lendi sjávar. Til vestur sést til Tjör- ness, Kinnarfjalla og Tröllaskaga. Til norðus er hafið og himinn svo langt sem augað eygir og í júní má sjá sólina tylla sér niður á speg- ilsléttan hafflötinn og rísa að nýju MINNINGAR án hvíldar. Þannig eru bernsku- stöðvar Kristjáns og við þær tók hann tryggð. Kristján var vel meðalmaður á hæð, grannvaxinn, skarpleitur, vel að manni og harðduglegur að hveiju sem hann gekk. Ungur fór hann um tíma á togara og held ég að sjómennskan hafi ætíð heillað hann. Kristján var laghentur og ágætur smiður, átti enda stutt að sækja þá eiginleika. Árið 1949 var ráðin í Nýhöfn ung þýsk stúlka, María Bruhne. Er skemmst frá því að segja að með Maríu og Kristjáni tókust ástir og gengu þau í hjónaband. Þau byggðu fljótlega íbúðarhús örskammt frá Nýhöfn og nefndu Sandvík. Um svipað leyti hófu einnig bú- skap systkini hans Helga í Miðtúni og Steinar í Reistamesi, hvert á sínum hluta úr Nýhöfn þannig að jarðnæðið var ekki ótakmarkað. Fyrstu árin vom þeir bræður með sameiginlegt fjárhús en fljótlega byggði Kristján sér sitt eigið og ræktaði tún sín. Þótt ekki væri aðstaða til að hafa margt fé, voru afurðir góðar og afkoman síst lak- ari en hjá öðrum. Þá var Kristján duglegur að sækja aðra vinnu sem gafst, var í sfld á sumrin, slátur- húsi á haustin og refaveiðum á vorin. Var hann annáluð skytta hvort heldur hann átti við lágfótu, fugl eða sel. Það er stutt á milli bæjanna Mið- túns og_ Sandvíkur og milli föður míns, Áma Péturs, og þeirra bræðra Kristjáns og Steinars var mikil samvinna, einkum þó Krist- jáns og því kom það af sjálfu sér að milli krakkanna í Sandvík og okkar bræðranna í Miðtúni mynd- uðust afar sterk tengsl. Ekki var fyrr farið á fætur en hringt var milli bæja og mælt sér mót, t.d. að sækja kýrnar, smíða fleka, byggja kofa, fara á hestbak eða annað sem ákveðið hafði verið þegar skilið var seint kvöldið áður. Auðvitað kom það oft í hlut foreldranna að að- stoða og snemma fóru líka foreldr- arnir að geta nýtt sér barnahópinn við búskapinn. Allt gekk þetta árekstralaust og krakkarnir heima- gangar á báðum heimilum. Kristján þekkti hugsanagang þeirra og hafði gaman af þeim. Minnist ég hans sitja og hlusta á masið í okkur með pípuna sína brosandi að vitleysunni sem út úr okkur rann. Þá áttu feð- umir til að rétta okkur hjálparhönd og man ég eftir þegar Stjáni aðstoð- aði mig og Kidda son sinn við að setja upp miðstöð í moldarkofa. Ég veit að hann hafði gaman af uppá- tækinu. Þannig liðu bama- og ungl- ingsárin á þessum stað við eilíft sólskin og gott veður. En skammt var í alvöru lífsins. Þann 29. apríl 1971 dmkknaði Wolfgang í höfninni í Leirhöfn, þegar lítilli fleytu hvolfdi skammt frá landi. Vom þeir bræður Volli og Kiddi, eins og þeir vom jafnan kallaðir, ásamt þriðja manninum að fara í land frá því að leggja báti við legufæri. Kristinn var mjög hætt kominn en lifði slysið af enda mikill þrekmaður. Að sjálfsögðu fékk þetta áfall mikið á þau hjónin Maríu og Kristján. En skammt var högga á milli og níu árum seinna fórst Kristinn sonur þeirra ásamt öðmm manni er bátur þeirra sökk í aftakaveðri á leið frá Ákureyri til Kópaskers þann 26. nóvember 1980. Það voru