Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR Nemendur Reykholtsskóla og for- eldrar safna undirskriftum Ráðherra telji Olafi hug’hvarf FIMM nemendur Reykholtsskóla afhentu Bimi Bjamasyni mennta- málaráðherra í gær bréf og lista með undirskriftum nemenda skól- ans. Lýsa þeir óánægju sinni með endurráðningu Ólafs Þ. Þórðarson- ar, fyrrverandi þingmanns, í stöðu skólameistara og biðja ráðherra um, að fá Ólaf tii að endurskoða ákvörðun sína. Einnig hafa for- eldrar bama við skólann hafið undirskriftasöfnun. Segir í bréfi til ráðherra að Oddur Albertsson skólameistari hafí náð að breyta skólanum úr hnignandi og dauðadæmdri stofn- un í vettvang þar sem unglingar nútímans geti geti unað sér vel og einbeitt sér að menntun sinni, einkum þeir sem verið hafi utan- gátta í skólakerfinu. „Það er okkar skoðun að komi Ólafur aftur til starfa muni starf- semi skólans skaðast vemlega,“ eins og segir í bréfí nemendanna. Ólafur hafí ekki stundað kennslu í 15 ár og hafí ekki réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi eða stjómunar slíks skóla. „í ljósi þessara hluta geta nem- endur Reykholtsskóla ekki sætt sig við skólameistaraskipti. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja þig, háttvirti menntamálaráð- herra, að fá Ólaf til þess að endur- skoða ákvörðun sína, ef ekki fyrir nemendur, þá fyrir komandi kyn- slóðir," eins og segir í bréfínu. Búið að ganga frá ráðningu Bjöm Bjamason sagði í samtal- ið við Morgunblaðið að búið væri að ganga frá ráðningu Ólafs og launakjörum. Aðspurður hvort heimsókn nemendanna breytti framvindu málsins sagði ráðherra að þess hefði verið farið á leit að hann fengi Ólaf til þess að endur- skoða ákvörðun sína og myndu þeir eflaust tala saman. „Við sjáum til hvemig málið þróast,“ sagði hann að lokum. Gissur Öm Gunnarsson talsmað- ur nemenda sagði að Reykholts- skóli hefði haft á sér orð fyrir að vera fyrir vandræðaunglinga, sem alls ekki væri rétt. Sæktu margir skólann vegna þess að þeir vildu sjálfír komast úr því umhverfi sem blasti við unglingum í Reykjavík. MorgunDlaoiö/ivnstinn BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tekur við bréfi og undirskriftalista nemenda Reykholtsskóla úr hendi Gissurar Arnar Gunnarssonar. Ásamt Gissuri komu til fundarins Harpa Rún Eiríksdóttir, Birgir Dagbjartur Sveinsson, Bertíria G. Rodriguez og Erling G. Kristjánsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um framtíðarhlutverk Korpúlfsstaða Húsið sýnt og hugmyndum safnað Morgunblaðið/Sverrir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarsljóri var á ferð um Graf- arvog í gær og heimsótti m.a. Barnasmiðjuna hf. sem sérhæfir sig í framleiðslu leiktækja fyrir börn. Borgarstjóri brá á leik og prófaði eitt af gormatækjunum sem fyrirtækið hefur hann- að. „Það var mjög gaman að heimsækja þetta fyrirtæki. Þar starfa 10 til 15 manns og er þarna unnið mjög merkilegt starf. Það vantar hins vegar nokkurn stuðning við iðnframleiðslu af þessu tagi,“ sagði hún. INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að Korpúlfs- staðir verði opnaðir almenningi til skoðunar í byijun júní og safn- að verði hugmyndum um fram- tíðarhlutverk og notkun hússins. „Það er jafnframt ljóst að Golf- klúbbur Reykjavíkur hefur áhuga á að komast þarna inn í tengslum við golfvöllinn sem ver- ið er að gera. Þeir höfðu hugsað sér að byggja sérstakt klúbbhús en hafa sýnt áhuga á að fara inn í austasta hluta hússins og mér finnst það vel geta komið til skoð- unar. Svo hafa kvikmyndagerð- armenn sýnt áhuga á Korpúlfs- stöðum sem kvikmyndaveri en húsið er það stórt að það getur rúmað mismunandi starfsemi," segir Ingibjörg Sólrún en hún var á ferð um Grafarvog í gær- dag og heimsótti