Morgunblaðið - 28.04.1995, Side 20

Morgunblaðið - 28.04.1995, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Náttúran og mennirnir Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason BOKMENNTIR Fræðirit NÁTTÚRUSÝN Safn greina um siðfræði og náttúru. Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Arnason (ritstj.). Rannsóknastofnun í siðfræði, 1994,356 bls. STAÐA náttúrunnar og viðhorf til hennar hafa verið að breytast á síðustu árum og áratugum. Þetta kemur fram á ýmsan hátt. Skýrasta dæmi um þetta, sem snertir Islend- inga, er staða hvala. Síðustu ára- tugi hafa náttúruverndarsamtök víða um veröld sett vemdun hvala á oddinn í baráttu sinni fyrir breytt- um viðhorfum til náttúrunnar. Hvalir em nú um stundir orðnir eins konar tákn um náttúruna al- mennt og hafa fengið vægi, sem engin önnur dýrategund í huga al- mennings um víða veröld. Þess vegna er það erfítt að hefja hval- veiðar á ný fyrir íslendinga eða hveija aðra sem er. Það er litið á hvalveiðar sem hreinan og kláran yfírgang við náttúmna, eyðingu verðmætrar tegundar í útrýmingar- hættu. Það skiptir ekki svo miklu máli, hvort tiltekin tegund er raun- vemlega í einhverri hættu. Hvalir em orðnir tákn fyrir óspillta, við- kvæma náttúm hvort sem okkur líkar betur eða verr. Umhverfísvemd er annað atriði sem er til marks um breytt viðhorf til náttúmnnar. Nú á tímum er það mikilvæg staðreynd að náttúran er verðmæti. Starfshættir nútíma iðn- aðarþjóðfélags hafa haft margvísleg áhrif á náttúmna. Alvarlegustu áhrifín em mengun af ýmsu tæi, sem sums staðar í Evrópu og Norður- Ameríku er orðin alvarlegt vanda- mál og samhyggja Austur-Evrópu og Sovétríkjanna var eitthvert mesta umhverfísslys sögunnar. Hlýnun jarðar gæti stafað af nútíma lífshátt- um, þótt ekkert sé ömggt í þeim efnum enn sem komið er. Eyðing regnskóganna er enn annað dæmi. Þessar afleiðingar nútímans hafa orðið mörgum góðum manninum ærið umhugsunarefni. Menn hafa haft uppi spár um margvíslegar af- leiðingar þeirrar þróunar sem hefur orðið og er að verða. Þær hafa geng- ið út á offjölgun mannkynsins, endi- mörk hagvaxtarins og eyðingu nátt- úmnnar, svo að dæmi séu nefnd. Afdráttarlausustu spámar hafa ekki gengið eftir. Það er eins og eitt- hvert leiðréttingarverk sé byggt inn í mannkynið. Menn nefna það stund- um guðlega náð, lán, mannlega skynsemi eða eitthvað annað, en það er staðreynd að okkur hefur tekizt að forðast stórslys fyrir mannkynið fram að þessu. Og ekkert sem bend- ir til annars en að lánið leiki við okkur áfram. En þó er rétt að treysta því varlega. Rannsóknarstofnun í siðfræði efndi til ráðstefnu á haustdögum árið 1993 um siðfræði náttúmnnar. Tilgangurinn með henni var sá að fá fram ólík viðhorf til náttúmnnar úr ólíkum fræðigreinum og frá margvíslegum sjónarhomum. Þau erindi sem þar voru flutt birtast í bókinni Náttúrusýn sem kom út seint á sl. ári. Þótt það sé undirtitill bókarinnar að hún sé safn greina um siðfræði og náttúm, þá er það villandi lýsing á efni hennar. Efnisflokkar bókar- innar em fímm: náttúra og trú; náttúra og siðfræði; náttúra og samfélag; náttúra og listir og nátt- úra og vísindi. Auk þessara flokka eru valin náttúmljóð i bókina á milli ritgerðanna. Það er skemmst frá því að segja að þetta er afar fróðleg bók og eigú- }eg. Hún er nokkuð stór og sumar ritgerðanna gera kröfur til þess að vera lesnar með athygli. En engin þeirra er þannig að meðal-lesanda ætti að ofbjóða. í flestum þeirra er líka verið að fjalla um hin mikils- verðustu efni. Ljóðavalið hefur tek- izt með miklum ágætum; ljóðin em prýði á bókinni. Fyrir áhugamenn um stöðu og tilgang náttúrunnar er þessi bók skyldulesning. Nú er eðlilegt að ritgerðir í svo stóru safni sem þessu séu nokkuð misjafnar. Matið á þeim hlýtur líka óhjákvæmilega að stjómast nokkuð af áhuga þess sem metur. Ég get nefnt nokkur dæmi um ritgerðir, sem mér fundust skemmtilegar af- lestrar: Náttúrusýn, hluttekning og siðferði eftir Róbert H. Haraldsson; Mannskepnan og náttúran eftir