Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ROD Steiger og Marlon Brando í Óskarsverðlaunamyndinni „On the Waterfront“. Leikritið þótti ekki jafn vel heppnað. 200 milljóna króna leikrit fær mesta skell í sögu Broadway Boston. Morgunblaöið. „ON THE Waterfront" átti að verða eitt íburðarmesta leikrit, sem sett hefur verið upp á Broadway í New York. Uppfærslan kostaði að talið er þijár milljónir dollara (tæpar 200 milljónir ÍSK). Nú er talað um að þetta sé mesti skellur, sem leikrit hefur fengið í sögu Broadway. Það fylltust ýmsir efasemdum þegar spurðist að uppfæra ætti leik- gerð kvikmyndarinnar „On the Wat- erfront" á Broadway. Ekkert var til sparað í búningum, sviðsbúnaði og umgjörð verksins, sem á sínum tíma festi Marlon Brando í sessi á stjömu- himninum. Þessi sýning á hins vegar ekki eftir að rejmast stökkpallur arf- taka Brandos, sem kvikmyndagerð- armenn og leikarar völdu mesta leik- ara aldarinnar í nýrri könnun, því hún fjaraði út er tjaldið féll í áttunda og síðasta skipti á sunnudag. Ógæfulegnr undirbúningur Allt gekk á afturfótunum við upp- færslu leikritsins og fór minnst af því framhjá ijölmiðlum. Slúðurdálkar voru uppfullir af sögusögnum um að hver höndin væri upp á móti annarri í leikhópnum. Handritið gekk í gegn- um breytingar og niðurskurð. Skipt var um leikara. Nýr leikstjóri kom til skjalanna tveimur vikum fyrir frumsýningu. Á forsýningu einni, sem haldin var fyrir gagnrýnendur, fékk einn leikaranna hjartaslag og hné niður á sviðinu. Mitchell Maxwell, framleiðandi sýningarinnar, var hins vegar ekki í vafa um það hveijir bæru ábyrgð á óförum leikritsins. „Ég held að frá fyrsta degi hafi enginn verið okkur velviljaður," sagði Maxwell. „Press- an .. . hefur stundað illkvittni og niðurrif." Adrian Hall tók við leikstjóm sýn- ingarinnar af Gordon Edelstein rétt fyrir frumsýningu og sagði að hún hefði átt að geta heppnast. Hann kenndi framleiðendunum um: „Ég hefði getað breytt þessu í eitthvað, sem hefði að minnsta kosti verið leik- rit,“ sagði Hall við tímaritið Variety. „En það var ekki það sem [framleið- endumir] vildu. Þeir vildu að þetta yrði gert eins og kvikmyndahandrit og það er ekki hægt að setja upp kvikmyndahandrit á sviði." Höfundur leikritsins var sá sami og skrifaði handritið að kvikmynd- inni, Budd Schulberg. Penelope Ann Miller, Kevin Conway og David Morse, sem tók við sínu hlutverki á elleftu stundu eftir að Terry Kinney ákvað að yfír- gefa hið sökkvandi skip, hlutu einna helst náð fyrir augum gagnrýnenda. Samanburður við fyrirmyndina Flestir gagnrýnendur báru leikrit- ið saman við myndina, sem var gerð árið 1954, og fannst frumgerðin bera af sem askur af þymi. Hin upprunalega kvikmynd átti mikilli velgengni að fagna, þótt ekki hafi hún verið dæmigerð Hollywood- framleiðsla, til að mynda fékk hún átta óskarsverðlaun. Myndin gerist við höfnina í New York og fjallar um stéttarfélög og skipulagða glæpa- starfsemi. Sagt hefur verið að stjama Brand- os hafi skinið hvað skærast í hlut- verki Terrys Malloys í þessari mynd, ásamt leik hans í Sporvagninum, Gimd og Guðföðumum. Leikstjóri myndarinnar var Elia Kazan. „On the Waterfront" á sér athyglis- verða forsögu. Kazan var einn þeirra, sem lentu í kommúnistaveiðum sjötta áratugarins í Bandaríkjunum og var látinn bera vitni fyrir hinni svokölluðu óamerísku nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Kazan hafði verið félagi í bandaríska kommúnista- flokknum á fjórða áratugnum og tók iðulega málstað vinstri vængsins allan sinn feril. I yfirheyrslunni brá hann hins vegar á það ráð að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einvígi Millers og Kazans Kazan bjargaði eigin skinni með ,játningu“ sinni og fékk að starfa áfram í Hollywood. Ýmsir þeir, sem hann nefndi á nafn í vitnisburði sín- um, voru