Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Náttúru- stemran- ingar Nínu NÚ LÍÐUR að lokum sýning- ar á afstraktmyndum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Islands, en sýningin hefur verið framlengd um viku vegna mikillar aðsóknar og fjölda óska. A sýningunni má sjá marg- ar glæsilegustu afstrakt- myndir listakonunnar. Nína dvajdi oft á íslandi á sumrin og sótti innblástur til íslenskr- ar náttúru. Myndirnar gerði hún á árunum 1957-1967, síðasta áratuginn sem hún lifði, en hún lést árið 1968, aðeins 55 ára að aldri. í tengslum vi_ð sýninguna hefur Listasafn íslands gefið út 100 síðna bók um list Nínu, prýdda fjölda litmynda af verkum hennar, auk ritgerðar Aðalsteins Ingólfssonar list- fræðings. Sýningunni lýkur á sunnu- dag, 14. maí, og er safnið opið frá kl. 12—18. Tolli í Gallerí Fold NOKKUR stór olíumálverk eftir Tolla verða til sýnis og sölu í Gallerí Fold við Rauðar- árstíg, frá mánudeginum 15. maí til fimmtudagsins 18. maí. Eru þetta eldri verk Tolla, þ. á m. eitt sem er tæpir átta metrar að lengd. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10-18, nema sunnudaga kl. 14-18. Þrjú málverk á striga VICTOR Guðmundur Cilia opnar myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls í dag, föstudag. Victor lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1992. Þetta er hans fjórða einkasýning, en auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum. Á sýningunni eru þrjú mál- verk unnin með olíu á striga og eru þau öll frá þessu ári. LEIKUST Leikfclag Fljótsdals- héraðs DAGBÓK ÖNNU FRANK Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Dagbók Önnu Frank eftir F. Goodrich og A. Hackett. Þýðing: Sveinn Víkingur, endurskoðuð af Stefáni Baldurssyni. Leikstjóri og höfundur leikmyndar: Guðjón Sigvaldason. Leikendur: Halldóra M. Pétursdóttir, Soffía B. Siguijónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Daniel Behrend, Atli M. Sveinsson, Sigurgeir Baldursson, Sigurborg K. Hannesdóttir, Jón G. Axelsson, Þór Ragnarsson, Sigrún Lárusdóttir o.fl. Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, 7. maí. FASISMINN er eins og lúsin. Maður þarf að halda sér sæmilega hreinum, annars Ieggst hann á mann og ekki má láta sig drabbast niður. Þá kviknar hann aftur. Það sanna dæmin frá Signubökkum, Súdan og Grímsnesinu. Fljótsdæl- ingar vita að í sjálfu sér er enginn óhultur fyrir þessum óþrifnaði. Fas- isminn gerir ekki upp á miili þjóða, fer ekki í manngreinarálit, leggst jafnt á unga sem aldna, bítur sig fastan á ótrúlegasta fólk. Þess Sneglur í leir MYNPLIST Sncgla — Listhús LEIRLIST SAMSÝNING Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 10-14 um helgar til 13. maí. Aðgangur ókeypis LISTHÚSIÐ í rauða húsinu á horni Klapparstígs og Grettisgötu hefur nú verið starfrækt um nær fjögurra ára skeið, og lifað af erfiða tíma í listheiminum á undangengnum árum. Að baki stendur styrkur hópur af listakonum, sem á virðingu skilda fyrir þrautseigjuna, á sama tíma og ýmsir aðrir hafa gefíð slíka rekstrar- drauma upp á bátinn. Þær Sneglur hafa hins vegar ekki verið nógu duglegar að efna til sýn- ingarhalds í listhúsinu á þessum árum. Þau tvö innri herbergi sem eru notuð undir þessa sýningu henta nefnilega ágætlega fyrir ýmsa mynd- list; stærðin er ekki mikil, en and- rúmsloftið gott, og það skiptir öllu máli. Reynslan hefur glögglega sýnt mikilvægi þessa á stöðum eins og Gallerí Greip, Gallerí Sævars Karls og Stöðlakoti; allt eru þetta litlir sýningarstaðir að flatarmáli, en bæta það upp með öðrum kostum, sem aðeins er hægt að meta þegar skoð- uð er sýning á vettvangi. Er vonandi að í framtíðinni eigi sýningarhald eftir að aukast á þess- um stað, en nú fer senn að ljúka sýningu á leirvösum, sem sex félagar Sneglu hafa unnið. Það er vel til fundið að sýna þannig aðeins eitt grunnform leirlistarinnar og láta það njóta sín í samanburði, þar sem ólík úrvinnsla formsins, skreytinga, mynsturs og vinnuaðferða gefur gestum gott tækifæri til að njóta að nokkru þeirrar fjölbreytni, sem þó er hægt að skapa innan ramma hefð- ar, sem nær aftur um árþúsundir. Dæmi um aðra slíka sýningu þar sem ramminn var þröngt markaður var Kaffibollasýning Leirlistarfélagsins í Hafnarborg á síðasta sumri, sem var einkar áhugaverð framkvæmd. Hér hafa verið