erfíðir stundir sem þau áttu María og Kristján meðan leit stóð yfir sem þó bar ekki árang- ur. Þessi slys settu mark sitt á Kristján og þarf engan að undra. Var sem lífsneistinn hefði að ein- hveiju leyti slokknað, lífið e.t.v. misst að hluta tilgang sinn. Kristinn var þá nýlega búinn að byggja íbúð- arhús á Kópaskeri og stofna heim- ili með Guðrúnu Eiríksdóttur og tveimur sonum hennar. Saman áttu þau lítinn dreng sem ber nafn afa síns, Kristjáns. Þá átti Kristinn eina dóttur fyrir, Ester, sem bjó hjá móður sinni. Að missa tvo gjörvulega syni á sviplegan hátt hlýtur að beygja menn, en þeir sterku brotna ekki og það gerðu hvorki Kristján né María. En stórt skarð var höggvið í fjölskylduna í Sandvík og fyrir leikfélagana og bræðurna í Miðtúni verður það ekki fyllt. í Sandvík var alltaf gott að koma og fyrir allar samverustundir á æskuámm er Kristjáni nú þakkað. Fyrir rúmum tíu ámm hætti Kristján sauðfjárbúskap. Bjó hann áfram í Sandvík með Maríu og syn- inum Hans Alfreð sem stundað hefur sjómennsku frá Leirhöfn og víðar. Sótti Kristján vinnu um tíma á Kópasker og stundaði grásleppu- veiðar að vori á bát sínum frá Ný- höfn. Þá nytjaði hann tún sín og seldi hey. María dóttir þeirra er gift Hauki Þórissyni, starfsmanni Hitaveitu Suðurnesja, og búa þau í Vogum, Vatnsleysustrandar- hreppi. Eiga þau þijú börn, Þóri, Jóhann Kristin og Maríu Margréti. Þá átti María dreng fyrir, Vigni Skúlason. Vignir hélt mikið upp á afa sinn og ömmu og dvaldi oft hjá þeim fyrir norðan, enda þar gott að vera. Það var að bera í bakkafull- an lækinn hjá þeim Maríu og Stjána þegar Vignir lenti í mjög alvarlegu mótorhjólaslysi sl. sumar á leið norður til afa og ömmu. Var honum vart hugað líf en er nú á batavegi. Já, mikið hefur verið lagt á fjöl- skylduna í Sandvík. Kristján var líkamlega hraustur fram á eftir ár en þá fór þrekið smám saman að dvína. Síðast heim- sótti ég Kristján og Maríu í stuttri heimsókn á æskustöðvarnar sl. sumar. Drakk ég hjá þeim kaffi í sólskini á tröppunum í Sandvík. Það var gaman að ræða við þau þessa stund, hvort heldur það var um al- vöru lífsins sem nóg er af eða þeg- ar rifjaðar voru upp gamlar endur- minningar. Þá kímdi Stjáni eins og svo oft áður. Fyrir nokkrum vikum fór hann á sjúkrahúsið á Akureyri í stóra að- gerð. Hann kom aftur heim en var svo lagður inn á sjúkrahúsi á Húsa- vík skömmu fyrir páska. Á skírdag versnaði honum skyndilega og var fluttur til Akureyrar. Daginn eftir, föstudaginn langa, lét hann aftur augun í síðasta skipti. Hjá honum vakti hans María. Friður færðist yfir andlit þreytts manns sem hafði fengið að bera sínar byrðar á lífs- leiðinni. Ég trúi því að á móti hon- um hafí tekið synir hans sem hann saknaði svo mjög og leitt hann í eilíft ríki Guðs. Um leið og ég kveð kæran frænda minn Kristján í Sandvík hinstu kveðju, votta ég og mín fjöl- skylda Maríu, bömum hans og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kristjáns í Sandvík. Níels Árni Lund. í dag, þegar vorið ætti að vera komið, verður frændi minn, Kristján Kristinsson, jarðsunginn frá Snartastaðakirkju. Eitt lífskeið get- ur skipst í vor og sumar, og svo haust og vetur. Kristján frændi minn var af