stofnanir og fyrirtæki. Útibú Borgarbókasafns opnað á næsta ári Borgarstjóri kynnti sér m.a. væntanlegt útibú Borgarbóka- safnsins í Grafarvogskirkju. „Það húsnæði er tilbúið og erum við að gera okkur vonir um að þar verði hægt að opna nýtt útibú á næsta ári,“ sagði hún. „Það er hvergi verið að fram- kvæma eins mikið á vegum borg- arinnar og í Grafarvogi, enda er þetta nýbyggingarhverfi. Þarna er að fara af stað samkeppni um hönnun leikskóla og um næstu mánaðamót verða væntnlega kynntar niðurstöður úr sam- keppni um hönnum grunnskóla, sagði Ingibjörg Sólrún. A ferð sinni um Grafarvog heimsótti hún m.a. leikskólann Funaborg, íþróttamiðstöð Ung- mennafélagsins Fjölnis, Áburð- arverksmiðjuna, Barnasmiðjuna hf. og hjúkrunarheimilið Eir. í gærkvöldi var borgarstjóri á al- mennum borgarafundi í Fjörgyn. NYTJAVARP í eyjum undan Mýr- um hefur verið rænt undanfarna daga. Að sögn Svans Steinarsson- ar, eins þeirra sem á og nytjar eyjarnar, hafði verið farið í flest hreiður þegar hann kom til eftirlits í eyjamar á þriðjudagsmorgun. Svanur sagði að m.a. hefði verið farið í Þormóðssker og einnig í varp í landi Straumfjarðar og fleiri eyjar við Mýrar. Sést hefði til ferða óviðkomandi í Hjörsey en þar hefði ekki enn verið vitjað. Svanur sagði hlunnindabændur orðna langþreytta á að varp þeirra væri rænt og því spillt ár eftir ár. Hann sagði að á þriðjudag hefði hann komið að aðkomumönnum með alvæpni við selaveiðar í heim- Varp rænt við Mýrar ildarleysi. Sama dag hefði litlu munað að meintir eggjaþjófar hefðu verið staðnir að verki. Sést hefði til þeirra á rauðum gúmmí- bát í fleiri en einu varpi. Svanur kvaðst hafa verið á eftir- litsferð þennan dag og séð þegar menn á bátnum forðuðu sér. Hann hefði gert lögreglu á Akranesi við- vart og hefði hún tekið á móti bátnum við komu inn til Akraness. Þá hefðu aðeins verið um borð í bátnum að sögn tvö svartbaksegg úr Þormóðsskeri en sést hefði til sama báts á ferð víða um þau varp- lönd sem ummerki voru um að hefðu verið rænd þegar að var komið. Svanur sagði að í ljós hefði kom- ið að um væri að ræða gúmmíbát Rauðakrossdeildarinnar á Akra- nesi, sem vera ætti til taks í neyðartilvikum á Akranesi. Hann sagði að formaður Rauðakross- deildarinnar á Akranesi hefði beð- ist afsökunar á því að bátur deild- arinnar hefði verið notaður til ferð- ar af þessu tagi án vitneskju RKI og hefðu landeigendur ekki í hyggju að fylgja málinu eftir með kæru. Búist er við smölun nýrra flokksfélaga fyrir formannskosningarnar í Alþýðubandalaginu Málamiðlun hafnað á fundi frambjóðenda Barátta er í uppsiglingu fyrir formannskosningamar í Alþýðubandalaginu og í samantekt Omars Friðriksson- ar kemur fram að Steingrímur J. Sigfússon og fylgis- menn reyndu að fá Margréti Frímannsdóttur til að hætta við formannsframboð gegn stuðning í varaform- annsembættið, en Margrét kannast ekki við nein tilboð. REIKNAÐ er með mjog harðri baráttu um formennskuna í Alþýðubandalaginu í kjölfar þess að Margrét Frímannsdóttir alþingismað- ur lýsti yfír að hún gæfí kost á sér til for- mannskjörs í flokknum en Steingrímur J. Sigfússon varaformaður lýsti yfir framboði sínu á seinasta ári. Liðssöfnun til stuðnings framboðsefnum er þegar hafín. Gera alþýðu- bandalagsmenn sem rætt var við ráð fyrir mikilli smölun nýrra flokksfélaga í sumar en skriflegar kosningar um formann og varafor- mann fara fram seinstu vikumar fyrir lands- fund í haust meðal allra flokksbundinna al- þýðubandalagsmanna en talning atkvæða fer svo fram á landsfundinum. Vill forðast átök fylkinga Margrét segist vera að svara íjölda áskor- ana sem hún hafí fengið um að bjóða sig fram. Aðspurð segir hún að einhver áherslumunur sé á milli hennar og Steingríms hvað stefnu