hins vegar settir á svartan lista og vom útilokaðir frá vinnu fyrir vikið. Margir vina Kazans snem af þeim sökum baki við honum. Leikritaskáld- ið Arthur Miller skrifaði verkið „í deiglunni" (The Cmcible), sem að nafninu til fjallar um nomaveiðar í Salem í Massachusetts á átjándu öld, en vísar í raun beint til kommúnista- veiðanna og fordæmir kjaftakindur. „On the Waterfront" var í raun svar Kazans við Miller. Terry Mailoy er fyrmm boxari og ræfill, sem óafvit- andi hjálpar til við að koma uppreisn- arsegg í stéttarfélagi hafnarverka- manna fyrir kattamef. Malloy verður því næst ástfanginn af systur hins myrta og ákveður á endanum að bera vitni gegn hinum seku og fletta ofan af spillingunni við höfnina. I fyrstu útskúfa verkamennimir við höfnina Malloy fyrir að ijúfa þagnareiðinn, sem gildir í stéttar- félaginu, en í lokin tekst honum að snúa þeim á sitt band og stendur uppi píslarvottur og hetja. Miller var ekki alls kostar sáttur við þessa réttlætingu Kazans á því að segja til félaga sinna. Árið eftir að Kazan gerði mynd sína svaraði Miller með leikritinu „Horft af brúnni" (A View from the Bridge), þar sem enn var fjallað um uppljóstrarann. Því hafði verið haldið fram að gengi leikritsins „On the Waterfront" myndi skipta sköpum um hugrekki og dirfsku þeirra, sem setja upp leik- rit á Broadway. Um sjötíu manns lögðu til fé til sýningarinnar og þeir eiga ekki eftir að sjá eyri af því aft- ur. Þeir, sem ekki fóru á hausinn í þessari lotu, eiga eftir að hugsa sig um tvisvar þegar næstu draumóra- menn banka upp á með hugmyndir um að setja upp leikrit aldarinnar fyrir stjarnfræðilegar upphæðir. LISTIR SIGRÍÐUR á flest ef ekki öll blöð og tímarit sem gefin hafa verið út á íslandi. Blaða- og tímaritasafn Helga Tryggvasonar bókbindara Spegilmynd sögunnar Helgi Tryggvason bókbindari safn- aði blöðum og tímaritum í rúma hálfa öld en eftir andlát hans tók Sigríður dóttir hans við safninu og hefur hún haldið áfram að bæta við það ritum. Þröstur Helgason hitti Sigríði innan um ijallháa blaðastafla safnsins og ræddi m.a. við hana um tilurð þess og söfnunarástríðuna. í BRÖTTUM og brakandi tréstiga vestur í bæ mæti ég Sigríði Helgadóttur, roskinni og glaðbeittri konu með ullarsjal yfir herðum; við höfðum mælt okkur mót upp á háalofti í EÍlingsenshúsunum en þar er stærstur hluti tímarita- og blaðasafns föður hennar, Helga Tryggvasonar bókbindara, geymt. Helgi lést fyrir átta árum og hefur Sigríður haft umsjón með safninu síðan, raunar segist Sigríður ekki hafa farið varhluta af söfnunarástríðunni frá því hún tók við safninu en hún hafði ekki sótt mjög á hana fyrr. Þegar upp á háaloft er komið blasir við mér kostuleg sýn. Gólfið er nánast þakið blaðastöflum og bókahillum sem eru kjaft- fullar af tímaritum, það er eins og að feta sig áfram í þröngum klettaskomingum að ganga á milli þessara háu stafla. Og eins og í fjallasal er maður umluktur sög- unni hér, „þessir staflar eru eins og spegil- mynd sögunnar, í þeim er tíðarandi sið- ustu alda skráður“, segir Sigríður með eilítið rómantískum blæ í röddinni. Þetta eru mikil menningarsöguleg dýrmæti, heldur Sigríður áfram, og það eru ekki síður mikil verð- mæti hér í veraldlegum skilningi; „helst myndi ég vilja selja sem mest í heilu lagi úr safninu en það gæti orð- ið erfitt í sumum tilfellum. Ég á t.d. geysilega merki- legt safn smáblaða sem verður ekki hjá komist að selja svolítið dýrt en það væri synd að þurfa að sundra því og selja í pörtum." Eldsvoði var upphafið Sigríður segir að faðir sinn hafi fyrst í stað aðal- lega safnað bókum og þótt ótrúlegt megi virðast var það eldsvoði sem kveikti þessa ástríðu hans. Helgi var ráðsmaður hjá tengdaföður sínum Einari Jónssyni, prófasti á Hofi í Vopnafirði, en hann átti mikið og gott safn bóka. Á jólum árið 1933 