eldri kynslóðinni, einn af frændfólki mínu sem skapaði það umhverfi, ást og umhyggju sem við, stór hópur af frændsystkinum, ólumst upp í. Vorið 1949 urðu miklar breyting- ar hjá föðurfjölskyldu minni þegar tvær ungar þýskar stúlkur komu þangað sem vinnukonur. Önnur stúlkan, María Bruhne, varð síðar lífsförunautur Kristjáns frænda míns. Það var örugglega hans mesta gæfuspor í lífínu að ganga að eiga hana, því þau voru mjög samhent hjón. María eignaðist dreng eftir að hún kom til Islands, Wolfgarig Jóhann, sem Kristján gekk í föðurstað. Þau eignuðust síðan þijú börn saman og í dag eru barnabörnin orðin sex. Þegar ég hugsa til þess tíma sem ég var barn að alast upp norður á Sléttu, þá fínnst mér að það hafí altaf verið sumar, þar sem himinn og haf runnu saman í einn bláma. Þar sem lífsafkoman byggðist á landbúnaði og sjófangi og allt iðaði af lífi. Stundum kvað við skothljóð þegar Kristján í Sandvík var að skjóta sel, en Kristján var góð skytta og veiðimaður. Það fylgdi því alltaf ákveðin spenna hjá okkur bömunum að skoða veiðina, hvort sem það var selur, tófa, fuglar eða fískar. Þetta var allt hluti af dag- lega lífinu þar sem pabbamir sáu um útiverkin og mömmurnar voru heima við matargerð við eldhús- bekkinn og tíminn stóð nánast kyrr. Svo kom haust. Við frændsystk- inin vomm orðin fullorðin og lífið var ekki endalaust sumar. Það kom haust hjá hjónunum í Sandvík þeg- ar elsti sonur þeirra, Wolfgang Jó- hann, drukknaði í hörmulegu slysi heima í fjörunni og síðar varð ann- að hörmulegt slys þegar Kristinn, sonur þeirra fórst með rækjubátn- um Trausta ÞH 8 frá Kópaskeri. Hjónin frá Sandvík urðu fyrir mikilli sorg. Þar studdu þau hvort annað eins og þau höfðu gert í gegnum lífið. Heilsunni fór að hraka og allt í einu var frændi minn orð- inn gamall maður og ég komin á miðjan aldur. Ég kom alltaf við hjá þeim þegar ég fór austur á Sléttu. En það voru komnir aðrir tímar og nú voru umræðuefnin barnabörnin. Síðustu dagana var Kristján á sjúkradeildinni sem ég vinn á. Það var ánægjulegt að fá að hjúkra honum og sjá að hann var að hress- ast og þegar Vignir dóttursonur hans kom norður til afa síns hvað það gladdi gamla manninn mikið. Það var stefnt að því að hann færi heim eftir helgina. En svona var lífið, hann andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 14. aprfl. Ég vil þakka Kristjáni frænda mínum það sem hann gaf mér í líf- inu; kynni af góðum manni, sem ég heyrði aldrei segja styggðaryrði um nokkurn mann á sinni lífs- göngu. Ég vil votta Maríu og fjöl- skyldunni í Sandvík mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sesselja Steinarsdóttir. t Stjúpmóðir mín, ÞÓREY JÓIMSDÓTTIR frá Hnappavöllum, Öræfum, Vesturgötu 113, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 20. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Guðmundsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR ÁSGEIRSSON, Hvassaleiti 56, varð bróðkvaddur 20. apríl sl. Ásgeir Einarsson, Elín Elíasdóttir, Sigurveig Einarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sölvi M. Egilsson, Einar Karl Einarsson, Magnús Stefán Einarsson, Dana Lind og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.