flokksins varðar. „Við höfum hins vegar staðið saman að stefnumótun innan Alþýðubandalagsins og ég reikna því ekki með að það sé stór málefnaleg- ur munur á milli okkar. Ég vil hins vegar sjá breytta stjómunarhætti innan flokksins, meiri valddreifingu og aukna þátttöku almennra félaga í að móta stefnu flokksins," segir hún. „Eg átti alveg eins von á að það kæmu fleiri framboð og það hefur legjð í loftinu um skeið að það yrði Margrét. Ég hef ekkert nema gott um það að segja,“ segir Steingrím- ur. Hann segist leggja áherslu á að kosninga- baráttan verði prúðmannleg. „Ég mun fyrir mitt leyti reyna að stuðla að því að þetta verði ekki að leðjuslag og ætla að reyna að forðast að til verði skýrt afmarkaðar fylkingar sem eigast við,“ segir hann. Steingrímur segir að það verði að koma í ljós hvort um stefnuágreining sé að ræða á milli hans og Margrétar. Miðstjómarfundur verður haldinn 27. maí þar sem kosin verður yfirkjörstjóm og í tengsl- um við miðstjómarfundinn kemur fram- kvæmdastjóm flokksins saman, þar sem vænt- anlega verður ákveðið hvenær landsfundur fer fram, skv. upplýsingum Einars Karls Haralds- sonar, framkvæmdastjóra flokksins. Landsfundir Alþýðubandalagsins hafa oft- ast verið haldnir í október eða nóvember en Steingrímur vill hins vegar að fundinum verði flýtt fram í september. Yfírkjörstjóm auglýsir eftir framboðum til formanns og varaform- anns og ákveður framboðsfrest sem skal vera minnst fjögurra vikna langur. Yfírkjörstjórn ákveður hvenær allsheijaratkvæðagreiðslan á að hefjast og á hún að standa yfír í minnst tvær vikur og vera lokið á öðrum degi lands- fundar. Allir flokksbundnir félagsmenn sem em á kjörskrá mánuði áður en landsfundur hefst hafa atkvæðisrétt í kosningunum og fá þeir atkvæðaseðilinn sendan heim. Samkvæmt heimildum ' Morgunblaðsins reyndu Steingrímur og nánustu stuðnings- menn hans að fá Margréti ofan af því að bjóða sig fram til formanns og telja sig hafa komið þeim boðum skýrt á framfæri við Margréti að hún myndi fá góðan stuðning í varaform- annsstöðuna ef samkomulag næðist um sam- eiginlegt framboð þeirra, þannig að ekki þyrfti að koma til kosninga. „Við ræddum saman um það hvort við gætum náð einhverri málamiðlun en það voru alls engin boð í gangi og niðurstaðan varð þessi. Það er útilokað annað en að sinna þeim áskorunum sem ég hef fengið alls staðar af landinu," segir Margrét. „Ég vildi fyrir mitt leyti halda opnum öllum möguleikum á samkomulagi án kosninga. Vissulega hefði verið hægt að hugsa sér að það hefði skapast það andrúmsloft að einhver samkomulagsuppstilling um forystusveit flokksins yrði á borðinu og þá gæti verið sjálf- kjörið eins og var síðast,“ segir Steingrímur. Þingflokksformennska Svavars breytti stöðunni Skiptar skoðanir eru um hvaða áhrif val Svavars Gestssonar til formennsku í þing- flokknum hafði á formannsframboðin. Full samstaða var innan þingflokksins um að Sva- var tæki við þingflokksformennskunni en það var Olafur Ragnar Grímsson, formaður flokks- ins, sem gerði tillögu um Svavar eftir að hafa ráðfært sig við alla þingmennina. Meðal stuðningsmanna Margrétar er litið svo á að þessi niðurstaða hafi aukið mögu- leika hennar í formannskosningum og gert um leið möguleika Steingríms á að ná kjöri torsóttari, þar sem aldrei gæti náðst sátt inn- an flokksins um að Steingrímur og Svavar gegndu samtímis þessum tveimur helstu for- ystuembættum flokksins. Fylgismenn Stein- gnms telja aftur á móti, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, að sú samstaða sem náðist um Svavar hefði átt að geta orðið grundvöllur að samkomulagi um formannsskiptin í haust. i i; i i; f i t i f I i I l l \ i l i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.