Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 40 fyrir- tækitaka þátt í Bygg- ingadögum SAMTÖK iðnaðarins efna til Bygg- ingadaga á morgun og sunnudag. Dagskráin verður fjölbreytt og þátttökufyrirtækin sýna margs konar nýjungar. Sýndar verða íbúðir og hús á öllum byggingastigum, framleið- endur kynna vörur sínar og ráð- gjöf verður veitt á ýmsum sviðum svo sem varðandi fjármál og við- hald húsa og garða. Um 40 fyrir- tæki taka þátt í Byggingadögum, ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í Hafnarfirði, Vestmanna- eyjum, á Selfossi og Akureyri. Félag skrúðgarðameistara verð- ur með kynningu og viðgerðamál- efnum verða gerð sérstök skil í Húsaskóla í Grafarvogi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins. — ♦—♦--------------- Náðust á hlaupum eftir innbrot TVENNT, maður og kona á þrí- tugsaldri, náðist á hlaupum í fyrri- nótt eftir að hafa brotist inn í fjóra bíla á bflastæði við Asparfell. Til ungmennanna sást þar sem þau voru að fára inn í mannlausan bfl á bflastæðinu og var lögregla látin vita. Lögreglumenn komu á staðinn en þegar ungmennin urðu þeirra vör tóku þau til fótanna en náðust á hlaupum. í ljós kom að þau höfðu stolið verkfærum, myndavél og fleiru. Þau voru flutt á lögreglustöð. — ♦ ♦ ♦-------- Tap gegn Georgíu ÍSLENSKA skáksveitin tapaði í gær viðureign sinni gegn Georgíu 1-3 á Ólympíuskákmóti barna og unglinga yngri en 16 ára á Kanarí- eyjum. Jón Viktor og Bragi gerðu jafn- tefli, en Bergsteinn og Bjöm töp- uðu skákum sínum. Júgóslavar eru efstir á mótinu með 12 vinninga, Georgíumenn eru með 11'/2 vinning, Ungveq'ar 10 V2, Englendingar 10 og Islend- ingar og Norðmenn eru í 5.-6. sæti með 9'/, vinning. ísland mæt- ir líklega Noregi í fimmtu umferð- inni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon SIGRÚN Kristjánsdóttir, bóndi á Vesturlandi II í Öxarfirði, með íslenskan skrauthana en þar á bæ hefur verið ungað út í allan vetur og enn er biðlisti eftir ungum. Mikil eftirspum eftir íslenskum hænum- Laxamýri. Morgunblaðið. SVO virðist sem áhugi á gamla islenska hænsnakyninu sé að aukast og í Þingeyjarsýslu tekst ekki að anna eftirspurn. Ástæðan fyrir því að nor- ræna genabankanefndin vill að þessum stofni sé haldið við er sú að vefjaflokkagreining hef- ur sýnt að um 72% af þeim vefjagerðum, sem hafa verið rannsakaðar, þekkjast ekki í hænsfuglum öðrum og gerir það stofninn því áhugaverðan. Hænsnum þessum hefur fjölg- að i héraðinu að undanförnu en ekki liggja nákvæmar tölur fyrir um hve þau eru mörg og hve mörg þeirra eru hreinræktuð. Rætt hefur verið um að stofna sérstakan félagsskap til þess að viðhalda þessu merkilega kyni í þeim tilgangi að varðveita þau mörgu litarafbrigði sem ein- kenna stofninn. Sig'urður Helgason um samstarfs- samning S AS og Lufthansa Styrkir Flug- leiðir á stærstu svæðunum SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða hf., segir að samstarfs- samningur SAS og Lufthansa skapi félaginu aukna möguleika og styrki það á stærstu markaðs- svæðum þess. „Við gerum ráð fyrir að halda áfram samstarfinu við SAS og þróa það frekar t.d. vegna vildar- korta félaganna og fargjalda- samninga," sagði Sigurður. Hann kvaðst hafa rætt við forstjóra Lufthansa nýlega þar sem ákveðið hefði verið að heQa viðræður um samvinnu félaganna. Þar yrði kannað hvaða möguleikar væru á samvinnu Flugleiða og Lufthansa í Þýskalandi. „Það hefur verið mjög mikill vöxtur í flugi okkar til Frankfurt en hingað til hefur einungis verið flogið þangað á tímabiiinu apríl til október. Núna skapast mögu- leikar á því að fljúga til Frankfurt allt árið í samvinnu við Luft- hansa.“ Sigurður kvaðst ekki óttast það að athugasemdir frá Evrópusam- bandinu um samstarfssamninga flugfélaganna gæti stofnað sam- starfi Flugleiða við SAS í hættu. „Ef Evrópusambandið gerir ein- hveijar athugasemdir við samstarf okkar við SAS á leiðinni milli Kaupmannahafnar og Hamborgar myndi það einungis hafa áhrif á flugnúmerin sem hafa verið notuð. Hingað til höfum við flogið bæði undir flugnúmerum SAS og Flug- leiða en ef einhveijar athugasemd- ir kæmu fram myndum við einung- is nota okkar flugnúmer. Flugleiðir hafa full réttindi til að fljúga á þessari leið þannig að við höfum engar áhyggjur af at- hugasemdum frá Evrópusamband- inu. Það er hins vegar ekki búist við neinum athugasemdum frá sambandinu fyrr en eftir þijá til sex mánuði.