Arnþór Garðarsson; Úr þróunar- sögu jarðvísinda á íslandi eftir Sig- urð Þórarinsson; Náttúmfegurð eft- ir Þorvarð Árnason; Náttúran sem skepna eftir Mikael M. Karlsson; Er manneskjan náttúrulaus? eftir Vilhjálm Árnason; Birtan og storm- urinn eftir Gunnar Harðarson og Heimurinn án mannsins eftir Gunn- ar J. Árnason. Ýmsar fleiri ritgerð- ir em skemmtilegar, t.d. ritgerðir eftir Guðrúnu Nordal, Björn Guð- brand Jónsson, Ingólf Á. Jóhannes- son, inngangur eftir Pál Skúlason og lokaorð Vigdísar Finnbogadótt- ur, forseta. Það er kostur á bókinni hve rit- gerðimar eru fjölbreytilegar. Það er ómögulegt að draga efni þessara ritgerða saman í eina niðurstöðu. Ritgerðirnar em of ólíkar að efni og i skoðunum. Þó má orða það svo, að áhyggjur af náttúmnni ein- kenni allar ritgerðir bókarinnar. Þær áhyggjur eru ekki allar mjög miklar. Sumir telja eðlilegt að hags- munir mannfólksins hljóti alltaf að vera endanlegur mælikvarði þess sem rétt sé að gera við náttúmna. Aðrir líta svo á að náttúran hafí hagsmuni, sem taka verði tillit til og setji vilja mannanna takmörk. Það er ekki erfítt að gera þessa hugsun um sjálfstæða hagsmuni náttúmnnar skiljanlega þegar rætt er um dýr. Það byggist á því að dýr geta fundið til og það virðist vera eðlileg regla í umgengni við þau að valda dýmm ekki sársauka að nauð- synjarlausu. En sambærilega reglu virðist erfíðara að gera skiljanlega, þegar hugsað er um aðra hluta lif- andi náttúm, en þó em til þess leið- ir. En þegar hugað er að dauðri náttúm virðist það útilokað eða svo gott sem það. Við teljum okkur trú um að maðurinn sé skynsemi gædd vera, þótt nokkuð skorti að vísu á það á stundum. En maðurinn er skynsemi gætt dýr, eins og Aristóte- les orðaði það. Það má nefnilega ekki gleyma því, að maðurinn er dýr, þótt skynsemin prýði hann líka. Hann er dýr meðal dýra, hluti af órjúfanlegu samhengi náttúmnnar. Það er ástæða til að halda þessari staðreynd til haga, þegar hugað er að stöðu náttúmnnar. Guðmundur Heiðar Frímannsson LEIFUR Breiðfjörð opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni Kópavogs álaugardag. Yfirsýn Olíuverk Sossu SÝNING á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, verður opnuð i Gallerí Fold, Laugavegi 118d, á morgun, laugardag. Á sama tíma hefst kynning á verkum Grétu Þórs- dóttir í kynningarhomi Foldar. Sossa hefur haldið einkasýn- ingar, flestar erlendis, og tekið þátt í samsýningum. Gréta starfar sem leiktjaldahönnuður og er búsett á Gotlandi. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningarnar standa til 14. maí. Galleríið er opið alla daga frá 10-18, nema sunnudaga frá 14-18. Skrúðganga áhuga- leikfélaga BANDALAG íslenskra leikfé- laga hefur starfrækt skrifstofu í Hafnarstræti 9. Þaðan hefur áhugaleikfélögum landsins ver- ið þjónað. Þar er handritasafn til húsa og þar fæst farði og ýmislegt til leikstarfsemi. Nú hefur Bandalagið fest kaup á nýju húsnæði á Lauga- vegi 96, 2. hæð. Efnt verður til skrúðgöngu á morgun, laug- ardag, kl. 15 frá gömlu skrif- stofunni, upp Laugaveginn að þeirri nýju. Á þriðjudag verður skrifstofan opnuð í nýja hús- næðinu. Sýning á veggteppum og vegg- skúlptúrum í Borgarnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. GUÐRÚN Gunnarsdóttir opnar á morgun laugardag sýningu á vegg- teppum o g veggskúlptúrum í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgar- nesi. Sýningin stendur til 28. maí. Guðrún Gunnarsdóttir er fædd í Borgarnesi 1948, dóttir Gunnars Ólafssonar, sem var skipstjóri á Akraborginni á sínum tíma. Fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1962. 