Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 26

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÁLAFOSSKÓRINN heldur sína árlegu tónleika í Bæjarleikhúsinu. Jónasarsyrpan í Bæjarleikhúsinu ÁLAFOSSKÓRINN heldur sína ár- sálmar og Jónasar-syrpan „lífið er legu tónleika í Bæjarleikhúsinu Mos- lotterí" fellsbæ, sunnudaginn 14. maí kl. Álafosskórinn er á leið til Dan- 20.30. Söngstjóri er Helgi R. Einars- merkur í júní og mun syngja í ýmsum son og undirleikari Daníel Arason. borgum t.d. Álaborg, Hjallerup, Á efnisskránni eru innlend og er- Thisted sem er vinarbær Mosfells- lend dægurlög, ættjarðarlög, negra- bæjar og endar svo í Árósum. V erðlaunamyndir Stuttmyndadaga STUTTMYNDADOGUM í Reykjavík 1995 lauk fimmtudagskvöldið 4. maí. Eftirfarandi myndir unnu til verðlauna: 1. verðlaun: Two little girls and a war eftir Maríu Sigurðardóttir. 2. verðlaun: TF-3BB eftir Gunnar B. Guðmundsson og Einelti eftir Guðmund Karl Sigurdórsson. 3. verðlaun: Ég elska þig, Stella eftir Ragnar Bragason. 4. verðlaun: Klósettmenning eftir Grím Hákonarson og Rúnar E. Rún- arsson. 5. verðlaun:' Kronic eftir Einar S. Einarsson og Erlend Davíðsson. Einnig voru valin sérstök áhorf- endaverðlaun og var myndin Ég elska þig, Stella eftir Ragnar Braga- son hlutskörpust. Ingibjörg Sól.rún Gísladóttir borg- arstjóri afhenti peningaverðlaun fyrir hönd Reykjavíkurborgar. í dómnefnd sátu: Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaieikstjóri, Inga Björk Sólnes framkvæmdastjóri og Þorgeir Gunnarsson aðst. dagskrár- stjóri Sjónvarps. Kynnir hátíðarinnar var ungfrú Reykjavík, Berglind Ólafsdóttir. Það er Kvikmyndafélag íslands í samvinnu við Sjónvarpið, innlenda dagskrárdeild, sem stendur að Stutt- myndadögum og verða verðlauna- myndimar teknar til sýningar í Sjón- varpinu nk. haust. Rúmlega 50 myndir bárust í keppnina sem er töluverð aukning frá því í fyrra. Þetta er í fjórða skiptið sem Stutt- myndadagar í Reykjavík eru haldnir en það er markmið Kvikmyndafélags Islands að þetta verði árlegur við- burður. Fyrir næstu stuttmyndahátíð hefur verið ákveðið að hafa forval á myndunum áður en þær eru teknar til sýninga og auk þess verður lengd myndanna takmörkuð. Breytt fyrir- komulag verður nánar kynnt síðar. I Víðihlíð TONLIST Bæjarlcikhúsinu KÓRTÓNLEIKAR Reykjalundarkórinn flutti íslensk þjóðlög og ýmis erlend lög. Radd- þjálfari: Unnur Jensdóttir Undir- leikari: Hjördís Elín Lárusdóttir Stjórnandi: Lárus Sveinsson NÚ FER kóravertíðinni að ljúka en sá þáttur menningarstarfs er með ólíkindum fjölbreyttur hér á landi, því segja má, að öll átthag- afélög og stærri vinnustaðir hafi sinn kór og eins og einn tónleika- gesta sagði, „ef ekki er hægt að starfrækja, kór þá er stofnaður kvartett“. Listþörf þjóðarinnar brýst ekki aðeins út í ritun bóka og alls konar andlegri iðju, heldur og gerð myndverka, blómlegri leiklist og söng. Ekki verður skólum landsins þakkað allt þetta, því íslenska skylduskólakerfíð er nær alger- lega listlaust samfélag en vera má að einmitt listvöntunin í skó- lauppeldi okkar íslendinga, kalli fram þessa órtúlegu listsvengd, að allir sem vettlingi geta valdið, eru skáld, hugsuðir, málarar, leik- arar og tónlistarmenn. Að Reykjalundi er starfræktur kór og þar hefur Lárus Sveinsson trompettleikari stýrt mönnum til samtaka en raddþjálfunin hefur verið verk Unnar Jensdóttur söng- konu þannig að áhugmennskan nýtur starfskrafta atvinnumanna og því er ýmsu til þokað til betri vegar, sem annars yrði. Heildars- amhljómur kórsins er góðurr sér- staklega sópran- og alt-raddirnar en fáliðaðar karlaraddirnar áttu sinn þátt í þéttum og góðum sam- hljómi kórsins. Fyrri hluti tónleikanna var ein- göngu byggður á íslenskum þjóð- lögum, alls 13 að tölu, er voru í heild ágætlega sungin en bestu lögin voru Vorið langt, Gloría