“ ■ Engin tormerki/14 Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir NOKKRIR garðeigendur í Hveragerði hafa þegar tekið fram sláttuvélina og slegið hjá sér blett- inn. Magnús Stefánsson er einn þeirra. Hann segir að talsverður hiti sé í lóðinni hjá sér og því grænki þar alltaf snemma. Þetta hefur þó þann ókost, segir Magnús, að vinna við slátt hefst miklu fyrr hjá honum en garðeigendum yfirleitt. Hitiíjörðu flýtir slætti Hveragerði. Morgunblaðið. ÞÓ VETUR konungur hafi enn ekki sleppt takinu af fjölmörg- um byggðum á norðanverðu landinu, þá hefur hann mátt undan láta sunnanlands. Óvíða er orðið sumarlegra en í Hvera- gerði og þar eru menn jafnvel farnir að slá túnbletti sína. Það er fátítt að byggð mynd- ist í kringum hverasvæði eins og gerst hefur í Hveragerði. Nábýlið við hitann og orkuna í iðrum jarðar gerir það að verk- um að bærinn er á margan hátt nyög sérstakur. Hverir eru á fjölmörgum svæðum í bænum og heit svæði eru mörg. íbúar bæjarins hafa lengi kunnað að nýta sér hitann en einn af fylgi- fiskum hans er að gróður er áyallt mjög fljótur að taka við sér og dafnar vel í bænum. Nú þegar sjást iðjagrænar grasflat- ir við mörg hús í Hveragerði. Formaður Sleipnis er óánægður með að ríkissáttasemjari skyldi leggja fram miðlunartillögu Samnmganefnd mælir ekki með tillögunni ÓSKAR Stefánsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, segist ekki ætla að mæla með samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram í fyrrinótt. Samn- inganefnd Sleipnis er sömu skoðunar og Guðmundur Jóelsson, varafor- maður félagsins, segist ætla að segja af sér ef félagsmenn samþykkja miðlunartillöguna. „Það kom mér á óvart að ríkis- sáttasemjari skyldi Ieggja fram miðl- unartillögu á þessum tímapunkti. Ég tel að það hafi ekki verið eðlilegt að taka svona fljótt af skarið. Það var ekki búið að reyna til þrautar að ná samningum. Það hefði átt að gefa okkur tíma til að fara nánar ofan í það sem við vorum að ræða um,“ sagði Óskar. „Við vorum auðvitað búnir að ræða þetta mál fram og aftur og það var búið að setja fram ýmsar leiðir til lausnar. Sáttasemjari sendi okkur heim í fyrradag til að afla gagna í málinu og einnig til þess að okkur gæfíst færi á að kanna hug okkar félagsmanna til þess sem við vorum að ræða. Þetta gerðum við, en það virðist ekki hafa verið tekið tillit til skoðana okkar. Þetta var einfaldlega lagt fram.“ Hótar afsögn Óskar sagðist ekki ætla að beij- ast fyrir því að félagsmenn felldu tillöguna. Félagsmenn yrðu að taka afstöðu einir og sér. Guðmundur Jóelsson, varaformaður Sleipnis, hvetur hins vegar félagsmenn til að fella tillöguna. Hann sagðist ætla að segja af sér sem varaformaður í félaginu ef tillagan yrði samþykkt. Guðmundur sagðist vera óánægð- ur með vinnubrögð ríkissáttasemjara í þessu máli. Málið hefði ekki verið útrætt og því ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu. Samninganefnd Sleipnis sam- þykkti að fresta verkfalli eftir að miðlunartillagan kom fram. Venja er að það sé gert þegar slík tillaga er lögð fram, en verkalýðsfélagi ber ekki skylda til að gera það. Guð- mundur staðfesti að innan samn- inganefndarinnar hefði komið til umræðu að halda verkfalli til streitu og bíða eftir niðurstöðu atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna, en hún mun liggja fyrir eftir viku. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði það sitt mat að búið hefði ver- ið að kanna allar leiðir til sátta. Mál hefðu staðið þannig að aðeins tveir kostir hefðu verið í stöðunni, að slíta viðræðum eða höggva á hnútinn með miðlunartillögu. Hann sagðist hafa viljað láta reyna á seinni kostinn. Vinnuveitendur teya miðlunartillögu tímabæra Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagðist telja að það hefði verið tímabært af ríkis- sáttasemjara að leggja fram miðl- unartillögu. Hann sagðist hins vegar ekki vera sáttur við alla efnisþætti hennar, enda væri það eðli miðlun- artillögu að taka tillit til sjónarmiða beggja samningsaðila. Þórarinn sagði að tillaga ríkis- sáttasemjara byggðist að stærstum hluta á samkomulagi sem tekist hefði milli deiluaðila um vinnufyrir- komulag. Hann sagði að vinnuveit- endur væru sæmilega sáttir við þann þátt málsins, enda tryggði það áframhaldandi sveigjanleika í þess- ari þjónustu. „Eftir stóð þessi ágreiningur um launaliðinn. Sleipnismenn hafa haft uppi kröfu um að fá sömu laun og skattgreiðendur í Keflavík hafa kos- íð að greiða bifreiðastjórum hjá Sér- leyfisbifreiðum Keflavíkur. Það fyr- irtæki er gert út af skattgreiðendum í Keflavík. Þar er því ólíku saman að jafna,“ sagði Þórarinn. Steindór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, sagði ekki rétt að skatt- greiðendur í Keflavík borguðu laun bílstjóra fyrirtækisins. Bæjarsjóður Keflavíkur hefði ekkert greitt til fyrirtækisins síðastliðin fjögur ár. f I t I I I I I i I I - I \ I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.