10. einkasýningin Guðrún nam vefnað í Kaup- mannahöfn á árunum 1972 til 1975. Þá dvaldi Guðrún á Hay- stack Mountain School of Art and Craft í Maine í Bandaríkjunum sumarið 1987. Þetta er 10. einkasýning Guð- rúnar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún hefur unnið að frjálsri myndsköpum og textíl- hönnun síðan árið 1976. Guðrún er einn af stofnendum Gallerís Langbrókar. Hún hefur kennt við Myndlista- og handíðarskóla ís- lands og setið í stjórn Textflfélags- ins og í stjóm íslenskra myndlist- armanna. LEIFUR Breiðfjörð opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardag. Leifur hefur valið saman verk frá síðustu 15 árum og nefnir hann sýninguna Yfirsýn. Hann sýnir í þremur sölum og forsal, málverk, pastelmyndir, vatnslitamyndir, steinda glugga, glermálverk og glerskúlptúra. Það að auki frumdrög og vinnu- teikningar að mörgum stórum glerverkum sem eru í opinberum byggingum hér á landi og erlend- is. Þar á meðal vinnuteikningar fyrir minningarglugga um Robert Burns í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg. Flest verkanna eru frá seinustu árum og er þetta stærsta einkasýning Leifs til þessa. Leifur lauk námi frá Edinburgh College of Art 1968 og hefur unn- ið að list sinni hér á landi síðan. Verk eftir hann eru f mörgum kirkjum og opinberum byggingum hér á landi auk þess sem hann hefur unnið mörg verk i Þýska- Iandi á síðustu árum. Sýningin stendur til 21. maí og er opin frá 12-18 alla daga nema mánudaga. Á sama tíma og sýningin verður opnuð kemur út hjá Máli og menn- ingu listaverkabók með verkum Leifs. Texta í bókina hefur Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur skrifað á íslensku og ensku, en að auki er hann þýddur á þýsku. Bókin er 64 bls. og i stóru broti, þar eru yfir 40 litmyndir, m.a. af fjölda verka eftir Leif sem til eru á erlendri grund. Málþingí Hafnarborg Á lands- lagshefðin enn erindi? MÁLÞING um landslagsmál- verk verður haldið í Hafnar- borg í Hafnarfírði á laugar- daginn, en þar stendur nú yfír sýningin Norrænt lands- lag, verk eftir norska listmál- arann Patrick Huse. í tilkynningu frá Hafnar- borg segir: „Ýmsir yngri myndlistarmenn hafa á undanfömum árum leitað aft- ur til landslagsins og ef verk þeirra eru skoðuð sést hve fráleitt er að telja landslags- málverkið dautt og ómerkt. Af vinnu þessara listamanna sannast að enn má leita í landslagið eftir viðfangsefni sem höfðar til okkar og fellur vel að tækni- og formhug- myndum á okkar tímum.“ Þrír norrænir listfræðingar auk eins heimspekings hafa framsögu á málþinginu. Þeir eru Folke Edwards, Mikael Karlsson, Aðalsteinn Ingólfs- son og Oystein Loge. Umræð- um stjórnar Jón Proppé gagn- rýnandi. Málþingið sem er öll- um opið hefst kl 10.30 laugar- daginn 29. apríl. í hádeginu verður borinn fram léttur málsverður í boði Hafnarborg- ar og áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 16. Suzuki söng- kennsla TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzúkisambandsins stendur fyrir kynningarnámskeiði um söngkennslu í anda Suzuki nú í. byijun maí. Kynnt verður tónlistaruppeldisstefna Shinichi Suzuki og aðferða- fræði fínnsku söngkonunnar Paivi Kukkamaki. Hún bygg- ist meðal annars á því að for- eldrar geti byijað undirbúning söngnáms barnanna strax á meðgöngunni. Síðan er námi barnanna fylgt eftir strax við þriggja mánaða aldur, en tón- listaruppeldi Suzukiaðferðar- innar byggist einmitt á því að böm geti lært alla hluti eðli- lega af umhverfínu líkt og móðurmálið, ef rétt skilyrði eru fyrir hendi. Námskeiðið er einkum ætlað verðandi for- eldrum og foreldrum ungra bama en er opið öllum þeim sem vilja kynna sér þessa nýj- ung í sönguppeldi. Laugardaginn 29. apríl kl. 17 verða tónleikar á vegum skólans í Bústaðakirkju. Þar koma fram ungir einleikarar á fiðlu og píanó við hljóm- sveitarundirleik nemenda og kennara. Slíkir tónleikar em orðnir árviss viðburður í skóla- starfinu. Fluttir verða m.a. kaflar úr fiðlukonsertum eftir Seitz og Vivaldi og píanóverk- um eftir Clementi og Kuhlau. Aðgangur er ókeypis og öllum velkominn. Stefnir og El- ín í Garðinum KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ og Elín Ósk Ósk- arsdóttir sópran halda tón- leika í íþróttamiðstöðinni í Garði laugardaginn 29. apríl kl. 17. Tónleikarnir eru á vegum M-nefndar og Tónlistarfélags Gerðahrepps.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.