Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ 'FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 15 VIÐSKIPTI Norræni fjárfestmgarbankinn færir út kvíarnar Markaðsskrifstofa í Singapore NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB opnaði nýlega markaðsskrif- stofu í Singapore og tengist sú ákvörðun miklum og vaxandi áhuga norrænna fyrirtækja á markaði í Asíu. Yfir 400 norræn fyrirtæki hafa nú þegar aðstöðu fyrir starfsemi í Singaþore og staðsetning markaðs- skrifstofu NIB í Singapore er því mikilvægur þáttur í þjónustu bank- ans. Tilkoma markaðsskrifstofunnar mun efla tengsl og þjónustu bankans við norræn fyrirtæki á þessum mark- aði. Útlán NIB til Asíu nema nú rúm- lega helmingi af útlánum bankans til landa utan Norðurlanda eða sem svarar til ríflega 10% af heildarútlán- um bankans, sem alls nema um ECU 4,5 milljörðum (ISK 378 milljarðar). Alþjóðlegar lánveitingar NIB eða sk. verkefnafjárfestingarlán eru veitt til fjármögnunar verkefna með nor- rænni þátttöku, m.a. í Asíu, Suður- Ameríku og Mið- og Austur-Evrópu. Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri NIB, opnaði hina nýju markaðsskrif- stofu NIB formlega, en Jorgen D. Ilsee, aðstoðarbankastjóri NIB , mun hafa aðseturí Singapore og veita hinni nýju skrifstofu forstöðu. Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er í eigu Norðurlanda og eru höfuðstöðvar hans í Helsingfors. Bankinn veitir langtímalán til fjár- mögnunar fjárfestinga innan sem utan Norðurlanda. NIB nýtur besta mögulega lánstrausts til öflunar fjár- magns á alþjóðlegum fjármagns- markaði AAA/Aaa samkvæmt mati hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja Standard & Poor’s og Moody’s. Morgunblaðið/Kristinn Bónus- tölvur opn- aðar í dag TÆKNIVAL hf. opnar í dag eina stærstu tölvuverslun lands- ins á Grensásvegi 3 undir nafn- inu Bónustölvur. Forráðamenn Bónustölva stefna að því að bjóða almenn- ingi og minni fyrirtækjum tölvubúnað á mun hagstæðara verði en áður hefur þekkst hér á landi. Fyrirtækið hefur fengið umboð fyrir bandaríska Pack- ard Bell margmiðlunartölvur með „Navigator" hugbúnaði. Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals hf., sagði að fyrirtækið hefði upp- haflega fyrst og fremst lagt áherslu rekstrarvörur, fylgi- hluti og stakar tölvur. Síðan hefði starfsemin þróast út í að bjóða fyrirtækjum heildarlausn- ir í vélbúnaði og hugbúnaði og því hefði dregið úr vægi heimil- ismarkaðarins. „Það er hins vegar fyrirsjáanlegt að mikill vöxtur verði á tölvunotkun heimila á næstu árum. Aætlað er að um helmingur af tölvusölu um aldamót verði til heimila. Við viljum koma til móts við þessa viðskiptavini og bjóða þeim tölvur á hagstæðu verði með lágmarksþj ónustu. “ Starfsmenn verslunarinnar eru Hjörtur Vigfússon,, Atli Rúnar Arngrímsson, Jakob Jón- asson, Anna Björg Björnsdóttir, Ólöf María Jóhannsdóttir og Jón Steingrímsson. Með þeim á myndinni er Henrik Oystein Wolff Helgesen, sölustjóri Pack- ard Bell á Norðurlöndum. Dollar upp þrátt fyrir ugg London. Reuter. DOLLARINN hækkaði í gær þrátt fyrir ugg um viðskipta- stríð milli Bandaríkjamanna og Japana, meðal annars vegna þess að hagstæðar hagtölur voru birtar. Verðbréf hækkuðu í verði í Evrópu, mest í London. Þar hækkuðu hlutabréf um tæp- lega 1% og verð þeirra hefur ekki verið hærra í 14 mánuði. Dollarinn hækkaði um rúmlega 3 pfenninga og 2 jen, þótt bandarísk stjórnvöld hafi hótað háum refsitollum á innflutning frá Japan. Staða dollars styrktist þar sem tölur sýna að fram- leiðsluvöruverð í Bandaríkj- unum hækkaði um 0,5% í apríl eftir kyrrstöðu í marz og þar sen bandarísk ríkis- skuldabréf hafa hækkað í verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.