settir upp tæplega þijátíu vasar af ýmsum gerðum. Listakonumar hafa allar útskrifast frá leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands á síðustu tíu árum, en eiga mismikinn sýningar- feril að baki. Verk þeirra hér greina sig vel hvert frá öðru, þannig að persónuleg mótun kemur ágætlega fram. Vilborg Guðjónsdóttir sýnir hér háa vasa, sem taka má fyrir kaleika, sem eru nokkuð sérstæðir í einfaldri formgerðinni. Á þá eru notaðir mis- munandi litir og mynstur til skreyt- ingar, en nr. 4 er einkar hreinlegur hvað þetta varðar. Arnfríður Lára hélt einkasýningu í Sneglu 1992, en að þessu sinni sýnir hún aðeins einn vasa. Hér er um að ræða tignarlegt, belgvítt form, sem ber með sér virðingu aldanna; listakon'an kýs m.a. að nota rennandi glerung í skreytinguna, sem gefur gripnum nokkuð sérstakan svip. Elín Guðmundsdóttir ■ sýnir hins vegar reisulegar blálitaðar könnur, sem eru flatar í forminu og ganga þannig gegn eigin hefð. Svipuð form hafa einnig sést hjá fleiri listakonum, en eru skemmtilega útfærð hér, m.a. hvað varðar skreytingu. Framlag Sigríðar Erlu Guðmunds- dóttur er nokkuð annars eðlis; hún sýnir hér nokkum fjölda af smærri flöskulaga gripum, þar sem hreinleg- ar rendur ráða skreytingunni á sléttu yfirborðinu. Samstæða þessara gripa er sterkur þáttur í sjónrænu gildi þeirra hér. Ingunn Ema Stefánsdóttir leggur til nokkur ker, sem markast sterklega af hvössum hönkum á hliðunum, jafn- vel tvöföldum í einu verkanna. Hinn sterki blámi leirsins er síðan brotinn upp með einföldum skreytingum framan á gripunum, þannig að heild- armyndin verður létt og lifandi. Jóna Thors tekur hér þátt í sinni fyrstu samsýningu hér á landi, og verk hennar draga fljótt að sér at- hygli. Formið er hefðbundið - belg- víðir leirvasar með þröngu opi efst - en efnisnotkun í skreytingu gefur vösunum afar sterkan svip. Lista- konan hefur sett kopardropa í yfír- borð leirsins og virðist einnig hafa mótað það með öðrum efnum, sem gefa þeim forneskjulegt yfírbragð, sem stingur að nokkru í stúf við önnur verk í kring. Svo lítil sýning getur auðvitað aldrei gefið raunhæft yfírlit yfir það sem svo stór hópur er að fást við; til þess er rýmið einfaldlega of lítið. í heildina séð er hér þó á ferðinni hógvæg en áhugavert safn fjöl- breyttra gripa, sem eru ágætt dæmi um þá grósku sem er í þessari list- grein hér á landi. Sýningarstaðurinn hjá Sneglu hefur ef til vill verið van- nýttur á stundum, og er vonandi að hér eigi fleiri áhugaverðar sýningar eftir að fylgja í kjölfarið. Eiríkur Þorláksson JÓHANN við eitt verka sinna. Við Hamarínn Jóhann sýnir 27 listaverk JÓHANN Torfason opnar listsýningu í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, á laugardag. Á sýningunni verða 27 listaverk, einkum akrýlmyndir á striga en einn- ig grafík og skúlptúrar. Jóhann er 30 ára Reykvíkingur, útskrifaður úr Myndlista- og hand- íðaskólanum 1989 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda sýninga. Sýningin opnar kl. 16 og stendur til 28. maí. Svo aldrei gleymi vegna efndi Leikfélag Fljótsdalshér- aðs til hátíðasýningar á leikritinu Dagbók Önnu Frank kvöldið fyrir áttunda maí sl. en þá voru liðin 50 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Á veggjunum í Valaskjálf eru lita- teikningar eftir börn í grannskólan- um um ógnir stríðsins. Þær eru persónulegar og áhrifamiklar. Þær og leikritið um Önnu Frank eru góðar forvamir gegn fasisma. Auðvitað er þetta leikrit annað og meira en predikun. í því er flett ofan af manninum og viðbrögðum hans þegar líf liggur við. Við sjáum í kvikuna, verðum vitni að reisn mannsins og niðurlægingu. Leik- hópurinn sýnir þessar andstæður vel. Allir vinna þar hlutverk sitt af stakri prýði og ekki ástæða til að nefna þar til einn öðrum fremur. Og þó. Halldóra Malín Pétursdóttir heitir sú unga mær sem leikur Önnu Frank. Halldóra fer einkar vel með texta af svo ungri stúlku að vera. Hún hefur ömgga og ófalska fram- komu á sviði og sýnir talsverða til- finningalega breidd og ekki er hún síst þegar hún er gáskafull og glett- in og full af lífi og von. Þá magn- ast harmurinn í huga þeirra sem á horfa og þekkja til. Þessi sýning er vönduð og vel unnin eins og þær sýningar sem ég hef séð leikstýrt af Guðjóni Sig- valdasyni á þessu leikári sem nú er að ljúka