tibi, sem er raddlega nokkuð erfitt fyr- ir kvenraddimar, og síðasta lag syrpunnar, ísland farsældar Frón. Eftir hlé var blönduð efnisskrá. Fyrsta lagið, Sem stormur breki skörðótt ský, fallegt lag eftir Si- belíus, er þó naut sín ekki sem best í flutningi kórsins. Næstu lög voru hins vegar fallega mótuð en það voru þijú vel þekkt lög, Ég beið þín lengi, lengi, eftir Pál ísólfsson, Old Folks at Home, eft- ir Foster og í Víðihlíð en texti þessa einu sinni vinsæla lags er þýddur af Magnúsi Ásgeirssyni. Þá komu tvö verk eftir Mozart, Ave María og Lacrimosa úr sálu- messunni og enduðu tónleikarnir á flörugu, textalausu göngulagi. Éins og fyrr segir var samhljóm- ur kórsins góður, textaframburður ágætur, flutningurinn í heild ör- uggur og sérlega „dynamiskur", stóð vel í Lacrimosa-kaflanum en naut sín best í Old Folks at Home og í Víðihlíð, viðkvæmu lagi er var sérlega fallega sungið. Undir- leikarinn með kórnum var ungur píanóleikari, Hjördís Elín Láms- dóttir, og stóð hún sig með prýði. í heild voru þetta ánægjulegir tón- leikar, þar sem vel fannst á að vel hafði verið unnið. Jón Ásgeirsson MYNDIRNAR í Hafnarborg eru í hinum mörgu litbrigðum af rauðu og eru samsettar úr fleiri einingum. Harpa í Sverrissal HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Sverrissal í Hafn- arborg laugardaginn 13. maí kl. 14. Myndirnar í Hafnarborg eru í hinum mörgu litbrigðum af rauðu og eru samsettar úr fleiri einingum. í myndunum teflir Harpa saman tilvísunum og táknmyndum, sem eru hver á sinn hátt lífstákn. Þetta er tólfta einkasýning Hörpu og stendur hún til 28. maí. Auk sýningarinnar í Hafnarborg opnar Harpa kl. 16 sama dag sýn- ingu á Sólon íslandus á olíumál- verkum og verkum unnum með blandaðri tækni, sú sýning stendur til 30. maí. Síðasta sýningarhelgi Sigrúnar í Norræna húsinu SÝNINGU Sigrúnar Eldjárn í Nor- ræna húsinu lýkur sunnudaginn 14. maí kl. 19. Á sýningunni eru 32 olíu- málverk, máluð á síðustu þremur árum. Þetta er 14. einkasýning Sigrún- ar, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlend- is. Mörg opinber söfn og stofnanir eiga verk eftir Sigrúnu. Hún starfar bæði sem myndlistarmaður og rithöf- undur. Fyrir utan olíumálverk leggur hún stund á grafík, vatnslitun og teikningu. Sýningin er opin frá kl. 14-19 . inn 27. maí ámiðbakka í REYKJAVÍK Dæmt verSur eftir hraSa, nýtingu og gæðum ^ Flakaður verður þorskur,karfi og flatfiskur. Ekkert (oótttökugjald. Skilyrði fyrir þátttöku: Að kunna að flaka. Skráning, upplýsingar og afhending á keppnisreglum í síma 560 9670. Keppendur sem lenda í þremur efstu sætunum hljóta skoðunar- og fræðslu- ferðir til Humber-svæðisins á Englandi í verðlaun. Sýningu Sossu lýkur SÝNINGU á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur, í Gallerí Fold, Laugavegi 118, lýkur nú á sunnudag. Á sama tíma lýkur kynningu á verkum Grétu Þórsdóttur í kynningarhorni Foldar. Sossa hefur haldið nokkrar einkasýningar, flestar erlend- is, og tekið þátt í mörgum samsýningum. Gréta stundaði myndlist- arnám í Reykjavík og Helsing- fors í Finnlandi. Hún starfar sem leiktjaldahönnuður og er búsett á Gotlandi. Galleríið er opið alla daga frá kl. 10-18, nema sunnu- daga kl. 14-18. Leyndir draumar LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar var nýlega stofnað, en hópurinn sem stendur að félaginu varð til í Kramhúsi Hafdísar Árnadóttur haustið 1992. Þá stóð Hlín Agnars- dóttir fyrir leiklistamámskeiði fyrir fullorðið fólk. Leyndir draumar hafa þegar sett upp tvær sýningar. Núna eru Leyndir draumar að æfa, í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur, frumsamið verk sem heitir Köttur Schrödin- gers og ijallar um skammta- fræðina, innanhúsarkitektúr og bælingar. Áætlað er að frumsýna verkið í lok maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.