Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Viðræður við Þjóðverja um tryggingu fiotkvíar Koma kvíarinn- ar mun líklega tefjast um viku KOMA flotkvíarinnar sem Akur- eyrarhöfn hefur fest kaup á og var afhent í Litháen í liðinni viku tefst um einhvern tíma, líklega viku. Ástæðan er sú að sögn for- manns hafnarstjórnar, Einars Sveins Olafssonar, að endurtrygg- ingafélag Vátryggingafélags Is- lands sem fyrirhugað var að semja við um tryggingu flotkvíarinnar á leiðinni frá Litháen til Akureyrar gerði kröfur sem hafnarstjórn taldi sig ekki geta gengið að. Rætt við Þjóðverja Meðal annars krafðist endur- tryggingafélagið þess að kvíin yrði styrkt meira en nú er og að tveir bátar myndu draga hana yfir haf- ið í stað eins. „í þessu lágu miklir fjármunir þannig að við ákváðum að leita annarra leiða,“ sagði Ein- ar Sveinn. Hafnarstjóri og forstjóri Slipp- stöðvarinnar-Odda eru staddir í Hamborg þar sem þeir hafa átt viðræður við þýskt tryggingafélag og sagði Einar Sveinn í gær að málið horfði í rétta átt. Annar fundur verður haldinn í dag og þá ræðst endanlega hvort samn- ingar nást við þýska félagið um tryggingu kvíarinnar. Lagt af stað í næstu viku Náist samningar mun dráttar- báturinn leggja af stað frá Ham- borg strax í dag áleiðis til hafnar- borgarinnar Klapeida þar sem kví- in var smíðuð og vænti formaður hafnarstjórnar þess að um miðja næstu viku myndi báturinn leggja upp með kvína í eftirdragi yfir hafið. Áætlað er að 3-4 vikur taki að koma kvínni til Akureyrar. Unnið er að gerð stæðis fyrir flotkvína og eru verklok áætluð 7. júní næstkomandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hjólin óspart notuð TVÍBURABRÆÐURNIR Frið- notað þau óspart til að fara allra rik og Samúel hafa tekið reið- sinna ferða þessa fyrstu vor- hjólin sín út úr geymslunni og daga norðan heiða. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps krefst úrbóta á vegi yfir Mývatnsheiði Hætta vegna aurbleytu VEGURINN yfir Mývatnsheiði hefur verið allt að því ófær vegna aurbleytu eftir að snjóa leysti í vor. Sveitarstjóm Skútustaða- hrepps samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á alþingismenn, samgönguráðherra og Vegagerð- ina að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á veginum. Stórhættulegur vegarkafli Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps sagði að um væri að ræða tvo stutta vegarkafla sem samtals væm um fimm kílómetrar að lengd. Þeir hefðu á sínum tíma ekki verið byggðir upp, en síðar sett á þá vont burðarlag, mis- heppnaður Námaskarðsleir. Að vor- og haustlagi og eins í rigning- artíð yfir sumarið yrðu þessir veg- arkaflar stórhættulegir. Sveitar- stjórinn þekkir það af eigin raun, en hann varð frá að hverfa eftir að bíll hans skemmdist þar í gær. í áskorun sveitarstjórnar er bent á að undanfarin ár hafi oft skap- ast hættuástand á veginum og hefði jafnvel þurft að loka honum hvað eftir annað vegna aurbleytu. Ekki er fyrirhugað samkvæmt vegaáætlun að gera úrbætur fyrr en árið 1998, en það telur sveitar- KJARNABYGGÐ - AKUREYRI Orlofshúsahverfi við Kjarnaskóg ÚTBOÐ Úrbótamenn hf. Akureyri óska eftir tilboðum í að byggja undirstöður og lagnakjallara ásamt til- heyrandi lögnum fyrir 10 orlofshús við Kjarna- skóg, Akureyri. Verktaki skal ennfremur taka við húsunum á byggingarstað og hífa þau inn á undirstöður og festa niður. Einnig tilheyrir verk- inu gerð malarstígs frá húsum að götu. 5 hús skulu vera fullfrágengin eigi síðar en 15. júní nk. Verkinu skal að fullu lokið 31. júlí nk. Útboðsgögn eru til sölu á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akureyri, frá og með föstudeginum 12. maí nk. og kosta þau kr. 5.000. Tilboð skulu hafa borist Verk-fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Glerárgötu 30, Akureyri, eigi síðar en mánudaginn 22. maí nk. kl. 14.00 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Úrbótamenn hf. Akureyri. stjórn gjörsamlega ófært, ekki sé búandi við ástandi svo lengi. Þá telja sveitarstjórnarmenn vandséð hvernig nýr vegur yfir Fljótsheiði sem byijað verður á í sumar nýtist nema jafnhliða verði hugað að úr- bótum á Mývatnsheiðinni. Mikilvæg leið Benda þeir m.a. á mikilvægi þess að leiðin sé greið fyrir þá umferð sem fer um sveitina, þá sem eru á leið milli Norður- og Austurlands. „Þessi vegur er helsti tappinn á þeirri leið,“ sagði Sigurður Rúnar, „og því þykir okkur rökrétt að huga að úrbótum á þessum vegarkafla jafnhliða því sem unnið er að upp- byggingu betri vegatengingar milli Norður- og Austurlands." Sigurður Rúnar sagði Mývetn- inga ekki ganga svo langt að krefj- ast þess að fá slitlag á umræddan vegspotta, en þeir hafa bent á að einungis er um að ræða 11 kíló- metra kafla án slitlags á Mývatns- heiðinni. „Að okkar mati er ekki búandi við þetta ástand í fjögur ár í við- bót, vegurinn er stórhættulegur og því væntum við þess að úrbæt- ur verði gerðar fyrr, til að firra ökumenn vandræðum, kostnaði og óánægju,“ sagði Sigurður Rúnar. Skútustaðahrepp- ur seldi einstak- lingum tjaldstæði SKÚTUSTAÐAHREPPUR seldi í gær Gísla Sverrissyni og fleiri Mývetningum tjaldsvæði hrepps- ins við Reynihlíð fyrir 25 milljónir króna. Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps sagði að ákveðið hefði verið að hreppurinn losaði sig út úr rekstri tjaldsvæðisins eftir að fram hafi komið áhugasamir menn sem vildu standa að þessum rekstri og í boði hefði verið sanngjamt verð. Alls væru rekin fjögur tjaldstæði í Mý- vatnssveit, hreppurinn hefði átt eitt þeirra en einstaklingár stæðu að hinum þremur. Óþarfi hefði. þótt að sveitarfélagið væri í samkeppni við einstaklinga á þessu sviði. 25-30 þúsund gistinætur Miklar endurbætur hafa verið gerðar á tjaldsvæðinu á síðustu misserum og þar sköpuð ákjósan- leg aðstaða. Ferðalangar geta val- ið um gistingu í tjöldum, svefn- pokapláss með eldunaraðstöðu eða gistingu í smáhýsum sem á svæð- inu eru. Alls hafa að meðaltali verið skráðar á milli 25 og 30 þúsund gistinætur á þessu tjald- stæði á undanförnum árum. „Niðurstaðan hjá sveitarstjórn var sú að hagsmunir sveitarfélags- ins væru vel tryggðir með þessu móti,“ sagði Sigurður Rúnar. Hann sagði óákveðið hvernig það fé sem fengist með sölu tjaldstæð- isins yrði notað, „en það er alvég nóg við þá að gera,“ bætti hann við. Ferðafólk er byrjað að sjást í Mývatnssveit að sögn sveitar- stjóra, en heldur er enn kuldalegt um að litast í sveitinni, mikill snjór enn yfir öllu og fremur kalt. Frey- vangsfólk í Þjóðleik- húsið Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. FREYV AN GSLEIKHÚ SINU hefur hlotnast sá heiður að sýna leikritið Kvennaskólaæv- intýrið eftir Böðvar Guðmunds- son með söngvum eftir Garðar Karlsson, Eirík Bóasson og Jóhann Jóhannsson í Þjóðleik- húsinu 11. júní næstkomandi. Þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldursson, ásamt Sigrúnu Valgeirsdóttur og Guðrúnu Stephensen fóru fyrir stuttu og litu á sýningar áhugaleikfélaga víðs vegar um landið og varð niðurstaðan úr þeirri ferð sú, að Freyvangsleikhúsinu var boðið að koma með Kvenna- skólaævintýrið, þannig að nú geta þær fyrrverandi náms- meyjar sem ekki treystu sér norður séð sýninguna í Þjóð- leikhúsinu í Reykjavík. Ánægður Leifur Guðmundsson for- maður Freyvangsleikhússins var ánægður með að þessi sýn- ing skyldi vera talin sú at- hyglisverðasta á þessum vetri og lagði áherslu á að margt hefði hjálpast að, ágætt verk frá höfundarins hálfu, góð leik- stjórn Helgu Jónsdóttur og samstilltur leikhópur. * Forseti Is- lands sér Guð/jón FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðurs- gestur á síðustu sýningu á leik- verkinu Guð/jón í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju næst- komandi sunnudagskvöld og hefst sýningin kl. 20.00. Sýningin var sett upp af Leikfélagi Akureyrar í tilefni af Kirkjulistaviku og er sniðin til flutnings í heimilinu, en 6 leikarar taka þátt í sýning- unni. Áhorfendur eru leiddir um húsið og á vegi þeirra verða atriði og leikpersónur, en verk- ið íjallar um einsemd mannsins sem þráir líkn og miskunn. Tónlist í sýningunni er flutt af Tjarnarkvartettinum sem skipaður er Hjörleifi og Krist- jáni Hjartarsonum, Kristjönu Arngrímsdóttur og Rósu Krist- ínu Baldursdóttur, sem jafn- framt er tónlistarstjóri sýning- arinnar. Handrit, útlit og leik- stjórn er í höndum Viðars Egg- ertssonar, en lýsingu hannaði Ingvar Björnsson. Menntasmiðj- an opin OPIÐ hús verður í Mennta- smiðju kvenna, Hafnarstræti 95, 4. hæð í dag, föstudaginn 12. maí, frá kl. 13.00 til 19.00. Starfsemi Menntasmiðju kvenna verður kynnt og gest- um boðið að þiggja veitingar. Tuttugu konur stunda nám í menntasmiðjunni, en hú tók til starfa síðsumars í fyrra. Bítlahátíð BÍTLAHLJÓMSVEITIN Six- ties leikur í Hlöðufelli á Húsa- vík í kvöld, föstudagskvöld og annaðkvöld á bítlahátíð í Sjal- lanum. Hljómsveitin sendir á næstunni frá sér plötuna „Bítlaæði". Sixties skipa þeir Rúnar Örn Friðriksson, Þórar- inn Freysson, Guðmundur Gunnlaugsson og Andrés Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.