brann bærinn á Hofi og þar með allt bókasafn Einars en það varð til þess að Helgi tengdasonur hans, sem þá var 37 ára, tók að safna bókum af miklum ákafa. Fljótlega beind- ist áhugi Helga hins vegar meira að blaða- og tímarita- söfnun sem var sennilega öllu sjaldgæfari. Helgi lærði bókband á Vopnafírði og starfaði einkum við það eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Batt hann t.a.m. allar bækur fyrir Ásgeir Ásgeirsson forseta en Ásgeir launaði honum m.a. með því að lána honum gríðarstórt loft á Bessastöðum undir blaðasafnið. Kom það sér vel enda dýrt að leigja húsnæði í Reykjavík. Síðar meir var safnið samt flutt til Reykjavíkur og stofnaði Helgi þá fombókaverslun til að reyna að hafa upp í kostnað af leiguhúsnæðinu. Er sú verslun starf- rækt enn á vegum Sigríðar en hún er til húsa á Amtmannsstíg 2. Morgunblaðið frá upphafi, símaskráin o. fl. Það fyrsta sem ég sé þegar ég kem inn á háaloft hjá Sigríði er geysistór stafli af Morgunblaðinu en það á hún frá upphafí. Reyndar segist Sigríður ekki eiga það nema fram til ársins 1989, „nú síðustu árin eru blöðin orðin svo stór að ekki er hægt að hirða þau öll. Annars á ég flest, ef ekki öll dagblöð sem gefin hafa verið út á íslandi annaðhvort i heild sinni eða að stórum hluta.“ Sigríður leiðir mig um loftið og sýnir mér mis- stórar blaðastæður þessu til áréttingar. Flestar standa þessar stæður keikar og teygja sig stoltar upp undir ijáfur en aðrar eru famar að gefa sig og standa skakk- ar og kannski eilítið skömmustulegar á svipinn. Segir Sigríður það e.t.v. táknrænt um stöðu og gengi sumra þeirra í dag. Sigríður segir að sennilega eigi hún einnig flest tíma- rit sem gefin hafa verið út á Islandi, bæði gömul og ný. Hún bendir mér sérstaklega á Spegilinn sem fyrst kom út árið 1926 en hún er nýbúinn að safna honum saman í heild sinni og segir það hafa verið mikið vandaverk. Þótt Sig- ríður eigi ekkert sérstakt uppáhaldsrit í safninu þykir henni alltaf jafiigaman að skoða Tímarit Máls og menningar, ekki síst vegna þess hversu góða mynd það gefur af íslensku þjóðlífí síðustu 60 ára eða svo. í tímaritasafninu eru annars margar gersemar eins og gefur að skilja, t.d. Andvari frá upphafi en fyrstu sex árgangar hans em nánast ófáanlegir nú til dags. En í safninu eru líka rit sem enginn hefur áhuga á lengur og bendir Sigríður sérstaklega á Búnaðar- og Kirlq'uritin; „það er vonlaust að losna við þau rit“, segir Sigríður, „það er ekki einu sinni hægt að gefa þau, maður yrði a.m.k. að borga vel með þeim.“ í safninu er einnig að finna flest þau tímarit sem Vestur-íslendingar hafa gefið út en það er þó ekki mjög heillegt safn að sögn Sigríðar. Erlend tímarit eru og þó nokkur í safninu, allt frá Radio Electronics til Life og Look. Þar eru einnig gripir sem fljótt á litið hafa ekki mikið söfnunargildi, s.s. símaskrár og skatt- skrár en Sigríður bendir á að þær séu mjög verðmætar því ættfræðingar þurfi mikið að styðjast við þær. Skipulagið í lagi Það er deginum ljósara að geysileg vinna liggur á bak við flokkun og skipulagningu á svo umfangsmiklu safni sem þessu. Við fyrstu sýn virðist allt vera á rúi og stúi í safninu en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að skipulegið er í lagi. Raunar segir Sigríður að með tímanum hafi hún lært að meta þá iðju að flokka blöð og skipuleggja en fyrst í stað hafi henni ekki litist á blikuna. „Það er líka nauðsynlegt að hafa gott skipulag á safninu því þannig verður auðveldara að fá einhvem til að taka við því þegar þar að kemur,“ Segir Sigríður ennfremur. Að lokum vildi Sigríður fá að benda áhugasömum söfnurum og fræðimönnum á að hafa samband við sig ef þeir teldu sig geta nýtt sér safnið á einhvem hátt eða vantaði eitthvað úr því. Helgi Tryggvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.