og í fyrra. Leikmyndin er nokkuð flókin en afar vandvirkn- islega unnin: Hún speglar tíðarand- ann, þrengslin, fallvaltleika ytri að- stæðna, skilgreinir jafnvel hugblæ verksins í lit. Á þessu þrönga svæði verða leikararnir bókstaflega að fínna fótum sínum forráð. Sýningin er nokkuð hæg, einkum framan af, því Guðjón virðist gera kröfur til leikendanna um þeir skapi þagnir og rísi undir þeim á sviðinu. Þetta reynist mörgum áhugamanninum um megn, sem von er, en það er til marks um styrk þessara leikara og samæfíngu að þeir þola að leyfa hljóðlátum, harmrænum undirtóni framvindunnar sinn farveg. Lýsing er góð, svo og búningar. Áhorfendum bregður nokkuð í brún þegar þeir stíga inn í anddyrið fyrir sýningu og eiga sér einskis ills von. Þar hangir nasistaáróður á veggjunum og Hitleræskan þramm- ar um gólf. Dyravörður með alvæpni skoðar aðgöngupassann og stimplar mann inn. Þetta er áhrifaríkt for- spil að sýningunni sjálfri. Þegar ég dvaldist í Þýskalandi upp úr 1970 var ég hissa á því hve Þjóðveijar ræddu mikið um stríðið, tildrög þess og afleiðingar. Mér fannst stundum nóg um. Svo kynnt- ist ég EIsu. Hún er doktor í efna- fræði. Þegar hún var tíu ára ráfaði hún foreldralaus um rústir Berlínar- borgar og át úr ruslabingjum. Svo kynntist ég frú Lily Noppel heit- inni. Blessuð sé minning hennar. í hvert sinn sem flugvél flaug yfír herptist hún saman og skalf. Þó var liðinn aldarfjórðungur frá því stríð- inu lauk. ÖIl börn á Egilsstöðum munu fyrir sina parta bera ábyrgð á því að engin gömul kona þar þurfi nokkru sinni sinni að skjálfa af ótta við loftsprengjuhríð, rétt eins og annað framtíðarfólk um víða veröld mun bera sína ábyrgð þegar þar að kemur. Öllum er hollt að vita að hveiju þeir ganga. Leikfélag Fljóts- dalshéraðs sýndi mér það og Hér- aðsbúum með þessari sýningu. Hún er tímabær og verður það alltaf. Guðbrandur Gíslason Þrjár mynd- listar- sýningar ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu á laugardag kl. 16. Þór Vigfússon sýnir mál- verk í neðri sölum safnsins og Anna Eyjólfsdóttir sýnir um- hverfisverk í efri sölum og porti. Sýning Önnu ber heitið Hringrás. Gestur í setustofu safnsins er Jóhann Valdimarsson. Safnið er opið daglega frá kl. 14-18 og lýkur sýningun- um 28. maí. Burtfarar- tónleikar í Áskirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir tón- leikum í Áskirkju laugardag- inn 13. maí kl. 14. Einleikari á tónleikun- um er Guð- jón Stein- grímur Birgisson gítarleikari og eru þetta burtfarar- tónleikar hans frá Tónskólan- um. Guðjón Steingrímur hóf að nema gít- arleik undir handleiðslu Önnu Hansen við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1981. Eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Kópavogi vorið 1985 innritaðist hann í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hann lauk prófí frá kennara- deild Tónskólans vorið 1992. Kennari Guðjóns við Tón- skólann hefur verið Páll Eyj- ólfsson. Á tónleikunum leikur Steingrímur verk eftir Sylvius Leopold Weiss, Domenico Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Isaac Albéniz, John Speight og Leo Brouwer. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vortónleikar í Keflavík LÚÐRASVEITIR Tónlistar- skóla Keflavíkur, yngri og eldri, halda tónleika í Félags- bíói laugardaginn 13. maí og hefjast þeir kl. 17. Stjórnendur lúðrasveitanna eru Sigrún Sævarsdóttir og Karen Stur- laugsson. Sunnudaginn 14. maí stend- ur skólinn fyrir tónleikum á sal skólans kl. 13 og 15, þar munu nemendur úr ýmsum deildum flytja fjölbreyttar efn- isskrár. Á sunnudagskvöld kl. 20 munu eldri og lengra komnir nemendur flytja fjölbreytta efnisskrá á Flug Café í göngu- götunni á Flug Hóteli. Mánudaginn 15. maí munu Léttsveit, Djasshljómsveitin og Strumpamir leika á tónleikum á sal Fjölbrautaskólans og hefjast þeir kl. 20. Stjómandi Léttsveitarinnar er Veigar Margeirsson, stjórn- andi Djassbandsins er Ólafur Jónsson og stjórnandi Strump- anna er Þórir Baldursson. Skólaslit verða fímmtudag- inn 18. maí kl. 17 í Félagsbíói og þar mun meðal annars verða frumflutt nýtt tónverk eftir nemendur skólans og harmoníkuhljómsveit skólans leikur auk þess sem nemendur fá námsvottorð sín og próf- skírteini afhent. Guðjón Steingrímur Birgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.